Baldur


Baldur - 26.03.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 26.03.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Veggfóðup 23 tegnudir af góðu sænsku veggfóðri nýkomnar. Verð mjög lágt, eða frá kr. 2,75 rúllan. Verzl. J. S. Edwald. STARFSSTÚLKUR. Tvær gangastúlkur vantar okkur strax eða um mánaðamót. Sjúkrahús Isafjarðar. Dánarfregnir: Sigríður S. Sigurðardóttir, ekkja Árna heitins Sigurðs- sonar seglasauma'ra, andaðist 20. þ. m. rúmlega 80 ára að aldri. Sueinbjörn Kristjánsson fyr- verandi kaupmaður hér á Isa- firði, andaðist í Landakots- spítala í gær. Þá er nýlátin á Vífilsstaða- hæli Ágústa Steindórsdóttir, kona Ara Hólmbergssonar, verkamanns hér í bænum. Verkálijðsf élagið Baldur verður 30. ára 1, apríl n. k. I tilefni af því mun félagið gefa út vandað almælisblað og ennfremur verður afmælisins minnst á annan hátt. Tilboð í byggingu flugvéladráttar- brautar á Suðurtanga voru opnuð á bæj arráðsfundi 22. þessa mánaðar. Tilboðin voru tvö. Annað frá Ragnari Bárðarsyni búsa- smíðameistara kr. 115.000,00 og bitt frá Skipasmíðastöð Marzelíusar Bernharðssonar kr. 149.200,00. Tilboðin voru send flugmálast j óra til úr- skurðar. -------O------- Nýtízku gistihús í Reykjavík. Ákveðið befur verið að reist verði nýtízku gistihús í Reykja- vík. Hcfur ríkisstj órnin for- göngu í því máli en Reykja- víkur-bær og Eimskipafélag Islands munu verða meðeig- endur. Byggingarkostnaður er áætlaður 15. milj. kr., er skipt- ist jafnt milli þessara þriggja aðila. Ráðgert hefur verið að fá verkfræðing frá Bandaríkjun- úm til að gera teikningar að húsinu. -------O------- Bjánaleg framkoma krat- anna við bæjarstjórakjör. Framh. af 2. síðu. Nú, þegar svo er komið að kratarnir hafa ekki lengur meirihluta í bæjarstjórn, þá breytist viðhorf þeirra svo gjörsamlega, að þeir krefjast þess að meirihlutinn bjóði á- kveðnum andstæðingi sínum þetta starf, kjósi hann til þess þó að liann hafi ekki sótt um það og hefðu líklega helzt kos- ið að meirihlutinn hefði þving- að hann með valdi, til þess að taka við starfinu. Hinsvegar var alvara krat- anna í þessu máli ekki meiri en það, að þeir fengu ekki Jón til að sækja um starfið, svo að þeir gætu þó að- minnsta kosti talað fyrir kosningu hans á þeim grundvelli að hann væri umsækjandi og greitt honum sjálfir atkvæði. Þetta var eðli- leg og sjálfsögð leið, en í stað þess að fara hana hlása þeir sig út yfir því, að maður, sem ekki sækir og vill ekki einu sinni gegna störfum bæjar- stjóra til bráðabirgða, er ekki lcosinn í starfið. Kosningainar í Belgíu. Kommúnistar og kaþólski flokkurinn auka mest fylgi sitt. I þingkosningunum, sem fram fóru í Belgíu 18. f. m. unnu kommúnistar allra flokka mest á, eða nær því þrefölduðu þingmannátölu sína. Kaþólski flokkurinn bætti við sig 17 þingsætum og sósíal- demokratar 5 þingsætum, en frjálslyndi flokkurinn tapaði 16 þingsætum. Þingmannatala flokkanna er nú sem hér segir (talan í svig- um eins og hún var áður). Kaþólskir 92 (75), Sósíal- demókratar 69 (64), Kommún- istar 24 (9), Frjálslyndir 17 (33). Fylgisaukning kaþólskafl. er talin stafa af því að kjósendur tveggja afturhaldsflokka, sem leystir voru upp vegna sam- starfs við Þjóðverja, hafi fylgt sér um hann sem afturhalds- samasta flokkinn, er i kjöri var. -------O------ MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Iíristjáni Kristjánssyni, Sólgótu 2, ísafirði. iti IIKtaiV'm Bíó Alþýðuhússins sýnir: í kvöld kl. 9 hina eftirsóttu mynd HOLLYWOOD C A N T E E N . Miðvikudag kl. 9 hina ágætu stórmynd ÓÐUR RUSSLANDS ——ffiai iHfiwiii'i'i'iin1 Prentstofan Isrún. I auðnum Afpiku. Eftir Erik Bergersen. (Framh.) Caillé komst að Niger, breiðri skol- litaðri elfu, sem streymdi lygn milli nak- inna' leirbakka. Einhversstaðar við þetta fljót var Timhuktu. En í stað þess að fara meðfram fljótinu og komast þannig á ákvörðunarstaðinn, varð hann að fara með nýjum kaupmannalestum lengra og lengra inn í landið. Hann fór yfir Niger, hvarf inn í myrkvan frumskóginn og stefndi til suðausturs, en Timbuktu var í norður. Hann þjáðist af hitasótt. 1 þorpunum, sent hann fór í gegnum, var því litla, sem hann átti, stolið frá honum eða svikið út úr honum. Hann varð alger- lega að treysta á miskun ferðafélaga sinna. Þeir hæddust að honum fyrir það, hve ljós hann var á hörund og hve ó- hráustur hann var. Enginn vildi rétta honum hjálparhönd, þegar hann var yf- irkominn í brennandi sólarhitanum á eyðimörkinni, eða skalf af köldu. 1 rúmlega liálft ár lá hann sárþjáður í fátæklegum lcirkofa í negraþorpi einu. Gömul negrakona, sem sá aumur á hon- um, leit einstakasinnum til hans. Fætur hans voru svo bólgnir, að það var ómögu- legt fyrir hann að halda áfram. Hita-^-» sóttin hafði dregið úr honum allan mátt ■ og hann var algerlega að þrotum kom- inn af skyrbjúg. Hann dró fram lífið með því að leggja sér mýs og rottur til munns. Landið var svo skrælnað af sólarhitanum, að hvergi var hægt að finna ávexti eða grænmeti. Vatnið var fúlt og óhreint í óþrifalegum pollum. Hann varð að sia það í gegnum tepnurnar, þegar hann drakk það. Þrátt íyrir allt þetta hresstist hann og tókst af einstæðu viljaþreki að komast á fætur aftur. Lænkavísindin hefðu ekki getað gert meira furðuverk. Einn góðan veðurdag var hann orðinn ferða fær og hélt ferðinni áfram norður á hóginn. Að mánuði liðnum komst hann að bökkum Nigerfljótsins. Hann sá báta ber- ast með straumnum eftir fljótinu. Þetta voru stórir bátar með uppundir áttatíu manna áhöfn og hlaðnir helztu verzlun- arvörum Mið-Afríku. Með hálfum huga spurði hann hvert þeir ætluðu. — Til Timbuktu var svarað. Borgin var aðeins fimm hundruð niílur í burtu. Honum tókst að fá far með einum bátnum síð- asta spölinn til Timbuktu. Að lokum hafði hánn náð langþráðu takmarki. — Hann hafði lokið ætlunarverki sínu. Caillé dvaldi hálfan mánuð i Timhuktu. Á þeim tíma gat hann kynnst lífinu i þessari kynjahorg á jaðri eyðimerkur- innar, eins og það í raun og veru var. Ilann sá engar hallir með gullþökum. Fngu gulli var stráð á göturnar. Engar töfrandi konur sáust, engin gróður. Það var ekki einu sinni hægt að fá vatn, það varð að flytja að á ösnum langar leiðir. Timhuktu var ekkert annað en eyðimerkurþorp. Byggingarnar voru ein- göngu leirkofar. Sandurinn á götunum heitur af, eyðimerkursólinni og loftið þungt og kæfandi. Og þarna ægði saman fólki af öllum þjóðflokkum Afríku. Frá turni á musteri einu tókst CaiIIé að gera kort yfir staðinn. Hann gekk um göturnár og skrifaði síðan eftir minni um það, sem fyrir augu har. Að |)essu búnu lagði hann aftur af stað til Fvrópu, til þess að skýra frá því, sem hann hafði séð og heyrt. Ferðin, sem hann átti nú fyrir hönd- um, var bæði erfið og hættuleg. 1 tvo mánuði, á heitasta tíma ársins, var hann á ferð um eyðimörkina Sahara. Hann var fyrsti hvíti maðurinn, sem ferðaðist þarna. Hann fylgdist með kaupmanna- lest. Förunautar hans, Márarnir, voru siðlausir og ruddalgeir. Fjöldi manna lét yfirbugast í brennandi sólaéhitanum. — Alls staðar mátti búast við ræningja- flokkum, sem sátu um hvert tækifæri til Framh.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.