Baldur


Baldur - 01.06.1946, Page 2

Baldur - 01.06.1946, Page 2
2 B A L D U R Kau pskipaflotinn. „Flutningaskipafloti íslendinga verður í árslok 1948 tvöfaldur við það sem hann var fyrir stríð, vegna fram- kvæmda á nýsköp'unarstefnu ríkisstjórnarinnar. Fyrir stríð var flutningaskipafloti landsins um 15 þúsundir tonna að stærð samanlagt. Flotinn fór það illa á stríðsárunum, að 1945 var hann ekki orðinn nema 6>/2 þúsund tonn. Nú þegar hafa verið keypt eða gerðar ráðstafanir til að kaupa 13 flutningaskip, samtals um 23 þúsundir tonna að stærð, og eiga þau öll að vera afhent fyrir árslok 1948. í Skammtad iíp skrínunni. I Þessi stórfellda aukning á flutningaskipakosti lands- manna hefur verulega þýðingu fyrir allt atvinnulíf þjóðarinn- ar. Það verður aldrei ofmetið hvers virði það er fyrir Islend- inga að þurfa ekki að sækja til annara þjóða með innflutn- ing til landsins og útflutning afurða sinna. Með þessari miklu aukningu flutninga- skipaflotans verður þjóðin sjálfbjarga á þessu sviði, hefur nægan skipastól til að flytja út allar útflutningsafurðir sínar, og nauðsynlegar vörur til landsins. Tvöföldun flutningaskipa- flotans á fáum árum er mikið átak, ekki sízt þegar það er gert samtímis hinni hröðu ný- sköpun fiskiflotans. En samgöngumálin geta auð- veldlega oi’ðið sjálfstæðismál. Það ætti sú þjóð, er gerði Gamla sáttmála, að skilja allra þjóða bezt. Þar var loforð Nor- egskonungs um sex hafskip, er gangi á hverju ári til landsins forfallalaust, þungt á metun- um er vega skyldi rökin með þvi og móti að ganga konungi á hönd. Aukning flutningaskipaflot- ans hefur verið hugsuð sem þáttur í nýsköpuninni frá upp- hafi. I ræðu Einars Olgeirsson- ar 11. sept. 1944, þar sem hann ber fram nýsköpunarhug- myndina í stórum dráttum, segir hann m. a.: „Fyrir þess- ar 500 milljónir króna getum við á næstu 4—5 árum keypt hentug millilandaskip til flutn- inga á afurðum okkar, þar á meðal næjj kæliskip til að flytja fisk og kjöt á erlendan markað. Alþýðublaðið tók þá einmitt þetta atriði ásamt öðrum til að hæðast að, í ritstjórnargrein 14. sept. 1944. Aðalmálgagn Al- þýðuflokksins hafði þá þetta að segja um þennan og aðra skylda liði nýsköpunarinnar: „Og svo byrjar hann (E. O.) áð telja upp, eins ög eggjakórt- an forðum, hvað hann ætlaði að kaupa fyrir hina miklu fjárupphæð, þegar hann væri búinn að fá hana í hendur. Það voi'u ,20—30 nýir diesel- togarar af beztu gerð‘, 200— 300 nýtízku vélbátar4, ,hentug miliiiandaskip til flutninga á afurðum okkar‘,“ — og þannig heldur Alþýðublaðið áfram að sýna lesendum sínum hug- myndir þessa „hlægilegasta skýjaglóps og tungumjúkasta hræsnara“. En það er þessi stefna „skýj aglópsins“, sem Alþýðu- blaðið nefndi svo, nýsköpunar- stefnan, sem sigraði og er nú þeg^r að valda stórfenglegri byltingu í atvinnuháttum Is- lendinga. — Mennirnir, sem reyndu að hindra framgang hennar, eins og Stefán Jóhann, Stefán Pétursson og félagar þeirra, eru orðnir að viðundri fyrir vantrú sína á framtíð þjóðarinnar, skilningsleysi sitt á þau glæsilegu tækifæri, sem Islendingum gáfust. Þeir þykj- ast nú allir orðnir nýsköpun- armenn, en þjóðin mun ku'nna að setja þá þar á bekk, sem þeir eiga heima“. Framanrituð grein birtist í Þjóðviljanum 12. þ. m. og er nú endurprentuð hér orðrétt. Eins og samgöngum er hátt- að hér á 'Vestf j örðum, þurfum við Vestfirðingar rrijög mikið að nota sjóleiðina til allra ferðalaga og svo mun verða í nánustu framtíð. Okkur ætti því að vera fagnaðarefni hve glæsilegt útlit er fyrir að bætt verði úr þeim flutninga- og farþegaskipaskorti, sem nú er, og þar með tryggt að bætt verði úr þeim samgönguvand- ræðum, sem þessi landshluti á nú við að búa. ------0------- Sjómannakórinn. Um nokkurt skeið hafa sjómenn hér á Isafirði æft söng sem skemmtiatriði fyrir sjómannadag- inn. Pessi samtök sjómanna urðu vísir að því að stofnaður var sjó- mannakór Isafjarðar í marz s. 1. og inun hann vera eina söngfélagið á landinu, sem saman stendur af sjó- mönnum. Frístundir sjómanna eru stopul- ar, en þeim mun lofsverðari er sá áhugi, sem þeir sýna fyrir þessu starfi sínu, og sú félagslund,, sem þárf til að halda slíkum félagsskap saman, víð þau skilyrði, sem fyrir hendi hafa verið. lsfirðingar ættu að sýna þessari tilraun sjómanna velvild og skilning, og virka að- stoð, t. d. með því að gerást styrkt- armeðlimir kórsins, þvi það er ekki að vita nema liann eigi eftir að færa bæjarbúum ánægju og skemmtistundir, ef honum veitast möguleikar til að þroskast og starfa. ------0------- Fórnarlömb íhaldsins. Þegar Baldur kom- siðast út var ástandið þannig á íhaldsheimilinu í Reykjavík að allt var þar í upp- námi og fullt útlit fyrir að fjöl- skyldan gengi tvískipt til kosninga. Heildsalaliðið, sem helzt mátti segja um að verið hafi amakefli flokksins upp á síðkastið, og oft hefur fundið rétti sínum svo mis- boðið, að það hefur ekki getað orða bundist, hafði þá fyrir nokkru stofnað „Félag óháðra sjálfstæðis- manna“ með Björn Ólafsson heild- salá í broddi fylkingar og hótað að bera fram sérstakan lista með þann heiðursmann í efsta sæti. Stofnun þessa stjórnmálafélags virðist hafa skotið meirihluta íhaldsins alvar- lega skelk í bringu og hafi þeir eftir miklar umþenkingar komist að þeirri niðurstöðu, að reiði hinna „óháðu“ yrði ekki sefað, nema með mannfórnum. — Nú voru góð ráð dýr. Foringjarnir þekktu sitt heimafólk og vissu, bæði um sjálfa sig og aðra skoðanabræður sína, að íhaldsmenn hafa áliuga fyrir mörgu öðru fremur en að fórna sjálfum sér. En þá gerðist það, sem hiklaust má telja til stórra tíðinda. Einn úr foringjaliði meirihlutans í Sjálfstæðisflokknum, Bjarni Bene- diktsson, borgarstjóri, bauð sjálfan sig fram sem fórnarlamb. Að því er Morgunblaðið hefur lýst hátið- lega yfir, færði hann þá miklu fórn að færa sig í lægra sæti á listanum og lét setja Björn Ólafsson heild- sala í það sæti, sem honum hafði áður verið ákveðið. Slík fórnfýsi er óvenjuleg í herbúðum íhalds- manna, enda má svo heita, að Morgunblaðið geti varla vatni hald- ið af hrifningu. En sagan er þar með ekki sögð til enda. Sættir eru að vísu komnar á innan íhalds- fjölskyldunnar, en sú saga gengur fjöllunum hærra í Reykjavík, og meðal sjálfstæðismanna hér, að fjöldi íhaldskjósenda í Reykjavík séu ákveðnir í að strika Björn út af listanum en færa Bjarna upp, og geti því vel farið svo, að áður en lýkur, verði óvíst hver þeirra verð- ur meira fórnarlamb Bjarni eða Björn, og er af mörgum talið lík- legt, að það verði sá síðarnefndi. Góð heimsókn. Ungi cellosnillingurinn Erling Blöndal Bengtsson heimsækir Isafjörð. Cellosnillingurinn Erling Blöndal Bengtsson hélt hljóm- leika hér í Alþýðuhúsinii s. 1. miðvikudagskvöld. Húsið var fullskipað áheyrendum og var þessum unga listamanni mjög vel tekið, enda var sönn unun að hlýða á leik hans. 1 för með listamanninum voru foreldrar hans frú Sigríður Bengtsson, sem er fædd og uppalin hér á Isafirði og því mörgunx eldri Isfirðingum kunn, og Valde- mar Bengtsson, fiðluleikax’i, er aðstoðaði son sinn með píanó- xtndirleik. Áður en hinn ungi listanxað- xir kom fram kynnti Jónas Tómasson tónskáld hann fyrir áheyrendum og bauð hann vel- kominn hingað. Benti hann í því sambandi nxeðal annars á að það væri ánægjulegt fyi'ir okkur lsfirðinga, að þessi ungi Fyrir elli sakir. Alþýðuflokknum hefur nú loks eftir miklar þrengingar tekist að koma saman lista í Reykjavík. Það, sem sérstaklega vekur athygli á þeim lista, er það, að Haraldur Guðmundsson er settur í þriðja sæti og þar með loku fyrir það skotið, að hann komist á þing. — Þessa einkennilegu ráðstöfun, að setja einn nýtasta manninn innan Alþýðuflokksins svo neðarlega á listann, að öruggt er að hann nær ekki kosningu, hafa sumir al- þýðuflokksmenn hér skýrt á þann veg, að Haraldur Guðmundsson væri orðinn svo gamall, að hann hefði af þeim ástæðum orðið að víkja fyrfr sér yngri mönnum. Sé þessi kenning rétt, sem vel getur verið, liafa ráðamenn Alþýðuflokks- ins nú ákveðið, að Haraldur Guð- mundsson hætti þingmennsku fyrir elli sakir. Framsókn siySur framboö Hannibals. Framsóknarflokkurinn hefur nú auglýst framboð í öllum kjördæm- um á landinu, nema einu, Norður- Isafjarðarsýslu. Meira að segja hér á Isafirði hefur flokkurinn mann í kjöri, þar sem í hæsta lagi má búast við 30—40 atkvæðum. Betur gat þessi afturlialdsflokk- ur ekki auglýst, að hann styður framboð Hannibals Valdimarsson- ar í þessu kjördæmi. En kjósend- ur af alþýðustétt í Norður-lsafjarð- arsýslu mættu gjarnan minnast þess, að það var Framsóknarflokk- urinn, sem setti það skilyrði fyrir þátttöku sinni í hinni svonefndu „vinstri" stjórn, að kaupgjald verkafólks yrði lækkað. Þessi flokk- ur styður nú framboð Hannibals. og hann heimtar áreiðanlega eitt- hvað fyrir snúð sinn, ef Hannibal skyldi slysast inn á þing. Þess vegna hljóta kjósendur af alþýðu- stétt í Norður-lsafjarðarsýslu að fylkja sér um frambjóðanda sósíal- istaflokksins í kjördæminu, Jón Tímóteusson. Frambjóðanda í- haldsins eða Framsóknar geta þeir ekki kosið. snillingnr er að nokkrn leyti af ísfii’zkxt bei’gi brotinn, þar senx xxxóðir hans er fædd og uppalin hér á Isafirði. Við Is- fii’ðingar þökkum þessunx unga listanxanni og foreldrum hans fyrir komuna hingað og óskum þeinx og honum allx’a heilla á framhaldandi frama- braut hins unga snillings. O Bæj arverkf ræðingurinn kominn. Högh-Nielsen, hinn nýi bæjar- verkfræðingur, kom hingað til Isa- fjarðar, flugleiðis, ásamt frú sinni, Anna Nielsen, s. 1. sunnudag, og er nú tekinn hér til starfa. Högh-Nielsen lauk embættis- prófi í byggingarverkfræði 1940, vann síðan sem bæjarverkfræðing- ur i Köge, sem er smáborg, og nú síðast hjá bæjarverkfræðingi Kaup- mannahafnarborgar. Hann hefur unnið að ýmsum þeim framkvæmd- um, sem telja má víst að verði aðal- verkefnið hans hér, svo sem bygg- ingum, gatna- og hafnargerð o. fl. Baldur hýður Höhg-Nielsen og frú hans velkomin hingað til bæj- arins. O

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.