Baldur


Baldur - 20.01.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 20.01.1946, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: SÖSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 20. janúar 1946 tölublað. íhaldsflokkurinn og krataflokkurinn eru málsvarar auðvaldsstefnunnar. Sósíalistaflokkurinn einn er málsvari alþýðunnar. Alþýðán kýs sinn eigin flokk — Sósíalistaflokkinn. (Dtdráttur úr fyrrihluta af framsöguræðu Hauks Helga- sonar á borgarafundinum 17. þ. m.) Isfirðingar! Núverandi kjörtímabili bæj- arstjórnarinnar er að verða lokið og gengið verður til nýrra kosninga 27. jan. n. k., eins og ykkur öllum er kunnugt um. Sérhver sá, sem uppfyllir • lög- ákveðin skilyrði, nýtur þess réttar að kjósa, en á honum hvílir jafnframt sú skylda að gera sér vel grein fyrir því um hvað kosið er. Þetta síðara er j afnþýðingarmikið hinu fyrr- • talda — og verður að fylgjast að, því ellá getur rétturinn til að kj ósa orðið einskis virði eða jafnvel verri en ekki neitt. Því svo getur farið, að vegna þess, að kjósandinn hefur ekki gert sér vel ljóst um hvað kosið er, þá getur hann hæglega kosið sjálfum sér og allri alþýðu manna til meins. Við sósíalist- ar leggjum því mikið upp úr því, að allir kjósendur viti-um hvað þeir eru að velja, hvað þeir í raun og veru eru að gera þegar þeir ganga að kjörborð- inu og setja kross á atkvæða- seðil sinn. Ég vil því í þessari framsöguræðu okkar sósíalista reyna að gera ljósar skoðanir okkar öllum þemi háttvirtu á- heyrendum, sem hér eru í kvöld. Við sósíalistar byggjum pólitískar skoðanir okkar á þekkingu, á vísindalegum grundvelli, og við viljum því að öll alþýðamanna öðlist þessa þekkingu, þar sem okkur er vel ljóst, að hver sá ein- staklingur, sem þekkir lögmál þess þjóðfélags, sem við búum við, auðvaldsþjóðfélagsins, og sem jafnframt þekkir lögmál sósíalismans, hann verður sósi- alisti. Við sósíalistar teljum, að í væntanlegum kosningum sé í raun og veru kosið um tvennt í einu: 1 fyrsta lagi er kosið um það, hverjir eigi að stjórna bæjarfélagi okkar næstu fjög- ur árin og í öðru lagi á milli auðvaldsstefnunnar annarsveg- ar og sósíalismans hinsvegar. Við sósíalistar teljum, að þegar kjósandinn setur kross á kjörseðil sinn þá er hann, jafnframt því að velja forráða- menn fyrir bæjarfélagið, að skipa sér í sveit, annaðhvort með auðvaldsstefnunni . eða með sósíalismanum. Þótt Isa- fjörður sé lítill bær, þá er hann eitt brot af landinu, eitt brot af veröldinni, og sérhver ís- firzkur kjósandi verður þvi að taka þátt í þeirri baráttu, sem á sér stað í þessari sömu ver- öld. Síðast þegar bæjarstjórnar- kosningar fóru hér fram, í jan- úar 1942, stóð yfir einn hinn hrikalegasti hildarleikur, sem sagan greinir frá. Baráttan stóð þá ^im hvort nazisminn ætti að ráða yfir þjóðunum og halda þeim undir sínu þunga oki um aldir eða hvort þjóðirnar ættu að ráða sér sjálfar. Drslit voru þá tvísj'n, en miljónir manna voru hnepptar í ánauð og aðrar miljónir drepnar. — Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum fjórum ár- um — og margt hefur gerst. Styrjöldinni er lokið með sigri Bandamanna og nazisminn að velli lagður, a. m. k. í bráð. Frá -því að styrjöldinni lauk liafa margar kosningar fram farið i fjölmörgum löndum heims, ýmist héraðsstj órnarkosningar eða þingkosningar. Um hvað hefur fólkið í þess- um löndum kosið í þessum kosningum? Það hefur kosið um tvennt. Það hefur annarsvegar kosið um völdin í viðkomandi hér- aði eða viðkomandi landi, en hinsvegar hefur fólkið jafn- framt verið að velja á milli auðvaldsstefnunnar annarsveg- ar og sósíalismans hinsvegar. Dm hið sama og við sósíalistar teljum að væntanlegar kosn- ingar snúist um og það af sömu ástæðu, af því að héruðin úti í heimi, af því að löndin úti í heimi eru brot af allri veröld- inni. Af hverju kýs alþýða ver- aldarinnar svo tvíþætt í dag frekar en áður fyrr? Vegna þess að dýrkeypt reynsla undanfarandi hörm- ungarára hefur ýtt á alþjTðu auðvaldslandanna að skoða niður í kjölinn það þjóðskipu- lag, sem 5/6 hlutar veraldar- innar býr enn við, auðvalds- þj óðskipulagið. Og alþýðan hefur opnað augun fyrir þeirri staðreynd, að það er þetta skipulag þjóðfélagsins, sem ber i skauti sínu slíkar mefn- semdir sem kreppur, atvinnu- leysi, sult og_eymd miljóna, og síðast en ekki sizt styrjaldir. Af hverju eru þessar mein- semdir og reyndar miklu fleiri samtengdar kapitalistisku þjóðfélagi? Vegna þess, að í slíku þjóðfélagi byggist allur atvinnuvegur aðallega á gróða- von þeirra, sem eiga atvinnu- tækin. M. ö. o. markmið fram- leiðslunnar er ekki þörf eða þarfir fólksins sjálfs, heldur gróðavon þeirra fáu einstakl- inga, sem ráða yfir atvinnu- tækjunum. 1 slíku þjóðfélagi skortir því allt atvinnulíf þann öryggisgrundvöll, sem nauð- synleýur er til þess að tryggt sé, að allir hafi atvinnu, að allir njóti góðrar lífsafkomu, að allir geti lifað fullkomnu menningarlífi, en auðvitað ætti þetta að vera hið mikla tak- mark allrar framleiðslu — og það er það í sósíalistisku þjóð- félagi. Aðaleinkenni kapitalistisks þj óðfélags er því einkarekstur- inn og sú skipulagslausa fram- leiðsla, sem honum fylgir. Gróðavonin er sú stjarna, sem siglt er eftir, en ekki þarfir fólksins. Sem dæmi má nefna framleiðslu á landbúnaðarvör- um hér á okkar landi. Við Is- lendingar þurfum meiri mjólk og mjólkurafurðir, en við get- um fengið í dag. Samt sem áð- ur er þessi mjólk ekki fram- leidd. Hinsvegar er kjötmagn- ið, sem framleitt er hér á landi svo mikið, að ýmist þarf að senda mikinn hluta þess út úr landinu, og greiða jafnfrámt með því ærið fé, eða því er kastað í hraungjótur á Suður- landi. Nú liggur ekkert nær en að hugsa sér, að nokkur hluti þeirra bænda, sem framleiða kjöt — of mikið kjöt — gætu snúið sér að mjólkurfram- leiðslu, en það er ekki gert vegna þess, að sérhver bóndi þarf ekki að hugsa nema um sinn eigin hag og hann græðir meira á því að framleiða kjöt, þótt því sé kastað í hraunið, heldur en mjólk sem nauðsyn- leg ér handa landsmönnum. Þetta er ekki bændanna sök sem slíkra heldur þess skipu- lagsleysis, sem ríkir. Og þetta dæmi gefur glögga hugmynd um hið kapitalistiska þjóðfé- lag, sem við búum við. Maður sér greinilega einkareksturinn, gróðavonina, sem öllu stjórn- ar, og skipulagsleysið. Þannig er það í öllum auð- valdsheiminum. Afleiðingin verður líka sú, að á fárra ára millibili, skapast ástand í heiminum, sem kallast kreppa. En kreppur lýsa sér í offram- leiðslu í vissum atvinnugrein- um, stöðvun framleiðslunnar á mörgum sviðum, atvinnuleysi, o. s. frv. Og einn dag eru svo miljónir og aftur miljónir at- vinnulausar, eymd og sultur ríkir hjá þehn mikla fjölda, sem lepur dauðann úr kráku- skel. Hvert landið fyrir sig reynir að bæta úr markaðstapi á einum stað með því að vinna markað a öðrum. Þannig reyndum við Islendingar hér á árunum að vinna markað fyrir fiskafurðir okkar í Suður- Ameríku þegar Spánn brást sem kaupandi að saltfiskinum. Þegar um stærri þjóðir er að ræða þá endar þessi barátta um markaði í styrjöldum, sem svo breiðast út um veröldina. Samanber síðustu styrjöld, sem í raun og veru hófst vegna þess, að Hitler vildi ráða yfir mörkuðum veraldarinnar, þannig að þýzka þjóðin græddi sem mest á kostnað allra. ann- arra þjóða en þetta mætti mót- spyrnu Bandamanna. ^Þannig er það, að kreppur, atvinnuleysi og styr j aldir fylgja í kjölfar þess þjóðskipu- lags, sem við búum enn við. Sósíalisminn hinsvegar lítur svo á, að það eigi að hafa þarf- ir allra fyrir augum, það og það eitt eigi að vera megin- markmið allrar framleiðslu í veröldinni. Af því leiðir að framleiðslan þarf að vera í því lagi, að hún geti fullnægt þess- 9

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.