Baldur


Baldur - 14.03.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 14.03.1946, Blaðsíða 3
3 Sunnukórinn efnir Eftirfarajidi upplýsingar hef- ur blaðið fengið frá Sunnu- kórnum: Sunnukórinn hefir undan- farið verið að undirbúa kirkj u- hljómleika, sem í ráði er að flytja um miðjan þennan mán- uð, Eru þessir hljómleikár nýj- ung að því leyti, að öll verk- efnin eru eftir organista kirkj- unnar. Verða þessi verkefni flutt í fjórum þáttum. Fyrst eru sex kórlög, sem Sunnukórinn syngur með org- elundirleik frú Sigríðar Jóns- dóttur. Sum þessara laga eru þegar orðin kunn, svo sem t. d.: Ég undrast drottinn dá- semd þína“, sem var sungið hér á Lýðveldishátíðinni. Annar þáttur er samspil. Leikur Ingvar, sonur höfund- arins, á fiðlu, en höfundurinn sjálfur á orgel. Verða í þessum þætti flutt þrjú lög, samin fyr- ir harmoníum. Fyrst er sorg- armarz, er höfundurinn samdi vorið 1910, þegar hann var að ljúka námi hjá Sigfúsi heitn- um Einarssyni, þá er Kvöjicl- ljóð, nýlega samið, oð að lok- um kveðja til gamla hljóðfær- isins. Fylgir því lagi svohljóð- andi skýring frá höfundinum: „Lag þetta er samið haustið 1934, þegar gamla kirkjuorgel- ið, sem ég hafði þá leikið á í kirkjunni í 24 ár, var selt. Huggnnin (samanber niðurlag- ið) var þó sú, að kaupendurnir voru frændur og vinir að Núpi í Dýrafirði“. Þriðji þátturinn er svo sung- inn af ungmeyja söngsveit, með orgel undirleik. Eru í þess- um þætti 3 lög. Eitt þeirra er orðið nokkuð þekkt, þ. e. sung- ið: Ö, faðir, ger mig lítið ljós“. Hin 2 eru óþekkt, enda er ann- að þeirra alveg nýtt, samið við sálm séra Matth. Jochumsson- ar: „Leið oss ljúfi faðir“. ' Að síðustu syngur svo Sunnukórinn sex lög, þar af ‘koma kratanna í þessum málum hefur verið með þeim endemum, að hún hefur ekki aðeins vakið hneyksli hér í bænum heldur um land allt. Þeir hafa gert bæjarstjórnarfund- ina að örgustu kjaftasamkomum, með því að halda þar uppi einskis- verðu málþófi og ætlað sér með frekju og ofheldi að kúska meiri- hluta hæjarstjórnar til þess að ganga frá gerðum samþykktum. Er slík' framkoma líkari nazisma en en lýðræði. Um hin margumtöluðu fundarsköp, sem kratarnir liafa stöðugt snúist kringum, er það að segja, að sum ákvæði þeirra eru óframkvæmanleg, en önnur þannig, (ákvæðið um hve margir þurfi að sitja fund svo hann sé lögmætur) að þau stríða gegn gitdandi lögum og gera sterkum minnihluta mögu- legt að gera bæjarstjórn óstarfhæfa eða hindra framgang mála. Hafa jafnvel kratarnir sjálfir nú loksins komið auga á þetta, má því búast við að þeir hætti að hringsóla um- hverfis þessi fundarsköp, en sjálf- sagt finna þeir þó eitthvað annað til að dansa í kringum. B A L D U R il nýrra hljómleika. tvö án undirleiks. Annað þeirra er: „Hinsti geislinn“, og syngur Jón Hjörtur einsöng í því. Hitt lagið er: „Kvöldljóð“, eftir Harald Leósson. Margir þeirra sálma, sem sungnir vérða, eru úr nýju sálmabókinni, og er vísað til þeirra í söngvahefti, sem kór- inn hefur látið sérprenta., og í eru þau ljóð og sálmar, sem Kórinn flytur, og ekki eru í sálmabókinni. Þetta litla hefti, sem heitir: „Söngvar Sunnu- kórsins Il.“ mun verða selt hér á götmn bæjarins bráðlega, og rennur allur ágóðinn aí' sölu heftisins, ásamt öllu því, sem inn kemur við hljómleikana í: „Minningarsjóð frú önnu Ingv- arsdóttur“. Fyrstu hljómleikarnir munu sérstaklega 'ætlaðir styrktarfé- lögum Sunhukórsins, sem l'á ó- keypis aðgang. Hefur stjórn kórsins heðið blaðið að bera hæjárhúum þau skilaboð, að Sunnukórnum sé ])að alveg sér- stök ánægja að fá sem allra flesta styrktarfélaga. Geta þeir, scm óska að ganga í félagið, skrifað sig á lista, sem liggja frammi í Bókhlöðunni (Verzl- un Jónasar Tómassonar), á skrifstofu h. f. Njarðar (Ólafi Magnússyni) og á skrilstofu Elíasar Pálssonar. Árgjaldið er aðeins tíu krónur, en fyrir það fá menn ókeypis aðgang að fyrstu hljómleikum kórsins ár hvert. -------O------ Flugvélabrautin. Sá skriður er nú kominn á flugvélabrautarmálið, að á bæjarstjórnarfundi 6. þ. m. var lögð fram fundargerð hæj- arráðs frá 28. febrúar, þar sem eftirfarandi er bókað: Lagðir voru fram uppdrættir að flugvéladráttarbrautum og flugskýli í Suðurtanga. Bréf frá flugmálastjóra fylgdi á- samt úthoðslýsingu dráttar- I)rauta. Lætur flugmálastjóri í ljós að hann teldi æskilegt, a.ð hærinn hyði verkið út fyrir hönd flugmálastjórnar og að framkvæmd verksins yrði hag- að á líkan hátt og umsamdist um framkvæmd flugvallar í Véstmannaeyjum. En það var á þann hátt að bæjarstjórnin tók lán til framkvæmdanna og tók að sér að greiða vexti og annan kostnað af' láninu, en lánveitandi fékk í hendur yfir- lýsingu fj ármálaráðuneytisins um það, að höfuðstóll lánsins yrði greiddur úr ríkissjóði eft- ir því sem fé yrði veitt á fjár- lögum næstu ára til verksins. Handbært fé í vörzlu flug- málastjóra til þessa verks er kr. 200.000,00. Bæjarráð leggur til: 1. Að hærinn taki að sér framkvæmd verksins og bjóði þegar út fyrir hönd flugmála- stj órnarinnar hyggingu drátt- arbrautar og plans samkvæmt útboðslj’singu þeirri er fyrir liggur. Tilhoðum sé skilað fyrir 20. marz n. k. 2. Leitað verði lántöku til þessa mannvirkis, að svo miklu leyti sem handbært fé er ekki fyrir hendi. Þá hefur flugmálanefnd fengið að láni hjá flugmálá,- stjórn stálplötur til þess að leggja í fjöru, þar sem flugvél- ar lenda, og beri hærinn kostn- að af fluttningi þeirra hingað og niðursetningu. Bæjarráð lagði lil að bærinn taki að sér þennan kostnað og er í ráði að þessar plötur verði settar í fjöruna fram af Pólgötu Poll- megin. Tillögum bæjarráðs um bygg- inigu flugvéladráttarbrautar var vísað til hafnarnefndar, þár sem hér er um land hafn- arinnar a,ð ræða. -------O------- Ritstjóraskipti að FREY. Núna um áramótin urðu rit- stjóraskipti við búnaðarblaðið Frey. Árni G. Eylands, sem verið hefur ritstjóri hlaðsins i undanfarin ár, hætti þeim starfa en við hefur tekið Gísli Kristj ánsson, búfræði- kandidat. Jafnframt hefur sú breyting orðið á útgáfu blaðsins, að eft- irleiðis verður það hæði gefið út af Búnaðarfélagi Islands og Stéttarsambandi hænda og verður því bæði almennt bún- aðarblað og félagstiðindi Stétt- arsambandsins. Þá hefur verið skipuð sérstök ritnefnd og skij)a hana frá Búnaðárfélagi Islands Steingrímur Steinþórs- son, húnaðarmálastjóri, og Pálmi Einarsson, ráðunautur, en frá Stéttarsambandi bænda Einar Ólafsson, bóndi i Lækj- arhvammi við Reýkjavík. Ráðgert er að Freyr komi framvegis út tvisvar í mánuði. Teygjur fást í Bókhlöðunni. Fjórða og síðasta bindi Flateyjarbókar er komið. Áskrifendur eru beðnir að vitja þess sem fyrst. Bókhlaðan. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag kl. 9 Annríki og ástir Amerískur gamanleilcur Aðalhlutverk: Claudette Colberl Fred Mucmurry. Sunnudag og Mánudag kl. 9 Hollywood Canteen Amerísk stórmynd frá Warner Bros. Méð 62 „Stjörnum“ í hlutverkum. Aðalhlutverk: Joan Leslie Robert Iiutton Dana Clark. Sunnudag kl. 5 Henry gerist skáti Barnasýning. Síðasta sinn. Prentstofan Isrún. Byggingarefni. Þeir, sem þurfa sement í vor og í sumar ættu að tala við oss sem fyrst. Komið getur til mála að skip geti htaðið í apríl—maí. — Eigum von á ein- angrunarkork til húsa, fyrsta flokks efni og verðið sambærilegt við vikur. Steypustyrktarjárn væntanlegt á næstunni. Timburverzl. B J ö R K. Sunnukórinn heldur hljómleika í Isafjarðarkirkju n. k. föstu- dagskvöld (15. marz) kl. 9. Stjórnaudi er organisti kirkjunnar, hr. Jónas Tóm- asson, og eru öll lögin samin af honum. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Jónasar Tómassonar frá kl. 1 á föstudag og kosta kr. 10,00. Allur ágóði af hljómleikunum rennur í Minning- arsjóð frú önnu Ingvarsdóttur. Athugið að tryggja yður aðgöngumiða í tíma.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.