Baldur


Baldur - 01.06.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 01.06.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: §miðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Nýskðpunin og sjómannastéttin. 1 þessu blaði Baldurs og því næsta á undan hefur verið get- ið þriggj a nýsköpunar-fram- kvæmda á sviði sj ávarútvegs- ins. Það hefur verið sagt frá því, að fiskiskipafloti lands- manna verður þrefaldaður á þremur árum, 1945—1947, að flutningaskipaflotinn verður 1948 helmingi stærri en hann var fyrir strið og að afköst síldarverksmiðj anna muni tvö- faldast á þessu og næsta ári frá þvi sem þau voru i byrjun ó- friðarins 1939. Allar þessar stórfelldu fram- farir eru eingöngu að þakka þeirri ákvörðun núverandi ríkisstjórnar að verja því fé, sem Islendingum hafði safnast erlendis á stríðsárunum, til þess að kaupa fyrir það ný framleiðslutæki, skip, vélar o. fl. Hér er því um að ræða fyrstu árangrana af þeirri ný- sköpunarstefnu, sem Sósial- istaflokkurinn átti frumkvæð- ið að og Einar Olgeirsson boð- aði bæði í ræðum og ritum sumarið 1944, og varð síðar grundvöllur núverandi stjórn- arsamvinnu. En baráttusaga nýsköpunar- stefnúnnar verður tæplega rétt sögð án þess að um leið sé lýst þætti sjómannastéttarinn- ar í þeirri baráttu. Það voru allsher j arsamtök s j ómanna, Farmanna og fiskimannasam- bands Islands, sem nokkru fyr- ir. myndun núverandi ríkis- stjórnar, skoruðu á formenn allra þingflokkanna að svara ákveðið spurningum, er full- trúar sambandsins lögðu fyrir þá. I þessum spurningum var krafist ákveðins svars stjórn- málaflokkanna um afstöðu þeirra til þeirrar kröfu sjó- mannastéttarinnar, að þegar yrði hafist handa um að auka skipastól Islendinga, byggja verksmiðjur til að vinna úr þeim afla, sem bærist í land og auka og efla á annan hátt ís- lenzkar fiskveiðar. Svör flokkanna við þessum spurningum voru ærið misj öfn Sósíalistarflokkurinn svaraði afdráttarlaust óg ákveðið að hann væri reiðubúinn að beita sér fyrir framkvæmd þeirra mála, sem fulltrúar sjómanna báru fram í spurningum sín- um og áskorunum. Svör Al- þýðuflokksins og Sj álfstæðis- flokksins fóru í sömu átt og ' sást á því, að báðir þessir síð- arnefndu flokkar þorðu ekki annað en að beygja sig fyrir einróma vilja sj ómannastétt- arinnar í þessu máli, enda þótt blöð þeirra beggja hefðu sýnt hugmyndinni um nýsköpun at- vinnuveganna fullan fjand- skap, þegar hún fyrst var bor- in fram af fulltrúa Sósíalista- flokksins, Einari Olgeirssyni. Nú á sjómannadaginn er gott að minnast þessa merki- lega þáttar, er samtök ís- lenzkra sjómanna áttu í því að hafist var handa um ný- sköpun atvinnuveganna. Á því er enginn efi, að það er vegna eindreginna og ákveðinna á- skorana Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, að þeir þrír stj órnmálaflokkar, sem ríkisstj órnina mynduðu, hófu framkvæmdir á sviði ný- sköpunarinnar á svo myndar- legan hátt, sem raun ber vitni um. Hefðu samtök sjómanna ekki tekið þessa afstöðu er næsta líklegt að stefna Vísis- liðsins, Jóns Árnasonar og Al- þýðublaðsins hefði borið sigur af hólmi. — Sú stefna, er taldi það glæp, skýjaglópsku og heimsku að nota það fé, sem Islendingum hafði safnast er- lendis, á stríðsárunum, til þess að kaupa fyrir það ný fram- leiðslutæki, og tryggja þar með efnalega og menningar- lega velmegun þjóðarinnar í framtíðinni. En þætti sjómanna í þessum málum er þar með ekki lokið. Þeir hafa stutt að því að þeir fengju ný og betri tæki en áð- ur var til þess að sækja á gull í greipar Ægis. I framtíðinni býður þeirra það hlutverk að stuðla að því, að nýsköpunar- stefnunni verði haldið áfram á þeirri braut, sem nú er hafin. En jafnframt verður að tryggja það, að kjör sjómanna- stéttarinnar verði það góð, að það yerði eftirsóknarverð at- vinna að stunda sjómennsku. Það verður verkefni þeirrar ríkisstj órnar, sem við tekur nú eftir kosningarnar, að leysa það mikilsverða verkefni. Þeg- ar tekist hefur að leysa það, og fyr ekki, er tryggt að þær framkvæmdir, sem núverandi rikisstjórn hefur hafið í at- vinnumálum, komi þjóðinni að fullum notum. Sósíalistaflokkurinn er eini' stjórnmálaflokkurinn, sem hefur lýst því yfir, að hann vilji áframhaldandi stjórnarsamvinnu á grund- velli nýsköpunarinnar. — Hann átti líka frumkvæði að þeirri nýsköpunarstef nu, sem framkvæmd hefur ver- ið með svo glæsilegum ár- angri, sem raun ber vitni um. Þess vegna fylkja sjó- menn sér um frambjóðend- ur hans við þessar kosning- ar og gera sigur hans sem glæsilegastan. X Ávarp frá Æskulýðsfylkingunni á Isafirði ISFIRZK ÆSKA. Hin nýstofnuðu félagssamtök ungra sósíalista hér á Isa- firði snúa sér til þín og vilja kynna stefnu sína og starf- semi og óska samstarfs við þig um framgang hagsmuna- mála ísfírzkrar æsku. f. Samtök ungra sósíalista vilja vinna að hvers konar hags- y muna- og menningarmálum íslenzkrar alþýðu, og þá sér- X staklega æskulýðsins. X Við viljum viðhalda og vernda sjálfstæði landsins. Við f teljum það glæp gagnvart komandi kynslóðum, ef nokkru 'k einstöku erlendu ríki verður gefinn kostur á bækistöðvum X hér á Islandi. Og það er skylda valdhafanha að krefjast þess, að Bandaríkin flytji burt herafla sinn nú þegar af landinu. Menningu hverrar þjóðar má marka af aðbúnaði þeim, sem hún veitir hinni uppvaxandi kynslóð. Það ber að leggja megináherzlu á að skapa æskulýðnum góð upp- vaxtar, menntunar- og þroska skilyrði. Rétturiim til aukinnar menntunar er frumkrafa alls æskufólks. Við lýsum ánægju okkar yfir þeim framförum, X sem orðið hafa á því sviði undir forustu núverandi mennta- ? málaráðherra, Brynjólfs Bjarnasonar. Sérstaklega þeim I sporum, sem stigin hafa verið til samræmingar á skóla- X kerfi landsins, sem auðveldar unglingum utan Reykja- «| víkur aðgang að framhaldsnámi. Hinsvegar má benda á, að ennþá rikir ekki fullt jafnrétti um framhaldsnám. Fjöldinn allur af efnilegu námsfólki hefur orðið að hverfa frá námi af fjárhagsástæðum. Unglingum frá efnaminni « heimilum verður að veita aðstoð til námsins. Takmarkið f hlytur að vera að skapa öllum jafna aðstöðu, án tillits til % efnahags. En jafnframt því sem æskan hlýtur bætta aðstöðu til % sermenntunar, þá er nauðsynlegt að henni gefist kostur á \ starfi við sitt hæfi. Atvinnuleysi kemur ætíð þyngst niður X á æskulýðnum, sem þarfnast verkefna og starfs, sem hon- % um hæfir. Það er því krafa unga fólksins, að tryggt sé að f atvinnuleysistímar fyrirstriðsáranna endurtaki sig ekki. 1% því sambandi viljum við lýsa yfir eindregnum stuðningi '% við nýsköpunarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Væntum % við, að áframhald megi verða á þeirri samvinnu, og að X tryggt verði að hin nýju, stórvirku atvinnutæki verði fek- X in til hagsbóta fyrir alla alþýðu. $ Þá álítum við að skapa þurfi æskunni eins góð skilyrði og kostur er á til íþróttaiðkana, skemmtana og ferðalaga. Fátt mun vænlegra til aukins þroska en útivera og íþrótta- starfsemi ásamt heilbrigðu skemmtanalífi, enda er slíkt nauðsynlegt öllu æskufólki. Við munum berjast fyrir hagsmunamálum unga fólks- % ins við þær þ j óðf élagsaðstæður, sem hér nú ríkja, enda j}' þótt við gerum okkur þess fulla grein, að innan auðvalds- X þjóðfélagsins raun aldrei verða fyllilega sinnt kröfum og % s ?*? þörfum æskunnar. Slíku mun fyrst náð í þj óðskipulagi sósíalismans. I auðvaldsskipulagi hljóta sjálfsögð réttindi æskulýðsins sífellt að rekast á einkahagsmuni pen- ingavaldsins. En í sósíalistisku þjóðfélagi eru engar slík- ar andstæður. Þar er litið á það sem aukinn hag fyrir i X* þjóðfélagsheildina, að sem bezt sé búið að æskulýðnum, og % skyldu hins opinberaað sjá yngri kynslóðinni fyrir mennt- «|« un og starfi við sitt hæfi. £ Æskulýðsfylkingin telur því nauðsynlegt að unninn sé X bugur á auðvaldsskipilaginu á Islandi, og komið í þess '4 stað á þjóðskipulagi sósíalismans. ?»• Heitum við á ísfirzka æsku að kynna sér stefnu og starf X sósíalista, og væntum góðs samstarfs við hana á komandi «£ tímum og góðs árangurs af starfi fyrir bættum hag æsku- ?»• lýðsins. X Stjórn Æskulýðsfylkingarinnar á hafirði — X felags ungra sosialista. •{•

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.