Baldur


Baldur - 05.01.1946, Síða 1

Baldur - 05.01.1946, Síða 1
UTGEFANDI: SÓSÍALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR xii. Arg. ísafjörður, 5. janúar 1946 1. tölublað. Óhróöri um afstöðu sósíalista í togarakaupamálinu hnekkt. Kratarnir þvældust fyrir framgangi málsins eins lengi og þeir sáu sér fært. Skutull og Vesiurland hafa nú um nokkurt skeið lialdið því mjög á lofti, að fjilltrúar sósíalista í bæjarstjórn liafi sýnt fullkomið áhugaleysi og jafnvel andstööu gegn því að i bæinn yrðu keyptir togarar. Þessa staðhæfingu hyggj a þessi skötuhjú á því, að full- trúar sósíalista voru foi’fallað- ir frá því að mæta á bæjar- stj órnarfundi 25. júlí s. 1., en þar var sem kunnugt er sam- þykkt að bærinn beitti sér fyr- ir kaupum á 2 togurum og stofnuð yrði um þá bæjarút- gerð. Sannleiksgildi þessarar stað- hæfingar má meðal annars nokkuð marka á því, að sósí- alistar fluttu á bæjarstjórnar- fundi 18. maí s. 1. tillögu þá, sem hér fer á eftir: „Með tilvísun til þess, hve fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1945 er rúm, virðist harla lítil ástæða til þess að hækka hana um 138 000,00 (10% fyrir vanhöldum) og auk þess kr. 24 þúsund (eða 1,733%) einkum þegar þess er gætt að undan- gengin ár hefur útsvarsinn- heimtan verið með ágætum. En þar sem niðurjöfnun er nú lokið og jafnað hefir verið niður kr. 1 547 5000,00 kr. (kr. 233 000,00 meira en 1944), — ályktar bæjarstjórn að fengnu samþykki Félagsmálaráðherra að láta niðurjöfnunina standa óbreytta, enda samþykkir hún jafnframt að af álagningsupp- hæðinni verði lagðar fram nú á þessu ári kr. 250 000,00 — tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur — til stofnunar togara- félags hér í bæ, enda hafi bæj- arstjórn forgöngu um stofnun félagsins og beiti sér fyrir hlutafjársöfnun, og sæki þegar til Nýhyggingarráðs um einn til tvo nýtízku togara“. Tillögu þessa sáu kratarnir sér eigi fært að drepa umsvifa- laust, vegna ótta við kjósend- ur, en þeir komu með tillögu, sem var samþykkt, um að vísa málinu til hæjarráðs til athug- unar og fyrirgreiðslu, enda skyldu flutningsmerin kvaddir á bæjarráðsfund, er tillagan yrði tekin fyrir. En til þess kom aldrei, þar sem tillögunni var stungið undir stól, eins og flestum öðrum umbótatillögum sósíalista. 1 júlí s. 1. hittust svo í Reykjavík forseti hæjarstjórn- ar, Guðmundur Gíslason Haga- lín, heildsali og formaðui’ at- vinnumálanefndar bæjarins Grímur Kristgeirsson, rakari. Þeir minntust þá þess, að mörgum vikum áður hafði ver- ið visað til bæjarráðs tillögu frá sósíalistum, um að bærinn leitaði til Nýbyggingarráðs um kaup á 2 togurum. Þessi tillaga liafði aldrei verið rædd í bæj- arráði þær 10—12 vikur, sem hún hafði hvílt þar. Nú gat Al- þýðuflokkurinn með lægni tryggt sér forgang í málinu. Þeir ákváðu því að snúa sér þegar til Nýbyggingarráðs og sækja um kaup á 2 togurum fyrir ' Isaf j arðarkaupstað, án þess þó að hafa til þess form- legt umboð bæjarstjórnar. En hverju skiptir-það fyrir þessa mektarmenn þótt smávægileg- ur formgalli væri á umsókn- inni, þar sem hún var tekin gild, og þeir höfðu öll ráð bæj- arstjórnarinnar í höndum sér. Þessi umsókn Gríms og Hagalíns var síðan lögð fyrir bæjarstjórnarfund 25. júli s. 1. til samþykktar. Á fundinum komu fram tvær tillögur í þessu máli, önnur frá Alþýðu- flokknum um bæjarútgerð tog- aranna, hin frá Sjálfstæðis- flokknum um stofnun hlutafé- lags um útgerð þeirra. Tillaga Alþýðuflokksins var samþykkt. Um miðjan nóv. s. 1. aug- auglýsti Nýbyggingarráð að endurnýja þyrfti umsóknir þær, er því hefðu borist um kaup á togurum fyrir 1. des. 1945. En ekki var áhugi bæj- arstjórnarmeirihlutans fyrir framgangi málsins meiri en það, að hann gerði ekkert fyr en sósíalistar höfðu skrifað bæjarstjóra og óskað eftir að málið yrði tekið fyrir sem fyrst, þar sem endurnýjunar- fresturinn væri að renna út. Bréf þetta hefir verið birt í „Baldri“ og er því óþarft að fara frekar út í það hér. I Skutli 15. des. s.l. er frá þvi inn gæti af eigin rammleik eignast togara, en töldum hins- vegar aðalatriðið að tryggt væri að togarar fengjust í bæ- inn. Fjárhagur bæjarins, var hvorki né er svo glæsilegur, að vanþörf hafi verið á þvi að leita eftir fjárhagslegum stuðn- ingi bæjarbúa, ef mögulegt átti að vera að leysa þetta nauðsynlega mál. Enda er nú svo komið, samkvæmt síðustu fregnum að dæma, að nauð- synlegt fjármagn til væntan- legra. togarakaupa mun aðeins fáanlegt með ríkisábyrgð. Hér hefir þá í stórum drátt- um verið skýrt frá gangi þessa máls. Og sést á því, að það voru sósíalistar, sem fyrstir allra flokka í bæjarstjórn fluttu tillögu um að togarar yrðu keyptir í bæinn. En það var hinsvegar Alþýðuflokks- meirihlutinn í bæj arstj órninni, sem þvældist fyrir framgangi málsins, eins lengi og liann sá sér frekast fært. Enda er það í fullkomnu samræmi við þá afstöðu Alþýðuflokksins til togaraútgerðar hér, sem fram kom 1941. Samanber söluna á togaranum Skutli. Har. Guðm. ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii^ Listi Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- | | flokksins — við bæjarstjórnarkosningarnar á Isa- | | firði 27. janúar 1946. | 1. Haraldur Guðmundsson, skipstjóri. | | 2. Haukur Helgason, bankabókari. 3. Kristinn Guðmundss., fo'rm. Vélstjóraf. Isafj. | | 4. Halldór Ölafsson, ritstjóri. | 5. Jón Jónsson, verkamaður, Fjarðarstræti 29. | 6. Guðmundína Helgadóttir, húsfrú. 7. Guðmundur Gunnlaugsson, sjómaður. 8. Benóný Baldvinsson, formaður Járniðnaðar- | mannafélags ísafjarðar. 9. Gunnar Guðmundsson, verzlunarmaður. 10. GuðmuriÓur Bjarnason, símavörður. 11. Viggó Norðquist, vélstjóri. 12. Steinar Steinsson, skipasmiður. 13. Guðmundur M. Guðmundsson, verkamaður. | * 14. Lúðvík Kjartansson, sjómaður. 15. Auður Herlufsen, húsfrú. 16. Knútur Skeggjason, sjómaður. 17. Þorbjörn Eggertsson, verzlunarmaður. 18. Helgi Ketilssony^vélstjóri./ - | sagt að fulltrúar sósíalista, við Haukur Helgason, hefðum á bæjarstjórnarfundi ljrst því yfir, að við myndum hafa greitt atkvæði með tillögu sjálfstæðismanna, um að hluta- félag yrði stofnað um togar- ann, ef við liefðum verið á fundinum 25. júlí s.l. Þessi frásögn skutulsritstjór- ans er þó ekki nema hálfur sannleikur, en við betra var heldur ekki hægt að húast af hans hálfu. Hann sleppir að geta þess að við H. H. tókum það sérstaklega fram, að við myndum hafa greitt atkvæði með hlutafélágsstofnun, að því tilskyldu, að bærinn ætti meiri- hluta hlutaf járins. Það skal tekið fram að þessi yfirlýsing túlkar á engan hátt þá skoðun, sem ritstjóri Skut- uls vill vera lóta, þ. e. a. s., að sósíalistar séu hlinntari hluta- félags, en bæjarrekstri togar- anna. Heldur hitt, að við sáum enga möguleika á því að bær- Kosningaskrifstofa Sósíalistaflokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar verður opnuð í kaffistofu templara n. k. mánudag. Skrifstofan verður opin alla daga. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru beðnir að snúa sér til skrifstof- unnar um aðstoð við undirbúning kosninganna og upp- lýsingar viðvíkjandi þeim. I

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.