Baldur


Baldur - 05.01.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 05.01.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá . Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Listi sósíalista. Á fyrstu síðu blaðsins í dag er birtur framboðslisti Sam- einingarflokks alþýðu — sósí- alistaflökksins við bæjarstjórn- arkosningarnar hér á Isafirði 27. jan. n. k. Listinn var einróma sam- þykktur á fjölmennum fundi í Spsialistafélagi Isafjarðar i gærkvöldi og ríkti almennur fögnuður fundarmanna yfir því, hve listinn er vel skipaður að mannvali. Það er með öllu óþarft að kynna fyrir bæjarbúum þá er þennan lista skipa. Allt eru það menn sem alþýðu þessa bæjar eru að góðu kunnir, bæði fyrir störf þeirra i félags- samtökum hinna 57111811 at_ vinnustétta hér í bænum og eins fyrir þau störf sem þeir hafa unnið í opinberum mál- um hér. Má í því sambandi sérstaklega nefna þá menn á listanum, sem sæti hafa átt i bæjarstjórn undanfarið kjör- tímabil. Með starfi sínu þar hafa þeir sýnt að þeim er full- komlega treystandi til að vinna að alhliða viðreisn bæj arfé- lagsins. Það var fyrir þeirra frum- kvæði að stórmál, eins og tog- arakaupamálið var tekið á dagskrá í bæjarstjórn og þann- ig mætti nefna ýms fleiri nauðsynjamál. En því má heldur ekki gleyma að barátt- an fyrir framfaramálunum hefur mætt , hinni hörðustu mótspyrnu frá meirihluta bæj- arstjórnar og margar eru þær tillögur, sem sósíalistar hafa flutt þai’, sem miskunarlaust hafa verið drepnar eða saltað- ar í bæjarráði að tilhlutun kratanna tveggja og íhalds- mannsins sem það skipa. Þrátt fyrir það er óhætt að fullyrða, að það hefur liaft mjög mikla þýðingu fyrir gang mála í bæj- arstjórn, að tillagna og áhrifa sósíalista gætti þar. Andstæð- ingarnir hafa orðið að viður- kenna, að það voru tillögur og óskir fólksins, sem sósíalistar hafa flutt í bæjarstjórn, og til þess að missa ekki með öllu traust þess, hafa þeir neyðst til að vera með sumum þeirra, enda þótt þeir hafi gengið eins langt í andstöðunni og þeir hafa þorað. Það má því hiklaust fullyrða að alþýða þessa bæjar muni fylkja sér um hina ágætu full- trúa sína, er skipa lista Sósí- alistaflokksins og gera sigur hans sem glæsilegastann. -------0------- Það, sem kjós' flokksins þurfa fyrir Motto: Skutull vill hinsvegar leggja áherzlu á, að málefnagrund- völlur og meginmunur i að- alstefnumálum flokkanna á- samt því lxvaöa mönnum flokkarnir hafa á að skipa til þess að framkvæma áhuga- mál sín og stefnur, er það, sem hver kjósandi verður að leggja niður fyrir sér við þessar kosningar eins og jafnan verður eðlilegt að teljast við allar kosningar. Skutull 31. des. 1945. Listi Alþýðuflokksins við bæj arstj órnarkosningarnar 27. jan. n. k. var birtur í Skutli 15. des. s. 1. Það fyrsta, sem hlýtur að vekja athygli við þennan lista, er það, að nafn núverandi for- seta bæjarstjórnar „prófess- ors“ Guðm. G. Hagalíns heild- sala m. m. er þar ekki. Þetta kemur þó ekki til af því, að flokksbræður hans vildu ekki hafa hann á listanum. Þeir gengu beinlínis eftir honum með grasið í skónum, til þess að fá hann í efsta sætið. En hann sá, eins og rétt var, að það var öruggara fyrir sig að verða innanbúðar hjá Sölu- miðstöð sænskra framleiðenda heldur en að vasast áfram í bæj armálum hér, valdalaus með öllu og firrtur öllu áliti og trausti kjósenda. Það er jafnvel dregið í efa að „pró- fessorinn“ sýni sig i duggara- peysunni frægu um þessar kosningar, svo vonlaus er liann um að flóttinn verði stöðvað- ur úr Alþjðuflokknum. Annað, sem er athyglisvert við listann, er það, að Birgir Finnsson er í fjórða sæti. Við síðustu kosningar , þegar Birg- ir var settur á lista í stað Finns Jónssonar, föður síns var hann settur í fimmta sætið. Það var baráttusæti flokksins þá. Um leið var ákveðið að hann skyldi ætíð settur í það sætið, sem barjst yrði um. Þar með hefur flokksstjórnin sjálf ákveðið að fjórða sætið verði baráttusæt- ið að þessu sinni. Svona viss er hún um fylgishrun flokks- ins. Um listann að öðru leyti er þetta að segja. Fjórir efstu mennirnir, sem til mála koma að nái kosningu, eiga sér allir sögu i bæjarmálum Isafjarðar. Það voru þessir menn og flokkur þeirra, sem réðu því, að hærinn sveikst árum sam- an um að greiða lögboðíð fram- lag til verkamannabústaðanna, með þeim afleiðingum að bygg- ing þeirra vai'ð margfalt dýr- ari en annars hefði oi'ðið og ástandið í húsnæðismálum hér er jafn bágborið og raun her vitni um. indur Alþýðu- að leggja niður sér. Þessir sömu menn réðu því með fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, að togarinn Skutull, var seldur úr bænum, einmitt þegar útlit var fyrir hagnað af útgerð hans. Það voru líka þessir sömu menn, sem lofuðu fyrir síð- ustu kosningar að hér skyldu byggð hafnarmannvirki, göt- ur steyptar eða malhikaðar o. m. fl. Kjósendur hafi sjálfir séð hvernig þessi loforð hafa verið efnd. Ár eftir ár hafa fx-amlög til verklegra frarn- kvæmda vei'ið notuð til alls annars. Hin mikiu hafnar- mannvirki enx hvergi sjáan- leg. Sixiábátauppsáti'ið, senx átti að byggja i Króknum, finnst ekki, og bæjarbúar eru enn ekki famir að slíta skóm sínum á malhikuðu eða steyptu götunum hér í bænunx. En þó að afskipti þessai'a, manna af xnálefnum bæjai’ins séu þannig að bezt hefði verið, að þeir hefðu aldi’ei komið þar næri'i, þá geta allir verið sam- mála uixi, að þeir liafi óspart notað aðstöðu sína lil þess að sjá eigin hagsmununx prýði- lega borgið. Fyrsti maðui’inn á listaniun er skólastjóri Gagnfræðaskól- ans á Isafirði. Þetta eixxbætti hlaut hann, ekki vegna þess að hann væiá menntaðri eða bet- ur hæfur til starfsins en aðrir unxsækjendur. Þvert á nxóti. En hann var alþýðuflokksmað- ur og þá þurfii ekki að spyi’ja um annað. Al]xýðuflokksnienn sýndu þó þann vott sómatilfinningar, að þeir létu Hannihal Valdinxars- son lofa því, að hann skyldi di-aga sig út úr öllum opinber- um afskiptum af stjórnmálum, ef hann yrði skólastjói’i. Vitan- lega var aldrei ætlunin að halda þetta loforð, enda hefur reynslan orðið sú, að Hannibal er nú, og hefur vei-ið síðan hann varð skólastjói’i, xneira i'iðinn við opinber nxál en nokkur annar maður hér i bænunx, og það er ei'fið gáta að í'áða, hvað eru aðalstörf og hvað aukastörf þessa manns. Margt bendir til þess að stjórn hans á Gagnfræðaskólanum teljist til aukastarfa. Þessi störf hafa heldur ekki hlaðist á manninn vegna yfir- hui’ða hans eða ti’austs fólks- ins á lionum. Hann hefur sjálf- ur ti-oðið sér í þau nxeð aðstoð flokksbræðra sinna, oft og tíð- um til þess eins að láta á sér bei-a, því frekjan og sjálfsálit- ið eru takmai’kalaus. Reynslan er líka sú, að hann er ekki fær unx að leysa af höndunx eitt einasta þeirra verkefna, sem hann hefur tekið að sér. Tök- unx t. d. rekstur gistihxiss Al- þýðulnissins. Var hann ekki æðstráðandi þar? Niundi mað- urinn á lista Alþýðuflokksins gæti kannske gefið upplýsing- ar um árangur þeii'rar ráðs- mennsku. Það er enn órann- sakað mál hvert tjón bæjai’fé- lagið hefur beðið af ráðs- nxennsku hans við Nónhorns- vatnsvirkjunina. Þá nxætti benda á skólaselið Birkihlið, til þess að sýna hve vel hann hefur haldið við og endui’bætt verk fyrirrennara síns við Gagnfræðaskólann. En efsti maðurinn á lista Al- þýðuflokksins hefur ekki að- eins vasast í öllum hugsanleg- um málum hér innanbæjar, heldur hefur hann reynt að gera allskonar fígúrur í þjóð- málum. Alræmdastur á því sviði varð liann í lýðveldis- kosningunum voi’ið 1944. Is- firzkir kjósendur nxuna áreið- anlega afstöðu hans í því máli. Þeir nxuna hvernig hann not- aði Skutul þá í haráttunni gegn kröfum og vilja þjóðar- innar unx fullt sjálfstæði og stofnun lýðveldis. Hvernig sjálfur Finnur Jónsson var þá hoi’m-eka blaðsins. Isfirzkir kjósendur ættu heldur ekki að gleyma hrakspánum, senx Skutull spáði þá fyrir hinu unga íslenzka lýðveldi. Aldrei hefur íslenzkur blaðstjóri orð- ið sér til meiri háðungar en rit- stjóri Skutuls fyrir þá spá- dóma. Þeir lj^stu ekki aðeins fádæma vanþekkingu, heldur að „falin er í illspá hveri’i ósk um hrakför sínu veri’i“. Þessir spádómar voru ósk um hrak- farir íslenzka lýðveldisins. Og þetta er maðurinn senx Alþýðuflokkurinn bj7ður kjós- endum upp á í efsta sæti-á lista sínunx og ætlar meira að segja að hafa i kjöri hér í Norðui’- Isafj arðarsýslu við þingkosn- ingarnar í vor. Er hægt að hugsa sér frek- legri nxóðgun? En við hverju má líka búast af Alþýðuflokknum. Annar maðurinn á listanum, Helgi Hannesson, er líka í góðu embætti fyrir náð kratanna. Þegar hann fékk það embætti, var hann spurður: „Heldurðu að þið þurfið ekkert að gera?“ Hann skildi auðvitað að hér var ekki átt við stai’fið, senx honum var falið að vinna, heldur að hann sneri baki við þeim hugsjónum, sem hann hafði áður fylgt (að vísu nxeð hálfum huga) og gengi í þjón- ustu þess flokks, senx veitti honum embættið. Hann lét heldur ekki á sér standa til þeixrar þjónustu. Þar hefur hann líka unnið dyggilega og ekki bi’ugðist nema einu sinni svo vitað sé. Það var þegar hann greiddi atkvæði nxeð em- bættisveitingu gagnstætt því sem flokksfoi’ingjarnir vildu. En slíkt er ekki til að lxafa orð

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.