Baldur


Baldur - 09.04.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 09.04.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 9. apríl 1946 11. tölublað. r r Avarp til Islendinga Frá miðstjórn og ráSstefnu trúnað- armanna Sósíalistaílokksins. íslendingar! Fyrir hartnær 700 árum glataði Island sjálfstæði sínu í hendur erlends rikis. Þetta óheillaspor kostaði íslenzku þjóð- ina sjö alda erlend yfirráð. 1 kjölfar þessa atburðar sigldu aldalangar hörmungar, skortur og harðstjórn, svo að við sjálft lá, að þjóðin liði undir lok. Meginástæða þess, að íslenzka þjóðin varð að eyða. sjö af tíu öldum tilveru sinnar í þrælkun og niðurlægingu, voru svik nokkurra innlendra höfðingja, er vildu drottna yfir Islending- um í skjóli erlends valds. Ef vér Islendingar gleymum þessum lærdómi, þá er tilveru • þjóðar vorrar að nýju stefnt í voða. - Með lýðveldisstofnuninni árið 1944 voru loks síðustu spor Gamla sáttmála þurrkuð út — mitt í heimsstriði fyrir sjálf- stæði og fullveldi allra þjóða. Og Islendingar stofnuðu lýðveldið í trausti þess, að þeir fengju að byggja land feðra sinna sem frjálsir merin i friði og vinsamlegri sambúð við allar aðrar þjóðir. Enn að nýju er þó sótt að sjálfstæði voru. Hin gömlu til- mæli um „Grímsey" hafa nú verið sett fram í nýjum búningi. Erlent stórveldi vill taka á leigu til hernaðarþarfa hluta af ætt- jörð vorri. Þessi tilmæli koma fram jafnframt þvi sm um- heimurinn ræðir um möguleika á nýrri heimsstyrjöld, er verða muni öllum fyrri styrjöldum geigvænlgri. Ef Islendingar færu að binda sig einhverju einstöku ríki, þá er aðstaða Islands orðin hin háskalegasta. Gamli sáttmáli var upphaf að sjö alda yfirdrottnun yfir ís- lenzku þjóðinni, en hann leiddi ekki til tortímingar hennar. Með erlendum yfirráðum nú er frelsi, menningu og tilveru þjóðarinnar stefnt í beinan voða. Ein kjarnorkusprengja á Reykj'avík getur afmáð þriðjung þjóðarinnar og mestöll menningarverðmæti hennar á nokkrum augnablikum. Fyrir íslenzku þjóðina. er um það teflt að vera eða vera ekki. Einnig nú finnast menn meðal þjóðar vorrar, sem vilja ganga ei'lendu ríki á hönd. Þessir „höfðingjar" nútímans róa að því öllum árum, að íslenzka ríkið leigi Bandaríkjum Norður-Ameríku hluta af Is- landi til hernaðarþarfa. Þessa menn dreymir um — eins og höfðingja Sturlungaald- ar forðurri — að geta drottnað yfir Islendingum í skjóli erlends herveldis. Þeir leyna þjóðina því, að herstöðvasamningur við Banda- ríkin mundi baka þjóð vorri óvinsældir annarra ríkja og koma Islendingum í hinn mesta vanda. Þeir leyna þjóðina því, að atvinnulíf Islendinga getur ekki blómgast eðlilega, nema með aðalviðskiptum við Evrópu eins og verið hefur frá upphafi vega. Þeir leyna þjóðina því, að innlimun Islands í hernaðar- kerfi Bandaríkjanna mundi slíta oss úr tengslum við sögu vora og erfðir, stofna þjóðerni voru, tungu og menningu í voða og kippa grundvellinum undan sjálfstæðu atvinnukerfi Islendinga. Samtímis skirrast þeir ekki við að dreifa út allskonar gróu- sögum til þess að hræða. þjóðina til samningagerðar við Banda- ríkin. Islenzka þjóðin vill njóta friðar til þess að ávaxta arf þús- und ára baráttu sinnar. Hún óskar einskis heitar en þess að mega byggja land sitt i friði og að tryggja öllum börnum sínum hamingjusama, fram- tíð. íslendingar vilja lifa í sátt og samlyndi við allar þjóðir. En þeir vilja hvorki Ijá Bandaríkjum Norður-Ameríku né nokkru öðru ríki neins konar herstöðvar né neins konar hern- aðarlega aðstöðu á landi sínu. Þeir vilja ráða sjálfir yfir hverj- um fermetra ættjarðar sinnar, en ekki ánetjast neinu ríki, stóru né smáu, né bindast neinum þeim böndum, er geta stefnt sjálfstæði og tilveru þjóðarinnar í voða. Þeir menn, sem reyna nú að véla Islendinga til þess að af- sala sér landsréttindum, eru að svíkjast aftan að þjóð sinni. Aldrei hefur verið jafn mikið í húfi og nú, að íslenzka þjóðin' haldi yörð um hið nýfengna fullveldi sitt og vari sig á arftökum Gissurar jarls og Guðmundar ríka. Fullveldi og sjálfstæði Islands er ekkert einkamál neinn- ar stéttar eða samtaka. Það er sameiginlegt mál allra þjóðrækinna Islendinga. Vér erum ef til vill þrætugjarnir um dægurmál. Það er réttur vor. En andspænis sjálfstæði og tilveruskilyrðum þjóðarinnar verða öll þessi dægurmál að smámálum. Islenzka þjóðin, öll saga hennar, öll barátta hennar gegnum aldirnar, krefst þess, að vér Islendingar samein- umst í þessu máli, hvar í flokki sem vér stöndum. Engu erlendu ríki herstöðvar á Islandi. Island fyrir Islendinga. Bæjarsjóður ísafjarðar kaupir Kirkjuból i Skutulsfirði. Kaupverð kr. 200 000,00, er sundurliðast þannig: Verð jarðar kr. 165 000,00. Ahöfn 15 kýr, 3 kvígur, 1 naut, 1 kálf ur og 3 hestar kr. 28 600,00. Áhöld kr. 6 400,00. Greiðsluskilmálar verða þessir: Kr. 100 000,00 greiðist við af sal nú í vor. Skuldabréf sé gefið út fyrir eftirstöðvunum kr. 100 000,00. Verði afborgun af því á árinu 1947 kr. 30 000,00, en eftirstöðv- arnar kr. 70 000,00 á næstu 10 árum þar f rá. Vextir af skuldabréfinu verði 4% á ári. Á Kirkjubóli eru 50 hektarar ræktanlegt land. Hús á jörðinni eru þessi: Ibúðarhús 8'/2Xll m., tvær hæðir og ris. Virðist vera vandað og vel um gengið. Hlaða og gripahús fyrir 25 nautgripi og 50 fjár hvort tveggja úr steinsteypu en allmjög gengin úr sér og ekki til frambúðar. Bæði íbúðarhús og gripahús erú raflýst og íbúðarhús hitað með miðstöð frá eldavél. Á bæjarstjórnarfundi 3. þ. kaup á Kirkjubóli í Skutuls- m. lá fyrir tillaga frá bæjarráði firði, fyrir það verð, sem greint viðvíkjandi tilboði, er bænum er hér að framan. hafði fyrir nokkru borist um . Framhald á 2. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.