Baldur


Baldur - 26.01.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 26.01.1946, Blaðsíða 3
BALDUR 3 BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júii. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Þú átt að velja. Kjósandi góður! Á morgun ákveður þú með atkvæði þínu hvaða stefna skuli ráða, um stjórn bæjarfélags þíns næstu fjögur ár. Þú getur valið stefnu krata- foringjanna, sem ráðið hafa hér í bænum undanfarinn aldarfjórðung. Það var einn foringi þeirra, sem boðaði atvinnulausum verkalýð þessa bæjar 1936, að æðrast ekki heldur bíða rólegur meðan hann þyrfti ekki að þola þær verstu hörmungar, sem yfir þjóðina hafa dunið á mestu hallæris og niðurlægingartim- um hennar. Það voru þessir foringjar, sem tóku einhuga þátt í aftur- haldssömustu stjórn landsins, þjóðstjórninni, en fengust með naumindum til að taka þátt í framsæknustu ríkisstjórninni, sem hér hefur setið og þeirri nýsköpun atvinnutækjanna, sem hún beitir sér fyrir. Það voru þessir foringjar, sem dönsuðu „Óla skans dans“ í sj álfstæðismálinu, meðan þeir sáu sér fært og bjóða þér nú að kjósa i efsta sæti á lista sínum manninn, sem barðist á- kafast gegn stofnun lýðveldis á Islandi. Það voru höfuðpaurar þess- arar foringjakliku, Stefán Jó- hann Stefánsson, prófessor Guðmundur Hagalin o. fl., sem sölsuðu undir sig einokun á öllum sænskum vörum, sem hingað eru fluttar og brugðust þannig trúnaði við stjórn landsins, við alla þjóðina. Það voru þessir foringjar, sem seldu togarann Skutul úr bænum og sköðuðu bæjarfé- lagið og bæjarbúa með því um miljónir króna. Og það eru þessir foringjar, sem á undanförnum árum hafa lagt allt kapp á að saurga þann heiður, sem Alþýðuflokkurinn naut, meðan hann var flokkur alþýðunnar. Þú getur líka valið stefnu íhaldsins, stefnu Sjálfstæðis- flokksins, svokallaða — full- trúa auðmannastéttarinnar, eigenda framleiðslutækjanna, heildsalanna og.annara slíkra. Það var þessi flokkur, sem með Framsóknarflokknum, kom gerðardómslögunum á. Það er þessi flokkur, sem alltaf hefur staðið gegn öllum hagsmunamálum verkalýðsins, öllum raunverulegum umbóta- málum alþýðunnar, meðan hann hefur séð sér það fært. Það var þessi flokkur, sem stóð með Hitler í Þýzkalandi og Franco á Spáni þegar þess- ir blóðhundar voru að brjótast þar til valda, saman ber aðal- málgagn flokksins Morgun- blaðið, frá þehn tímum. Það eru nokkrir úr foringja,- klíku þessa flokks, Vísisliðið, sem vildu að Islendingar afsöl- uðu sér landsréttindum til Bandaríkjanna. Það voru foringjar þessa flokks, sem seldu skipin úr bænum 1926. Og það voru bæjarfulltrúar þessa flokks, sem stóðu að sölu togarans Skutuls. Og þú getur valið stefnu Sósíalistaflokksins. Það er sá flokkur, sem staðið hefur eins og múrveggur gegn öllum árás- um áfturhaldsins á lifskjör fólksins. Það var hann sem hafði forustuna í baráttu al-‘ þýðunnar gegn gerðardómslög- unum og tókst með fulltingi hennar að kveða þann draug niður. Það var Sósíalistaflokk- urinn sem átti frumkvæðið að nýsköpunaráformum núver- andi ríkisst j órnar. Það var hann sem stóð heill og óskipt- ur gegn afsali landsréttinda til Bandaríkja-auðvaldsins. Sósíalistaflokkurinn byggir stefnu sína á vísindum og þekkingu. Hann stefnir að fullkomnu öryggi í atvinnu og viðskiptum, fullkomnum yfir- ráðum hins vinnandi fjölda, fullkomnu stjórnarfarslegu- og atvinnulegu-lýðræði. Það er um þessa þrjá flokka og stefn- ur þeirra, sem þú, kjósandi góður velur á morgun. Ef þú vilt viðhajda yfirráð- um fárra einstaklinga yfir framleiðslutækjunum, vilt að kreppur, atvinnuleysi og styrj- aldir endurtaki sig, óskar sér- staklega að fámenn klíka auðg- ist á kostnað fjöldans, ert hrif- inn af mönnum, sem fremja trúnaðarbrot og svíkja stefnu sína og loforð, þá kýstu ihaldið og kratana. En viljir þú ekkert af þessu heldur þjóðfélagslegt öryggi, atvinnu og frið, þá kýstu Sósí- alistaflokkinn. Og þú skalt gera þér Ijóst, að með því að kjósa Sósíalista- flokkinn og auka þannig áhrif hans þá knýrðu hina flokkana til að láta undan kröfum þín- urn um betri lífskjör og bjart- ari framtíð, þessvegna setur þú og hundruð annara Isfirðinga X fyrir framan B á kjörseðil- inn á morgun. -------0 .. Frá 5. þingi Sósíalistaflokksins. „Þingið telur nauðsyn- legt, að komið verði á fót tryggingarstofnun, er hafi það hlutverk að tryggja hlutasjómönnum lágmarks- laun í samræmi við laun Iandverkamanna“. Það, sem ekki átti Þegar Haukur Helgason á síðasta borgarafundinum benti á, að sósíajistar hefðu fyrstir allra sýnt fram á nauð- syn þess, að allar aðalstéttir þjóðfélagsins tækju höndum saman og mynduðu ríkisstjórn — og skírskotaði Haukur jafn- framt í útvarpsræðu Einars Olgeirssonar, sem hann flutti 11. sept. 1944 eða tæpum 6 vik- um áður en núverandi ríkis- stjórn var mynduð, þá sagði Hannibal Valdimarsson, að ræða Einars ætti ekkert erindi hingað. Hvað var það ísfirðingar, sem Hannibal taldi að ekki ætti erindi til ykkar? Einar sagði, að stéttirnar yrðu að taka höndum saman í fyrsta lagi til að vernda sjálfstæði þjóðarinnar. Hannibal taldi að þetta ætti ekki erindi til ykkar — enda sveik hann þjóð sína, þegar hún heimti fullt frelsi sitt og sjálfstæði. I öðru lagi þyrfti að taka höndum saman til þess að tryggja atvinnulega afstöðu íslenzku þjóðarinnar í heim- inum. I augum Hannibalt átti þetta heldur ekki erindi lil Isfirð- inga, þótt einasta 1‘ramleiðsla þeirra væru sjávarafurðir, sem seldar væru á erlendum mark- aði. I þriðja lagi til þess að algjör nýsköpun atvinnu- veganna á íslandi ætti sér stað með öflun fullkomn- ustu tækja, er við ættu, til atvinnurekstursins. Ekki átti þetta heldur erindi til Isfirðinga að áliti Hanni- bals. A. m. k. hefur þetta ekki átt erindi til Hannibals, manns- ins, sem seldi framleiðslutækin út úr bænum, mannsins, sem berst með hnúum og hnefurn gegn ríkisstj órn nýsköpunar- innar. En væri ekki þörf á að fá fleiri og betri báta og skip? Tölur, sem tala I Alþingiskosningunum 1934 fékk Alþýðuflokkurinn 11377 atkvæði eða tæp 22% af öllum kjósendum landsins. Það ár fékk Kommúnista- flokkurinn 3098 atkv. eða 6%. 1 haustkosningunum 1942 voru samsvarandi tölur þessar: Alþýðufl. fékk 8455 eða 14,2% Sósíalistafl. 11059 eða 18,5% Kjósendum Alþýðuflokks- ins hafði því FÆKKAÐ um 2922 atkvæði. Kjósendum Sósíalistafl. hafði FJÖLGAÐ um 7961 atkvæði. — o------ erindi til Isafjarðar. Isfirðingar svara því á morg- un. Sósíalistaflokkurinn gerði meir en að leggja gi’undvöllinn að nýsköpunaráformum þjóð- arinnar. Hann einn allra flokka hefur staðið heill og ó- skiptur að baki sjálfstæði þjóð- ai’innar og nýsköpuninni. Fimrn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins eru stjói’nar- andstæðingar. Miðstjórn krata- flokksins samþykkti með eins atkvæðis meirihluta að taka þátt í núverandi ríkisstjórn — og öll blöð flokksins og margir foi’ingjar hans berjast gegn lienni, sbr. Skutul og Hannibal. — Framsókn er öll i stjórnai’- andstöðu sem kunnugt er. Aðeins einn flokkur — flokk- ur íslenzkrar alþýðu — Sósíal- istaflokkurinn stendur heill og óskiptur í baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðarinn- ar — fyrir nýsköpun á frarn- leiðslutækjum hennar, fyrir bætti’i lífsafkomu þjóðai’heild- arinnar. —.... o Hirðbréf Finns Jónssonar. Framhald af 1. slðu. sonar var á sínum tíma lýst með þessai’i vísu: Eg af náð til ykkar lit, ekkert kvarta megið. Þar til étið skófir, skít skammist ykkar þegið. Þarna er innihald þess í fá- um orðum — boðskapur þess til fólksins ómengaður. Von- andi koma tímarnir frá 1936 aldrei aftur. Vonandi þarf ís- firzkur verkalýður aldi’ei að búa við atvinnuleysi og eynxd eins og þá, En þrátt fyrir það getur >Tnsa erfiðleika borið að höndurn. Auðvaldinu, sem enn ræður fimm sjöttu hlutum heimsins, getur tekizt að leiða nýja kreppu yfir heiminn. Það reynir að minnsta kosti til þess, samanber það, sem nú er að gerast í Bandaríkjunum. En hin dýrkeypta reynsla kreppuáranna 1930—1939 hef- ur sýnt alþýðunni í þessum bæ, að x'irræða er ekki að vænta frá forustu Alþýðuflokksins, ki’atabroddunum, þegar virki- lega sverfur að, þess vegna mun hún ekki fara eftir bæna- kvaki Finns Jónssonar og kjósa þennan flokk úrræða- leysisins til forustu í bæjar- málum Isafjarðar. Það ætti minnsta kosti að þurfa rneira til þcss en ávarp frá höfundi skóbótagreinarinn- ar. 0----- Hvernig getur Hannibal stjórnað bæjarfélaginu þeg- ar hann getur ekki einu sinni stjórnað sjálfum sér?

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.