Baldur


Baldur - 06.02.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 06.02.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R flokksins — skuldbinda sig til þess að halda ofanritaðan mál- efnasamning í hvívetna. Samningurinn er gerður til næstu 4ra ára og skal hann birtur i blöðum flokkanna á Isafirði. Jafnframt lýsa flokkarnir þvi yfir að það er ætlun þeirra að vinna eins ötullega og frek- ast er unnt að fyrrgreindum hagsmunamálum bæjarins og öðrum þeim málum, er fyrir kunna að koma. Bæjarfulltrúar beggja flokk- anna líta svo á að málefna- samningur þessi sé þess eðlis að um framkvæmd hans og hagsmunamál bæjarbúa yfir- leitt geti ríkt fullkomin eining og góð samvinna með öllum flokkum bæj arstj órnarinnar. Alþýðuflokknum boðin þátttaka. Þeir f j órmenningarnir komu sér saman um að senda bæj arfulltrúum Alþýðuflokks- ins drög þau, sem samin voru, og bjóða þeim aðild að samn- ingnum, og fylgdi bréf það, sem birt er hér á eftir. Skal athygli vakin á því, að sjálf- stæðismenn og sósíalistar óska eftir breytingartillögum Alþfl- manna, ef þeir teldu slíkar til- lögur nauðsgnlegar til þess að gerast aðili að stjórn bæjarins. Ennfremur skal vakin athygli á því, að samningurinn fjall- aði eingöngu um mál, sem eru nauðsgnjamól allra bæjarbúa, hvar í flokki, sem þeir standa. Bréf Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins. Isafirði, 29. janúar 1940. Við undirritaðir leyfum okkur hérmeð að senda yður meðfylgjandi drög að málefnasamningi um bæj- armál lsafjarðar, sem bæjarfulltrú- ar flokka okkar hafa komið. sér saman um. Viljum við hérmeð bjóða yður að gerast aðili að samningi þessum. En jafnframt viljum við taka fram að endanlegt samþykki samn- ingsuppkastsins er háð vilja funda, sem flokkar okkar, livor í sínu lagi, hafa boðað til meðal flokksmanna sinna í kvöld. Með því að bæjarstjórnarfundur hefir verið boðaður annað kvöld, og tími því naumur, leyfum við okkur að óska heiðraðs svars yðar fyrir kl. 2 e. li. miðvikudaginn 30. janúar 1946. Ennfremur viljum við taka það fram að við erum fúsir til að eiga munnleg samtöl vicj yður um þetta mál, og breytingartillögur, er þér gætuð hugsað yður, fyrir fyrr- greindan tíma. Virðingarfyllst, F. h. Sameiningarflokks alþýðu Sósíalistaflokksins Haukur Helgason (sign.) Haraldur Guðmundsson (sign.) F. h. Sjálfstæðisflokksins SigurSur Bjarnason (sign.) Til bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins á ísafirði, c/o hr. Hannibal Valdi- marsson skólastjóri. Fundur Sósíalistafélag’sins. Sósíalistar héldu f jölmennan í'lokksfund á þriðj udagskvöld- ið. Gerði Haukur Helgason skýra grein fyrir málefna- samningsuppkastinu. Benti liann á að það væri að verulegu leyti i höndum flokksins að gera stjórn bæjarins starfhæfa og væri það auðvitað tvímæla- laus skylda hans, skylda gagn- vart þeim kjósendum, sem kusu B-listann, skylda gagn- vart bæjarfélaginu í heild. Vís- aði Haukur til yfirlýsingar flokksdeildarinnar um sam- vinnu við hvern þann aðila, sem vildi vinna vel að fram- kvæmd ákveðinna bæjarmála, sjálfstæðismenn hefðu nú tek- ið þessu samvinnutilboði en kratar hefðu ekkert aðhafst. — Á fundinum tóku margir til máls og voru allir á einu máli, að nauðsyn bæri til að gera bæj arstj órnina starfhæfa.. Var að lokum samþykkt tillaga þess efnis, að fundurinn lýsti sig fúsan til samvinnu við sjálfstæðismenn á grundvelli samningsuppkastsins en lét jafnframt þá ósk í Ijós, að æskilegt væri að Alþýðuflokk- urinn gerðist einnig aðili að samningnum. Alþýðuflokksmenn biðja um frest. Á þriðjudag, rétt eftir bá- degi, báðu Alþýðuflokksmenn- irnir um framlengingu á fresti til þess að svara málaleitan flokkanna tveggja. Fresturinn var fúslega veittur, þótt tími væri naumur til stefnu. Svo barst svarið og var það allt í senn: Neitun, ókurteist og fullt af útúrsnúningum. Munu krat- ar aldrei bafa betur sýnt hvað er þeirra raunverulega áhuga- mál, sem sé fyrst og fremst að hugsa um flokk sinn en minna um bæjarfélagið og hag þess. Mega Isfirðingar lengi minn- ast þessa ábyrgðarleysis krata- foringjanna, enda/mun svo fara, að jiessi flokkur, sem kennir sig við alþýðu Islands, mun hér eftir hrörna fljótt og vel á Isafirði sem annarsstaðar. Bréf Alþýðuflokksins. Isafirði, 30. janúar 1946. Heiðruðu herrar! Þér bjóðið Alþýðuflokknum að- ild að samningi, sem bæjarfulltrú- ar flokka yðar luifa þegar gengifi frá fyrir silt leyti og þér nú hafið tjáð oss, að flokkar yðar hafi einn- ig samþykkt. Af bréfinu er Ijóst, oð samkomu- lag hefir þegar fengizt um meiri- liluta i bæjarstjórn. Var það og að vonum, þar sem Sjálfstæðismenn og kommúnistar komu fram í bæjar- stjórn og í kosningabaráttunni sem samherjar um flest og sameiginleg- ur andstæðingur Alþýðuflokksins. Samlcvæmt almennum lýðræðis- reglum hvílir því á flokkum yðar sú ábyrgð og skylda að mynda sam- eiginlegan meirihluta í bæjar- stjórn. Bert er af bréfi yðar, að öll áhugamál yðar samkvæmt mál- efnasamningnum virðast einmitt vera þau, sem Alþýðuflokkurinn vann að á síðustu árum, hafði í framkvæmd eða var nú rélt að Ijúka við. Þar til má nefna: Togaramálið, sem hæjarstjórn hefir þegar gert ákveðnar sam- þykktir um og falið þriggja þing- manna nefnd til úrlausnar. Eru til- lögur yðar í málinu í allmiklu ó- samræmi við fyrri samþykktir bæj- arstjórnar. FiskiSjuveriS, sem atvinnumála- nefnd og bæjarstjórn hafa á sein- ustu þremur árum undirbúið til verklegrar framkvæmdar. Aukning vélbátaflotans, sem bæj- arstjórn hefir lyft undir ineð fjár- framlögum bæði fyrr og síðar, og nú seinast með þeim árangri, að á næstu mánuðuin koma 5 áttatíu smálesta vélskip í bæinn. Bygging og cndurbætur lxafnar- mannvirkja, en um það mál er það að segja, að verkfræðilegum undir- búningi að Hafnarmannvirkinu í Neðstakaupstað er að mestu lokið, — pantað hefir verið aðalefnið í liafnarbakkann og það væntanlegt liingað til bæjarins í næsta mánuði. Ennfremur hefir þegar verið á- kveðið að ljúka viðgerð bæjar- bryggju, og öllu öðru hreyft, sem nefnt er í þessum kafla samnings- ins. Húsnæhismálin, sem þegar hafa lilotið þá afgreiðslu í bæjarstjórn, að sérstakri nefnd liefir verið falið að vinna að framkvæmd þeirra á grundvelli væntanlegra nýrra laga — og byggja 44 íbúðir að minnsta kosti. Furðar oss á, að afskipti yðar samkvæmt málefnasamningnum skuli nú, þrátt fyrir fyrri sam- þykktir bæjarstjórnar, aðeins eiga að vera skýrslusöfnun, aðstoð við einstaklinga með innlendu bygging- ar efni (möl og sandi) og svo ef til vill byggingar, er bærinn ráðist í, ef bitt ekki dugi. Vatnsveitumálin, sem rannsökuð. liafa verið bér heiina og skýrslur liggja fyrir um, auk þess sem ósk- að hefir verið eftir sérfræðingi til undirbúnings frekari verklegum að- gerðum til úrbóta þegar á komanda vori. Allt eru þetta mál, sem Alþýðu- flokkurinn hefir unnið að og hefði leitt til lykta, ef honum hefði veitzt áframhaldandi aðstaða til. En nú skal vikiö að tveimur mál- um, sem oss furðar á, að þér sam- herjarnir skulið hafa samið um, að leysa á vegum bæjarins. En það er í fyrsta lagi bygging flugskýlis og flugvélabrautar, sem er verkefni, er einungis skal hvíla á herðum ríkis- ins að framkvæma lögum sam- kvæmt, og er á emhættissviði flug- inálastjóra ríkisins. Hitt málið er heilsuverndarstöð- in. Um lausn þess máls er komin fram tillaga sérfræðinganefndar, og liefir hún verið birt opinber- lega, en þar segir, að aSalheilsu- verndarstöó fyrir Veslfiröi skuli reist á fsafiröi, annaðhvort af trygg- ingunum eða beint af ríkinu. Aðil- ar að því verða a. m. k. ekki sjúkrasamlögin, þar sem þau verða lögð niður samkvæmt liinu nýja skipulagi, sem loforð liggja fyrir um við Alþýðuflokkinn að afgreiða sem lög á Alþingi því, sem koma skal saman eftir örfáa daga. Mundi bæjarfélagið að voru áliti hafa nægum verkefnum að sinna, þótt það færi ekki að seilast inn á þau framkvæmdasvið, sem ríkið hefir helgað sér. Loks er það oss gleðiefni, að þér hafið getað orðið sammála um að starfrækja sundhöllina í samvinnu við samtök sjómanna, íþróttafélög og skóla, svo og að ljúka við skóla- byggingar þær, sem í smíðum eru. Þar sem stefnt hefir verið í nokkur ár að virkjun Dynjanda í Arnarfirði með öflugri þátttöku Isafjarðarbæjar í þeim undirbún- ingi, þykir oss góðra gjalda vert, að þar verði haldið áfram á sömu braut, a. m. k. ef ekkert kemur í Ijós, sem geri þá virkjun tvísýnni, en álitið hefir verið til þessa. Sama máli gegnir um það áform yðar að ljúka Nónvatnsvirkjuninni, þótt oss sé hinsvegar ekki full ljós þörf hinnar sérfróðu aðstoðar, er þér talið um við að leiða í ljós, „hvernig hún (þ. e. virkjunin) bezt geti komið að gagni“. — Virðist það vera atriði, sem bæjarbúar hafi furðulega rammað á til þessa. Um ráðningu bæjarstjóra, þurf- um vér ekki að ræða við yður. Það er mál, sem sá meirihluti, er mál- efnasamning hefir gjört með sér, hlýtur að ráða fram úr eftir eigin geðþótta. Hins vegar skal þess get- ið, að við teljum herra Jón Guð- jónsson húinn slíkum kostum sem bæjarstjóra, að lijá okkur liefði eng- inn annar komið til mála sem slík- ur, en okkur er kunnugt um, að þér hafið, raunar í samræmi við eitt atriði samnings yðar hoðið honum að gegna starfinu aðeins til bráðabirgða. Hið góða boð um að gefa oss kost á að bera fram breytingatil- lögur við samning yöar, sjáum vér ekki ástæðu eða möguleika til að nota fyrir kl. 2 í dag, en það tíma- mark setjið þér, en munum hins- vegar flytja okkar tillögur og breyt- ingatillögur í bæjarstjórn bæði við hin samningsbundnu málefni yðar og önnur velferðarmál bæjarfélags- ins. Þá viljum vér ekki láta hjá líða, að lýsa undrun vorri yfir því, hve mjög er í samningi yðar dregið úr hinum stórfelldu fyrirætlunum Sjálfstæðisflokksins, sem gerðar voru heyrinkunnar. fyrir kosningar. Söknuin vér þar mála, sem Al- þýðuflokkurinn vill eindregið koma í framkvæmd, enda haft í undir- búningi. Má þar til nefna nýtt elli- lieimili, og stærra íþróttasvæði, höfn smábáta og stóraukna mjólk- urframleiðslu handa bæjarbúum ásamt fleiru. Vér teljum þarflaust og á engan háit viðeigandi, að Alþýðuflokkur- inn gerist aðili að samningi flokka yðar. Yður her ábyrgðin og skyld- an til að stjórna nú þessu bæjar- félagi, svo sem raunar hefir áður komið frain í upphafi liessa bréfs. Virðingarfyllst. F. h. Alþýðuflokksins: Hannihal Valdiinarsson. Helgi Hannesson. Grímur Kristgeirsson. Birgir Finnsson. Til bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Sameiningarflokks alþýðu, Socíalistaflokksins á Isafirði. -------O-------- Kíghóstabólusetning. Eins og auglýst er hér í blaðinu í dag verða börn hálfs árs til þriggja ára gömul bólu- sett gegn kíghósta í Barnaskól- anum á morgun og föstudag. Fyrri daginn verða bólusett börn, sem eiga heima i efri bænum ofan Norðurvegar, en seinni daginn þau, sem eiga heima i neðri bænum. Þessi bólusetning fer fram vegna þess að kíghósta hefur orðið vart í Reykjavík, og er talið líldegt, að hann berist hingað. Leikfélag fsafjarðar hafði frumsýningu að sjón- leiknum Æfintýri á gönguför 1. þ. m. v Nánari umsögn um leikinn kemur í næsta blaði. Hjónaefni. Njdega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Guðrún Jóns- dóttir (Hróbjartssonar) og Valdimar Björnsson, sjóliðs- foringi, i

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.