Baldur


Baldur - 01.06.1946, Síða 4

Baldur - 01.06.1946, Síða 4
4 B A L D U R Kosningaskrifstofa Sósíalistaflokksins. verður fyrst um sinn í Smiðjugötu 13 (afgreiðslu Baldurs). Skrifstofan verður opnuð á mánudag 3. þ. m. og verður opin alla daga frá kl. 10—12 f. h. og 4—7 e. h. Allir þeir, sem vilja styðja kosningu Sigurðar S. Thor- oddsen, frambjóðanda Sósíalistaflokksins, eru áminntir um að mæta daglega á skrifstofunni, og fylgjast vel með í kosningabaráttunni, gefa upplýsingar um fjarstadda kjósendur og athuga hvort þeir eða kunningjar þeirra eru á kjörskrá. BÁTAEIGENDUR ! Höfum fyrirliggjandi hinar viðurkenndu sænsku ALBIN smábátavélar í stærðunum 3 til 14 ha. Sími 5401. VÉLASALAN H.F. Hafnarhúsinu, Reykjavík. Almennur fundur um áfengismál. Að tilhlutun umdæmisstúk- unnar nr. 6, sem nú fyrir nokkru lauk tuttugasta og fimmta þingi sinu, var hér i Alþýðuhúsinu haldinn almenn- ur fundur um áfengismál. Um- dæmistemplar, Helgi Hannes- son, setti fundinn en fundar- stjóri var Sigurður Guðmunds- son bakari og fundarritari Ingimundur Stefánsson kenn- ari. Baldur Johnsen héraðslækn- ir flutti erindi um áfengismál. Ennfremur töluðu á fundinum Jón Tímóteusson, Arngr. Fr. Bjarnason, Sigurður Guð- mundsson, Grímur Kristgeirs- son og Helgi Hannesson. Þá var einnig skrautsýning, tákn- ræn fyrir regluna, og flutti Jónas Tómasson formála fyrir henni. Á fundinum voru.samþykkt- ar margar ályktanir og tillög- um um áfengismál. Verður þeirra síðar getið hér í blaðinu. -------0------- Einar Halldórsson verkamaður, Sólgötu 3 hér í bænum, varð áttræður 26. f. m. Baldur óskar þessum aldr- aða heiðursmanni allra heilla á þessu merkisafmæli hans. Hjónaefni. Ungfrú Þórunn Jónsdóttir og Þórður Pétursson frá Hafnar- dal, og ungfrú Þuríður S. Jóns- dóttir og Friðrik Pétursson frá Hafnardal hafa nýlega opin- Jierað trúlofun sína. LEIÐRÉTTING. Svohljóðandi frétt birtist í 15. tbl. Skutuls: „Símakappskák fór frain milli ls- firðinga og Bolvíkinga fyrra laug- ardag á 10 borðum. Úrslit urðu þau, að Isfirðingar unnu með 5% vinn ing gegn 4 Frétt' þessi er birt án vitundar okkar Bolvíkinga, og má það furðu- legt heita, þar sem svo er ástatt, að ekki er að fullu séð, hvernig leikar fóru, vegna smávegis mis- taka, er urðu á sendingu leikja og færslum á taflborðum. Mun ég í fám orðum skýra frá úrslitunum, eins og þau voru, og láta svo lesandann dæma, hve sönn frétt Isfirðinga um úrslitin er. Alls fengust úrslit á 8 borðum, án þess að til ágreinings kærni. Unnu þar Bolvíkingar 4, Isfirðing- ar 3 og 1 var jafntefli. Um skák á borð nr. 8 varð á- greiningur á þann veg, að Bolvík- ingurinn færði rangt, og tapaði af þeim sökum manni. Slík mistök höfðu ávallt verið leiðrétt, en nú brá svo við, að Isfirðingar neituðu algerlega um leiðréttingu. Ráð- gerðum við Bolvíkingar þá að hætta skákinni, en hurfuin þó að því ráði, að sætta okkur við orðinn hlut, en jafnframt ráðnir í að gjalda í sömu mynt. Unnu því Isfirðingar á borð nr. 8, og stóðu nú leikar 4:4 og 1 jafntefli. — Þá vill svo til, að leik- ur barst frá Isfirðingum, er orsak- aði það, að þeir töpuðu á borð nr. 10. Reyndist hann síðar rangur, og óskuðu Isfirðingar að fá hann leið- réttan. Hefðum við og talið það sjálfsagt, ef Isfirðingar hefðu ekki verið búnir að gefa fordæmi um annað. Varð úr þessu nokkurt stapp, er endaði á þann veg, að við neituðum að leiðrétta leikinn, og Isfirðingar neituðu að tefla skákina að öðrum kosti. Mætti nú ætla, að rétt væri að reikna okkur þessa skák og hefðum við þá unnið með 5% :4%. Við töldum hins vegar sanngjarnt að telja skák á borð 10 Sjómannadagurinn 1946. DAGSKRÁ: Kl. 9,15 Sjómannakórinn syngur 2 lög á Bæjarbryggj- unni. Kl. 9,30 Hópganga frá Bæjarbryggjunni að kirkju. Kl. 10 Guðsþjónusta í kirkjunni. Sjómenn annast söng- inn undir stjórn Ásgeirs Ingvarssonar. Kl. 13 Skemmtun við Bátahöfnina: 1. Skemmtunin sett: Kr. H. Jónsson. 2. Kappróður. 3. ? 4. Sýnd björgun. 5. Dans á Bátahöfninni (harmonikumúsikk). Kl. 17 Knattspyrna á Iþróttavellinum. Sjómenn gegn starfsmönnum Íshúsfélags ísfirðinga. Kvikmynd í Alþýðuhúsinu á (sama tíma). Venju- legt verð, miðar seldir við innganginn. Kl. 20 Kvöldskemmtun í Alþýðuhúsinu: 1. Ræða: Árngrímur Fr. Bjarnason. 2. Sjómannakórinn. 3. Afhending verðlauna. 4. Sjómannakórinn (kvartett syngur) 5. Fjórir aldraðir sjómenn heiðraðir. 6. Sjómannakórinn. 7. Sjónleikur (Ástaræfintýri Kobba kokks). Kl. 24 Dans: Gömlu dansarnir í Alþýðuhúsinu. Nýju dansarnir í Templarahúsinu. Merki seld allan daginn og kosta: Krónur 25,00, 10,00 og 5,00. Athugið; 25 kr. merkin gilda að öllum skemmtunum dagsins nema að bíóinu kl. 17. Við innganginn á kvöldskemmtunina verða aðeins seld stæði er kosta kr. 2,00. S j ómannadagsráðið. ísfirðingar! Isfirðingar! Sósíalistaflokkurinn heldur almennan stjórnmálafund í Templarahúsinu mánudaginn 3. júní kl. 9 síðdegis. Sigfús Sigurhjartarson, alþingismaður, hefur fram- sögu um: Stjórnmálin 1939—1946 og framtíðar horfur. Frjálsar umræður að framsögu lokinni. íbiið til sölu. íbúð mín í Odda er til sölu, ef viðunandi boð fæst. Þeir, sem vilja gera tilboð í íbúðina snúi sér til mín undirritaðs, sem gef allar nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Isafírði, 31. óútkljáða og úrslit því 4% : 4%. En hið sanna er, að hefði verið gætt drengskapar og réttsýni, og raistök leiðrétt í þessum tilfellum, eins og ávallt áður, þá unnu Bol- víkingar á borð nr. 8, en lsfirðing- ar á borð nr. 10 og því úrslit: Bol- víkingar 5%, Isfirðingar 4%. Þetta vita Isfirðingar ósköp vel, hvað sem þeir láta í veðri vaka, og hefðu þeir átt að sýna þá háttvísi að þegja frekar um úrslitin en birta áður um getna fregn. Bolungavík, 1. maí 1940. GuSm. Ág. Jakobsson. maí 1946. Stlgur Guðjónsson. TILBOÐ ÓSKAST í húseign mína í Hrannar- götu, sem er 4 herbergi, 2 eld- hús og búr, ásamt þvottahúsi. Húsið getur verið laust til í- búðar að mestu leyti. Tilboðum sé skilað fyrir 10. júní næstkomandi. Áskilið er að taka bvaða til- boði sem er eða hafna öllum. \ • Hrólfur Þórarinsson.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.