Baldur


Baldur - 06.02.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 06.02.1946, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: SÖSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 6. febrúar 1946 6. tölublað. Bæjarfulltrúar sósíalista og sjálfstæðismanna semja um að vinna saman að brýnustu framfaramálum bæjarfélagsins. Fulltrúar Alþýðuflokksins vildu ekki vera með Aðdragandi málefnasamn- ings þess, sem gerður hefur verið á milli bæj arf ulltrúa Sósíalistaf lokksins og Sj álf- stæðisflokksins er i stuttu máli þessi: I bæj armálastefnuskrá sósí- alista, sem borin var inn á hvert heimili hér á Isafirði hálfum mánuði fyrir kosning- ar, var því lýst yfir, að flokkurr inn væri fús til samstarfs við hverjar þær félagsheildir og hvern þann einstakling, sem af heilum hug vildi vinna að' framgangi stefnuskrárinnar, — sem eingöngu fjallaði um nauðsgnlegar framkvæmdir í bænum. Orðrétt stendur svo i stef nuskránni: „Sósíalistafélag Isafjarðar lcggur hérmeð fram bæjar- málastefnuskrá sína fyrir næsta kjörtímabil og lýsir því jafnframt yfir, að ísfirzkir sósíalistar eru fúsir til sam- starfs við hver þau félagssam- tök og einstaklinga, sem af heilum hug vilja vinna að framgangi hennar". 1 framsöguræðu þeirri, sem Haukur Helgason flutti fyrir hönd sósíalista á fyrri borgara- fundinum svo og margoft í um- ræðunum á'báðum borgara- fundunum var þessi yfirlýs- ing endurtekin. Höfuðástæðan fyrir þessari mikilvægu yfirlýsingu sósíal- ista var hið hörmulega ástand í atvinnumálum, húsnæðismál- um, vatnsveitumálum, hafnar- málum o. s. frv., sem ríkti hér í bænum eftir 24 ára stjórn kratanna einna á bæjarfélag- inu, og sem bezt kom fram í skýrslum bæ j arstj órans f yr- verandi, Alþýðuflokksmanns- ins Jóns Guðjónssonar. Töldu og telja sósíalistar að hið eina, sem hægt væri að gera til að ráða bót á þessu ástandi væri að skapa jafnvægi í stjórn bæj- armálanna — og æskilegast væri, að allir þrír flokkar tækju höndum saman. Væri slíkt mjög eðlilegt með tilliti til þeirrar samvinnu, sem ætti sér stað um stjórn landsins. Eins og kunnugt er fóru kosningarnar á þann veg, að kratar misstu meirihlutaað- stöðu sína, fengu 4 menn kjörna, s j álf stæðismenn 4 menn og sósíalistar einn mann kjörinn. Þurfti þvi samsteypu tveggja eða þriggja flokka til að gera bæjarstjórnina starf- hæfa. Síðari hluta mánudags- ins, 28. janúar s. 1. sneri þvi Sigurður Bj arnason, efsti mað- ur á lista sj álfstæðismanna, sér til Haraldar Guðmundssonar og Hauks Helgasonar og óskaði að umræður yrðu uppteknar og vísaði jafnframt til yfirlýsing- ar sósíalista, sem að of an er getið. — Bráðabirgðaviðræður hófust að kvöldi sama dags og var þeim haldið áfram frá morgni næsta dags, þriðjudags- ins, en bæjarstjórnarfundur hafði verið boðaður miðviku- daginn, 30. jan. s. 1. Sigurður Bjarnason og Baldur Johnsen mættu af hálfu sjálfstæðis- manna en þeir Haraldur Guð- mundsson og Haukur Helgason af hálfu sósialista. A þriðjudagskvöldið hafði verið samið um drög að mál- efnasamningi, sem er birtur hér á ef tir, og var í öllum meg- inatriðum byggt á bæjarmála- stefnuskrám flokkanna. Málefnasamningur. Bæj arf ulltrúar Sj álf stæðis- flokksins og bæ j arf ulltrúi Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins — lýsa því yfir, að þeir hafa komið sér saman um svofelldan málefna- samning fyrir i hönd farandi kj örtimabil: Atvinnumál. 1 atvinnumálum telja flokk- arnir það meginviðfangsefnið að auka f jölbreytni framleiðsl- unnar og koma þar með i yeg fyrir að atvinnuleysi skapist. Unnið verði að eftirtöldum f ramkvæmdum: 1. Bærinn stofni til togaraút- gerðar á hlutafélagsgrundvelli, og eigi hann méirihlutann af hlutafénu, en atvinnufyrir- tækjum og einstaklingum i bænum sé gefinn kostur á þátt- töku 1 fyrirtækinu. 2. Hraðað verði sem mest undirbúningi og framkvæmd- um fyrirhugaðs -fiskiðjuvers. Utgerðarfyrirtækj um og ein- staklingum i bænum sé gefinn kostur á þátttöku í stofnun þess. Að öðru leyti verði að þvi stefnt að efla sem mest, beint eða óbeint, útgerð vélbáta í bænum. Hafnarmál. Framkvæmdar verði svo fljótt, sem verða má aðkallandi endurbætur og nýbyggingar haf narmannvirkj a, svo sem stækkun uppfyllingarinnar við Bátahöfnina, dýpkun hennar og innsiglingarinnar um Sund- in. Allar framkvæmdir í hafnar- málum séu miðaðar við það að skapa útgerðinni í bænum, og siglingum til hans, sem bezta aðstöðu. Húsnæðismál. Nú í vetur verði safnað ná- kvæmum skýrslum og yfirlit fengið um ástand i húsnæðis- málum bæjarbúa. — Fram- kvæmdir í þeim málum verði fyrst og fremst byggðar á vænt- J anlegri löggjöf frá Alþingi, samkvæmt frumvárpi því um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa i kaupstöðum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Bærinn greiði sem mest má verða fyrir einstaklingum, sem ráðast vilja i íbúðarbygg- ingar, t. d. með fyrirgreiðslu um innlent byggingarefni. Beynist ekki mögulegt á þeim grundvelli, sem að ofan er nefndur, að bæta úr húsnæð- isskortinum i bænum, ráðist bæi-inn i byggingu íbúðarhúsa, eftir því sem fjárhagur hans leyfir. Verði þær íbúðir seldar einstaklingum með kostnaðar- verði, eða leigðar. Heilbrigðismál. Sett verði á stofn heilsu- verndarstöð með samvinnu Sj úkrasamlags, bæjar og rík- is, sem hafi það höfuðverkefni að koma í veg fyrir sjúkdóma og annast eftirlit með heilsu- fari á víðtækari grundvelli, en hingað til hefur verið. Iþrótta- og skólamál. Lokið verði við skólabygg- ingar þær, sem nú eru í smíð- um. Sundhöllin og iþróttahús- ið verði starfrækt í náinni sam- vinnu við íþróttafélög, skóla og samtök sjómanna með það fyr- ir augum að þessar menningar- stofnanir komi að sem fyllst- um notum fyrir almenning i bænum. Að öðru leyti verði unnið að þvi að bæta húsakost barna- skólans og iðnskólans, og und- irbúa stofnun sjómannaskóla í samráði við sjómannasamtök- in. Rekstur bæjarfélagsins. Hafist verði handa um mal- bikun eða steypu nokkurra að- algatna bæjarins. 1 sambandi við gatnagerðina verði hafnar endurbætur á vatnsveitukerf- inu, og jafnframt unnið að þvi að tryggja bæjarbúum nægi- legt vatn. Flugvélabraut og flugskýli verði byggt á komandi sumri og þar með sköpuð bætt að- staða til flugsamgangna við bæinn. 1 raforkumálum verði stefnt að virkjun Dynjanda hið allra f yrsta. — Nónvatnsvirk j uninni verði lokið og sérfróðrar að- stoðar leitað um hvernig hún bezt geti komið að gagni. Það sem talið hefur verið hér að framan, verði fram- kvæmt eftir því, sem fjárhag- ur bæjarins frekast leyfir. Stjórn bæjarins. Kosin verði 3ja manna nefnd, einn af hverjum flokki, til þess að rannsaka og gera tillögur um hagkvæmari og ó- dýrari rekstur bæj arstofnana. Báðinn verði bæjarstjóri með verkfræðilega þekkingu, ef kostur er á. Þetta er sá málefnasamn- ingur, sem Alþýðuflokknum var boðið að gerast aðili að. En þetta er niðurlag þess samnings, sem síðar var endan- lega gerður milli Sjálfstæðis- flokksins og Sósíalistaflokks- ins. Starfaskipting. Forseti og fyrri varaforseti bæjarstjórnar séu kosnir úr hópi sjálfstæðismanna, en 2. varaforseti sé fulltrúi Sósíal- istaflokksins. Flokkarnir kj ósi saman í all- ar nefndir bæj arstj órnar og aðrar þær nefndir, er bæjar- stjórn kýs. Sósíalistaflokkurinn hafi fulltrúa í öllum þeim nefnd- um, er hann óskar. Bæjarfull- trúar Sj álfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalista-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.