Baldur


Baldur - 18.04.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 18.04.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖS! ALIST AFÉL AG ISAFJARÖAR XII. ÁRG. ísafjörður, 18. apríl 1946 mssmmammmmmmsammmi Vér mótmæl- um allir". » Eftir hinn sögnlega fund stúdenta i Reykjavik 1. april hafa hvaðanæva af landinu borist áskoranir og kröfur um að allur erlendur her verði fluttar héðan tafarlaust, eins og skýlaus loforð liggja fyrir um. Erinfremur hefur verið skorað á ríkisstjórnina að birta öll gögn viðvík j andi herstöðva- málinu og harðlega mótmælt að nokkru erlendu ríki verði leigðar hér herstöðvar. Fyrsta opinbera áskorunin til þjóðarinnar um'að standa á verði um sjálfstæði sitt, mót- mæla allri ásælni erlends stór- veldis til landsréttinda á Is- landi og kveða niður raddir þeirra landráðamanna, er styðja þær kröfur, barst fá ráð- stefnu miðstjórnar og ann- ara trúnaðarmanna Sósíalista- listaflokksins, sem haldin var í Reykjavík 24. marz s. 1. A- varp til Islendinga frá þeim fundi, var birt í síðasta blaði Raldurs. Næst kom stúdenta- fundurinn 1. ápril, og síðan hafa þessi félagssamtök sam- þykkt áskoranir og mótmæli: Nemendur Menntaskólans i Reykj avík. Alþýðuflokksf élag Reykj a- víkur. Iðnnemasamband Islands. Verkamannafélag Húsavík- ur. U. M. F. Afturelding í Mos- vallahreppi. Stéttarfélag Rarnakennara i Reykj avík. Kvenfélag Sósíalistafélags Reykj avíkur. Rúnaðarfél. Reykhólahrepps. Þessi mótmæli eru þó enn ekki orðin eins almenn og þau þurfa að vera. En það mun á- reiðanlega ekki standa á ís- lenzku þjóðinni að mótmæla því, að sjálfstæði hennar verði skert og krefjast þess að ríkis- stjórnin láti hana vita allan sannleikann í herstöðvamál- inu. Þriðja þingi Slysavarnafé- lags Islands er nýlega lokið í Reykjavík. SátU það 50 fulltrúar víðsveg- ar af landinu. Þingið sam- þykkti margar merkar álykt- anir varðandi slysavarnamál. Verður gerð tilraun til selveiða í vor? Við aðra umræðu um fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs ísa- fjarðar fyrir árið 1944 bára fulltrúar Sósíalistaflokksins í bæj arstj órn fram svohlj óðandi tillögu: „3æjarstjórn felur Atvinnu- málanefnd að hefja nú þegar rannsókn á hverj ir möguleikar eru á starfrækslu selveiðiskipa héðan frá Isafirði ásamt til- heyrandi iðnaði, svo sem lýsis- vinnslu, mj ölvinnslu, beina- vinnslu og hverskonar hagnýt- ing skinna. Konii það í ijós, að siíkir möguleikar eru fyrir hendi þá verði strax að núverandi styrj- öid lokinni hafist handa um framkvæmdir". Tillagah var samþykkt. Nokkru síðar hélt atvinnu- málanefnd fund um málið. Á fundi þessum samþykkti nefndin áskorun til Alþingis um að samþykkt verði að leggja fram fé úr ríkissjóði í þeim tilgangi að athugaðir verði möguleikar á að stunda selveiðar héðan frá Isafirði og gerðar tilraunir í því skyni. I ' áskoruninni var bent á leiðir til að framkvæma þessa athug- un og einnig fylgdi henni ítar- leg greinargerð. Eftir þetta var svo að segja algerð þögn um þetta merki- lega mál. Alþingi og ríkisstjórn aðhöfðust ekkert þrátt fyrir á- skorunina og fyrverandi meiri- hluti bæjarstjórnar gerði held- ur ekkert til þess að fylgja málinu eftir eða halda þvi vak- andi á arinan hátt. Það var því ekki fyrr en í marzmánuði nú í vetur, að málið er tekið upp að nýju. Þá var kosin sérstök selveiða- nefnd og skipa hana þessir bæjarfulltrúar: Marzelíus Rernharðsson, sem er formaður nefndarinnar, Haraldur Guðmundsson og Grímur Kristgeirsson. Nefndin hóf þegar að starfa að framgangi málsins og nú er það komið á þann rekspöl, að fullt útlit er fyrir að nú í vor verði gerðar tilraunir til selveiða héðan frá Isafirði. Það, sem gerst hefur í mál- inu, er í stuttumáli þetta: At- vinnumálaráðherra hefur heit- ið því fullum stuðningi. Ákveð- ið hefur verið að stofna hluta- félag, og sé heimili þess og ut- gerðarstaður hér á Isafirði. Hlutafé verði 200 þús. kr. og leggi Isaf j arðarbær og ein- staklingar heimilisfastir á Isa- firði fram kr. 10 þús. Þá hefur verið ákveðið að fá leigt eða keypt norskt selveiðaskip fyrir næstu selveiðavertið og verið ráðinn maður til þess að út- vega slíkt skip og norska yfir- mannaáhöfn á það. Maður þessi heitir Markús Sigurjóns- son, hefur skipstjóra réttindi og er nokkuð kunnugur sel- veiðum. Kostnað við ferð mannsins greiðir atvinnrimálaráðuneytið að % en hlutafélagið %. Þá hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að hún muni greiða helm- ing hallans af útgerðinni fyrsta árið, ef um halla yrði að ræða. Mál þetta kom til umræðu á bæj arráðsfundi 12. þ. m. — Var þar samþykkt að leggja til við bæjarstjórn, að hún leggi nú þegar fram kr. 10 000,00 í hið fyrirhugaða hlutafélag, en jafnframt verði leitað eftir hlutafjárframlagi frá einstak- lingum og fyrirtækjum hér í bænum, og er talið líklegt, að undirtektir verði góðar. Eins og áður er sagt er þetta merkilega mál nú komið á þann rekspöl, að fullt útlit er fyrir að gerðar verði tilraun- i til selveiða héðan frá Isafirði í vor og sumar. Geta þær til- raunir, ef vel takast, orðið upp- haf að nýjum og arðsömum at- vinnurekstri hér og gert at- vinnulíf bæjarins fjölbreyttara en það er nú. -O- Maður ferst af togaranum Viðey. Það slys vildi til á togaran- um Viðey 5. þ. m. að einn af skipverjum, óskar Valdimars- son, vélstjóra skipsins, tók út og drukknaði. Togarinn yar á heimleið frá Englandi, skammt frá Vestmannaeyjum, þegar slysið vildi til. óskar Valdimarsson var um fertugt og lætur eftir sig konu og 3 börn. 12. tölublað. l-J.,^,.»i.»m,.-TC,n..M«. Þingsályktunartillaga um byggingu björgun- arskútu íyrir Vestfirði. Alþingismennirnir Sigurður Thoroddsen, Sigurður Bjarna- son, Barði Guðmundsson, Her- mann Jónasson og Sigurður Kristjánsson flytja á Alþingi svohlj óðandi þingsályktunar- tillögu: Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að láta byggja eða kaupa á þessu ári hentugt björgunar- og eftirlitsskip er annist björgunar- og eftirlits- störf fyrir Vestfjörðum. Jafn- framt heimilast ríkisstjórninni að greiða nauðsynleg'an kostn- að í þessu skyni úr ríkissjóði enda leggi Slysavarnadeildirn- ar á Vestfjörðum fram a. m. k. 200 þus. kr. á móti framlagi ríkissjúðs. Tillögunni fylgir greinargerð þar sem sýnt er íram á nauð- syn þess . að björgunarskip sé starfrækt hér fyrir Vest- fjörðum og sagt frá baráttu Vestfirðinga fyrir því máli. Þá er skýrt frá aðgerðum ríkis- stjórnar og Alþingis í málinu að undanförnu og hyersu illa tókst til með kaup á ensku varðbátunum, en eins og menn muna, var ætlunin að einn þeirra yrði björgunar- og gæzluskip fyrir Vestfirði. Flutningsmenn tillögunnar leggja áherzlu á að hún verði afgreidd á þessu þingi, svo að hægt verði að hefja byggingu skútunnar nú í sumar. Tillagan er flutt af mönnum úr öllum flokkum á Alþingi og má þvi telja víst að hún verði samþykkt og þar með leyst þetta mikla áhugamál allra Ve^stfirðinga. Nýr hafnsögubátur. Bæj arstj órn hefur samþykkt að festa kaup á eða láta smíða nýj an hafnsögubát fyrir Isa- fjörð og ákveðið í því sam- bandi að áætla fé til þess á fj árhagsáætlun hafnarsj óðs. Hafnarnefnd telur nauðsyn- legt að báturinn geti komið til notkunar næsta vetur. Tvær íslenzkar skáldkonur, Guðfinna Jónsdóttir ' frá Hömrum og Unnur Benedikts- dóttir (Hulda) eru nýlega látnar. Þær voru báðar þjóð- kunnar fyrir skáldrit sín.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.