Baldur


Baldur - 05.01.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 05.01.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R TILBOÐOSKAST í húseign mína, Tangagötu 8, Isafirði, ásamt eignarlóð. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. 4. janúar 1946. Gunnar Hallgrímsson. Framboöslistar til bæjarstjórnarkosninga þeirra, sem fram eiga að fara í Isafjarðarkaupstað hinn 27. janúar n. k., skulu vera komnir til formanns yfirkjörstjórnar Magnúsar Ólafssonar, Sólgötu 1, fyrir kl. 12 á mið- nætti, laugardaginn 5. janúar. I yfirkjörstjórn Isafjarðar, 3. jan. 1946 Magnús Ólafsson. Guðm. G. Hagalín. Jóh. Þorsteinsson. TILKYNNING frá skattstofu Isafjarðar, um veltuskatt. Samkv. lögum nr. 62, frá 12. marz 1945, um veltu- skatt, eru allir þeir, sem veltuskatt eiga að greiða, á- minntir um að senda framtöl til veltuskatts fyrir tíma- bilið 1. okt. til 31. des. 1945 til skrifstofu minnar í Aðal- stræti 22, í síðasta lagi fyrir 14. jan. n. k. Þeim, sem ekki senda framtal fyrir þann tíma, verð- ur áætluð velta, og. skattur lagður á samkvæmt því. ísafirði, 28. desember 1945. , i Skattstjóri. Gjaldskrá Rafveitu Isafjarðar og Eyrarhrepps. Frá 1. jan. 1946 verður raforka seld á þessu verði: Til ljósa ......... kr. 1,00 pr. kw.st. — suðu og hita . — 0,18 — — — smærri iðnaðar . — 0,70 — -— — stærri iðnaðar . — 0,18 — — Nánari upplýsingar fást á skrifstofunni. RAFVEI^TAN. —nimwin—ii i iihi i »iw á, allra sízt þegar þess er minnzt að hann fékk um svip- að leyti þá langþráðu ósk sína uppfyllta að eignast bíl. — Flokksbræður hans tóku held- ur ekki harðar á þessu vixl- spori en það, að þeir gerðu hann að framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins. Þá er það þriðji maðurinn á listanum, „hæjarverkfræð- ingurinn“ okkar. Við vitum allir af livers n^ð hann fékk það starf, er gaf honum þenn- an titil. Hitt er aftur á móti óupplýst, hvað hann hefur í kaup og hvaða gegn hann hef- ur gert í því starfi. Um kaup- ið fáum við sennilega ein- hvemtíma eitthvað að vita, en en um hitt atriðið aldrei, því um það, sem ekkert er, er held- ur ekkert hægt að s.egja. Að lokum er það svo mað- urinn i baráttusætinu. Hann situr í góðu embætti vegna þess eins að hann er sonur Finns Jónssonar. Hann er líka kom- inn í hæjarstjórn af sömu á- stæðum. Annars er óþarft að fara mörgum orðum um jafn ósjálfstæðan pabbadreng og Birgi Finnsson. Það vita allir, að hann verður ekkert annað en ósjálfstætt pabba-atkvæði í hæjarstjórn í höndum sér verri manna. Um aðra, sem eru á listan- um er óþarft að ræða. Reyndar fnunu einhverjir þeirra sitja bæjarstjórnarfundi el'tir að Helgi Hannesson cr fluttur til Reykjavíkur aftur og tekinn þar við framkvæmdarstjórn fyrir AlþýðufJolckinn — og Hannibal er orðinn upphótar- þingmaður eins og hann ætlar sér. En það breytir engu. Grímur og Birgir hefðu þá for- ystu fyrir Alþýðuflokkinn hér ásamt tveimur öðrum atkvæð- um, sama liver þau væru. En öllu yrði liðinu stjórnað úr herhúðum Sölumiðstöðv- ar sænskra framleiðenda í Reykjavík fyrir milligöngu Helga og Hannibals. Af því, sem hér hefur verið sagt, ætti kjósendum að reyn- ast auðvelt að leggja það nið- ur fyrir sér, hvernig Alþýðu- flokkurinn hefur framkvæmt stefnumál sín að undanförnn, og hverskonar menn það eru, sem hann ætlað að fela fram- kvæmd þeirra næsta kjörtíma- bil. Sérstaldega er þeim kjós- endum, sem ætla að kjósa Al- þýðuflokkslistann nauðsynlegt að athuga þetta gaumgæfilega áður en þeir ganga að kjör- borðinu. VEIÐARFÆRI TIL SÖLU Ca. 300 lóðir, nýjar og notað- ar, niðurstöður, belgir og bal- ar. Allt í góðu standi. Upplýsingar gefur Bjarni Ásgeirsson, Austurvegi 2. Prentstofan Isrún. Eg lít í anda liðna tíð. Framhald af 2. síðu. Ég vil benda öllum þeim, er kunna að eiga Skutul frá fyrri tímum eða, ef ekki, að fá hann lánaðan á hókasafninu, og kynna sér þar hvað sami rit- stjóri í því sama blaði hefur áður fyr sagt um hag bæjar- ins, og bera svo saman við þessi skrif. Þá væri heldur ekki úr vegi að minna á raf- veitumálið og ekki má gleyma formanni rafveitunefndar og Hannibal Valdimarssyni, svo- kölluðum framkvæmdarstjóra rafveitumála Isafjarðar, þeim sama og Hannibal ritstjóri og skólastjóri Gagnfræðaskólans minnist svo hógværlega á í einkablaði sínu, en hér er um sama Hannibal að ræða, sem lofaði háttvirtri skólanefnd því á sínum tíma — nær því á hnjánum — að blanda sér aldrei framar i „pólitík“, ef honum yrði veitt skólastjóra- staðan, — en úr því horni gal- ar hann nú hæzt. Ég vil ekki að sinni fjöryrða mikið um framkvæmdir þess- ara tveggja athafnamanna á þessu sviði, enda öllum bæjax-- búum vel kunnug afköst þeirra og notagildi verkanna og fjár þess, er til framkvæmdanna hefur farið. En i stuttu máli finnst mér þessi góða og gamla vísa tæma það, sem ég vil segja að sinni um þessi mál, en hún er á þessa leið: „Tunnan valt og úr henni allt ofan í djúpa keldu. Skulfu lönd og brustu bönd, botngjarðirnar héldu“. Já, botngj arðirnar héldu að því leytinu til, að þið núlifandi Isfirðingar eruð og verðið allt ykkar líf að borga hrúsann, og ennfremur mætti líka kalla hotngjarðirnar Ketil og Hanni- hal, en þær gjarðir tel ég, sem þessar línur skrifa, svo mein- gallaðar, að rétt væri að slá þær af og fá sér riýjar við næstu kosningar og fullyrði að aldrei getur tekizt ver til en verið hefur, en hinsvegar mik- ið betur. Um aðrar framkvæmdir, sem minnzt er á í‘ nefndri grein, má segja það, að þar er með nokkrum frádrætti rétt sagt frá, hinsvegar hefði hógvær maður látið sér fátt um þetta. smáræði, sem skeð hefur yfir heil löng fjögur ár, ekki sízt þegar það er vitað, að það var engum einstökum flokki að þakka, enda er mér ekki kunnugt um að aðrir flokkar innan bæjarstjórnarinnar hafi gengið á móti þurftar- eða vel- ferðarmálum bæjarins, en hitt er alkunna, að bæjarfulltrúar annara flokka hafa aldrei fengið neitt samþykkt, nema undir þeim einum kringum- stæðum, að kratarnir hafi fyrst og fremst farið um til- lögurnar „kræklóttum kruml- um“ og affært þær eins og skemmdarvit þeirra hefur náð, auk þess sem flest það, sem hefur til málanna verið lagt, - hefur ýmist verið affært eða fellt. Það er alkunnugt, að tillög- ur, sem komið hafa frá öðrum en þeim sjálfur í bæjar- stjórn, hefur Hannibal og hans „hj álparkokkar“ fellt og síð- an stolið, sér og sínum flokki til framdráttar. Ég hef vafalaust tækifæri til að segja mikið meira, enda nógu af að taka, en hinsvegar\ mun leika nokkur vafi á að það allt sé prenthæft, ef fylgja á hinum gullvæga sannleika. Kjósandi. Sj álf stæðisf lokkurinn birli í gær framboðslista til bæj- arstjórnarkosninganna 27. jan. n. k. Segir Vesturland að listinn hati verið borið undir atkvæði og sam- þykktur á fundi sjálfstæðisfélag- anna hinn 2. þ. m. Fjórum dög- um áður, eða liinn 30. des. s.l. birti hinsvegar Morgunblaðið fimm fyrstu nöfn listans og mun því lít- ið hafa farið fyrir því, að „fólkið sjálft“ fengi að segja sitt álit á málinu. Listinn verður tekinn til athug- unar í næsta Baldri en frá því skal þó strax skýrt, að á honum eru sex allskonar forstjórar en hinsveg- ar enginn verkamaður. Ihaldið í Reykjavík „puntaði“ þó alltaf upp á sinn 30 manna lista með tveim verkamönnum, að vísu fengu þeir ekki að vera'ofar- en nr. 12 og nr. 19. 0-------

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.