Baldur


Baldur - 01.03.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 01.03.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R Fjárhagsáætlun ísafjarðar 1946, A. Tekjur: I. Stjórn bæjarmálefna.......................... 22 500,00 II. Framfærslumál .............................. 98 000,00 III. Lýðtrygging og lýðhjálp ................... 308 296,00 IV. Iþróttir og listir ............................... 0,00 V. Menntamál .................................. 169 062,00 VI. Löggæzla .................................... 27 500,00 VII. Heilbrigðismál .............................. 32 490,00 VIII. Atvinnumál ................................ 272 000,00 IX. Vatnsveitan ................................. 36 000,00 X. Eldvarnir .................................... 1 000,00 XI. Fasteignir .................................. 46 900,00 XII. Fasteignaskattur ............................ 40 000,00 XIII. Vextir og arður og afb. af skuldabréfum .... 24200,00 XIV. Ymsar tekjur (Lánsheimild o. fl.) ........ 431 152,00 XV. Útsvör.................................... 1 637 800,00 Alls kr. 3 146 900,00 B. Gjöld: I. Stjórn bæjarmálefna...................... 181 600,00 II. Framfærslumál ........................... 200 000,00 III. Lýðtrygging og lýðhjálp ................. 579 505,00 IV. Iþróttir og listir ........................ 35 600,00 V. Menntamál .............................. 561200,00 VI. Löggæzla ............................... 104 400,00 VII. Heilbrigðismál....................... 105 610,00 VIII. Atvinnumál .............................. 867 000,00 IX. Vatnsveitan ............................... 86 000,00 X. Eldvarnir ................................. 42 300,00 XI. Easteignir................................. 45 400,00 XII. Götulýsing ................................ 15 000,00 XIII. Vextir ................................... 14 000,00 XIV. Vextir vegna lána, sem þegar hafa verið tekin til opinberra bygginga .............. 60 000,00 XV. Til byggingarsjóðs verkamannabústaða .. 18 500,00 XVI. Byggingarfulltrúi .................... 6 000,00 XVII. Til Vestfirðingafél................... 1 000,00 XVIII. Til opinberra bygginga .................. 100 000,00 XIX. Framlag v/ væntanlegrar löggjafar um að- stoð við byggingu íbúðarhúsa.......... 32 000,00 XX. Byrjunarframlag til verkamánnaskýlis .. 10 000,00 XXI. Byrjunarframl. til sjóm.skólabyggingar .. 30 000,00 XXII. Til jarðakaupa, að undangenginni ýtarlegri rannsókn á því, hvað hagsmunum bæjarins hen'tar bezt í þessum efnum............ 30 000,00 XXIII. Til kaupa á lcikvallaráhöldum, útibekkj- um fyrir almenning og til uppsetningar á þessu ................................... 15 000,00 XXIV. Yms gjöld ................................. 6 785,00 Alls kr. 3146 900,00 Sundhöll ísafjaröar verður framvegis opin fyrir almenning á þessum tímum: Alla daga nema laugardaga og sunnudaga frá kl. 8*4—10 f. h., kl. 5—7 e. h. og kl. 8—9 e. h. Laugardaga frá kl. 8*4—10 og 11—12 f. h. og kl. 5—7 e. h. Sunnudaga frá kl. 9—11 f. h. og kl. 5—7 e. h. Á öðrum tímum fær almenningur ekki aðgang vegna skólasunds og námskeiða. Ennfremur skal athygli vakin á því, að laugin er tæmd af fólki 15 mínútum fyrir lok hvers aug- lýsts sundtíma, án tillits til, hve viðkomandi hefir dvalið lengi í lauginni. SUNDHÖLLIN. Bærinn 09 nágrennið. Adalfundur karladeildar slysavarnafé- lags Isfirðinga var haldinn í Alþýðuhúsinu sunnud. 10. þ. m. Minnst var látinna félaga, þeirra Sigtryggs Guðmunds- sonar og Jóns Ölafs Jónssonar, og sjómanna þeirra, er farist höfðu af slysförum á síðast- liðnu ári. Bisu fundarmenn úr sætum sínum og drupu höfði. Stjórnin var öll endurkosin en hana skipa: Sigurjón Sigur- björnsson, formaður, Guð- rnund Guðmundsson, ritari, og Kristján Kristjánsson, gjaldk. I björgunarskútunefnd voru kosnir: Björn Guðmundsson, formaður, Halldór Guðjónsson, ritari, Krist j án Kristj ánsson, gjaldkeri. Þá var samkvæmt tillögu frá stjórn unglinga- deildarinnar, en formaður hennar er nú Albert Karl Sand- efs, kosin þriggja manna nefnd til þess að starfa með stjórn deildarinnar og aðstoða hana eftir föngum. Kosningu hlutu Björn Guðmundsson, Halldór Guðjónsson og Krist- ján Kristjánsson. Samþykkt var tillaga frá Kristjáni Kristj ánssyni um að deildin gengist fyrir því, að byggt yrði skipbrotsmanna- skýli á norðurhöfnum. Hjónaefni. Arndís Þorvaldsdóttir, síma- mær í Reykjavík og Haukur Þ. Benediktsson, bankamaður, Isafirði, hafa njdega opinberað trúlofun sína. Stúkan Dagrún nr. 178, Suðureyri i Súgandafirði, minntist tuttugu og fimm ára starfsalinælis síns með sam- sæti 16. febr. s. 1. Æðstitemplar stúkunnar, Hermann Guð- mundsson, stjórnaði sam- kvæminu. Halldór Guðmunds- son flutti ræðu fyrir minni reglunnar. Aðrir ræðumenn voru Sturla Jónsson, Guð- mundur Jósefsson og Guðjón Jónsson. Samsætið fór liið bezta fram. Skip, sem var á leið hingað til Isa- fjarðar og vesturhafnanna með kolafarm, strandaði 12. þ. m. á Eyjafjallasandi, vestan Holtsóss. Skipið hét Charles Salter frá London, 1309 rúm- lestir að stærð. Skipverjar, 29 að tölu, björguðust allir, en skip og farmur eyðilögðust. Hér var orðið kolalaust með öllu, þegar skipið var væntan- legt, og horfði til stórvand- ræða, en síðan hafa komið bingað 250 tonn af kolum og hefur það bætt úr brýnustu þörf. Sænskur blaðamaður, Hans Bohmann að nafni var hér á ferð fyrir nokkru. Hann hefur dvalið hér á landi í rúma 5 mánuði, tekið myndir og skrifað greinar um Island i sænsk blöð. Á þessum stutta tíma hefur hann lært að tala íslenzku og skilja svo vel, að undrun sætir, og öðlast veru- lega þekkingu á íslenzkum högum. Héðan fór Hans Boh- mann á leiðis til eyjunnar Majta í Miðjarðarhafi. O BAZARNEFND Kvenfélagsins Ósk biður þess getið, að vegna ófyrirsjá- anlegra atvika, verði bazar félagsins, sem hajdast átti sunnudaginn 3. marz, frestað til sunnudagsins 10. marz. ------0------ GJAFIR til Rauða-krossins, til kaupa á lýsi lianda börnum í Miðevrópu, mótteknar af skólastjóranum í Súðavík: Kr. Aðalsteinn Teitsson 50,00 Auðunn Árnason 25,00 Auður Aðalsteinsdóttir .... 5,00 Árni Guðmundsson 200,00 Bessi Aðalsteinsson 5,00 Engilbert Þórðarson 50,00 Guðrún Einarsdóttir 5,00 Halldór Guðmundsson .... 20,00 Jakob Elíasson 50,00 Jensína Jensdóttir 10,00 Kristíana Einarsdóttir .... 5,00 Kristján Jónatarisson 100,00 Kristján Þorláksson 200,00 Kvenfélagið „Iðja“ 250,00 Markús Kristjánsson 10,00 Ragnheiður Aðalsteinsdóttir 5,00 Sigríður Sigurðardóttir .... 4,00 Sveinbjörn Þórðarson .... 50,00 Valdimar Veturliðason .... 15,00 Þorgerður Guðmundsdóttir 25,00 Þorlákur Guðmundsson .... 10,00 Þorvaldur Hjaltason 50,00 Þórunn Einarsdóttir 5,00 Þuríður Magnúsdóttir .... 5,00 Saintals kr. 1154,00 —O--------- Þjóðverjar höfðu undirbuið innrás í Island. Meðal skjala, sem Banda- menn hafa fundíð hjá her- stjórn Þjóðverja, voru full- gerðar áætlanir um innrás þýzka hersins í Island. Þar hafa fundist uppdrættir af Is- landi, þar sem merktir eru þeir staðir, sem herinn átti að lenda, áætlanir um hve marg- ir hermenn skyldu taka þátt í innrásinni, fyrirætlanir um hvernig átti að fæða herinn o. s. frv. Var allt undirbúið og að- eins beðið fyrirskipunar her- stjórnarinnar um hvenær inn- rásin skyldi gerð. Þá benda öll likindi til þess að kafbátsforinginn, sem sökkti Goðafossi óg Dettifossi, liafi farist rétt áður en ófriðn- um lauk. Foringi þessi vissi, Jiegar hann sökkti Goðafossi, að það var skip hlutlausrar þjóðar, og ef hann hefði lifað, hefði hann verið dreginn fyrir dómstólana ákærður sem stríðsglæpamaður.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.