Baldur


Baldur - 24.05.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 24.05.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 24. maí 1946 14. tölublaö. iEskulýðsfylking — f élag ungra sósíalista — stofnað hér á Isafirði. Miðvikudaginn 22. þ. m. var stofnuð hér á Isafirði Æsku- lýðsfylking — félag ungra sósí- alista. Stofnendur voru 18. Á fundinum fór fram kosn- ing stjórnar, en hana skipa: Formaður: Guðm. M. Guð- mundsson. Varaformaður: Ásgeir Ingv- arsson. Meðst j órnendur: Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson og Rafn Gests- son. Til vara: Helga Helgadóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Er ánægjulegt til þess að vita, að nú skuli hafa verið hafizt handa um stofnun félags ungra sósíalista. Enda þótt hópurinn sé ekki fjölmennur í byrjun, þá mun það sýna sig, að þetta er vísirinn að öflug- um samtökum ísfirzkrar æsku, sem munu* ótrauð vinna að hagsmunum og stefnumálum sósialista. Sjálfstæðisflokkur- inn klofinn. ;¦¦ Vísis-lið Sj álfstæðisflokksins hefur nú látið verða áf þeirri hótun sinni að kljúfa Sjálf- stæðisflokkinn og stofna nýtt stjórnmálafélag „Félag óháðra Sjálfstæðismanna", í Reykja- vík. Er talið víst að þetta félag muni koma fram með sérstak- an lista við Alþingiskosning- arnar í sumar og verður Björn Ólafsson heildsali efsti maður. Það er þá orðin staðreynd, að bæði Sj álfstæðisflokkurinn og Framsóknarfl. ganga klofnir til kosninga í sumar og samkomulagið innan Alþýðu- flokksins hangir á bláþræði, þar sem vitað er að harðar deilur standa nú innan flokks- ins um framboð í Reykjavík, og óvíst hvernig þeim líkur. Landsmálafund heldur Sig- urður S. Thoroddsen, f ram- bjóðandi Sósíalistaflokksins á Isaf irði, í Templarahúsinu kl. 8'/2 í kvöld. Umræður að framsöguræðu lokinni. m „Kosningasigri Sósíalistaflokksins 1942 er það að þakka að ástandið hér á landi er eins gott og raun ber vitni um". Viðtal við Sigurð Thoroddsen, alþingismann. Sigurður Thoroddsen, alþingismaður er s^addur hér í bænum þessa dagana. Baldur hefur átt stutt viðtal við hann um það helzta er gerzt hefur í íslenzkum stjórn- málum, síðasta kjörtímabilið, og þá sérstaklega um stjórn- arsamstarfið og þær miklu framkvæmdir, sem nú eru á dagskrá. — Hvað segir þú mér af þingstörf unum ? — Þar er af miklu að taka. En óhætt er að fullyrða, að þessa kjörtímabils verður minnzt sem hins merkasta í sögu landsins. Er þá fyrst að minnast stofn- unar lýðveldisins og hve giftu- samlega hún tókst, þrátt fyrir óheppilega andstöðu ýmissa ó- happamanna. Þessi andstaða var sem betur fer kveðin niður af þjóðinni á svo eftirminni- legan óg glæsilegan hátt að einsdæmi eru í veraldarsög- unni. Þjóðin sýndi það í júní 1944, að þegar sjálfstæði Is- lands er í veði, þá stendur hún einhuga saman. Engu minna er þó um vert það, sem síðar hefur skeð, eft- ir myndun núverandi ríkis- stjórnar, á sviði nýsköpunar- innar. Eins og þú manst var útlitið ekki glæsilegt í atvinnumálum þjóðarinnar 1944. Þá fór með völdin utanþingsstjórn, sem sá engin úrræði önnur en lækkun kaups til atvinnustéttanna. Sú stjórn vildi enga aukningu at- vinnutækjanna í landinu og sá ekkert framundan annað en hrun og kreppu. Þegar við só- síalistar hótuðum að flytja vantraust á hana, þá lagði hún fram dýrtíðarfrumvarp sitt, en í því var gert ráð fyrir alls- herjar launalækkun og lækk- un á afurðaverði. — Hvernig stóð á því að ekkert varð úr myndun svo- nefndrar vinstri-stj órnar, sem mikið var rætt um eftir síð- ustu alþingiskosningar? — Já, það er rétt, að um slíka stj órnarsamvinnu var mikið rætt á sínum tíma. Eft- ir síðustu kosningar fóru fram samningar milli Framsóknar, Alþýðuflokksins og okkar sósí- alista um myndun stj órnar, en úr þvi varð ekkert. Eftir margra mánaða samningaum- leitana slitum við sósíalistar þeim samningum, eftir að Framsókn hafði sett það fram sem skilyrði sitt fyrir stj órnar- þátttöku, að allsherjar kaup- lækkun yrði framkvæmd. Að því skilyrði gátum við sósíal- istar auðvitað ekki gengið. Alþýðuflokkurinn tjáði sig aftur á móti reiðubúinn til stj órnarsamuinnu þrátt fyrir þetta skilyrði. Eins og þú manst var okkur sósíalistum mjög legið á hálsi fyrir þessi samningsslit, bæði í blöðum Framsóknar og Al- þj'ðuflokksins. Við vissum auð- vitað hvaða áhættu þetta hafði í för með sér fyrir okkur, en við hikuðum þó ekki. Okkur var ekki unnt að bregðast svo umbj óðendum okkar, að ganga að slíkum skilyrðum. Og svo /fengum við utan- þingsstjórnina, sem sat þangað til 21. okt. 1944, að núverandi stjórn var mynduð. — Hverjir áttu frumkvæðið að núverandi stj órnarmynd- un? — Það vorum við sósíalistar, og er þáttur Einars Olgeirsson- ar þar mestur. Þjóðinni hafði fram að þessum tíma safnast óhemju fé erlendis. Lá þá beint við að nota þetta fé þann- ig að það kæmi þjóðarheild- inni að sem mestum notum, að það yrði ekki notað sem eyðslueyrir, eða látið liggja ó- notað. Kom Einar fram með þá hugmynd, að þessar inn- stæður okkar erlendis skyldu eingöngu notaðar til kaupa á nýjum framleiðslutækjum, svo að þjóðin sæi fram á bættan hag í stað þess hruns, sem aft- urhaldið hafði boðað. Sýndi Einar fram á það í ræðu og riti, að þessi hug- mynd hans væri framkvæman- leg og meira en það, að hér væri um það eina rétta að ræða, sem gera skyldi. — Hvernig var þessari hug- mynd Einars tekið? — Henni var tekið illa í fyrstu. , Sjálfstæðisblaðið Vísir taldi það glæp, að hugsa til þess að kaupa framleiðslutæki áður en kaup lækkaði. • Framsóknarblöðin tóku í sama streng, og Jón Árnason, sem nú er bankastjórf Lands- bankans, lagði til að féð skyldi ávaxtað með því að lána það út erlendis. — Hvernig tók Alþýðuflokk- urinn hugmyndinni? — Alþýðublaðið taldi það synd, ef blöðin létu ræðu Ein- ars Olgeirssonar fara svo fram hjá, að hennar væri ekki minnst. Hún ætti það sannar- lega skilið að geymast til minn- ingar um „hlægilegasta skýja- glópinn og tungumjúkasta hræsnarann", sem sæti hefði átt á Alþingi. — Já, svo mörg voru þau orð Alþýðublaðsins og að vísu miklu fleiri. En þrátt fyrir þessar illu undirtektir tókst okkur sósíal- istum þó að sannfæra forráða- menn Sjálfstæðisflokksins um réttmæti þessarar hugmyndar, sem svo varð grundvöílur und- ir stefnu ríkisstjórnarinnar. Alþýðuflokkurinn varð einn- ig aðili að stjórninni en ekki ætlaði það að ganga harm- kvælalaust. — Hann reyndi það, sem bann gat, til þess að koma í veg fyrir mynd- un stjórnarinnar. Og áhuginn var ekki meiri en það, að af tuttugu og fimm miðstjórnar- mönnum flokksins greiddu einir ellefu atkvæði með þátt- töku flokksins í stjórninni, tíu greiddu atkvæði á móti og fjórir sátu hjá. Enda hefur allur blaðakostur flokksins Framh. á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.