Baldur


Baldur - 13.01.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 13.01.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R | % | Skammtad úp skrínunni. ♦ Löndunarskilyrði við báta- höfnina. Hvaða hafa kratarnir gert til að bæta þau? Guðmundur Guðnnmdsson skipstjóri, fyrrverandi í'ormað- ur skipstjórafélagsins Bylgjan og varal'ulltrúaefni Alþýðu- flokksins, skrifar kosninga- grein i Skutul 6. þ. m. þar sem hann gerir bátahöfnina og vinnuskilyrðin við hana að umræðuefni. Guðmundur segir réttilega, að bygging bátahafnarinnar hafi verið mikið þrekvirki á þeim timum, sem hún var framkvæmd, og auðvitað þakk- ar liann flokksbræðrum sínum einum þá framkvæmd. Þetta hlýtur að stafa af ó- kunnugleika, þvi einmitt árið, sem bátahöfnin var hyggð voru kratarnir hér í minni- hluta og það er ]>ví ómögulegt að segja að ’það sé þeim að þakka frekar en öðrum flokk- um í hæjarstjórn, að þetta nauðsynja verk var fram- kvæmt, en um það er ástæðu- laust að ræða hér. Aftur á móti er rétt að vekja athygli á því, sem Guðmundur minn- ist á vinnuskilyrðin við höfn- ina og nauðsyn þess að hún verði stækkuð. Það eru nú liðin tiu ár siðan bátahöfnin var hyggð. Allan jiann tíma hafa flokksbræður Guðmundar farið með stjórn bæjarins og verið þar alger- lega einráðir, en allan þann tíma hefur ekki eitl viðvik gerst, er miðar að því að hæta vinnuskilyrðin við hátahöfn- ina. Eins og Guðmundur rétti- lega bendir á, verða sjómenn enn þann dag í dag að henda fiski upp úr bátunum með stingjum og þrátt fyrir marg ítrekaðar áskoranir sjó manna, sérstaklega skipstjórafélagsins Bylgjan, sem Guðmundur var formaður í, um að fengin yrðu tæki til þess að létta vinnu sjó- manna við höfnina, hefur ekk- ert verið gert ennþá. Því hefur alla jafnan verið borið við, að þessi tæki væru ófáanleg. Má J)að þó merkilegt heita, þar sem slík tæki eru nú komin víða um Íand t. d. á Patreksfirði. Það hefði þó að minnsta kosti verið liægt að fá krana með handvindu, eins og einu sinni var hér á bæjar- bryggjunni, en nú hefur verið tekin ])aðan. Þó að slík tæki séu ekki merkileg geta þau oft verið nauðsynleg og gagnleg, til þess að lyfta þungum hlut- um, sem taka þarf upp úr bát- um cða láta um horð í þá, t. d. olíufötum og öðru slíku. En þetta sýnir aðeins hve viljinn hjá þeim, sem ráðið hafa yfir hafnarmálunum hefur verið á- kaflega lítill. Það er ekki lengra síðan en í vor er leið, að Haraldur Guð- mundsson flutti tillögu í bæjar- stjórn um að útveguð yrði löndunartæki við bátahöfnina. Tillagan var flutt vegna áskor- unar sem þá barst frá Bylgj- unni. Flokkshræður Guðmund- ar tóku frekar dauflega í mál- ið og töldu á ýms tormerki að hægt væri að útvega þessi tæki. Tillagan var þó ekki felld, en bæjarstjóra falið að athuga málið og reyna að fá þessi tæki. Hvað siðan hefur verið gert er elcki kunnugt, en eitt er þó-víst: Tækin eru ókomin ennþá. Af því, sem hér hefur verið sagt, sézt að það eru orð í tíma töluð þegar Guðmundur segir að nauðsynlegt sé að fá löndunartæki við bátahöfnina. En hann hlýtur líka að vita, að ástæðan fyrir því að þessi tæki eru ókomin, og sjómenn þurfa enn í dag að kasta fisk- inum upp með sting, er engin önnur en sú, að l'lokksbræður hans ha,fa svikist um að út- vega þau, eins og þeim bar að gera fyrir mörgum árum. Það er því ekki aðra að saka en þá um það sleifarlag sem er í þessu efni. Hvað því viðvíkur að Guð- mundur kunni að hafa ein- hver l>ætandi áhrif í þessu efni, vegna þess að hann er fimmti maður á lista Alþýðu- flokksins er næsta ólíldegt, enda þótt hann reyni að telja sjómönnum trú um það. 1 fyrsta lagi er algerlega von- laust að hann komist í bæjar- stjórn nema sem varamaður í einstaka tilfellum og í öðru lagi er vitað að hann hagar sér í öllu að vilja hinna stærri flokksbræðra sinna og mundi því aldrei berjast fyrir mál- um, sem reynslan hefur sýnt að þeir liafa lítinn áhuga fyrir eins og einmitt þessu máli. Að öllu þessu athuguðu sézt, að það er engum öðrum að kenna en kratameirihlutanum að löndunarskilyrðin við báta- höfnina hafa ekki verið hætt. Haldi ])eir meirihlutanum á- fram helzt ástandið óbreytt þessvegna er nauðsynlegt að sjómenn stuðli að því að þeir missi þennan meirihluta. 0 Bækur Þj óðvinafélagsins og Menningarsjóðs fyrir árið 1945 eru nýkomn- ar út. Þær eru að þessu sinni Andvari 1945, Almanak 1946 og Dóttir landnemans, saga úr frönsku nýlendunni i Kanada eftir Louis Hémon, Karl Isfeld íslenzlcaði. Bókanna má vitja til umboðsmanns útgáfunnar hér á Isafirði, Jóns Jólianns- sonar lögregluþjóns. RakblaBaflokkur á rakarastofu. Bæjarbúar hafa verið að velta því fyrir sér hvernig á því stæði, að kratarnir liafa nú kosninga- skrifstofu sína í rakarastofu Gríms Kristgeirssonar, en ekki í Alþýðu- liúsinu eins og þeir hafa gert und- anfarnar kosningar. Það er þó öll- um kunnugt, að þessir herrar hafa óspart notað Alþýðuhúsið í þágu flokksins alveg eins og það væri þeirra eigin eign. Ýmsum getgátum er leitt að ástæðunni fyrir þessu. T. d. halda margir að þetta hafi verið gert til þess að bæta Grími rakara upp verkfræðingslaunin, sem enn hefur ekki verið upplýst hver eru. En áreiðanlega er það ekki aðalástæðan. Eins og menn sjálfsagt muna var formaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson formaður í sendinefnd, sem fór til Svíþjóðar s. 1. ár til þess að gera verzlunar- samninga við Svía fyrir hönd ís- lenzku ríkisstjórnarinnar. Verzlun- arsamningarnir, sem þessi nefnd gerði, urðu mjög frægir, svo sem kunnugt er, meðal annars fyrir það að hún samdi um innkaup á ó- hemjulega miklum birgðum af rak- blöðum. Þessi rakblaðakaup þóttu svo merkilegt fyrirbrigði í verzlun- arsögu Islendinga, að síðan er Al- ])ýðuflokkurinn bæði í Reykjavík og víðar almennt kallaður Rak- blaðaflokkurinn, Alþýðublaðið Rak- blaðið og formaður nefndarinnar, Stefán Jóhann Stefánsson, er þá auðvitað yfirrakarinn, enda ber hann það nafn með rentu jafn ið- inn og hann liefur verið að undan- förnu að raka fylgið af Rakblaðs- flokknum. Nú er það öllum kunnugt að kratarnir hér á Isafirði leggja mik- ið kapp á að halda á lofti afreks- verkum flokksforingja sinna. Þeir liafa þessvegna tekið það ráð að hafa kosningaskrifstofu sína á rak- arastofu, bæði til þess að minna á hið nýja nafn flokksins og vekja athygli á hinum frægu rakblaða- kaupum formanns síns. Rakarinn á rakaraslofunni. Rakblaðsflokkurinn hefur líka eignast sinn rakara hér á Isafirði. Ekki er það Grímur, því áður en hann varð „verkfræðingur fékkst hann aðeins við að raka skegg af mönnum. Þessi nýi rakari er Gunnar okkar Bjarnason. Hann var tekinn úr starfi því, sem hann er launaður fyrir bæði af verkalýðs- félögunum og bænum og settur á kosningaskrifstofu kratanna. Þar rembist hann nú af svo miklum á- kafa við að raka fylgið af flokkn- um ineð því að reka út menn, sem líta þangað inn, ef þeir vilja ekki i einu og öllu fara eftir því, sem liann segir þeim. Er Stefán Ste- fánsson, samvizka flokksins, orðinn sárhræddur um að Gunnar ætli að skafa allt skinn af og sárbölvar yfir því að þurfa að vera á kosninga- skrifstofu með slíku fífli. Það, sem öllum álli að koma á óvart. Áður en listi kratanna var birtur gengu þær sögur um bæinn, að í fimmta sætið á listanum yrði sett- ur rnaður, sem öllum kæmi á óvart að væri þar. Sumir kratar voru drjúgir yfir þessu. Ilver getur það nú verið? sögðu menn. — Ef til vill er það dómsmálaráðlierrann héldu sumir, þeir ætla líklega að setja hann þarna upp á punt, eins og fjöður á gamlan hatt. — En þarf nokkurn að undra þótt liann sé á lista lijá krötunum. Það er þó aldrei „prófessorinn“? spurðu aðr- ir. Hann hefur líklega látið tilleið- ast að verða á listanum. En á því þarf enginn að vera hissa, því hann er vist krati ennþá. — Nei, það er víst hvorugur þessara manna, sem um er að ræða, sögðu enn aðrir, vegna þess að engan mundi undra þótt þeir væru á listanum. — Lík- lega eru kratarnir búnir að lofa einhverjum íhatdsmanni forstjóra- stöðunni fyrir togurunum og fisk- iðjuverinu og fá hann til þess að taka sæti á listanum í staðinn. Þeir eru alltaf svo ósparir á loforð- in btessaðir. Þannig veltu menn þessu fyrir sér á ýmsa vegu. En svo var listinn auglýstur á undan öllum öðruin listum hér í bænum, og maðurinn í fimmta sætinu vakti enga sérstaka furðu, nema ef vera skyldi fyrir það að starfandi sjómaður var settur svo ofarlega, en ekki t. d. Gunnar Bjarnason núverandi rakari flokks- ins. Tálbeitan. En það er annað í þessu sam- bandi, sem vert er að vekja at- liygli á. Guðmundur Guðmundsson er settur í þetta sæti á listanum í þeirri von að sjómenn kjósi hann frekar og hjálpi þannig til að koma syni dómsmálaráðherrans inn í bæjarstjórn. Til þess eru þó mjög lítil líkindi. I fyrsta lagi eru sjó- menn ekki sérlega hrifnir af að pabba-drengurjnn Birgir Finnsson sitja áfram í bæjarstjórn, og í öðru lagi liefur Guðmundur sjálfur ekki sýnt þann áhuga í hagsmunabar- áttu sjómanna að hann sé verð- launa verður frá þeim fyrir þau. T. d. mættu Iandformennirnir á Njarðarbátunum minnast þeirrar afstöðu er hann tók gagnvart kröf- um þeirra um að fá % úr hlut fyr- ir það auka erfiði, sem þessu starfi fylgir, en Guðmundur var eini for- maðurinn á þessum bátum, sem barðist gegn því að gengið yrði að þessum sjálfsögðu kröfum landfor- manna. -------0------- Aðalfundur Vélstjóra félagsins. Vélstjórafélag Isafjarðar hélt aðalfund sinn 8. þ. m. Fór þar fram st j órnarkosning sam- kvæmt lögúm félagsins og var öll stjórnin endurkosin, en hana skipa. Kristinn D. Guð- mundsson formaður, Sigmund- úr Guðmundsson ritari, Sigurð- ur Sigurðsson gjaldkeri og Kristján Bjarnason varafor- maður. Kratabroddarnir hér gerðu tilraun til þess að gera kosn- inguna pólitíska og stuðla að því að skipt væri um formann í félaginu. Höfðu þeir valið Jón Egilsson, vélstjóra á Bryn- dísi, til að vera í kjöri af þeirra hálfu og hlupu lafmóðir um bæinn til þess að afla honum fylgis meðal vélstjóra í félag- inu. En þrátt fyrir allt þeirra erfiði, varð árangurinn ekki meiri en það, að Kristinn D. Guðnmndsson var endurkos- inn formaður með 31 atkv. Jón Egilsson fékk 22 atkvæði. Þannig sameinuðust vélstjórar af öllum flokkum um að hindra allt pólitískt brölt inn- an félagsins.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.