Baldur


Baldur - 22.01.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 22.01.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R [ Þegar sannleikurinn er sagður afdráttarlaust. 5 Bæjarstjóri Alþýðuflokksins lýsir tuttugu og fjögra ára stjórn kratanna á bænum. ■ 1. Hafnarmannvirkin eru úr sér gengin. „Ráðuneytinu mun vera kunnugt um, að hafnar- mannvirki við Isafjarðarhöfn eru mjög úr sér gengin, að undanskilinni smábátahöfninni. Neðsta- kaupstaðarbryggjan er alveg að falla saman... Bæjarbryggjan ... þarfnast enn stórkostlegrar viðgerðar, þrátt fyrir það, að nýskeð hefur verið kostað til hennar 300 þúsund krónum... I þá bryggju vantar enn langbönd og skástífur . í bryggjuhausinn, viðbótarbita til styrktar og nýtt dekk í uppkeyrsluna og fjölda af nýjum bryggju- staurum í gamla hlutann af bryggjuhausnum. Staurarnir þar eru orðnir svo maðkétnir, að skoð- unarmönnunum þykir óráðlegt að setja styrktar- bönd í bryggjuhausinn án þess að endurnýja jafn- framt allmikið af staurunum ... Eins og ástatt er um hafnarmannvirki á Isafirði, verður ekki komist hjá stórmiklum framkvæmd- ■ um á næstu árum...“ (Úr bréfi bæjarstjórans til samgöngumálaráð- herra dags. í des. 1945). (Leturbr. hér). ■ ■ 2. Ástandið í húsnæðismálum hörmulegt. Bæjarstjórinn segir að „um 60 íbúðir í bænum séu óhæfar, eða lítt nothæfar til íbúðar, þótt í notk- um séu og verði þær allar að teljast bráðabirgða- íbúðir. Helmingur þeirra a. m. k. séu í raun og veru óhæfar til íbúðar... Að um 40 f jölskyldur að auki muni verða að teljast algjörlega húsnæðislausar... Ástandið í húsnæðismálum bæjarins er hörmulegt. Fyrir nokkrum árum var svo komið, að tekist haf ði að rýma allar kjallaraíbúðir í bænum, að heita mátti. íbúðir þessar voru næstum undantekningar- laust í gömlum húsum og allar mjög slæmar, flest- ar lítt nothæfar og margar óhæfar til íbúðar. At- hugun heilbrigðisfulltrúa haustið 1943 leiddi í ljós, að þá þegar var svo komið að 27 kjallaraíbúðir, sem áður höfðu verið rýmdar, höfðu verið teknar í notkun á ný...“ (Úr skýrslu bæjarstjóra, til vegamálastjóra, dags. 12. júlí 1945). 3. Vatnsskortur afar tilfinnanlegur og óviðunandi til frambúðar. * , > „... Vatnsveitan er ófullnægjandi, vatnsmagnið alltof lítið til almennrar notkunar og gersamlega ófullnægjandi til brunavarna... Vatnið er allt ó- síað og allmikil brögð eru að því, að það sé leirugt og skollitað í leysingum ... Vatnsskortur er mjög oft afar tilfinnanlegur og óviðunandi til fra.mbúð- ar..'. Gallar innanbæjarkerfisins draga úr vatns- notkuninni og koma þannig oft í veg fyrir tæmingu vatnsþróanna og alger vatnsþrot...“ (Úr skýrslu bæjarstjórans, dags. 12. júlí 1945 til vegamálast jórans). Engum Isfirðingur efast um, að þessar lýsingar bæjarstjórans eru réttar. Sjómennirnir vita, að lýsingin á ástandinu í hafn- armálunum er rétt. Þeir húsnæðislausu vita, að lýsingin á ástandinu í húsnæðismálunum er rétt. Húsmæðurnar, sem þurfa að sækja vatn niður í kjallara eða í næsta hús, vita að lýsingin á vatns-. leiðslu bæjarins er rétt. Isfirðingar! 1 tuttugu og fjögur ár hafa krat- arnir lofað ykkur nægri og tryggri atvinnu, meira og betra húsnæði, auknum þægindum. Eftir tuttugu og fjögur ár blasa efndir þessara loforða við ykkur. Gefið krötunum frí frá að svíkja fleiri loforð. Það er nóg komið. Vinnið að auknum áhrifum Sósí- alistaflokksins í bæjarstjórn. Tryggið sigur B-Iistans. X B !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Bréf frá ganíalli sjómannskonu. Hr. ritstjóri Baldurs. Viljið þér gjöra svo vel og ljá líxium þessum rúm í blaði yðar Baldri: Mér finnst að Baldur hefði getað sagt meira í sambandi við Skutulssöluna, viðvíkjandi hásetunum, sem fylgdu skipinu á fiskimiðin og unnu að því að fiska í það, en voru svo látnir fara i land og bíða meðan Skutull fór út og seldi. Þessir menn komu í flestum tilfellum hingað til Isafjarðar, ef þeir sáu sér fært að komast, ann- ars urðu þeir að kosta sig ann- arsstaðar, t. d. í Reykjavík. Ég talaði við nokkra af þess- um hásetum fyrir sunnan, og voru þeir harla óánægðir sem vonlegt va,r, því það, sem þeir þénuðu á Skutli fór að mestu leyti í sjálft sig. Það verður þá lítið, sem barnamörg fjöl- skylda hefur að lifa á, þegar aðstæður þessara sjómanna eru þannig. Mér datt í hug heimilisá- stæður foreldra minna, þegar pabbi fór í verið og þá var skipt matbjörginni, sem til var, til hans i verið, og konu og barna heima. Þetta er nokkuð líkt. Þetta var fyrir 50 árum. Og hugsið ykkur nú þessa há- seta á þessum tíma, hafa við svipaða erfiðleika að etja fyr- ir sig og sína. Ég er nú ekki í neinum pólit- ískum flokki, og hef aldrei skipt mér af svoleiðis. Nú standa kosningar fyrir dyrum, og flokkarnir eru þrír, sem kjósa skal um. Nú vitum við, þessar gömlu, að hér hafa verið bara tveir floklcar. Og eruin við ánægð með stjórnina eins og hún er í bænum? Spyrji nú hver sjálf- an sig. Erum við gömlu ísfirðing- arnir, sem erum fædd hér og uppalin, ánægð með stjórnina? Aldrei er maður svo gamall, að maður geti ekki breytt um, og reynt annað. Þessir tveir flokk- ar lofa bót og betrun, nú er búið að reyna þá báða, en sá þriðji er óreyndur, Sósíalista- flokkurinn. Ættum við ekki, við þessi gömlu, sem þykir vænt um Isafjörð, að prófa þann óþekkta. En það þýðir ekkert nema staða hans verði breytt og hægt sé að sjá hvað í honum býr. Ef við ekki öll sameinumst um þennan flokk eins og einn maður, mundi koma hjá hin- um flokkunum eftir á: „Sósí- alistar gerðu ekkert“, þetta höfum við oft heyrt frá þingi, og hér í bænum líka, en hvern- ig getur minnihlutinn komið miklu í framkvæmd, þegar hinir flokkarnir rísa öndverðir á móti. Sj ómenn, gamlir og ungir og aðrir aðstandendur sjómanna- stéttarinnar, reynum Sósíal- istaflokkinn með stórsigri i kosningunum 27. janúar, svo kveð ég ykkur öll og óska gleðilegs árs. Gömul sjómannskona. '------O------- ■ Kosningaréttur — Kosningaáróður. Samkvæmt íslenzku stjórn- arskránni hefur sérhver ís- lenzkur ríkisborgari, karl og kona, kosningarétt og kjör- gengi, sé hann 21 árs að aldri eða eldri, hafi óflekkað mann- orð og sé fjárráður. — Þessi mikilsverðu mannréttindi hef- ur hann að öllum jafnaði rétt til að nota fjórðahvert ár, eða oftar, ef svo her undir, og get- ur þá með þátttöku í leyni- legri atkvæðagreiðslu, látið í Ijós vilja sinn um hvernig hann óslcar að málefnum þ j óð- arinnar í heild eða bæjar- og

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.