Baldur


Baldur - 14.03.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 14.03.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R * Skammtað úr skrínunni. T BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. 640 krónnr eða 6400 krónur. Leiðara í 11. tbl. Skutuls nefnir Hannibal Valdimars- son „Hverjar eru liinar nýju framkvæmdir nýj a meiri- hlntans?“ Þykir þehn heið- ursmanni lítið fara fyrir nú- verandi meirihluta ltæjar- stjórnar að setja 32 þúsund kr. i fyrirhugaðar íbúðar- búsbyggingar. 1 tilefni af þessari huglciðingu manns- ins, sem gekkst fyrir því að 64 þúsundir króna voru settar í íbúð Finns „pabba“ og Birgis „pabfcíadrengs“, er rétt að taka fram: I beilan áratug sveikst kratameirihlutinn um það að leggja fram lögskilið framlag i verkamannabú- staði. Vegna þessara svika krata- meirihlutans varð bygging verkamannabústaða ekki hafin fyr en verðlag allt var komið upp úr öllu valdi. Hinn nýi Jjæjarstjórnar- meirihluti lagði ekki aðeins fram hið lögskipaða fram- lag til verkamannabústaða, sem nú nemur 18 500,00 krónum, heldur leggur sami meirihluti til og samþykkir að leggja fram 32 000,00 kr. vegna væntanlegrar löggjaf- ar um húsbyggingar. Er þvi á ‘þessu eina ári samþykkt að lcggja samtals meira fé fram en kratar leggja fram á 5 síðástliðnum árum. Heiðursmaðurinn Hanni- bal reiknar út, að „styrkur“ bæjarsjóðs á hverja af 50 í- búðum verði 640 krónur — og þykir lítið til koma. Hann er vanur því að leggja þús- undir króna i eina íbúð, maðurinn sá — svo hon- um ferst að tala um mál- ið. Sannleikurinn er sá, að framlag bæjarsjóðs, samtals röskar 50 þúsundir króna, er miðað við væntanlega lög- gjöf um húsbyggingu, en sú löggjöf gerir ráð fyrir um það bil 90% lánum, þannig að framlag bæjarsjóðs sam- svarar byggingum fyrir um það bil 500 þúsundir króna. Er hér um átak að ræða, sem mun gleðjamargan húsnæð- jsleysingj ann — en auðvit- að ekki menn, sem geta látið gera við íbúð sina fyrir 64 þúsundir, og auðvitað ekki manninn, scm stjórnaði að- gerðinni, heiðursmanninn Hannibal Valdimarsson. Bærinn og nágrennið. Matthías Ásgeirsson skattstjóri andaðist á sjúkra- húsi í Reykjavik 4. þ. m. Matthias Ásgeirsson var fæddur að Svarthamri í Álfta- firði 16. maí 1893. Hann flutt- ist hingað til Isafjarðar 1909 og gegndi hér margvislegum störf- um, var um margra ára skeið fulltrúi bæjaríogeta, átti á tímabili sæti í bæjarstjórn og nú síðustu árin var hann skatl- stjóri fyrir Vestfirði. Matthías var kvæntur Sigríði Gísladólt- ur frá Álftamýri og áttu þau 3 dætur, sem allar eru upp- komnar. Á bæj'árstjórnafundi 6. þ. m. minntist l’orseti Matthíasar Ás- geirssonar, og bæjarfulltrúar risu úr sætum sínum til þess að votta minningu hans virð- ingu sína. Bæjarstjóri kosinn. Ásberg Sigurðsson, lögfræð- ingur i Reykjavík, var kosinn bæjarstjóri á Isafirði á auka- fundi bæjarstjórnar 9. þ. m. Fulltrúar sj álfstæðismanna og sósíalista greiddu bonum at- kvæði, fulltrúar Alþýðúflokks- ins skiluðu auðum seðlum. Sueinspróf í vélsmíði. Arngrímur Guðjónsson, nemi í Vélsmiðjnnni Þór h.f., lauk sveinsprófi í vélsmíði 12. þ. m. Atvinnulegsisskráning. Samkvæmt skýrslu Vinnu- miðlunarskrifstofunnar um at- vinnuleysisskráningu er fram fór dagana 15.—22. febrúar létu 16 menn skrá sig alvinnu- lausa með samtals 12 börn á framfæri. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að koma þessum mönnum i atvinnu. Ágætur afli og góðar gæftir bafa verið hér að undanförnu. Hefur orð- ið að fletja og salta fiskinn, vegna þess að vantað hefur l’iskflutningaskip. Grein um sjómannaskólamálið bíður næsta blaðs. Kona situr í fyrsta skipti bæjarstjórnarfund á ísa- firði. Bæ j arst j ór n arf u n d uri n n, sem haldinn var 6. þ. m., er merkilegur í sögu bæjarins i'yrir það, að á honum mætti sem fulltrúi fyrsta konan, sem tekur fulltrúasæti í bæj- arstjórn Isafjarðar, frú Guð- björg Bárðardóttir, fyrsti varafulltrúi Sj álfstæðis- flokksins. Forseti fundarins minntist þessa merkisat- burðar og bauð frú Guð- björgu velkonma, sem full- trúa í bæjarstjórn. Frú Guðbjörg þakkaði bin hlýju orð forscta. Nú gengur krötunum illa aö átta sig. Kralabroddunum hér á Isafirði gengur illa að átta sig á þeirri staðreynd, að þeir eru ekki leng- ur allsráðandi, í þessum bæ. Eins og algengt er með menn, sem eru áttavillir, hringsóla þeir sýknt og heilagt í kringum sama blettinn, og þessi blettur er Fundar- sköp bæjarstjórnar Isafjarðar.. Á öllum þeim hæjarstjórnarfund- um, sem haldnir hafa verið eftir kosningar, hafa þeir snúist í kring- um jæssi fundarsköp, eins og livolp- ur, sem eltir rofuna á sér. Þau hafa verið uppliafið og endirinn á öll- um þeirra ræðum, og þeir hafa ekkert getaö séð nema stafkrókana á þeim. l’egar meirihluti líæjarstjórnar samþykkir, að fresta kosningu bæj- arstjóra og felur forseta sínum að ráða mann í starfið, þar til bæjar- stjóri liefur verið kosinn, j)á mót- mæla þeir þeirri samþykkt, vegna j>ess að liún sé á móti bókstaf fund- arskapanna. Einnig mótmæla þeir af sömu ástæðu kosningu annars varaforseta. Þegar svo þessi sam- þykkt hefur verið framkvæmd, lýsa þeir því yfir l)æði í bæjarráði og bæjarstjórn að allar skuldbinding- ar hins ráðna bæjarstjóra fyrir bæjarins hönd, séu lögleysur einar og markleysur, og bæjarstjórnar- fundir séu ólöglegir ef annar vara- forseti stjórnar þeim. Iin j)etta hefur ekki verið íáfið nægja. Þeir liafa krafist úrskurðar forseta vivíkjandi ráðningu bæjar- stjóra og kosningu annars varafor- seta. Fundurinn, sem sú úrskurð- arkrafa kom fram á, stóð í tvö kvöld; gerðist þar margt sögulegt, sem ekki er rúin til að rekja hér. En úrslit málsins urðu j)au, að forseti, en á þessum fundi var það fyrsti varaforseti bæjarstjórnar Sigurður Halldórsson, lýsti því vf- ir, sem rétt var, að honum bæri ekki skylda til að kveða upp slíkan úrskurð og hefði heldur ekki vald til að gera það. Á þessum fundi mátti með fnll- um rétti segja að kratabroddarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Síðara fundarkvöldið byrjuðu |)eir á að mótmæla því, að Baldur Johnsen sæti fundinn, vegna j)ess að hann hefði ekki setið fundinn fyrra kvöldið og ekki væri leyfilegt að skipta um fulltrúa á sama fundi. I>essi mótmæli voru vitanlega að engti höfð, enda hægt að koma með mörg flæmi jtess, að skipt hef- ur verið um fulltrúa á fundum l)æj- arstjórnar, þegar kratar sátu þar í forsæti. Þá gerðist annað skemmti- legt atvik á þessum fundi, seiy á- stæða er til að segja frá. Þegar nokkuð var liðið á fundartímann síðara kvöldið, vék forseti frá og lét annan varaforseta, Harald Guð- mundsson, taka fundarstjórn. Hannibal var þá að halda ræðu. Þegar hann sér Harald í forsæti hættir liann ræðunni, lýsir því yfir að nú sé fundur ólöglegur, þar sem ólöglegur forseti stjórni lionum, og krefst jiess að Haraldur láti kjósa sig forseta fundarins. Haraldur sagði að þess þyrfti ekki. Hann hefði verið kosinn 2. varaforset á fundi bæjarstjórnar 30. janúar s. 1. Þá sagðist Hannibal ekki tala og settist niður. En Haraldur svaraði því einu, að hann mætti gera livort hann vildi heldur halda áfram eða liætta. Stóð Hannibal j)á upp aftur og kvaðst mundu halda áfram ræð- unni þar til löglegur forseti kæmi aftur, þar sem liann hefði gefið sér orðið og ekki mundi líða á löngu að hann kæmi. Síðan hélt hann á- fram ræðunni. Kratarnir hlaupa af fundi. Þá gerðist j)að næst til tíðinda, að bæjarstjórnarfundur var haldinn á öskudagskvöld. Sá fundur fór í fyrstu injög friðsamlega fram, og bjóst enginn við að til stórtíðinda mundi draga. En á þessum fundi þurfti forseti Sigurður Halldórsson einnig að víkja frá nokkrar mín- útur og stjórnaði annar varaforseti fundi á meðan. Þegar Haraldur tók við fundarstjórn, var Baldur John- sen að enda ræðu, en Helgi Hann- esson næstur á mælendaskrá. Ætl- aði hann að standa upp og byrja að tala. Tók Hannibal þá í hann, lét hann sitja kyrrann. og segja að hann héldi ekki ræðu meðan Har- aldur stjórnaði fundi. Rétt í þessu kom forsetinn aftur inn og tók við fundarstjórn. Vildi Helgi Hannes- son þá fá orðið þegiir í stað, en því var neitað, þar sem hann liafði hætt við að tala í þeirri röð, sem hann var á mælendaskrá og öðrum bar því orðið á undan honum. Urðu nú nokkrar deilur um fund- arsköp, kröfðust kratarnir að fá bókuð mótmæli en áður en málið var til lykta leitt hlupu þeir allir fjórir í haiarófu út af fundi. Va fundi þá slitiö og tekið al' dagskrá það inál, sem eftir var óafgreitt, en það var kosning bæjarstjóra. Kratarnir halda áfram aS snúast. Aftui- var haldinn bæjarstjórnar- fundur s. 1. laugardag, og hófst liann kl. 4 e. h. Eitt mál var á dag- skrá: kosning bæjarstjóra. Þessi fundur stóð uppundir fimm klukku- stundir og fóru umræður allar fram utan dagskrár. 1 byrjun þessa fundar lagði Hannibal Valdimarsson fram plagg eitt mikið undirskrifað af þremur af þeim fjórum kratafulltrúum, sem lilupu út af fundinum á undan. Voru þetta mótmæli gegn því, að þeir hefðu sýnt gerræði með því að ganga af fundi, heldur hafi þeir gert það til þess að mótmæla því, að þeim var neitað um orðið. Það liafi verið vörn fyrir málfrelsinu, en alls .ekki tilgangurinn að gera fundinn óstarfhæfan. Inn í þetta var svo fléttuð frá- sögn af fundinum meira og minna rangfærð að dómi bæjarfulltrúa og annara fundarmanna, eins og líka við var að búast úr þessari átt. Mótmæli þessi voru vitanlega færð í gerðabók ásamt athugasemdum meirihlutans, þar sem mestu fjar- stæðunum í bókun kratanna var mótmælt. Hér verða ekki raktar umræðurn- ar á þessum fundi, kratarnir lögðu sig alla fram til að halda þar uppi ómerkilegasta kjaftæði, en í stað- þess að snúast í kringum fundar- sköpin, snerust þeir nú frá fyrri skoðunuin. Þannig sögðust þeir aldrei liafa verið mótfallnir kosningu annars varaforseta, heldur mótmælt henni vegna þess að ekki var leitað af,- brigða frá fundarsköpun um að tillága um kosningu hans fengist tekin á dagskrá. Þá viður- kenndu þeir að fundarsköp- in, sem þeir hafa snúist mest i kringum, væru óstaðfest plagg sem striddi gegn gildandi lögum og lögðu meira að segja til að þau yrðu endurskoðuð. Eftir þessum fundarsköpum hafa þeir þó stjórn- að fundum bæjárstjórnar um fjölda ára, svo að hér er um dá- samlega framför að ræða. Framkoma scm vekur hneyksli 'um land allt. Hér verður látið staðarnumið í frásögninni um þessa atburði, og verður þó að sleppa mörgu. Fram- /

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.