Baldur


Baldur - 26.03.1946, Page 1

Baldur - 26.03.1946, Page 1
Norðurlandaþjóðirnar treysta j r því, að Islendingar séu á verði um sjálfstæði sitt. Það verður að kveða niður áróður þess landráðalýðs, er vill afsal landsréttinda. Blöðum á Norðurlöndum hefur að undanförnu orðið tíð- rætt um beiðni Bandaríkja- stjórnar um herstöðvar á Is- landi. Nýlega sagði Aften- posten í Oslo i ritstj órnargrein, að meirihluti Islendinga sé því andvígur að veita erlendu ríki' herstöðvar, þar sem það megi telja víst að Islendingar drag- izt með því inn i hugsanleg átök stórveldanna. Til þess að sanna að þetta sé skoðun áhrifamanna á Islandi, vitnar lilaðið i unnnæli rektors Háskólans, prófessors Ólafs Lárussonar, við setningu Há- skólans í haust og yfirlýsingu stjórnar Alþýðusamhands Is- lands. Þá bendir blaðið sér- staklega á, að eindregimstu andstæðingar þess, að erlend ríki fá lierstöðvar á Islandi, séu íslenzkir kommnnistar, en þeir séu mun áhrifameiri á lslandi en á öðrum Norðurlöndum. Blaðið telur að'boð um fríð- indi muni engin áhrif hafa á afstöðu íslendinga. Nokkrir Is- lendingar ixiuni vera fylgjandi því að verða við tilmælum Bandaríkjastjórnar, og muni þeirra helzt að leita meðal kaupsýslumannastéttarinnar. Hið kunna sænska blað Göte- horgs Handels- och Sjöfarts- tidning sagði fyrir nokkru i grein um herbækistöðvamálið: „Tilmæli Bandaríkj astj órn- ar um herstöðvar á Islandi hafa ekki mælzt vel fyrir. „Nordenhladet“ minnir á loforð Bandaríkjastjórnar, sem hún gaf Islendingum 1941. Bandarikin gengu þá fyrir- varalaust að skilyrðum þeim, sem Islendingar settu. Þó að ekki sé hægt að segja, að Bandaríkj amenn gangi nú beinlínis á loforð sín, með því að krefjast nú herstöðva á Is- landi, verður því ekki neitað, að þetta gæti orðið til að leggja stein í götu þess, að Islending- ar fengju þá viðurkenningu sjálfstæðis síns, sem þeir æskja eftir“. Sýna þessi ummæli og fleira, sem birzt hafa í blöðum á Norðurlöndum, að Norður- landaþj óðirnar fylgjast af á- huga með gangi þessa máls og telja mikilsvert að við Islend- ingar séum þar vel á vcrði. En það eru ekki aðeins hlöð á Norðurlöndum, sem nota hvert tækifæri til þess að skrifa um herstöðvarmálið, heldur er það rætt af kappi í afturhalds- blöðum í Bandaríkjunum. En þar kveður við annan tón. Þessi hlöð birta hverja áróðurs greinina af annari, þar sem því meðal annars er haldið fram, að það sé aðeins fyrir „komm- únistaáróður“ að mótstaða er gegn því, að leigja Bandaríkj- unum herstöðvar hér. En á sama tíma og þetta mál er rætt opinberlega í heimsblöðunum og allur heim- urinn vcit hvað hér er um að ræða, er íslenzka þjóðin sjálf algerlega ófróð um hvað er að gerast í þessu stórmáli, sem snertir svo mjög framtíð henn- ar og frelsi. Ennþá hefur ekk- ert verið tilkynnt opinberlega um málið. Og ]>ó að það sé vitað að landsmenn yfirleitt eru gegn því afsali landsrétt- inda., sem hér er farið fram á, þá er sannleikurinn sá, að að- eins eitt af dagblöðum lands- ins, Þjóðviljinn, blað Sósi- alistaflokksins, hefur varað þjóðina við þeirri hættu sem sjálfstæði hennar er búin, ef gengið er að tilmælum Banda- ríkjanna. Hinsvegar er það kunnugt að til eru áhrifa menn innan allra annara flokka en Sósíalistaflokksins, sem eru því fylgjandi að Islendingar verði við liessum tilmælum, og hlöð þessara flokka vilja annað hvorf ekkert á þetta mál minn- ast eða tala máli Bandarikj- anna gegn málstað Islendinga. Fremst í þessari fylkingu „vest- urhc.imsagentanna“ er hcild- salaliðið, sem stendur að dag- blaðinu Vísi. Þessi fylking sparar engann áróður fyrir því, að Islendingar láti að vilja liins erlenda valds og hefur jafnvel lagst svo lágt að fá menn eins og Hriflu-Jónas í lið með sér. Þetta landráðalið styður bai'áttu sína fyrir því að. við lcigjum Bandaríkjun- um herstöðvar, með þeirri „röksemd“ að annars kunni okkur að stafa hætta af á- sælni Rússa. Sérstaklega gerir Hriflu-Jónas mikið úr þessari hættu i sambandi við dvöl rússnesks setuliðs á Borgund- arhólmi. Staðreyndirnar cru al'tur á móti þær, að Sovétríkin hafa lýst því yfir, að þau óski ekki herstöðva á Islandi og hafa nú þegar flutt setulið sitt hrott af Borgundarhólmi. Þessar „röksemdir“ fá þvi alls ekki staðist, enda tilgang- urinn með þeim enginn annar en sá, að taka undir kenningar afturhaldshlaða í Bandaríkj- unum um að baráttan gegn því að Bandaríkin fá hér her- stöðvar sé kommúnistaáróður Einar Olgeirsson flutti fyrir nokkru á Alþingi athyglisverða ræðu um markaðshorfur ís- lenzkra afurða. I ræðu þessari sagði Einar, að í þvi nær öllum löndum Evrópu og Ameríku biðu markaðir fyrir sjávarafurðir Islendinga, ef við hefðum dug til að al'la þeirra. Hann lagði áherzlu á, að að- almarkaðirnir lyrir sj ávaraf- urðir íslendinga yrðu senni- lega í Evrópu eins og fyrir stríð. Hægt mundi að vinna gamla saltfiskmarkaðinn, og möguleikar á sölu síldarafurða í Mið- og Austur-Evrópu væru svo miklir að þeir gætu orðið undirstaða stórfelhlari síldar- iðnaður eri hér hefði þekkst nokkru sinni áður. Islenzka matjesíldin væri tekin fram yfir enska síld i Mið- og Aust- ur-Evrópu, enda sé erfitt fyrir nokkra aðra Evrópuþjóð að framleiða í stórum stíl jafn góða síld og Islendinga. Einar benti ennfremur á, að möguleikarnir til að afla nýrra markaða í Mið- og Austur- Evrópu hafi ekki verið þag- nýttir enn til fulls. Nefndi hann í því sambandi viðskiptasamning, sem nýskeð var gerður við Tékkoslovakíu, sem ætti að opna mikla mögu- leika. 1 Póltandi áleit hann hægt að fá markað fyrir 50 I unninn í ])jónustu Bússa. — Þannig ætla þessir herrar að nota hið margþvælda Bússa- hatur til þess að fá þjóðina til að svíkja sjálfa sig. Allur þessi ósvifni áróður „vesturheimsagentanna“ er fullkomlega þess verður að þjóðin sé á verði gegn þeirri hættu, sem framtíð hennar og sjálfstæði er húin, ef hún læt- ur blekkjast af honum. Það þýðir ekki að telja sér trú um að þessi áróður sé aðeins marklaust hjal elliærs stjórn- málaloddara eins og Hriflu- Jónasar, þegar vitað er að á bak við hann standa menn, sem hvorki skortir fjármagn né óskammfeilni í baráttunni. Og þjóðin hlýtur að krefjast þess, að stjórn landsins liggi ekki lengur á jiessu máli, en láti hana vita allan sannleik- ann og standi einhuga í barátt- unni fyrir málstað Islendinga.. þús. síldartunnur og þar væri einnig áliugi fyrir hraðfrysta- fiskinum og isfiski. I Sovét- ríkjunum væru einnig mark- aðsmöguleikar, en við þau hefðu engir samningar verið teknir upp enn sem komið væri. Þá ræddi Einar um nauðsyn samstarfs við Norðmenn og hve nauðsynlegt væri að bíða ekki lengur með a.ð hagnýta alla ]>á möguleika er nú bjóð- ast. Að síðustu lagði hann á- herzlu á hverja þýðingu öflun nýrra markaða hefði fyrir efl- ingu sjávarútvegsins og hver nauðsyn það væri og að nota nú þau tækifæri sem hjóðast bæði i Evrópu og Ameriku. Það yrði því að breyta þeirri tilhögun viðskiptamálanna sem verið hefur, að hundruð manna starfi að innflutningsverzlun- unni, en aðeins örfáir að öflun markaða. Það er áreiðanlegt að þessi ræða Einars Olgeirssonai’ var bæði athj’glisverð og þörf hug- vekja. — Viðskiptasamningar þeir, sem nú hafa verið gerð- ir við ýans lönd um sölu ís- lenzkra afurða, sýna líka, að ummæli lians um að markaðs- möguleikar fyrir framleiðslu- vöru oklcar eru fyrir hendi, að- eins ef allt er gert, scm hægt er, til þess að notfæra sér þá. Góðar markaðshorfur fyrir íslenzkar sjávarafurðir.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.