Baldur


Baldur - 26.01.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 26.01.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R V Ógeðslegur rógup um íslenzka liáskólaborgara. Baldur Johnsen fullyrðir að íslenzkir háskólaborgarar hafi „samið skrá yfir þá, sem átti að gera höfðinu styttri í Reykjavík eftir byltinguna“. Dagsetning og tölusetn- ing síðasta blaðs var röng, átti að vera 25. janúar 1946, 4. tölublað. Húsnæðismálið. Kratarnir hafa gert niikið veður út af því, að sósíalistar lögðu til á bæjarstjórnarfundi fyrir nokkru, að tillögu ibúðar- húsnæðisnefndar um húsa- byggingar yrði frestað þar til eftir kosningar. Þessir herrar, sem árum saman svikust um að leggja lögboðið framlag til verka- mannabústaðanna og urðu með því þess valdandi, að þessar byggingar eru nú svo dýrar að þær eru algerlega fjárhagslega ofviða þeim, sem i þeim búa, þykjast nú vera hneykslaðir yfir því, að tillaga kemur fram um að fresta tillögu um húsa- byggingar um nokkrar vikur, til þess að liægt sé að leita álits sérfræðings um málið, og að væntanleg bæjarstjórn geti sagt sitt álit. En kratarnir ætluðu sér að gera þetta áhugamál ísfirzkrar alþýðu að kosninga beitu. Það átti meira að segja að byrja á kj allaragreftri að stóru húsun- um við Sundstræti fyrir kosn- ingar, án þess málið væri á nokkurn hátt undirbúið. Síðan varð kylfa að ráða kasti um framkvæmdir. Þegar þetta tókst ekki reyna þessir menn að koma þvi inn hjá fólki, að sósíalistar vilji draga málið á langinn, séu jafnvel á móti þv. Slik ásökun er helber þvætt- ingur, sósíalistar lögðu þegar í upphafi fram raunhæfa tillögu í málinu, þar sem þeir meðal annars leggja til að bærinn leggi fram sem vaxtalaust lán gegn þriðja veðrétti í húsun- um, allt innlent efni í húsin og flutning á því á byggingar- stað og alla vinnu skurðgröfu, ef notuð er. Og þessa skuld greiði húseigandi ekki fyrr en HÚSIÐ er komið niður í fast- eignamatsverð. Þetta er mjög verulegur styrkur og auðvelt fyrir bæinn að veita hann. Sósíalistar munu aidrei ganga inn á þá braut, eins og kratarnir, að rjúka i að fram- kvæma stór fyrirtæki, án alls undirbúnings. Þeir álita að húsnæðismálið sé mikilsverð- ara en svo, að það eigi að nota sem kosningabeitu. Gefist þeim aðstaða til þess, eftir þessar kosningar, munu þeir vinna að lausn þessa mikils- verða vandamáls á raunhæfan hátt. ———o--------- KJÓSIÐ B-LISTANN ! Prentstofan Isrún h. f. Baldur Johnsen gerir sjálf- um sér þann óleik að rifja upp gömul afskipti sín af stjórn- mSlum í Háskólanum. Er grein hans, sem birtist í Vesturlandi í dag svo ósvífin, að svo virð- ist lielzt að hún væri rituð af Hannibal eða Helga Hannes- syni. M. a. ber Baldur það upp á skólabræður sína í Háskólan- um, að þeir hafi samið skrá yfir þá, „sem átti að gera höfð- inu styttri í Reykjavík eftir byltinguna“. Er þessi fullvrð- ing héraðslæknisins svo ógeðs- leg og bjánaleg gagnvart há- skólaborgurum Islands að vart mun annað eins hafa sézt á prenti. Eða trúir héraðslæknir- inn því, að menn eins og Áki Jakobsson, atvinnumálaráð- herra, dr. Björn Sigurðsson, dr. Friðgeir sál. Ólason og Lár- us Blöndal bókavörður, svo nefnd séu örfá nöfn róttækra stúdenta, sem þá voru í Há- skólanum, trúir héraðslæknir- inn því, að þeir hafi samið skrá yfir þá Reykvíkinga, sem átti að hálshöggva eftir bylt- inguna. Sannleikurinn er sá, að 1 Skutli 17. þ. m. gerir Jón H. Guðinundsson kennari, aumk- unarverða tilraun til þess að hnekkja því, sem ég sagði i grein, sem birtist í „Baldri“ 5. þ. m., um afstöðu Maríasar Þorvaldssonar til nvafstaðinna k j arasamninga Sj ómannaf é- lags ísfirðinga við útgerðar- menn. Þessi sendifulltrúi kratanna í Sjómannafélaginu gleymir algerlega að geta þess, að í grein minni 5. jan. eru hvergi notuð nálægt því jafnsterk orð um afstöðu M. Þ. og J. G. not- aði sjálfur á fundinum 16. des. s. 1. um Marías. Þessi tvískinn- ingur barnafræðarans sýnir greinilega liinn sanna lnig hans til almennra félagsmála, þar sem hann þolir ekki að sagt sé hlutlaust og rétt frá afstöðu félagsmanna til hagsmuna- mála félagsins, án þess að þessi ofviti ærist, snúist gegn sinni eigin afstöðu og taki að sér að verja málstað þess aðila, sem í óréttinum er. Þessi skósveinn Hannibals og Co., sem sendup var í Sjómannafélagið til þess eins að viðhalda sundrung inn- an þess, ætti, ef hann hefir ein- hvérja sómatilfinningu að hafa hægt um sig, þegar talað er með fullkominni stillingu um ósamræmið í hlutartryggingum sjómanna hér. Baldur Johnsen var einn aðal- foringi nazistanna í Háskólan- um. Hann stóð að nazistablað- inu Mjölni, sem til þess að á- rétta skoðun þá, er blaðið flutti, hafði nazistamerkið sem einkenni. Baldur Johnsen hafði náið samband við þýzka stúd- enta, sem voru nazistar og dvöldu hér á landi. Er talið að skrár þær yfir Islendinga, serii fundust hj á þýzka ræðismann- inum, og sem átti að setja í fangabúðir, þegar Þjóðverjar kæmu hingað, að skrár þessar hafi i upphafi verið samdar í samráði við nazistiska stúd- enta í Háskólanum. Er það þessvegna að héraðslæknirinn minnist á „skrár?“ Ritstjóri þessa blaðs vill eft- irláta þeim Baldri Johnsen og Hannibal Valdimarssyni að deila um það, hvor þeirra sé eða hafi verið meiri nazisti. En benda má kjósendum á, að hugsa sig um áður en þeir greiða manni atkvæði, manni, sem látið hefur frá sér fara jafn heimskulegt og svívirði- legt níð um skólabræður sína í Háskólanum. Um sanmingana á smærri bátunum, sem í gildi eru, má segja það, að hefði félags- stjórnin, Jón Guðm. ekki und- an skilinn, haft áhuga fyrir samræmingu tryggingar á stærri og smærri bátunum fyr- ir þorskveiðatimabil ársins, hefði hún hæglega getað á s. 1. vori fengið fundarsamþykkt fyrir uppsögn samninganna. En það var alls ekki ætlunin, enda mun ástæðan hafa verið allt önnur. Eða er ekki þessum sendisveini kratanna kunnugt um, að allt frá því er KL f. „Njörður“ hóf útgerð hér í bænum hafa eigendur þess, þ. e. a. s. foringjar Alþýðu- flokksins, þeir Hannibal Valdi-. marsson, Grímur Kristgeirsson og prófessor Guðm. G. Hagalín, að ógleymdum 5. manni A-list- ans, Guðmundi Guðmundssyni skipstjóra og fl„ ávalt streizt gegn því að trygging yrði greidd á bátum þess, að haust- inu. Hliðstæðir hátar svo sem Munins bátarnir hafa þá af eðlilegum ástæðum notið sömu friðinda. Af þessu sézt að þessir hátt- vísu!! alþýðuf lokks-foringj ar eru sama sinnis og aðrir at- vinnurekendur, hugsandi fyrst og fremst um eigin hag, • en ekki um afkomu þeirra sjó- manna, sem hjá þeim vinna. Har. Guðm. Hversvegna kjósa sjómenn ekki Guð- mund Guðmundsson? Sjómenn kjósa ekki Guð- mund vegna þess, að hann hefur algjörlega brugðist vonum og trausti þeirra sem meðstjórnandi í Nirði. T. d. barðist hann á sínum tíma gegn jafnvel hinni lágu tryggingu, sem sjó- menn á Dísunum hafa í dag. — Ennfremur hefur hann beitt séE gegn öllum smávægilegum umbótakröf- um sjómanna, enda er það mála sannast og sjómenn bezt vita um sjálfir, að að- búnaður og öll afstaða landmanna á Dísunum er einhver sú aumlegasta, sem til þekkist. Sjómenn kjósa ekki Guð- mund vegna þess, að hann er bæði málsvari og verk- færi í höndum afturhalds- seggjanna — atvinnurek- endanna. Sjómenn kjósa sinn flokk — Sósíalistaflokkinn. ———o--------- Félögum í Kommún- istaflokki Danmerkur fjölgar úr þremur þús undum upp í sextíu þúsund á stríðárunum. Kommúnistaflokkur Dan- merkur hélt nýlega flokksþing. Á þinginu skýrði formaður flokksins, Axel Larsen, frá því, að flokksfélagar væru nú 60 000, en hefðu verið 3 000 á síðasta flokksþingi. Hann sagði að þessi mikla fjölgun í flokkn- um væri sönnun þess, að nú væri fyrir hendi skilyrði til þess að koma sósialismanum á með lýðræðislegum hætti, svo framarlega sem verkalýðurinn stæði sameinaður. Eins og kunnugt er, unnií kommúnistar í Danmörku stórglæsilegan kosningasigur í haust. Þeir buðu sósíaldemo- krötum þá stjórnarsamvinnu, en kratarnir lýstu því yfir, að þeir tækju ekki þátt í stjórn með neinum öðrum flokki og stuðluðu þannig að því, að við völdum tók nazistasinnuð aft- urhaldsstjórn, hinn svonefndi „Vinstri“ flokkur, í stað sterkr- ar stjórnar verkalýðsins. Þeir eru alls staðar eins kratarnir. Þessi mikli vöxtur Kommún- istaflokks Danmerkur, sýnir að dönsk alþýða kann að meta baráttu þessa flokks á her- námsárunum og stefnir ein- liuga að því, að auka áhrif hans og völd í dönskum stjórn- málum. Hundalógik barnafræðarans.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.