Baldur


Baldur - 01.03.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 01.03.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R TILKYNNING. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Undirritaður tilkynnir hérmeð, að frá og með 1. marz 1946 breytist nafnið á úrsmíðavinnustofu minni úr: Ursmíðavinnustofa Skúla K. Eiríkssonar í: TJrsmíða- vinnustofa Arne Sörensen. Virðingarfyllst ARNE SÖRENSEN úrsmiður. Eústj ópastadan við kúabú bæjarins á Seljalandi er laus til umsóknar frá 1. apríl n. k. — Umsóknir sendist undirrituðum, sem gefur allar upplýsingar um starfið, fyrir 15. næsta mánaðar. Isafirði, 18. febrúar 1946. Bæjarstjóri. Auglýsin^ um útsvör Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar ísafjarðar ber útsvarsgreiðendum hér í bænum að greiða fyrirfram upp í útsvör þessa árs, allt að 50% af játsvarsupp- hæð sinni árið 1945. Fyrirframgreiðslu þessa ber að inna af hendi í fernu lagi, með gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Kaupgreiðendum ber sam- kvæmt útsvarslögunum, að annast útsvarsgreiðslu starfsfólks síns. Þess er óskað, að atv-innufyrirtæki og aðrir, sem hafa fólk á launum, sendi innheimtu bæjarsjóðs lista yfir nöfn starfsfólks síns, nú fyrir mánaðamótin. Isafirði, 16. febrúar 1946. Bæjarstjóri. Aðalf undur. Aðalfundur Hlutafélagsins Eipaskipafélags Islands verður haldinn i Kaupþingsalnum i húsi félagsins i Reykjavík laug- ardaginn 1. júní 1946 og hefst kl. U/2 e. h. DAGSKRA: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum4 liðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári og á- stæðum fyrir henni og leggur fram til úrskurðar endur- skoðaða rekstrarreikninga til 31. desember 1945 og efna- hagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðcnd- um. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu árs- arðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins í stáð þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endui’skoðanda i stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um öhnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, se:.i hafa aðgöngumiða. Að- göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og um- boðsir.önnum hluthafa í skrifstofu félagsins í Reykjavík dag- una 23. og 29. maí næstkomandi. Menn geta fengið eyðuhlöð fyrir umhoð til þess að sækja fundinn í aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavik. ✓ Reykjavík, 5. febrúar 1946. STJÓRNIN. í audnum Afpiku* Eftir Erik Bergersen. (Framh.) gegnuin algerlega óþekkt land. Furðu- lega hættulegt og erl'itt ferðalag, þar sem hann svo að segja á hverju augnabliki lnifði verið i yfirvofandi lífshættu. Caillé hafði útbúið sig til ferðarinnar með allskonar smávarning, sem var mjög hentugur gjaldmiðill i viðskiptum við negrana, svo sem marglita bómull- ardúka, glerperlur, pappírsvörur og ann- að þesskonar, — samanlagt undir 2000 franlca virði. Hann lagði af stað með kailpmannalest, sem var á leið inn i landið með vörur frá ströndinni. Hann hafði sagt foringja leiðangurs- ins, að hann væri einn þeirra. Egypta, sem Frakkar hefðu tekið börn að aldri til fanga, þegar Napoleon fór herferð sína þangað. Löngunin til að sjá land feðra sinna hefði knúð liann til að tak- ast á hendur pílagrímsferð til Egypta- lands. Þetta var mjög ótrúleg saga, en menn litu á hann sem trúaðan sérvitr- ing, scm þeir urðu að sjá í gegnum fing- ur við. Þar að auki var Egyptaland nógu langt í burtu til þess, að Caillé gat óhræddur sagt ósannindasögur um þján- ingar sínar þar. Hann varð svo gagntekinn af hlutverki sínu, að hann þorði ekki einu sinni a.ð hugsa á móðurmálinu. Hann óttaðist mjög að upp um sig kæmist við það að hann talaði upp úr svefninum, eða jieg- ar hann skrifaði athuganir sínar á pappírsblöð, sem hann stakk inn á milli blaðanna í kóraninum sínum. Hefði ein- hver séð hann skrifa frá vinstri til hægri var dauðinn vís. En í hálft annað ár tókst Caillé að leika hlutverk sitt svo vel, að ekkert komst upp. Hefði þjófur stolið kóranin- um hans, var allt húið a.ð vera .. . Átta- vitann sinn varð hann að fela, en hann var eina leiðsögutækið, sem hann jiorði að taka með sér. Með honum ein- um kortlagði hann leiðina, sem hann fór um, svo nákvæmlega,.að eftir þyí er hægt að fara enn þann dag í dag. Frá ósum Rio Numez hélt hann í aust- ur inn í landið, eftir bröttum stígum, sem ekki voru hreiðari en mannsfótur. Dag eftir dag lá leið hans yfir liá fjöll og gegnum þykka og daunilla frum- skóga, stöðugt lengra og lengra inn í Afriku. Það var hitabeltisloftslag. Mann- hæðarhátt Guinea-grasið huldi útsýnið á alla vegu. Regntíminn stóð yfir. Smálækir breytt- ust í stórar ár. Caillé stofnaði sjálfum sér í lífsháska í hvert skipti sem hann jmrfti að komast yfir þær. Fætur hans urðu sárir og bólgnuðu, fötin hans rifnuðu á þyrnunum og þrej’ta og hungur þjáði hann. En hann gafst ekki upp, hélt hara lengra og lengra áfram inn í þetta ill- færa land. Dagleiðirnar voru erfiðar og langar, en Gaillé hafði aðeins eitt tak- mark, að komast á ákvörðunarstað sinn, til hinnar fjarlægu undraborgar, Tim- huktu. Jínginn i kaupmannalestinni vissi hvar Timbuktu var. Og Caillé þorði ekki að spyrja of áberandi. Þegar talið barst að Timbuktu, urðu allir dularfullir á svip og gátu sagt frá hinum fui’ðulegustu hlutum. En enginn hafði komið þangað. Enginn hafði talað við mann, sem hafði verið þar. Timbuktu var aðeins nafn, menn veifuðu aðeins handleggjunum og bentu í austurátt, — margar, margar dagleiðir í austur. Þar var borgin á bökkum Nigerfljótsins, móður jarðar- Framh. ínnar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.