Baldur


Baldur - 23.12.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 23.12.1945, Blaðsíða 2
150 B A L D U R Framkvæmdir, sem krefjast góðrar forustu. Skutull birtir nýlega yfirlit yfir þær framkvæmdir, sem eru i undirbúningi hjá bænum og á að vinna hér bráðum. Því verður ekki neitað að hér er mikið i ráðum og það er áreið- anlega ósk allra bæjarbúa að vel takist um allar fram- kvæmdir. Skutull vill þakka meiri- hluta bæjarstjórnar alla for- göngu og allan undirbúning þessara verka. Það er vitan- lega ekki nema hálfur sann- 'leikur. Bæjarstjórn hefur öll unnið að þeim undirbúningi og ekki er vitað að neinn á- greiningur hafi komið fram innan bæjarstjórnar um nauðT syn þessara frajnkvæmda. Að undirbúningi fiskiðju- versins hefur t. d. verið unnið af nefnd, sem skipuð er full- trúum allra flokka í bæjar- stjórn. Ráðunautur þessarar nefnd- ar um allt, er viðkemur skipu- lagi þessa mannvirkis, hefur frá fyrstu byrjun verið Þórður Þorbj arnarson, fiskiðnfræðing- ingur. Gísli Halldórsson arki- tekt hefur gert teikningar af byggingum iðj uversins, en Björgvin Friðriksson tekið að sér að vera ráðunautur bæjar- ins um allt, sem viðkemur vél- um í það. Um aðrar framkvæmdir verksins er þetta að segja. Bæj- arstjórn samþykkti í sumar að gangast fyrir hlutafélagsstofn- un, til þess að hrynda þessu fyrirtæki í framkvæmd, þar sem hærinn og útgerðarfélög í bænum verði aðalhluthafar. Ekki veit Baldur hvernig þessi hlutafjárstofnun gengur, en Skutull upplýsir, að fullráðið megi heita, að það verði stofn- að. Er vonandi að satt reynist. Þá hefur það ennfremur gerst í málinu, að bæjarstjóri er nú í Reykjavík meðal annars þeirra erinda að leitast fyrir um 600 þúsund króna lán til þessa fyrirtækis. Það má því segja að þetta fyrirtæki sé komið á allgóðan rekspöl, en sá er galli á gjöf Njarðar að grundvöllinn vant- ar í bókstaflegri merkingu. Landið, sem iðjuverið á að standa á er enn eklci til. Það er bin fyrirhugaða uppfylling, sem á að byggja milli Neðsta- kaupstaðarbryggjunnar og Bátahafnaruppfyllingarinnar. Þessi uppfylling segir Skut- ull að geti aldrei orðið undir 2—3 miljónum króna, svo að hún og iðjuverið verður aldrei undir 6—7 miljónum króna. Þetta er mikið fé og þess- vegna nauðsynlegt að til und- irbúnings og framkvæmda þessa verks sé vandað sem mest, og stjórn þess verði í höndum manna, sem fullkom- lega er treystandi. Á því* er enginn efi að efnahagsleg og menningarleg afkoma Isfirð- inga byggist á þessu fyrirtæki auk útgerðarinnar, sem vitan- lega er grundvöllur alls at- vinnulífs hér. Það er því enginn efi að tog- arakaupamálið og bygging uppfyllingarinnar og iðjuvers- ins eru stærstu og þýðingar- mestu málin, sem nú ei’u hér á dágskrá, og þau verða áreiðan- lega aðal verkefni þeirrar bæj ai’stj órnar, sem við tekur nú eftir kosningai’nar. 1 tvemur undanförnum blöð- um Baldurs hefur verið lýst aðgerðum alþýðuflokksmanna í togarakaupamálinu. 1 því máli hafa þeir sj'nt svo víta- verðan silahátt og skeytingar- leysi, að menn munu áreiðan- lega hugsa sig oft um, áður en þeir fela þeim áfram forustu í slíkum stórmálum sem þeim, er hér um ræðir. Það má kannske segj a með nokkrum rétti að’þáð, sem þeir liafa. gert í undirbúningi fiskiðj uvei’sins, bendi til þess, að þeir séu nú gengnir i endurnýjun líldág- anna, þar sem meðal annars befur verið leitað ráða og að- stoðar sérfræðinga, en það er svo sjaldgæft í þeirra herbúð- um. En er það bara nokkur sönnun þess að .ekki verði gi’ip- ið til gamla vanans, þegar frá líður og verkið þá framkvæml undir stjórn einhvers ‘flokks- gæðingsins, eins og t. d. Nón- hornsvatnsvirkj unin. Og liver óskar eftir að svo verði? ----;---0------- Nýlega barst Björgunarskútu- sjóð Vestfjarða 500 kr. gjöf frá manni, sem ekki vill láta nafns síns getið, til minningar um Samúel Samúelsson, vélstjóra, frá Súðavík. Með kæru þakklæti. Nefndin. Hátíðamessur: Aðfangadagur: Isafii’ði kluklcan 6 e. h. Hnífsdal klukkan 8 e. h. Jóladagur: ísafirði: Barnamessa kl. 11 f.h. — Ahnenn messa kl. 2 e. h. — Sjúkrahúsinu kl. 3 e. h. Annan Jóladag: Hnífsdal: Barnam. kl. 11 f. h. — Almenn messa kl. 2 e. h. Gamlárskvöld: Isafirði klukkan 11 síðd. Hnífsdal klukkan 8 síðd. Nýársdag: Isafirði ldukkan 2 e. h. Elliheimilinu kl. 3 e. h. jfo'/aóÁ Fyrir tæpum 65 árum birtist í Isafold eftirfarandi grein. „Ritdómar. Það er hér á landi þvínær vandræði fyrir dagblöð að taka ritdóma. Hver höfundur, sem verður fyrir aðfinningum, sezt nið- ur liið bráðasta, og skrifar langt varnarskjal fyrir bók sinni. Svo óvanir eru menn hér öllum útá- setningum. Höfundul lcrefst þess því næst sem sjálfskyldu, að mót- bárur sínar séu teknar inn í „næsta blað“, og þótt varnargreinin sé samin í binni fyrstu bræði og hafi, ef til vill, inni að halda getsakir, sér í lagi um einhvern illgjarnan tilgang og óhreinar hvatir ritdóm- arans, þá má engu breyta. Þetta lýsir bernsku bjá höfundum vor- um, og er það ljósasti vottur um bernskuna, að þeir rithöfundar, 'sem verða fyrir ómaklegu og á- stæðulausu lofi — og þesskonar ritdóma höfum vér séð í sumum blöðum — þeir hlaupa aldrei upp til handa og fóta, til þess að bera af sér hið óverðskuldaða hrós. Vér liöfum reynt að taka aldrei nema stillilega samda og rökstudda rit- dóma, en þótt vér hingað til einnig liöfum látið prenta svör liinna dæmdu höfunda, þá hættum vér því eftirleióis, nema i aukablaSi, sem höfundurinn þd veröur crð kosla sjdlfur að gagpír og prentun. Blað, sem ekki kemur út nema tvisvar og þrisvar í mánuði, og sem margar greinar almennsefnis bjóðast úr ýmsum áttum, hefur ekki rúm til að vera vígvöllur fyr- ir liina og þessa bókahöfunda, les- endum blaðsins oft og tíðum til leiðinda, og málefninu, sem rætt er, á stundum til liarla ónógrar skýr- ingar“. Þetta var nú svona á þeim dög- um og þrátt fyrir allar framfarirn- ar, sem orðið hafa síðan, stöndum yér enn nokkurnveginn í sömu sporum livað bókagagnríni snertir. Helzta breytingin er sú að rithöf- undar verða nú fyrir „ómaklegu og ástæðulausu lofi“. Þetta lof' kemur fram í flestum ritdómum, sem nú birtast, en þó langsamlega mest í bóka-auglýsingum, sem nú eru orðnar svo takmarkalaust skrum, að það má heita algild regla, að ]>ær bækur sem mest eru auglýstar og mest gumað af, eru venjulega þær ómerkileguslu. Þá er það orðið sérstakt metnað- armál rithöfunda nú, að gefa út sem flestar og fyrirferðarmestar bækur, burt séð frá því hvort efni þeirra eða efnismeðferð sé nokk- urs virði eða ekki, að eins ef lop- inn er nógu mikið teygður, mærð- in og mælgin nógu takmarkalaus. Ritdómar, sem leiðbeina almenn- ingi um bókaval fyrirfinnast varla, en það er einmitt slíka ritdóma, sem vantar. Frá keisarakrýningunni i Moskvu árið 1883 er til eftirfarandi saga: „Það var kvöldið, sem hin mikla dansveizla stóð, í Kreml. Veizlu- fólkið var mest allt eintómir kon- ungar og drottningar eða aðrir kórónaðir liöfðingjar. Fjöldi hirð- meyja höfðu það starf að færa þetta fólk úr purpurakápunum og taka við af þeim veldissprotunum, kórónunum, ríkiseplunum og öðr- um tignarmerkjum, áður en tekið væri til að dansa, með því að slíkt er ekki til annars en byrðarauka og trafala þá. Þar var og í þessari göf- ugu sveit blámannakonungur einn. Hann lagði frá sér eigi ein- ungis kesju sína, boga og örvar, heldur færði sig úr öllum fötunum og hafði loks ekki annað eftir á kroppnum en liring í nefinu og band yfir um brjóstið með orðu á. Meyjarnar roðnuðu, sem lög gera ráð fyrir, og hljóðuðu upp yfir sig, en hinn dökki jöfur skildi það svo sem þær væru að dást að fögru vaxtarlagi sínu og hneigði sig ljúf- mannlega. Nú var kvaddur til túlk- ur og gerði hann konungi skiljan- legt, að honum mundi eigi stoða að vera svona fáklæddur í dans- veizlu keisara. Við þetta varð kon- ungur hinn æfasti og ætlaði að stýfa höfuð frá bol á túlknum. Til allrar hamingju kom einn af stór- furstunum inn í því bili. Hann brá sér til orðalaust og fór að tína á þann dökkva spjarirnar -aftur. Hann lét það svo vera. Gekk síðan inn í danssalinn og hagaði sér þar nokkurn veginn viðlíka siðsamlega og aðrir hinir kórónuðu höfðingj- ar. Að öðru leyti ségir sagan, að honum muni þykja gott manna- kjöt“. Árið 1883 dó í París alræmdur drykkjumaður, sem hafði ritað í bók með mikilli nákvæmni hvern sopa af ölföngum, sem liann hafði drukkið í 50 ár. Það voru samtals nokkuð meira en 70 000 pottar af víni, 109 500 staup af apsint og 219 000 staup af líkjör. Enda rak ekki elztu kunningja hans minni til, að þeir hefðu séð liann nokk- urn tíma ófullan. 1 hinni merkilegu og fróðlegu bók sinni Jón Thoroddsen og skáld- sögur hans segir dr. Steingríinur J. Þorsteinsson frá bónda einum, Guð- brandi Magnússyni í Hólmlátri við Breiðafjörð. Karl þessi var afskap- lega nízkur og ógestrisinn svo af bar. Skulu liér tilfærðar tvær sög- ur um Guðbrand þennan, teknar úr fyrnefndri bók: „Eitt sinn fengu næturskjól hjá Guðbrandi útróðramenn, er sjálfir böfðu nesti með sér að vanda, en ekki var það siður á bæjum að láta þá eyða af því, er þeir gistu. En þegar heimilisfólkið settist að snæðingi sagði Guðbrandur við gestina: „Nú förum við að borða piltar, en þið látið sem þið sjáið það ekki“. Eitt sinn hafði Guðbrandur geymt sér svo lengi rúsínugraut frá töðugjöldum, að hann var far- inn mygla. Tekur hann nú graut- inn fram og liorfir á hann lengi, en tímir ekki að henda lionum. Hellir hann þá brennivini í staup, setur það fyrir framan sig og heit- ir sjálfum sér að hann skuli fá það, er hann hafi lokið grautnum. Síðan svældi hann honum í sig, saup úr staupinu og velkti gúlsop- anum í munni sér. En eftir stutta umhugsun spýtir hann brennivín- inu aftur út úr sér í flöskuna og segir: „Ekki þarftu, Guðbrandur, að láta kaupa þig til að eta góðan mat? -------0------- Þrjú skip rekur á land á Þingeyri. I veði’i því, sem gengið hef- ir yfir allt land nú að undan- förnu, slitnuðu þrjú skip upp á Þingeyrarhöfn og rak þau á land. Skip þessi eru: Hamona, eign Glámu á Þingeyi’i, Glaður, eign h. f. Sæhrímnir á Þing- eyri, og Venus, eign Svein- bjarnar Samsonarsonar. Ham- ona og Venus eru lítið hi'otnar, hinsvegar er Glaður sagður mikið brotinn og að öllum lík- indum ónýtur.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.