Baldur


Baldur - 01.06.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 01.06.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÖSlALISTAFÉLAG ÍSAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 1. júní 1946 15. tölublað. Viðskiptasamningar milli Islands og Sovét- ríkjanna. Þann 27. maí s. 1. var und- irritaður viðskiptasamning- ur milli Islands og Sovét- ríkjanna. Samkvæmt þeim sanmingi seljum við Islend- ingar Sovétríkjunum síld, síldarlýsi og hraðfrystan fisk, en kaupum aftur á móti af þeim timbur, kol o. fl. Mismunurinn á verði hinna íslenzku afurða og þeim vörum, sem keyptar verða af Sovétríkjunum, greiðist í dollurum. Þessi viðskiptasamningur er mjög mikils virði fyrir okkur Islendinga, bæði vegna þess að liann er okk- ur mjög hagstæður, þar sem gera má ráð fyrir að við seljum mun meira en við þurfum að kaupa og fáum mismuninn greiddan í doll- urum, en þeir eru viðskipta- miðill, sem allstaðar gildir, og ekki síztv'egnaþess,aðvið komumst með þessum samn- ingi í verzlunarviðskipti við land, sem byggir öll innkaup sín og utfluttning á fyrir- fram gerðri áætlun og er al- gerlega laust við kreppur og hrun auðvaldsskipulagsins og allar afleiðingar þeirra. Afköst síldarverksmiðjanna tvöfaldast á tveimur árum. I sumar munu heildarafköst síldarverksmiðja ríkisins verða allt að tvisvar sinnum meiri en þau voru 1944. Þessi afkastaaukning stafar aðallega af því, að fyrir næstu síldarvertíð verður lokið byggingu nýrra verk- smiðja, sem verið er að reisa að tilhlutun atvinnumála- ráðherra, má þar einkum nefna hinar miklu síldarverk- smiðjur á Siglufirði (11000 mál) og á Skagaströnd (8500 mál). Þá er verið að auka afköst flestra eldri verksmiðjanna, ýmist með því að bæta við nýjum vinnsluvélum, þurkur- um, pressum, skilvindum — eða með auknu gufumagni. Þessi auknu afköst sfldarverksmiðjanna munu þegar á þessu sumri auka framleiðslu landsins á síldarafurðum um 45—50 mfljónir króna og þjóðhagslega séð gera betur en að greiða allan byggingarkostnað við hinar nýju verk- smiðjur og stækkanir. Glæsilegur fundur Sósíal- istaflokksins í Bolungarvík. Sósíalistaflokkurinn boðaði til almenns stjórnmálafundar í Bolungarvík s. 1. fimmtudags- kvöld. Á fundinum mætti Sig- fús Sigurhjartarson alþingis- maður, er flutti þar ítarlegt er- indi um stjórnmálin 1939— 1946 og framtíðarhorfur. Einn- ig tók Jón Tímóteusson, fram- bjóðandi Sósíalistaflokksins í Norður-lsafjarðarsýslu til máls á fundinum. Fundurinn var mjög vel sóttur og ræðumönnum ágæt- lega tekið. I -gærkvöldi boðaði Sósíal- istaflokkurinn til fundar i Súðavík og mættu þeir Jón Tímóteusson og Sigfús Sigur- hj artarson þar einnig. Af þeim fundi hafði blaðið ekki fréttir, áður en það fór í pressuna, en allar líkur benda til þess, að Álftfirðingar hafi ekki orðið eftirbátar Bolvíkinga um fund- arsókn. Það leikur ekki á tveim tungum, að síldveiði og fram- leiðsla og sala síldarafurða er ein allra þýðingarmesta at- vinnu grein okkar Islendinga. Sú var tíðin að með fuílum rétti mátti segja að það væri síldin, sem réði stefnunni i ís- lenzkum stjómmálum. Væri síldveiði góð og markaður hag- stæður, batnaði afkoma þjóð- arbúsins og þá var hægt að leggja í miklar opinberar framkvæmdir. Brygðist þetta aftur á móti, varð að draga saman seglin. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að því fer fj arri að þessi gullnáma hafi verið hag- nýtt eins vel og nauðsynlegt var. Hefur það því nær að öllu leyti stafað af því, að ekki var hægt að hagnýta þann síldar- afla, sem barst að landi. Allir, sem síldveiði hafa stundað, kannast við biðina eftir lönd- un, þegar veiðiskipin urðu að híða dag eftir dag, lilaðin af síld, eftir því að þau fengju losað. Skilningur íslenzkra stjórnarvalda á nauðsyn þess, að úr þessu yrði bætt, var þannig, að fullt útlit var fyrir að þau legðu kapp á að við- halda þessu ástandi. Má því til sönnunar minna á, er þjóð- stjórnin neitaði síldarverk- smiðjunni Rauðlcu á Siglufirði að byggja 500 mála verk- smiðju sumarið 1940. Nú hefur orðið stórbreyting til batnaðar á þessum málum. Samkvæmt stefnuskrá nú- verandi ríkisstjórnar og fyrir atheina og dugnað Áka Jakobs- sonar, a tvinnumá 1 aráðherra, hefur nú verið hafizt handa um bjrggingu nýrra síldarverk- smiðja og stórfelldar endur- bætur á eldri verksmiðjunum og það af svo miklum dugnaði að fullvíst má telja, að þegar á síldarvertíðinni í sumar verði afköst síldarverksmiðj a ríkis- ins tvöfölduð frá því sem þau voru 1944. Takist þessi fyrir- ætlun er það met í byggingar- hraða síldarverksmiðja hér á landi. Meirihluti stjórnar Síldar- verksmiðja ríkisins taldi hæfi- legt, að þessar verksmiðjur yrðu byggðar á tveimur til þremur árum, og nú fyrir nokkru lagði verksmiðj u- stjórnin það til við atvinnu- málaráðherra, að hætt væri við byggingu verksmiðjunnar á Skagaströnd, taldi ómögulegt að koma báðum verksmiðjun- um upp samtímis. Atvinnumálaráðherra lagð- ist þegar gegn þessari stefnu verksmiðjustjórnar og fyrir harðfylgi hans og þingmanna sósíalistaflokksins eru þessi mál nú komin á þann rekspöl, sem lýst hefur verið hér að framan. Það, sem verið er að byggja af verksmiðj um og bætist við frá því sem var 1944 er sem hér segir (miðað við afköst í málum á sólarhring. Síldarverksm. Ingólfsfirði (stækkun) .............. 2 500 Síldarverksm. Dagverðar- eyri (stækkun) ......... 1 400 Kveldúlfur, Hjalteyri st.) 2 500 Síldarverksm. ríkisins, — Skagaströnd ............. 8 500 Síldarverksm. Rauðka, — Siglufirði .............. 2 500 Síldarverksm. rikisins (SR 40) Siglufirði ......... 11 000 Síldarverksm. ríkisins (SR 30) Siglufirði (st.) .... 3 000 Alls 31 400 Með þessari aukningu komast heildarafköst sfld- arverksmiðjanna upp í 76- 400 mál á sólarhring úr 38000 málum 1944 og 45000 málum 1945. Sjómenn og útgerðarmenn munu áreiðanlega. fagna því, hve röggsamlega hefur verið unnið að því að auka afköst síldarverksmiðjanna og þar með séð fyrir þvi að síldarskip þurfi ekki að bíða eins lengi eftir losun og áður var, enda þótt þeim skipum, sem síld- veiði stunda, fjölgi frá því sem nú er. Fjárhagslegur ábati sjó- manna og útgerðarmanna af þesari ráðstöfun verður geisi- mikill, þegar þess er gætt, að síldarmálið verður í sumar á 30 krónur, eins og forsætisráð- herra hefur tilkynnt. Undan- farin sumur má óhætt fullyrða, að hver biðdagur eftir löndun hefur kostað þjóðarbúið hundruð þúsunda króna hvað þá með því háa verði, sem nú verður. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um þann hagnað, sem verður af þessari afkastaaukn- ingu síldarverksmiðjanna má benda á það, að nú i suttiar, eftir að þessi stækkun hefur verið framkvæmd, geta síldar- verksmiðj urnar í heild fram- leitt 40—50 miljón króna meira verðmæti en 1944. Þetta er aðeins litið dæmi þess, hver áhrif nýsköpunar- stefnan í atvinnumálunum hef- ur fyrir þjóðina. Sjómenn og allir þeir, sem hagnað hafa af þessum framkvæmdum, ættu að hafa hugfast, að það var fyrir atbeina atvinnumála- ráðherra og þingmanna Sósíalistaflokksins, að af- köst síldarverksmiðjanna eru aukin á þessu sumri og þar með hagnýtt verðmæti fyrir tugi miljóna króna.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.