Baldur


Baldur - 23.12.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 23.12.1945, Blaðsíða 4
152 B A L D U R B A R N A Páll lögmaður Vídalín og börnin. öll börn, sem eitthvað hafa lært í Islandssögu, muna eftir manni* sem hét Páll Vídalín. Hann kemur mikið við sögu landsins á 17. og 18. öld og er sérstaklega frægur fyrir það, að hann ferðaðist um allt land- ið ásamt öðrum merkismanni þeirra tíma, Árna Magnússyni, til þess að meta og safna upp- lýsingum um allar jarðir, sem þá voru byggðar i landinu. En við skulum ekki fara nánar út í það hér. Um þetta og fleira er við kemur «Jífi og starfi Páls lögmanns Vídalíns og Árna Magnússonar, starfsfé- laga hans, læra börnin í skól- anum. Aftur á móti gleymist oft að geta þess, að Páll Vída- lín var gott skáld og það, sem börnin munu hafa mest gam- an af að vita, hann var mjög barngóður og orti vísur og kvæði fyrir börnin. 1 æfisögu hans segir: „Hann var sérdeilis barngóð- ur, kvað við þau og gerði vís- ur. Kunni og að glingra við þau með ýmsu móti, helzt til þess aldurs, að þau tóku að vitkast og blygðast sin, og bafði gaman af barnagælum við þau“. Eftir Pál Vídalín er t. d. þessi alkunna visa. Hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús, titlingur. galar, krunkar, geltir, hrín, 'gneggjar, tístir, syngur. Og svo kemur hér eftir hann langt kvæði, sem heitir Tóu-kvæði. Tóa tölli um stráeti til jiess hana sá, heilsar honum þá; bað sitt angur bæti. Kom ég úr kaupstað einum, keypti eg ölföng þar, skeinkt á skálar var mér og mínum sveinum. Þá við þaðan fórum, þess eg ekki dyl, þá bar þetta til, mig eg meiddi stórum. Eg í augað hefi óvart rckið strá, eg bið ]>ig burt að ná því með þínu nefi. Þú ert gáfum góðum gæddur utan skrum, frægstur af fuglunum, með geðugum góðum hljóðum. Læknisíist frábæra lært hefir þú er sagt, að því gcf eg agt, kóngs með krónu skæra. Veiztu eilctir allar, einkum morgnum á, raust j>ín hvell og há fólk á fætur kallar. jiillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllli^ Starfsfólki voru og öllum viðskiptavinum | óskum vér gleðilegrar jólahátíðar og farsældar | á árinu 1946. | Ishúsfélag Isfirðinga h/f. | |iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiÍiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii| GLEÐILEG JÓL! Vacuum Oil Company. | Aðalumboð: H. Benediktsson & Co. I Umboð á ísafirði: Tr. Jóakimsson. 1 M. BERNHARÐSSON Skipasmíðastöð h. f. Skipabrautin, Isafirði, óskar starfsfóllci og viðskiptavinum gleðilegra jóla 1 og góðs nýárs. = Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Íllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllplllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll| BALDUR óskar öllum lesendum sín- um gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. | GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! | | Sósíalistafélag Isafjarðar. | ÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍ SÍÐAN. Haninn fjaðrir hristi, hátt í eik þar sat, fagurt galað gat, lof sitt heyra lysti. Tregur er eg að trúa, tóa mín, á þig, máske þú svikir mig; að heilu er bezt að búa. Sumir af þér segja sértu fáum trygg, lymsk, í lund ódygg, vön til véla að teygja. Hverjir þvætta þetta? þeir hafa orðskemmt mig og logið því í þig, á bak mér brigzlum sletta Sjá máttu smámsaman svikalausa trú, kom og kyss mig nú, gerum okkur gaman. Haninn lieimskur trúði báleitur og gól, hennar þóknast hól, í skjól til skolla flúði. Fór það víst að vonum, vék sér tóa að, komdu sæll hún kvað, og höfuðið beit af honum. Avi, ertu dauður, anzar tóa þá, haninn látinn lá, beint, sem bitinn sauður. Þá bún er þetta að tala, þar sem haninn lá, kom þar kisa grá, mjálma tók og mala. Heilsar systur sinni svipljót kisa j)á, frétti mörgu frá grett í gráu skinni. Allt var heilt á hófi heima á mínum stað tasvíg tóa kvað ]>reytt af gönguþófi. Fýsti mig að finna, falska kisa tér, þig, og bera þér kveðju krakka minna. Við skulum, frænka ,fara og fá oss villibráð, kát fékk kisa tjáð, eg mun ei það spara. \ Fann eg á förnum vegi fagra eik og sá, uxu ber þar á, en þeim náði eg eigi. Anzar rebbi aftur: ótal kann eg ráð; l'ljótt þeim fæ eg náð, minn er meiri kraftur. Á því er mér grunur, yður sé meira veitt; eg hefi ei utan eitt; það er mikill niunur. En ef ráð mitt eina orkar meira’ en þín, það or meining mín; þó skal þetta reyna. Sem j>ær voru að segja saman þetta tvær hóað heyrðu þær, grimmir hundar geyja. Kisa klærnar þandi, klifrar hátt í eik, löngum rnjúk i leik, laus frá lífsins grandi. Hátt í eik sig halar, hundar tóu ná, fárlega fór hún þá, drepin varð án dvalar. Kisa upp á kvisti köldum spent af móð ýgld og stuttleit stóð, hala og eyru hristi. Hrædd var mjög við hunda í hnipri saman lá, fékk sér færi á heim til húss að skunda. Er j>að enginn vafi, einatt svo við ber, falskur sjálfum sér grefur gröf, þótt grafi -------0------- Jónína G. Jónsdóttir, Ekkjan Sundstræti 35, andaðist 8. þ. m. 82 ára að aldri. o JÓLASAMKOMUR H j álpræðishersins, 1. Jóladag kl. 8,30 Hátíðasam- koma. — Annan jóladag kl. 830 Al- menn jólatréshátíð (aðg. kr. 3,00). — Fimmtud. 27. des. kl. 3 e. h. jólafagnaður fyrir gamalmenni. — Föstud. 28. des. Icl. 1 e. h. jóla- fagnaður fyrir börn (boðin), og sama dag kl. 6 e. h. jólafagnaður fyrir börn (boðin). — Laugard. 29. des. kl. 8 e. h. jó.lafagnaður fyrir Heimilasambandið. —- Sunnud. 30. des. kl. 2 e. h. jólatréshátíð fyrir börn, aðg. kr. 1,00, og kl. 8,30 um kvöldið almenn samkoma. — Gaml- árskvöld kl. 11 e. h. Vökuguðsþjón- usta. — Verið velkomin. H j álpræðisherinn.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.