Baldur


Baldur - 09.04.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 09.04.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R ♦!» v x V i Skammtað úp skrínunni. I Tilíaga bæjarráðs var svo- hljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að ieita samþykkis stjórnar- ráðs á kaupunum og leita af- sals Eyrarhrepps á forkaups- rétti. Að þessu fengnu leggur bæjarráð til, að bæjarsjóður Isafjarðar festi kaup á jörðinni Kirkjubóli i Skutulsfirði. Engar raddir kömu fram á fundinum, er mæltu gegn þess- ari tillögu, og var lnin einróma samþykkt. Eins og allir k’ita er hér svo mikill sltjortur á neyzlumjólk alla tíma ársins að heilsu bæj- arbúa, sérstaklega barna og lasburða fólks, stafar hætta af. 1 stefnuskrá Sósíalistaflokksins f yrir bæj arslj órnarkosning- ingarnar i vetur var það tekið fram, að flokkurinn mundi beita sér fyrir aukinui mjólk- urframleiðslu á kúabúi bæjar- ins, og svipað ákvæði var í stefnuskrá Sj álfstæðisflokks- ins. Kaupin á Kirkjubóli eru á- reiðanlega spor i þá átt að framkvæma þessi stefnuskrár- atriði beggja þessara fíokka, sem nú mynda meirihluta bæj- arstjórnar. Afgreiðsla málsins í bæjarstjófn sýnir líka, að all- ir flokkar innan bæjarstjórnar eru á einu máli *í þessu efni. Eins og fyrr er sagt er rækt- að og ræktanlegt land á Kirkjubóli ca. 50 hektarar. Á Seljalandi mun ræktanlegt land vera um 40 hektarar. Þeg- ar allt þelta land er komið í fulla ræktun, en að því verður vitanlega að vinna af iullum krafti og það sem fyrst, þá má hiklaust telja mögulegt að i'óðra 60—70 mjólkandi kýr á kúabúi bæjarins. eða 13 mjólkurkúm fleiri en nú eru á báðum þessum búum saman- lagt. Hér er þó varlega áæilað. Vitanlega kostar slík ræktun talsvert ie, og það má líka segja með nokkrum rétti að Kirkj ubólið sé nokluið dýrt keypt. En áreiðanlega yrði ekki ódýrara að taka til rækt- unar land fjær bænum, t. d. í Álftafirði, eins og verið hefur i ráði að gera. Má því til sönn- unar benda á, að við búrekstur í Álftafirði þyrfti tvo bústjóra, bæði þar og hér á Seljalandi,og annað starfsfólk eftir því, auk þess sem flutningar úr Álfta- firði yrðu dýrari, enda þótt bíl- vegur kæmi þangað. Kirkjuból og Seljaland má aftur á móti hagnýta undir stjórn eins bústjóra, og með haganlegri ráðstöfun og notkun vinnuvéla þyrfti ekki að fjölga starfsfólki að verulegu leyti frá þvi sem nú er. Hvernig rekstri búsins verð- ur hagað, þegar Kirkjuból er orðið eign bæjarins, hefur enn ekki verið ákveðið, en ráðgert hefur verið að allar mjólkandi kýr vepði á Seljalandi, og tað- an frá Kirkjubóli flutt þangað, Hinsvegar verði allt geldneyti og geldstæðar kýr fóðraðar á Kirkjubóli. Auðvitað kostar þetta að i'jós og hlaða ú Selja landi verði stækkuð, og enn- íremur mann, til þess að hirða þær skepnur, sem yrðu á Kirkjubóli. En nm þessi atriði verður ekki rætt hér að þessu sinni, enda hefur enn ekki ver- ið ákveðið, hvernig þessu verði hagað nú i ár. Það hefur ætíð verið og er á- lit Sósíalistaflokksins að nauð- synlegt sé að auka mjólkur- framleiðsluna i nágrenni bæj- arins. Það er ennfremur stefna flokksins að bærinn eignist sem flestar jarðir hér við fjörðinn. Þess vegna er hann einhuga samþykkur Kirkj ubólskaupun- um og telur að með því að hag- nýta þá jörð eins og hægt er, sé mögulegt að auka mjólkur- framleiðsluna að miklum mun, og það er aðalatriðið. -------0-------- Sýslufundur Vestur Isafjarðarsýslu. Aðalfundur sýslunefndar Vestur- lsafjarðarsýslu, var haldinn á PÍngeyri dagana 25.—27. marz s. 1. . Helztu málefni: 1. Lagður fram reikningur sýslu- sjóðsins fyrir 1945. Tekjuhliðin nam kr. 90 199,40, þar ineð taldar kr. 30 000,00, verðmæti sjúkra- skýlisins á Þingeyri, sem afhent var Þingeyrarlæknisliéraði til eign- ar og umráða um áramótin 1945— 1940. Aðal-úlgjaldaliðir: Menntamál kr. 18 000,00, — heilbrigðismál kr. 17 401,07, — samgöngumál kr. 9 150,00. — 1 varasjóð voru lagðar kr. 0 000,00 á árinu og sjóðseftir- stöðvar kr. 4 003,13. Eignir voru í árslok kr. 82 994,90, en skuldir eng- ar. Varasjóður var í árslok kr. 34 591,49. Eignir ýmissa sjóða, spin eru undir eftirliti sýslunefndar, voru eins og hér segir sainkvæmt reikn- ingi þeirra: 1. Amtsleifasjóður .... 2 148,18 2. Minningasjóður V.- Isafjarðarsýslu .... 972,10 3. Gjafasjóður (söng- sjóður) Idu Ellefsen 3 572,87 4. Verðandi: — Fram- kvæmda- og Menning- arsjóður Þingeyrar- hrepps ............. 35 700,49 5. Gjafasjóður H Ellef- sen................. 20 488,97 6. Ræktunarsjóður jarð- arinnar Tröð .......... 187,36 7. Hafnarsjóður Hjarðar- dalshafnar ............ 141,30 8. Minningarsjóður Guðm. Á. Guðmunds- sonar .............. 18 982,55 9. Kjartanssjóður .... 7 100,61 10. Búnaðarsjóður V,-Isa- fjarðarsýslu ....... 13.090,52 Helztu liðir áætlunar yfir tekjur og gjöld sýslusjóðs fyrir 1946 voru þessir: Tekjuhliðin var kr. 54 059,14, þar . af sýslusjóðsgjald kr. 35 000,00, sýsluvegasjóðsgjald kr. 2 200,00 og og stríðsgróðaskattur kr. 11 776,01. Aðalgjaldaliðir voru: Kostnaður við stjórn sýslumála kr. 3 000,00 menntamál kr. 14 100,00, lieil- hrigðismál kr. 20 130,00 átvinnu- mál kr. 3 980,00, samgöngumál kr. 5 300,00. Helztu samþykktir fundarins voru þessar: 1. Samþykkt lögreglusamþykkt fyrir Vestur-lsafjarðarsýslu. 2. Samþykkt að veita Sambandi Áhyggjur Skutuls. Skutull var liér á dögunum með lítilsháttar skæting út af því, að Kristinn E. Andrésson, magister, er orðinn aðalritstjóri Þjóðviljans á- samt Sigurði Guðmundssyni, sem verið hefur ritstjóri hans frá því 1943, en nöfn þeirra Einars 01- geirssonar og Sigfúsar Sigurhjart- arsonar standa ekki lengur á blað- inu sem stjórmnálaritstjóra þess. Samkvæmt skipún frú Moskvu. Þetta segir Skutull að sé gert samkvæmt skipun frá Móskvu, og sé ástæða þeirra skipunar sú, að Kristinn sé heittrúaður rússasinni, en þeir Einar og Sigfús aftur á móti blendnir í þeirri trú, sérstak- lega þó Sigfús. Þá skortir sjálfsálit ritstjóra Skutuls. Ritstjóri Skutuls ber af þessum sökum miklar áhyggjur út af þeim Einari og Sigfúsi, sem liann virðist álíta að séu ofsóttir af Moskva- valdinu. En þessar áhyggjur eru á- stæðulausar. Þeir munu báðir skrifa í Þjóðviljann eftir því sem tími þeirra frá öðrum störfum leyfir. Hlns vegar treysta þeir sér ekki til að gera það að staðaldri eins og áður, og kemur það til'af því, að þá skortir sjálfsálit ritstjóra Skut- uls, sem er þekktastur fyrir jiað hve mörg verk hann tekur að sér í einu og virðist, í fáum orðum sagt, geta allt. Trúin á Rússa. Ilvað rússatrúnni viðvíkur, þá er það að segja, að hvorki Kristinn, Einar, Sigfús eða aðrir sósíalistar trúa á Rússa. Hins vegar eru þeir sannfærðir um kosli sósíalismans og reyna á allan liátt að fylgjast með því sem gerist í því landi, sem verið er að framkvæma ]iá stefnu. En sé það trú á Rússa að fylgjast með hvernig þeim tekst að framkvæma sósíalismann hjá sér, og athuga hvað af því má læra fyrir íslenzka sósíalista, þá má al- veg eins segja, að kratarnir trúi á Svía og Dani, þar sem þeir hafa tekið sér danska og sænska krata til fyrirmyndar og vitna oft í verk þeirra. En svo má líka minna á það, að kratarnir hérna eru alls ekki taus- ir við rússatrú. Fyrir nokkrum ár- um sönnuðust landráð á ýmsa máls- metandi rússneska menn. Þeir fengu makleg málagjöld áður en þeim tókst að leiða verulega ógæfu yfir þjóð sína, eins og slíkum svik- urum hefur tekist í mörgum öðrum löndum. Þessa Rússa gerðu krat- arnir strax að dýrðlingum, og má með sanni segja að þeir liafi trúað á þá. Það er meira að segja ekki loku fyrir það skotið að sjálfur rit- stjóri Skutuls liafi hallast að þessari rússatrú. Einsdæmin eru verst. Að lokum skal svo á það bent, að það er mjög algengt að ritstjóra- skipti verði við blöð. Það liafa t. d. oft orðið ritstjóraskipti við Skut- ul og engum tíðindum ])ótt sæta. Aftur á móti er víst ekki nema eitt dænii um það, að ritstjóra hafi ver- ið gefið blað, sem hann liefur stjórnað. Það var þegar Alþýðu- samband Vestfjarða gaf Skutul þá- verandi og núverandi ritstjóra hans. Ástæðan fyrir þeirri gjöf var sú, að ritstjórinn hafði selt þann smánarblett á blaðið, að jafnvel Finnur Jónsson, sem þó er ekki sér- lega kræsinn í pólitíkinni, vildi ekki að Alþýðuflokkurin þægi það að gjöf. Flokkurinn mun ekki liafa getað fengið annan ritstjóra en þann, sem nú stjórnar blaðinu, og skammast sín fyrir að vera opin- ber útgefandi að blaði, sem sá mað- ur væri ritstjóri að. ísl. berklasjúklinga 2000 króna styrk. 3. Samþykkt að skora á þing og stjórn landsins, að hefja nú þegar undirbúning að löggjöf fyrir raf- magnsveitur í þeim lándshlutum, sem fyrirsjáanlegt er að ekki geta í náinni framtíð náð til vatnsorku. Greinargerð: Fyrir fundinum vakir, að framleitt sé rafmagn með diesel- vélum til suðu, hitunar og ljósa, og á hverjum tíma. Þetta. verði tryggt með verðjöfnun eða opinberum styrkjum til reksturs þeirra stöðva, sem verri eiga aðstöðu. Ennfremur sé ábyrgð ríkissjóðs fyrir 85% af framlögðum kostnaði. 4. Samþykkt var að skora á þing og stjórn, að taka veginn frá Þing- eyri inn fyrir Dýrafjörð til Gemlu- falls í þjóðvegatölu. 5. Samþykktir sveitarsjóðsreikn- ingar úr öllum lireppum sýslunnar fyrir 1945. Efnahagur hreppanna var mjög góður. Skuldlausar eignirupv ]>eirra voru í árslok þessar: a. Suðureyrarhr. kr. 267.228,43. Fólksfjöldi í árslok 414. b. Flateyrarhrepps kr. 212.946,69. Fólksfjöldi í árslok 473. c. Mosvallahrepps kr. 45.084,24. Fólksfjöldi í árslok 212. d. Mýrahrepps kr. 70.676,28. — Fólksfjöldi í árslok 274. e. Þingeyrarhrepps kr. 586.686,63 Fólksfjöldi í árslok 543. f. Auðkúlulirepps kr. 17.281,34. Fólksfjöldi í árslok 112. Ýmis önnur mál lágu fyrir fund- inum svo sem: Kosningar í stjórn- ir ýmissa ^jóða, sparisjóðanna, gerðar voru tillögur um meðalmeð- lög, rætt um refaeyðingu og kosin millifundanefnd í það mál o. fl. Ólafur Ólafsson, skólastjóri, sem nú liafði setið um tvo áratugi í sýstunefnd og allan þann tíma ver- ið yfirendurskoðandi hreppareikn- inga, baðst undan endurkosningu. Oddviti sýslunefndar þakkaði honuin fyrir langt og gott starf í þágu málefna sýslunnar. Þessir sýslunefndarmenn voru mættir á fundinum: Fyrir Auðkúluhrepp Þórður Njálsson, varasýslunefndarmaður. Fyrir Þingeyrarhrepp Ólafur Ól- afsson, aðalsýslunefndarmaður. Fyrir Mýrahrepp Jóhannes Da- víðsson, aðalsýslunefndarmaður. Fyrir Mosvallahrepp Iialldór Þor- valdsson, varasýslunefndarinaður. Fyrir Flateyrarhrepp Guðmund- ur Jónsson, varasýslunefndarmað- ur. Fyrir. Suðureyrarlirepp Sturla Jónsson, aðalsýslunefndarmaður. Samninganefnd um sölu á ísvörðum fiski. Ríkisstjórnin liefir sent samn- inganefnd tit Bretlands í því skyni fyrst og fremst að semja um áfram- haldandi réttindi Islendinga til að selja ísvarinn fisk þar og ennfrem- ur til að semja urn nokkur önnur mál, sem varða hagsmuni beggja landanna. Nefndarmenn eru Magnús Sig- urðsson bankastjóri, formaður nefndarinnar, Richard Tliors fram- kvæmdastjóri og Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri. Ritari nefndarinnar er Þórhallur Ásgeirsson fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu. \

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.