Baldur


Baldur - 01.03.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 01.03.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖSIALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG ísafjörður, 1. marz 1946 8. tölublað. MIKILSVERD ADSTOÐ RÍKISINS **"* «¦"*•*«• í TOGARAKAUPAMÁLINU. Áki Jakobsson atvinnumálaráðherra heldur fund um togarakaupamálið með bæjarfulltrúum og þingmönnum í kaupstöðum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og flytur tillögu til þingsályktunar um að ríkið ábyrgist gegn öðrum veðrétti lán fyrir 1/6 af kaupverði þeirra togara, sem keyptir verða af bæjarfélögum öðrum en Reykjavík og -Hafnarfirði. Verður þessi aðstoð ríkisins vafalaust til þess að mörgum bæjarfélögum, sem að öðr- um kosti hefðu ekki getað eignast togara, verður það nú mögulegt. Bæjarfulltrúar og alþingismenn, sem sátu fundinn, voru sammála um nauðsyn þess að tillaga atvinnumála- ráðherra verði samþykkt. Síðastliðinn sunnudag hélt Áki Jakobsson, atvinnumála- ráðherra fund með bæjarfull- trúum í *kaupstöðum utan Reykj avíkur og Hafnarfj arð- ar, sem þá voru staddir í Reykjavik, ásamt þingmönn- um viðkomandi kjördæma. Tilefni fundarins var að ræða möguleika fyrir því, að þessi bæjarfélög gætu eignast einhverja af þeim togurum, sem keyptir verða hingað til lands frá Rretlandi. Héðan frá Isafirði mættu á fundinum Haukur Helgason varabæ j arf ulltrúi Sósíalista- flokksins, Sigurður Rjarnason forseti bæjarstjórnar Isafjarð- ar og þingmaður kjördæmis- ins, Finnur Jónsson. I umræðum, sem urðu á fundinum, kom það í Ijós, að þau bæjarfélög, sem þarna áttu fulltrúa, hafa mikinn hug á að eignast einn eða fleiri af þeim togurum, sem keyptir verða frá Rretlandi og hafa sótt um kaup á þeim. Hinsveg- ar er fjárhagur flestra þeirra. þannig, að þau geta ekki keypt þá af eigin ramleik, jafnvel þótt frumvarp Nýbyggingar- ráðs um að Fiskveiðasj óður láni % kaupverðsinjs verði samþykkt. Atvinnumálaráðherra skýrði fundarmönnum frá því, að .hann mundi flytja á Alþingi þingsályktunartillögu þess efn- is, að bæjarfélög utan Reykja- víkur og Hafnarfjarðar fengjti ríkisábyrgð fyrir 1/6 af kaup- verði hvers togara gegn öðrum vcðrétti í skipunum. Sé gert ráð fyrir að Fiskveiðasj óður láni % kaupverðsins, verður útkoman sú, ef þingsályktun- artillaga atvinnumálaráðherra verður samþykkt, að bæjarfé- lögum verður gert mögulegt að eignast togara með því að leggja fram ca. 250 þúsundir króna af kaupverði skipsins. I greinargerð með þessari þingsályktunartillögu er sýnt fram á nauðsyn þess, að bæj- arfélögum víðsvegar um land- ið verði gert kleyft að eignast hina nýju togara og þessum fljótvirku og arðsömu fram- leiðslutækj um þannig dreift sem víðast, en ekki öll keypt til Reykjavíkur og Hafnar- f j arðar. Á þann hátt væri lagður grundvöllur að heilbrigðu og traustu atvinnulífi í þessum bæjarfélögum og þar með sköpuð skilyrði til fólksfjölg- unar þar, í stað fólksfækkunar eins og nú er. En til þess að þetta m'egi takast, er á það bent, að fátæk bæjarfélög geti ekki hjálpar- laust lagt fram 700 þús. króna eða meira til kaupa á einum togara og verði ríkið því að hlaupa undir bagga, eins og gert er ráð fyrir í þingsálykt- unartillögunni. Verði þessi þingsályktunar- tillaga Áka Jakobssonar, at- vinnumálaráðherra, samþykkt, sem telja má víst, er enginn efi á þvi, að möguleikar fyrir okkur Isfirðinga og aðra, sem við svipaðar f j árhagsástæður búa, til að eignast einn eða fleiri togara, verða miklu meiri en þeir hafa verið hing- að til. Það er þessvegna áreiðanlegt að þessar aðgerðir ríkisins í togarakaupamálinu, sem hér eru ráðgerðar að tilhlutan at- vinnumálaráðherra, hljóta að vekja almenna ánægju bæði hér á Isafirði og annarstaðar á landinu. Það er*áhugamál okkar Is- f irðinga að hingað komi togar- ar, og verði þessi þingsálykt- unartillaga samþykkt má telj a alveg víst að það takist, svo framarlega sem við við erum sjálfir samtaka í málinu og þeir, sem möguleika hafa til þess, vilja eitthvað á sig leggja. Þegar innrásinni í Evrópu var frestað. „Svartasti dagur í sögunni" að áliti Eisenhowers. Stjórnmálafréttaritari Lund- unablaðsins Daily Worker hef- ur nýlega skýrt frá því að Eisenhower hershöfðingi hafði litið svo á að vel gæti svo far- ið, að 22. júlí Í9V2 yrði nefndur „svartasti dagur í sögunni". Það var þennan dag, sem brezka samsteypustjórnin neit- aði' endanlega beiðni Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um að gera innrás í meginland Evrópu á því ári. Rlaðið Sunday Express birti 3. febr. útdrátt úr dagbók Harry Rutcher kapteins, sem var ráðunautur Eisenhowers hershöfðingj a um flotamál og m j ög náinn samstarf smaður hans. I þessum dagbókarút- drætti er ófögur lýsing á and- stöðvi brezkvi stj órnarinnar gegn innrásarfyrir-ætlunum Randaríkjastjórnar. — Meðal annars er þar sagt að breska. stjórnin hafi jafnvel beitt sér gegn smávægilegri árás á frönsku ströndina, sem átti að gera til þess að rugla Þjóð- verja, og að hún hafi verið í óðaönn að gera áætlanir um að flytja stjórnarsetrið frá London til Kanada. Ennfremur er þar staðfest, að ekki aðeins æðstu herforingjar Randaríkjanna (og þá auðvit- að Sovétríkjanna) hafi verið fylgjandi innrás um þetta leyti, heldur einnig herforingjar Rreta. Tuttugasta og annan júní skrifar Rutcher í dagbók sína, að samkomulag um innrás eða árás á frönsku ströndina muni nást þann dag. Daginn eftir frétti hann við morgunverðinn, „að Rretar hafi algerlega hafn- að uppástungu-um að gera inn- rás þetta ár". Þá var það, sem Eisenhower lét i ljós álit sitt um „svartasta dag sögunnar". Hér var það stefna Churchills og Revins, sem varð ofan á. Sérstaklega hafði Revin verið mótfallinn því að Rretland eyddi herafla sínum til slíkra hernaðaraðgerða. Dagsbrúnarverkfallið. Þann 22. febrúar hófst í Reykjavík verkfall í almennri verkamanna vinnu, þar sem ekki höfðu þá náðst samning- ar um kröfur verkamannafé- lagsins Dagsbrún. I Hafnarfirði hafði einnig verið boðað verkfall þennan sama dag, en samningar tók- ust áður en til þess kom. Fengu Hafnfirzkir verkamenn ca. 8% grunnkaupshækkun eða 15 aura hækkun á klst. í almennri dagvinnu og nokkra hækkun á öðrum liðum. Aðalkröfur Dagsbrúnar eru þessar: Grunnkaup í almennri dag- vinnu hækki úr kr. 2,45 í kr. 2,75. Vinna sem greidd hefur verið með kr. 2,75 á klst. hækki í kr. 2,90. Þungavinnutaxti hækki í kr. 3,20 (kol, salt, sement). Mánaðarkaup verka- manna og pakkhúsmanna verði kr. 535,00 og bifreiða- stjóra kr. 560,00 grunnlaun. öll yfirvinna verði greidd með 100% álagi, þ. e. að eftir- vinnutaxti, sem verið hefur, verði afnuminn. Félagið leggur áherzlu á að verkamenn verði ráðnir fyrir mánaðarkaup. Sanmingaumleitanir fara stöðugt fram milli deiluaðila, en samningar hafa enn ekki tekist.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.