Baldur


Baldur - 05.01.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 05.01.1946, Blaðsíða 2
B A L D U R Hlutartrygging á stærri bát- unum hækkar. Hvað veldiir því að ekki er trygging á smærri bátunum yfir haustvertíðina? l Skammtað úi» skrínunni. I Á fundi Sjómannafélags Is- firðinga sunnudaginn 16. des. s. 1. skýrði samninganefnd fé- lagsins frá því, að undirritaðir hef ðu verið kj arasamningar milli Sjómannafélags Isfirð- inga annarsvegar og Sam- vinnufélags Isfirðinga og H. f. Huginn hinsvegar um kaup og kjör háseta og matsveina á þorskveiðum með línu og botn- vörpu, á skipum 30—130 rúml. Samningum við þessá aðila var sem kunnugt er sagt upp á s. 1. hausti. Form. félagsins las upp samninginn og gerði grein fyr- ir þeim breytingum, sem gerð- ar höfðu verið frá fyrri samn- ingum, og fara þær helztu hér á eftir: . Hækkun grunntryggingar á skipum 30—130 rúml. úr kr. 337,50 i kr. 420,00 eða ca. 24%, aukaþóknun matsveina úr kr. 80,00 i kr. 125,00 eða ca. 56% Upp . 1 samningana var og tekið það nýmæli að útgerðin skyldi greiða skipverjum kr. 3,75+vísitölu, í fæðiskostnað á dag i þeim sj úkratilf ellum, sem þeir dvelja á heimilum sinum, "en eiga lögum sam- kvæmt að vera á framfærslu útgerðarinnar. Flestir fundar- menn munu hafa verið þeirr- ar skoðunar að vel hafi tekist með þessa samninga og nefnd- in eigi þakkir skilið fyrir vel unnið starf í þágu félagsins. Það vakti því nokkra undrun meðal fundarmanna, er Marías Þorvaldsson kvatti sér hljóðs, helti úr skálum reiði sinnar yfir samninganefndina og á- sakaði hana fyrir vanhugsuð og léleg vinnubrögð í sam- bandi við samningana, sem hann taldi engu skárri en þá eldri, aðallega vegna þess að upp í þá haf ði ekki verið tekið ákvæði um að fella út'úr frá- dragi á óskiptum afla nokkra smákostnaðar liði, sem venja hefir verið að darga frá óskiptu. Áminnstir kostnaðarliðir jafngilda þó enganveginn þeim kjarabótum sem áður er frá skýrt. Hér að framan hefir að nokkru verið getið þeirrar af- stöðu, sem M. Þ. (stj órnarmeð- limur félagsins) hefir tekið til þeirra kjarabóta, sem náðst hafa með nýafstöðnum samn- ingi félagsins. Afstaða þessa manns til þessa máls verður þó ennþá furðulegri ])egar þess er gætt, að á sl. hausti beitti hann sér eftir getu gegn því að samningunum væri sagt upp. Það er og upplýst, að hann gerði enga minnstu tilraun til þess að koma á framfæri hvorki við félagsstjórnina eða samninganefndina, neinum til- lögum, er til umbóta gætu ver- ið í væntanlegum samningum Þær upplýsingar, sem hér hafa verið raktar, gefa fyllstu á- stæður til þess að álykta, að áhugi M. Þ. fyrir verulegum kj arabótum í sambandi við ný- afstaðna samninga félagsins, hafi verið i rírara meðallagi, og gefi honum harla lítinn rétt til þess að vanmeta það starf, sem samninganefndin hefir leyst af hendi með téðum samningi. Skoðun mín er sú, að gera verði þá kröfu til leiðandi manna, (stjórnarmeð- lima og annara fulltrúa) stétt- arfélaganna að þeir yfirstigi eigi skynsamleg og eðlileg tak- mörk i málflutningi eða ann- ari framkomu sinni, hvorki á félagsfundum eða annarstaðar, þar sem það hlýtur að verða viðkomandi samtökum til nei- kvæðs árangurs. Þessi takmörk tel ég M. Þ. hafa yfirstigið á unræddum fundi, meðai ann- ars með því að hrakyrða al- gerlega að ástæðulausu trún- aðarmenn f élagsins, án þess þó að hafa lagt nokkuð jákvæð- ara til málanna sjálfur. Hefði M. Þ. virkilega verið hugstæðar umbætur á ráðn- ingakjörum sjómanna al- mennt, hefði honum verið inn- anhandar að benda, á það ó- samræmi, sem verið hefur og er í samningum félagsins. T. d. það að ekki hefir ennþá verið samið um hlutartrygg- ingu að haustinu á bátum milli 14 og 30 rúml., enda þótt svo hafi verið á stærri bátun- um. Og þann tíma ársins sem hún hefir verið greidd á smærri bátunum undanfarið hefir grunntryggingin verið 87,50 kr. lægri á mán., en á þeim- stærri, samkvæmt ný- gerðum samningi fyrir stærri bátana er grunntryggingar- mismunurihn 170 kr. á mán- uði. Hver er grundvallarástæð-: an fyrir þessum mismun? Eiga þeir sjómenn, sem á smærri bátunum vinna, ekk^ fullkominn rétt á sömu trygg- ingu og þeir, sem á stærri bát- unum starfa? Hvað veldur því að sjó- manna-samtökin hafa ekki ennþá tekið þetta mál fastari tökum en raun er á? Har. Guðm. Kratarnir efla kosninga- sjóð sinn. Nú er kominn heldur en ekki hugur í kratanna að efla kosninga- sjóðinn sinn. En leiðin, sem þeir ætla að fara til þess, er öllum venjulegum mönnum algerlega ó- skiljanleg. Þeir ætla sem sé að taka fé, sem lögum samkvæmt á að renna í ríkissjóð, og leggja í kosn- ingasjóð Alþýðuflokksins. Ritstjóri Skutuls auglýsir þessa ákvörðun í blaði sínu 15. desem- ber s. 1. í innrammaðri og áber- andi grein, til þess að vera viss um að það fari ekki fram hjá þeim, sem lesa blaðið. ' Vegna þess nve grein þessi er einstök í íslenzkri blaðamennsku og hve dásamlega vel hún lýsir þekkingu greinarhöfundar á ein- földustu atriðum daglegs lífs, ekki sízt þegar það er vitað, að höfund- urinn er skólastjöri við gagnfræða- skóla og kennari í þjóðfélagsfræði. þá þykir Baldri rétt og sjálfsagt að lesendur hans fái að lesa hana alla, með því líka að hún hefur, auk alls annars, þann kost að taka ekki of mikið rúm í blaðinu. Greinin hljóðar svo: „Eflum kosningasjób'inn. Halldór Ólafsson frá Gjögri ' kaus heldur að greiða í pening- um sekt þá, er hann var dæmd- ur í s. 1. sumar fyrir ósannindi og illyrði u'm þá Guðmund Páls- son, ritara Sjómannafélags Is- firðinga, Ragnar G. Guðjónsson fjármálaritara Baldurs og Hanni- bal Valdimarsson skólastjóra — en að taka refsinguna út í tugt- húsinu, eins og líka var gefinn kostur á í dóm-num. Petta sektarfé hefir nú veriS látiö renna i kosningasjóö Al- þýSuflokksins. Þá hefir ritstjóri Skutuls nú í dag stefnt Matthíasi Bjarna- syni út af grein hans um ráðn- ingu djúpbátsforstjorans. Einnig hefir ritstjóra Vestur- lands, Sigurði Halldórssyni ver- ið stefnt út af greininni: Síma- númer Gagnfræðaskólans". Allar sektir, er andslæSingar mínir verða dæmdir í i málum þessum, eiga a8 renna í kosn- ingasjóS AlþýSuflokksins". (Leturbreytingar Baldurs). Hér er ekki verið að draga utan úr því. „Þctta sektarfé (þ. e. það, sem Halldór Ólafsson frá Gjögri greiddi) hefir nú verio látio renna í kosningasjóti Alþýðuflokksins. Og ,ekki nóg með það, heldur eiga all- ar sektir, sem andstæðingar rit- stjóra Skutuls verða dæmdir til að greiða í málum, sefn þeir eiga í við hann, einnig látnar renna i þennan sama sjóð. — Þeir verða víst ekki í vandræðum kratarnir að borga „verkfræðingnum" okkar húsaleigu eftir rakarastofuna, þeg- ar allt þetta fé er komið í kosn- ingasjóðinn. / ' * • Hvað á að segja við svona speki? $ Baldur er sannast að segja í nokkrum vanda að skýra þessa nýstárlegu fjáröflunaraðferð krat- anna. Ritstjóri Skutuls fullyrðir, að sektarfé háfi" þegar verið látið renna í kosningasjóð Alþýðuflokks- ins, þar jmeð ber hann það á bæj- arfógetaskrifstofuna hér, að hún hafi afhent honum fé, sem greitt hafi verið í ríkissjóð. Baldri flaug því fyrst í hug að fá yfirlýsingu bæjarfógeta um hvernig þessu væri varið, en hvarf frá því ráði, bæði vegna þess að slík spurning hefði verið mjög heimskuleg og auk þess beinlínis móðgandi, þar sem með henni hefði litið út fyrir að Baldur legði trúnað á hina lúalegu aðdrótt- un ritstjóra Skutuls, en það hefur íonum vitanlega aldrei komið til hugar. Baldur fullyrðir því, að sekt- arfé, sem ritstjóri Skutuls segir að sé komið í kosningasjóð Alþýðu- flokksins, hefur ekki og mun ekki koma þangað, og sama er að segja um sektarfé, sem greitt verður í þeim málum, sem ritstjóri Skutuls á nú í. Það rennur heldur ekki til Alþýðuflokksins, þó að ritstjórinn vinni þau mál. Þessi innrammaða grein í Skut-Ii er því ekkert annað en heimsku- legar fullyrðingar, lúalegar að- dróttanir og fleipur manns, sem er svo fádæma fáfróður að hann held- ur að sektir sem greiddar eru í ríkissjóð í málum, sem hann er annars aðili að, renni í hans eigin vasa. Og þessi fáfræðingur er skólastjóri við Gagnfræða- skólann á Ísafirði og kennir þar þjóðfélagsfræði. Er nú hægt að hugsa sér aumari álf í þeirri stöðu. „Ég lít í anda liðna tíð". Hjónaefni: Ungfrú Anna Jóhannesdóttir stud. phil. frá Seyðisfirði og Tómas Árni Jónasson stud. med. opinberuðu trúlofun sína nýlega. Skutull tilkynnir háttvirtum . kjósendum í greininni „Litið yfir farinn veg" að kosningar til bæjarstjórnar eigi að fara fram 27. janúar n. k., og getur þess ennfremur hvað fulltrúar kratanna hafi áorkað í bæjar- stjórn fyr og siðar, bæjarfélagi voru til heilla og framdráttar. O-jæja, eftir skrifunum að dæma hafa þeir ekki verið að- gerðarlausir, blessaðir, og væri allt satt, sem þar stendur, mætti þakka, — ef þessar svo- kölluðu aðgerðir væru til bless- unar — en? Ég man eftir því að Skutul litla munaði ekki um það fyrir nokkrum kj örtímabilum síðan að halda því fram, að bærinn ætti rúma miljón skuldlausa eign. Máske hefur Hannibal verið þar meðtalinn, en reynsl- an sýnt að hann væri litil eign og ennþá minni tekjuauki fyr- ir bæinn, og þvi feldur út af reikningum, af hinum nýja bæjarstjóra, sem sagt var að ætti að búa við sömu launa- kjör og Þorsteinn, þótt annað reyndist sannara. En slík nið- urfærsla á eignum gæti skyrt það, að bærinn hafi aukið eignir sínar um tæpar fimm hundruð þúsundir króna á hin- um hjálíðandi veltu- og hag- sældar tímum. Og er ekki til að gort af. Orðrétt segir Skutull: „I árslok skuldaði bæjar- sjóður 615 þúsund krónur, en skuldlaus eign var 694 þús- und". Framh. á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.