Baldur


Baldur - 23.12.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 23.12.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R 151 Bækur og rit. Baldri hafa borist eftirfar- andi rit nú fyrir jólin: Sjómannablaðið Víkingur (jólablað). Þetta jólablað er fjölbreytt að efni og snoturt að frágangi. 1 því er m. a. þetta lestrar- efni: Jólasöngur aldanna, eftir séra Árna Sigurðsson. Als- báturinn, eftir Kristján Eld- járn. Grein um danska skáldið Holger Drachmann og saga eftir hann, Yfir Skagahaf. Heinrik Bjelke. Tvær greinar um útgerðarmál. Er ætlunin að um þetta efni komi ein grein frá hverjum hinna fjögra stjórnmálaflokka hér á landi. 1 þetta blað skrifa Óskar Jónsson, fyrir Alþýðuflokkinn, og Eysteinn Jónsson, fyrir F ramsóknarf lokkinn. Hinar tvær greinarnar munu skrifa þeir Einar Olgeirsson, fyrir Sósialistaflokkinn og Sigurður Kristjánsson, fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, og koma þær í næsta blaði. Þá er grein eftir Oscar Jensen: Frá bernskudögum bryndrekanna. — Draumur Moltke, saga. Vitar og sjó- merki, eftir Ólaf Magnússon. Tvær fyrstu togveiðiferðir á Halann og tildrög þeirra, eftir Guðmund Guðmundsson frá Móum, Vísnaflokkur, Sigurjón Á. Ólafsson, sextugur, eftir Guðmund G. Hagalín, Sam- ræming launa og lækkun dýr- tíðar, eftir Henry Hálfdánar- son, Danmerkurför á brigg- skipi árið 1797, eftir Finn pró- 1‘essor Magnússon. Framhald greinaflokksins: Ctgerðarstað- ir og verstöðvar, eftir ritstjór- ann, Gils Guðmundsson, að þessu sinni um Sandgerði. Jón Kr. Isfeld skrrfar um Gísla liátasmið á Bíldudal í tilefni af 40 ára starfsafmæli hans. Ennfremur er í blaðinu grein cftir Guðmund Guðmundsson, skipstjóra á Isafirði, Siglinga- lög og sjómannafræðsla, svar við grein, eftir Guðbjart Ólafs- son í 4. blaði Víkingsins þetta ár, Ljóðabálkur, Bókafregnir. Á frívaktinni. Fréttir af 9. þingi F. F. S. 1. og margt fleira. Fjöldi mynda er í ritinu og það að öllu leyti þess vert að vera lesið með athygli. Iíraunbúinn. Þetta er blað, sem Skátafé- lag Hafnarfjarðar gefur út og hafa Baldri borist 1. og 2 tbl. Efnið er fjölbreytt og snei’tir mest skáta og starfsemi þeirra. En þrátt fyrir það — eða kannske öllu heldur vegna þess — á þetta l)lað brýnt erindi til unga fólksins í sveitum og kaupstöðum. Það flytur fjölda fi-óðlegi-a og skemmtilegra greina, er pi’ýtt fjölda mynda og allur fi’ágangur þess útgef- endum og málefninu, sem það Jóhann Einarsson kennari og kona hans Sigríður Sigurðardóttir áttu sextugs afmæli í gær. Þau hjónin Jóhann Einars- son kennari og Sigriður Sigui’ð- ardóttir áttu bæði sextugsaf- mæli 22. þ. m. Jóhann er Eyfirðingur að ætt og ólst upp í Lauíasi í Eyja- firði h j á merkisprestinum Magnúsi Jónssyni, föður Jóns foi’sætisráðherra. Hann stund- aði nám við Kennaraskólann, var með þeim fyi-stu, er þann skóla sóttu, og lauk þaðan prófi. Síðan stuildaði hann kennslu um skeið, á Hjalteyri og Þingeyri, en sigldi því næst til framhaldsnáms til Kaup- mannahafnar, stundaði þar nám við Statens Lærerhöj- skole og las einkum nátturu- fræði: dýrafi’æði, grasafræði og eðlisfræði. Einnig kynnti hann sér bókavöi-zlu og sótti námskeið í töfluteikningu og söng. Eftir heimkomuna stundaði Jóhann kennslu í Súðavík og á Látrum í Aðalvík. Hingað til bæjai’ins fluttist hann árið 1919 og hefur verið kennari hér við barnaskólann síðan. Frú Sigi’íður, kona Jóhanns, er Vestfirðingur, dóttir Sigurð- ar Gíslasonar hreppstjóra og sýslunefndaimanns í Áðalvík. Hún giftist Jóhanni 15. des. 1915, og er því 30 ára hjúskap- arafmæli þeirra hjóna nvlega liðið. sem þar voru munu sammála um, að Jóhann gerði sitt til þess að svo varð. Á hverju lcvöldi að loknu dagsverki, er við vorum komnir inn í tjald- ið, las hann fyrir okkur ein- hverja skemmtilega sögu eða flutti kvæði, sem hann kann öll ósköp af. Var að þessu hin bezta skemmtun og tíminn leið fljótt. Þá var ekki síður gam- an, þegar Jóhann fór með hnittnar tækifæi’isvísur og sagði tildrög þeiri’a, því hann segir manna bezt frá öllu líku og hefur mjög glöggt auga fyr- ir öllu, sem er sérkennilegt og skoplegt. Fyrir kom það líka að þeir, sem þarna voru, hnoð- uðu saman vísum, gei’ðist Jó- hann „útgefandi“ þeirra „lista- verka“ og ýmist söng þau eða kvað, og ég held jafnvel að hann hafi stundum búið lögin til sjálfur. Þó að nú séu liðin um 17 ár síðan þetta sumar undir Rauð- hnjúk, er það samt svo, að þeir, sem þar voru, lifna allir við er þeir minnast á þá skemmtilegu daga. Jóhann Einarsson á sinn góða þátt í þeim minningum. Og þannig er það, allir, sem kynnast Jó- hanni hafa ánægju af því. Vegna hóflegra fyndni sinnai*, gamansemi og fróðleiks er hann hrókur alls fagnaðar í góðra vini hópi. Ég þakka Jóhanni sumarið við Fossavatn og alla góða við- kynningu og óska þeim hjón- um báðum gleðilegra og góðrar framtíðar. Halldór Ólafsson. |llllllllllllllll!llllllllllllllllllll||||||||||||||||||||||||||||||||!lllll|||||||||||||||||||||||l|||||||||||||||l||l||l||||||||||||ll||||||||||lllll||||| GLEÐILEG JÓL! GOTT NYTT ÁR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. Happdrætti Háskóla íslands. Umboðið á Isafirði, H. Aspelund. |llllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll||||||||||||||lll||||ll||||llllllllllllllllllllllllll|||||lll|||||||||||ll|||||||ll||||||||| GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT ÁR! Ég hef haft nokkur kynni = af Jóhanni um dagana, I og það get ég með sanni sagt = að mér hefur fallið maðurinn | vel í geð og svo mun um fleiri, | sem honum hafa kynnst. Sér- 1 staklega minnist ég sarnver- ll unnar nxeð Jóhanni, er við á- j| samt nokkrum öðrum heiðui’s- k mönnum unnum saman við 1 fyrstu fyrii’hleðsluna, sem gerð 1 var við Fossavatn, sumarið = 1928. — Það voru sannai’lega 1 skemmtilegir dagai*, og allir, 1 túlkar, til sóma. Ritstjórinn er = Vilbergur Júlíusson, kennari. 1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verzlunin B E R G, ísafirði. GLEÐILEG JÓL! GOTT NYTT ÁR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. Verzlun og rakarastofa Matth. Sveinssonar. lðnneminn, = 1. árg. 1. tbl. I GLEÐILEG JÓL! GOTT NYTT ÁR! Þetta blað er gefið út af Iðn- nemasambandi Islands. I þvi birtast ýmiskonar greinar, er varða hagsmunamál iðnnema. I ávarpi segir: „Þetta blað mun láta sig vai’ða fræðslu- menningai’- og hagsmunamál iðnnema og þá að sjálfsögðu helztu hagsmunamál æskunnar í landinu. Það mun, auk þess að vera málsvari iðnnema, flytja, eftir því sem tök verða á, fræðsluþætti varðandi iðnað og iðnnám, greinar, kvæði, sögur, fréttir lir iðnaði og frá sambandsfélögum og annað það, er verða má til fi’óðleiks“. . Þakka viðskiptin á líðandi ári. Netagerðin Grænigarður P. Njarðvík. lllllllllllllllllllllllllllllUllllllllllllllllllllllll.Illllllllllllll.....iiiiiii....iiiiiiiiii.iiiiii.... GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT ÁR! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Finnbjörn málari. | ^lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.