Baldur


Baldur - 23.12.1945, Blaðsíða 1

Baldur - 23.12.1945, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÖSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XI. ÁRG. ísafjörður, 23. des. 1945 38.—39. tölublað. ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo ooooooooo ooooooooooooooo o<-> Séra Sigurður Kristjánsson: Hátíð ljóss og friðar JÖLAHUGLEIÐING. Koma jólanna vek- ur ætíð einhver j a annarlega. kennd í hugum allra krist- inna manna, — þeim fjdgir ævinlega eitt- hvað seiðmagn, sem árin og ellin fá ekki afmáð úr hugum þeirra. Þetta mætti sk>rra á tvennan liátt að minnsta kosti. Flestum standa j ól- in i barnsminni, — og fegurstu minning- ar barnsáranna eru bundnar við þau. Jól- in eru sú hátíð, sem hæst ber á í vitund barna og unglinga, minningar þeirra verða því skýrastar og gleggstar. Ef til vill munum vér æskuheimili vor einmitt bezt á jólunum, allar siðvenjur og hætti, ef til vill er svipur foreldra vorra, systkina og annara vandamanna mótaður gleggst í hug vorn þá. Ég hygg að venjur og helgi æskujólanna séu mótuð með varanlegustum hætti i sál vora, því þau bera svo af hversdagsleikanum og eru svo ólík öllum öðrum viðburðutn ársins. Það mun og lika hafa sitt að segja, sem vekur og lotningu fyrir þeim og helgi, ljósadýrðin i skammdeginu og svartnættinu, á jól- unum bar hvergi skugga á í hinum dimmu bæjum, þá voru ljósin ekki spöruð á meðan aðra daga ársin var haldið í ljósmetið, svo sem framast var unnt. Þó það hefði ekki verið nema hin ytri dýrð jól- anna sem skapaði hin varanlegu áhrif og lotningu, þá hefði það og nægt, en nú eru jólin einnig minni- stæð fyrir annað, sem einnig, og ekki hvað sízt skap- aði þeim sérstöðu í hug lcristins manns. Helgisagan, sem bundin er við jólin um fæðingu harnsins, sem lagt var í jötu vegna fátæktar og um- komuleysis foreldranna, hafði lika djúp áhrif á barnssálina.. Þegar sú saga var lesin á jólunum opnaðist nýr heimur norðurheimskautsbarninu, sem brugðið var upp fyrir því, var svo frábrugðinn því, sem það þekkti, einmitt þessa nótt, sem Kristur fæddist voru margar verur á sveimi, sendiboðar guðs til mannanna, sem birtust fjárhirðunum i líki englanna, er töluðu við þá og sungu guði í nætur- kyrrðinni lof og dýrð og fögnuðu kornu hins ný- fædda barns til jarðarinnar, því að þess lilutverk var að boða mannkyninu nýjan og æðri boðskap held- ur en því hafði verið fluttur fram á þann dag. Næturkyrrðin og veðurblíðan, eftir því sem ráða má af frásögninni, var hún ekki sérkennileg meðan veðurofsinn og jafnv.el hríðin barði bæinn utan og gnauðaði ónotalega á þekjunni. Og ennfremur jók það á helgi jólanna í sál hins saklausa, en þó geð- ríka barns, sém tamt var að láta tilfinningar sínar í ljósi óhindrað og óþvingað, að brýnf var fyrir því að vera einmitt stillt á jólunum, að gæta sín að láta ekkert ljótt koma fram í hugann, hvað þá heldur fram á varirnar, að haga sér að öllu sem siðsamleg- ast og láta ekki hina öru barnslund hlaupa með sig í gönur. Ef til vill hafa jólin verið fyrsti hemillinn eða mótið á ómótaða barnssálina, hemillinn, sem var ásetningur þess sjálfs, hvattur og örfaður af blíðum móður hug eða föðurhönd. En jólin eru oss meira en minningar frá bernsk- unni og tilhlökkunarefni æskunnar, þau eru oss tálcn um ljósið, sem kom i heiminn. 1 skammdegis- myrkri mannsandans, kúgun og þjáning, á meðan maðurinn var i viðjum þrældóms hins veraldlega. valds og hins andlega líka, kom Kristur í heiminn, til þess að boða bandingjum lausn og kveikja kyndil frelsisins i hjörtum mannanna. Jólin eru oss tákn ljóssins, i skammdegi vetrarins og hríðarveðrunum, það birtir sptíð í hug vorum þeg- ar þau nálgast — af þeim lýsir í hug vorum, svo friður og ró setjast þar að völdum, vér sleppum um stund áhyggjum hversdagslífsins, og hugurinn verður næmari fyrir baráttu náunga vors, vér fyll- umst stundum löngun til þess að færa birtu jólanna, jólagleðina og jólahugarfarið inn í sál hans, inn á fátæklega heimilið hans, svo þar mætti eining ríkja, hin sanna jólagleði sem hjá oss sjálfum. Vér fyll- umst löngun til þess að verða brot af Kristi sjálf- um á þessari stundu, og hver getur sagt um það, nema að sú löngun eða. ásetningur -nái út yfir tak- mörk jólahátíðarinnar, fylgi oss sem brennandi ósk til þess að vera skapandi máttur í hversdagslífi voru einnig, að berjast fyrir rétti lítilsmagnans og helga líf vort sannleikanum og hræðast hvorki mátt hins volduga eða sækjast eftir launum og upphefð og taka þar Krist sjálfan til fyrinnyndar. Og ef vér hugsum líka um það, til hvers skyldum vér halda jól, ef ekki í þeim tilgangi að fagna komu Krists í heiminn og þar með fagna þeirri baráttu sem hann háði við hleypidóma og styrðnaðar venjur, við lygina og ódrengskapinn, sem nóg var til af á dögum hans, eins og enn í dag, og hví skyldum vér ekki fagna því, að liann kenndi oss að þekkja kær- leikann og lífið sem falið er á bak við þetta jarð- neska líf, hví skyldum vér ekki fagna því, að hann sýndi oss að hið jarðneska lif er ekki hið æðsta tak- mark hér á jörð, heldur að lifa í samræmi við hið innsta og bezta í sál vorri, að lifa sem drengskapar- maður fyrir sannleikann og deyja svo fyrir hann heldur en að forða sér frá dauða með lygi og ódrengskap. Hann beinir oss leiðina fram og upp til hæða, þess vegna líkjum vér honum við ljósið sem koma átti í heiminn, þess vegna nefnum vér fæðingarhátíð hans Ijóssins hátíð. GLEÐILEG JÓL!

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.