Baldur


Baldur - 23.12.1945, Síða 6

Baldur - 23.12.1945, Síða 6
154 B A L D U R ,ooooooooooooooooooooooooooooooooooc SOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCOOOOCí Ræða Þorgeirs Þorkelssonar Ljósvetningagoða við kristni- tökuna á Alþingi árið 1000. Heyrið þér, spekingur, mál min og öll alþýða, hygg- ið að vandlega, hvað er ég tala. Mér sýnist horfa til vandræða og taumlausrar tapanar öllu byggðarlagi, ef lýður lands þessa skal eigi hafa ein lög og siðferði, því að skjótt rýfst friðurinn, ef lögin tvískiptast. Það- an af munu gerast greinir með mönnum og sundur- þykki, þar næst fullur fjandskapur, ófriður og hardag- ar, svo að á skanmiri stundu mun þar af eyðast land þetta, ef eigi kemur til heilsamlegt ráð trúlegrar for- sjá. Því skulum vér með allri ástundun varast og viður sjá, áð eigi berist oss sú óhamingja til handa, að vér sjálfir, samlendir menn og frændur, stríðumst á meður ofurkappi. Kostgæfum heldur með allri skynsemd og góðvilja að setja og semja, hafa og halda sátt, sam- þykki og fastan frið hér á föðurleifð vorri og fóstur- • landi. Hygg ég það yður heyrt hafa, að konungar af Noregi og Danmörku héldu langan tíma millum sín stríð og stóra bardaga, allt þar til er höfðingjar hvors- tveggja landsins leiddist sá agi og ófriður. Gerðu þeir þá sætt sín á meðal og sterkan frið milli landanna að óvilja konunganna, en það varð að þeirri farsæld, að þeir konungar, er lengi höfðu sundurþykkir verið sin í milli, gerðust þeir fyrir góðvilja sinna ráðgjafa og undirmanna kærir vinir og sendu hvor öðrum góðar gjafir og gersimar, og hélzt sá friður meðan þeir báðir lifðu. Nú j)ó að vér höfðingjar séum eigi jafnríkir sem konungar í öðrum löndum og óvitrari en þeirra ráð- gjafar, þá her oss þó vel að taka dæmi af ]>eirra spak- legu ráðum. Þvi skulum vér miðla málum með þeim mönnum, er hér gangast mest í móti, að hvorirtveggj u hafi nokkuð síns máls, en hvorugir ráði einir. Mætt- um vér svo eftir sett sáttamál gleðjast af góðum ráð- um allir samt og vera einn lýður undir einum lögum og hafa allir eitt nafn eftir einum átrúnaði og siðsemd, studdir friði og farsælu vorrar föðurleifðar, samlagðir í einu samþykki og sáttmáli, því að trúa megið þér mér þar um, að jafnskjótt sem vér tvískiptum lögmál- inu, j)á eyðist friðurinn vor í millum, því er j)að upp- haf og endir míns ráðs og áeggjanar, að með einu og óleysilegu sættar samþykki höldum vér allir ein lög, útibyggjandi allan ófagnað og aga sundurj)ykkis. Það hef ég upphaf laga vorra til samþykkis við kristna. menn, að hverr maður á Islandi, meiri og minni skal vera kristinn og skírn taka, þeir er áður eru óskírðir, en hof öll og skurðgoð skulu vera óheilög og niðurbrotin, og skal hverjum manni varða fjörbaugs- garð, ef blótar skurðgoð opinberlega, svo að vottar sé við. Því, að þeir menn er mest hafa gengið móti kristnihoðinu, koma varla skilning á, að það megi sariian fara að fæða upp börn, ])au er alin eru, svo fátækra manna sem ríkra, en hanna og afneita til mannafæðu þá hluti, sem áður voru alþýðu hinn mesti styrkur í, því skulum vér hafa vort mál um það, að hin fornu lög skal hafa um barna úthurð og hrossa- kjöts át, og eigi skal saknæmt, þó að maður blóti á laun, svo að eigi verði vitnisfast. Svo skulum vér og halda öll hin fornu lög önnur, þau er eigi standa móti kristrium dómi. (Flateyj arbók). c>ooo ooooooooooooooooooooooooooooooo < Niðursuðuverksmiðjan á ísafirði h/f. óskar öllu starfsfólki sínu og viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÖLA! /OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOOOOO' GLEÐILEG JÖL! GOTT 0 G FARSÆLT NYTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verzlunin Dagsbrún. >oooooooooooooooooooooooooooooooooo< GLEÐILEG JÓL! GOTT NYTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Loftleiðir h. f., Reykjavík. i oooooooooooooooooooooooooooooooooo; SJllKRASAMLAG ISAFJARÐAR * óskar meðlimum sínum gleðilegra jóla og farsældar og heilbrigði á komandi ári. (OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ooooooooooo < Gleðileg jól! Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Rafveita Isafjarðar. > oooooooooooooooooo< oooooooo< ooooooc) SAMVINNUFÉLAG ISFIRÐINGA óskar 'öllum viðskiptamönnum sínum nær og f jær gleðilegra jóla og farsældar á árinu 1946. > ooooooooooooooooooooooooooo ooooooo < GLEÐILEG JÓL! H. f. Eimskipafélag Islands. 'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC ' TIMBURVERZLUNIN BJÖRK ISAFIRÐI GLEÐILEG JÖL! GOTT NtTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. > oooooooooooooooooooooooooooooooooo <

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.