Baldur


Baldur - 08.06.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 08.06.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 8. júní 1946 16. tölublað. Hræðilegasti húsbruni sem orðið hefir á Isafirði. Fimm manns, hjón, unglingspiltur og tvö börn brenna inni. Aðfaranótt mánudagsins 3. júní, klukkan liðlega 5 varð þess vart, að eldur var laus í húsinu Fell við Hafnarstræti hér í bænum. Slökkviliðið var þegár kallað á vettvang, en áð- ur en það gat við nokkuð ráð- ið var Fell orðið alelda og eld- urinn kominn í sambygging- una andspænis því við götuna. Brann þar allt, sem brunnið gat, laust og fast, í tveimur húsum, nema eitthvað lítið af varningi og innanstokksmun- um, sem tókst að ná út á síð- ustu stundu. Þriðj a húsi í sam- byggingunni tókst með naum- indum að verja og ennfremur h.ús Ágústar Leóssonar og hús Elíasar Pálssonar, sem standa ofan og neðanverðu við Fell, sömu megin við götuna, en þessi hús skemmdust nokkuð af eldi og vatni. Eldurinn var svo magnaður i Felli, að talið er að húsið hafi ,- verið orðið alelda á stundar- fjórðungi og á hérumbil einni klukkustund var það brunnið til kaldra kola. Eins og fyrr er sagt, brunnu fimm manns inni, og voru það þessir: / Hjónin Sigurvin Veturliða- son, sjómaður, 29 ára, og kona hans, Guðrún Árnadóttir, 25 ára. Þau hjónin voru nýkom- in heim af skemmtun sjó- mannadagsins, en tveimur börnum, sem þau áttu, hafði verið komið fyrir annarsstað- ar. Hermann A. Bjarnason, ' verzlunarmaður, 17 ára, Sig- ríður B. Bjarnadóttir, 4 ára, og Bjarney Sveinsdóttir, 9 ára. Var sú síðastnefnda aðkom- andi í húsinu. öðru fólki, sem bjó á Felli, varð með naumindum bjargað á nærklæðunum einum. Einn maður, Jóhann M. Guð- mundssdn, vélstjóri, fótbrotn- aði um leið og hann stökk út Úr eldinum. Þórólfur Egilsson, • rafvirki, sem bj ó á miðhæð- inni, stökk út um gluggann á herbergi sínu á staur, sem stóð . þar fyrir framan, og tókst á þann hátt að komast niður. Húsið Fell, eign Finnbjörns Finnbjörnssonar, málara- meistara, brann til kaldra kola á hér ub bil einni klukku- stund, og ennfremur brann allt, sem brunnið gat, svo að ekki standa nema sviðnir steinveggirnir í húsunum Hafn- arstræti 4, eign Þórðar Jóhannssonar úrsmiðs, og Hafnar- stræti 6, eign Einars Guðmundssonar og Kristjáns Tryggvasonar, klæðskerameistara. Fimm manns brunnu inni, einn maður fótbrotnaði og öðru fólki, sem bjó á Felli, tókst með naumindum að bjarga út um glugga hússins, en allar eigur þess, smáar og stórar, brunnu inni. 1 húsunum Hafnarstræti 4 og 6 tókst aðeins að bjarga litlu einu af varningi, sem var í verzlunum á neðstu hæð húsanna, og húsmunum þeirra, er þar bjuggu, en meiri- partur af því, sem þar var inni, varð eldinum að bráð, og það, sem bjargaðist, var meira og minna eyðilagt. Þá urðu ennfremur talsverðar skemmdir af eldi og vatni á hiísinu Hafnarstræti 8, eign Elíasar Kærnested, skósmíðameistara, og gluggar sprungu í bókaverzlun Jón- asar Tómassonar í Hafnarstræti 2. Eignatjón af völdum þessa hræðiléga bruna er talið að nemi minnst 2—3 milj. króna, og eftir hann eru 10 fjöl- skyldur og 7 einhleypir menn, eða samtals 56 manns húsnæðislausir. » Þá fótbrotnaði einn maður, Matthías Sveinsson, kaupmað- ur, er hann var að vinna að björgunarstarfi. Fleiri meidd- ust ekki verulega, en átakan- legt var að heyra angistarvein þeirra, er vissu ástvini sína brenna þarna inni, og munu þeir seint ná sér eftir þennan hræðilega atburð. Á Felli bjuggu eftirtaldar fj ölskyldur og einstaklingar, sem björguðust úr brunanum: Arne Sörensen úrsmiður, kona hans Sigríður Arnadóttir og 4 börn þeirra. Asgeir Sigurðsson verkamað- ur, kona hans Anna Her- mannsdóttir og 1 barn þeirra. Aðalsteinn Sigurðsson verka- maður, kona hans Marta Markúsdóttir og 4 börn þeirra. Sigurlaugur Sigurlaugsson sjómaður, kona hans Karitas Rósinkarsdóttir og 5 börn þeirra. Hermann Jóhannsson sj ó- maður, kona hans Aðalfriður Friðriksdóttir. — Fósturbörn þeirra tvö, sem bjuggu hjá þeim, brunnu bæði inni eins og fyrr er sagt. Kristján Kristj.ánsson verka- maður, móðir hans Elísabet Hermannsdóttir og systir Sig- ríður Kristj ánsdóttir. Ennfremur bjuggu þar þess- ir einstaklingar: Jón Stefánsson verkamaður, Jóhann M. Guðmundsson vél- stjóri, Þórólfur Egilsson raf- virki, Þorgerður Gestsdóttir saumakona og systkinin Þór- unn Benjamínsdóttir og Birgir Benjamínsson, en þau voru hvorugt heima. Dvelur hún nú í Noregi, en hann er á ferð með nemendum Gagnfræða- skólans. I Hafnarstræti \ bjuggu þessar fjölskyldur: Þórður Jóhannsson úrsmið- ur, kona hans Kristín Magnús- dóttir og 6 börn þeirra. Sóley Þorsteinsdóttir, ekkja, móðir hennar Þorlaug Bene- diktsdóttir og 4 börn. I Hafnarstræti 6 bjuggu þessar fjölskyldur: Kristján Tryggvasón, klæð- skeri kona hans Margrét Finn- bjarnardóttir og tvær dætur þeirra. Einar Guðmundsson klæð- skeri, Þuríður Vigfúsdóttir kona hans og tvær dætur þeirra. Jónína Jónsdóttir, Guðbjörg Halldórsdóttir og Arndís Þor- valdsdóttir. Það eru því samtals 10 fjöl- skyldur alls 49 manns og 8 einstaklingar sem eru húsnæð- islausir eftir þennan hræði- lega eldsvoða. Auk þess brunnu þarna eftirtaldar verzlanir og verk- stæði. I Felli verzlun Agústs Leós- sonar, málningarverzlun Finn- björns Finnbjörnssonar og raf virkj averkstæði Júlíusar Helgasonar. I Hafnarstræti 4 Verzlun Böðvars Sveinb j arnarsonar, úrsmíðaverkstæði og verzlun Þórðar Jóhannssonar og Hár- greiðslustofa Elínar Magnús- dóttur. -\ Hafnarstræti 6 klæðskera- verkstæði og verzlun Einars Guðmundssonar og Kristj áns Tryggvasonar og húsgagna- vinnustofa Jóns Kristj ánssonar bólstrara. Um upptök eldsins hefur ekkert komið í Ijós annað en það, að telja má víst að fyrst hafi kviknað í forstofunni á miðhæð hússins og eldurinn breiðst þaðan út með svo skjótri svipan, að það er með öllu óskiljanlegt. Fólkið, sem bjargaðist, komst allt út um glugga, og munaði svo mjóu að eldtungurnar stóðu út um gluggana um leið og það var sloppið út. Tilraun var gerð til að komast inn -um glugga á efstu hæð, til þess að bjarga því fólki, sem bránn inni, eh herbergin voru eitt eldhaf og útilokað að komast inn, nema að kosta til fleiri mannslífum. Sem dæmi þess, hve eldur- inn hefur brotist út um húsið á skömmum tíma, má geta þess, að kl. liðlega 5 gengu þeir lögregluþj ónarnir Jón A. Jóhannsson og Halldór Jón- Framhald á 3. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.