Baldur


Baldur - 15.06.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 15.06.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 *'• ^ | ^//laa/o/l œó'/ími/ntabp X Framvegis munu birtast í „Baldri“ kaflar jineð þessari fyrir- sögn. Er það Æskulýðsfylkingin á ísafirði, sem mun annast það efni og ábyrg fyrir því. Áformað er að þar birtist greinar um sénnálefni œskulýðsins og skoðanir hans á ýmsum þeim málum, sem efst eru á baugi. Er það vel þegið að lesendur blaðsins sendi greinástúfa til birtingar í „Röddum æskunnar“, og myndi það auka fjölbreytni þeirra að mun. Er þess að vænta að nýbreytni þessari í ísfirzkum blöðum verði vel tekið, og að „Raddir æskunnar“ megi verða vettvangur, þar sem unga fólkið getur ávallt komið á framfæri kröfum sínum og áhugamálum. Greinar í „Raddirnar" sendist ritstjóra blaðsins, merktar „Raddir æskunnar“. Æslcan verður að standa einhuga í sjálfstæðismáli þjóðarinnar. BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Iíalldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. . Sími 80. — Pósthólf 124. Hvernig á að fá mern á fiskiskipin? Hvernig eigum við að ía menn á fiskiflotann, þegar hann er orðinn tvöfalt stærri en fyrir stríð? Þannig er spurt og ekki að á- stæðulausu. Það er vissulega vandamál, sem leysa verður, að fá nægilega marga menn til að stunda sjóinn, þvi undir starfi sjómanna er líf og af- koma þjóðarinnar komið. Áður en farið er að gera grein fyrir hvernig eigi að leysa þennan vanda, er rétt að varpa fram einni spurriingu. Hún er þannig: Hvers vegna er erfitt að fá menn á fiskiflotann? Það er af því að sjómenn- irnir hafa dregist aftur úr í baráttu launastéttanna fyrir bættum kjörum. Sjó- maðurinn, sem í senn vinn- ur hættulegasta, þæginda- snauðasta og þýðingar- mesta starfið fyrir þjóðar- heildina, ber oft minnst allra vinnandi stétta úr bít- um. Þessu verður að breyta. Það verður að tryggja sjómönnum að minnsta kosti eins góð kjör eins og verkamönnum, sem hafa fasta vinnu i landi, og það verður að gefa þeim tækifæri til að béra meira úr bítum þegar vel gengur. Þetta er hægt að gera með tvöföldu tryggingarkerfi. Ot- gerðin þarf að leggja í sjóð á góðu árunum, til þess að mæta skakkaföllum aflaleysisár- anna, en slikrar fyrirhyggju er ekki að vænta af útgerð- inni nema lögboðnar trygging- ar komi til. Þessu næst þarf að tryggja öllum hlutarsjómönn- um, að laun þeirra verði aldrei Jægri en laun land- verkamanna í fastri vinnu, á sama stað, en jafnframt eiga þeir að eiga vonina um betri afkomu, ef afli er góður og af- urðaverð hátt. Þetta er sú leið, sem Sósíal- istaflokkurinn bendir á, og að tilhlutan Áka Jakobssonar, at- vinnumálaráðherra er nú verið að athuga hvernig hægt væri að koma slíkum tryggingum fyrir. Með þessu móti væri í senn mætt réttmætum kröfum sjómanna um kjarabætur og afkomuöryggi og gert það, sem auðið er og nægja muni til að fá menn á fiskiskipin eftir þvi sem þjóðarnauðsyn krefur. Og skal á það bent, í þessu sam- bandi, að enginn liörgull virð- ist vera á mönnum til síldveið- anna í sumar, þótt flotinn verði mjög stór. Skýringin er hér liáa síldarverðið, sem gefur vonir um góð laun til handa þeim, sem þessar veiðar stunda. Að síðustu skal bent á það, að allar þær kjarabætur, sem landverkamenn hafa fengið hin síðustu ár, hafa unnist fyr- ir harðvítuga baráttu verka- lýðssamtakanna, og þá fyrst og fremst Dagsbrúnar. Að sjó- menn hafa dregist aftur úr kann að eiga rætur sínar að rekja til þess að forystan í hin- um stærstu stéttarfélögum þeirra hefir ekki verið sérlega skelegg. En ekki tjóar að harma það, sjómenn verða að fylkja sér sem einn maður um þær kröfur, sem hér hefur verið lýst, og Sósíalistaflokkur- inn mun gera allt, sem i hans valdi stendur, til að gera þær að veruleika. ------0------- Útför þeirra, er létust í brunanum 3. júnf. Þann 12. þ. m. fór fram jarð- arför þeirra, er létust í elds- voðanum 3. júní s. 1. Húskveðjur voru haldnar á þremur stöðum. Flutti sóknar- presturinn, séra Sigurður Kristjánsson, húskveðju yfir fóstursystkinunum, Hermanni og Sigríði, sem bæði voru í sömu kistu, og yfir Bjarneyju Sveinsdóttur, en séra Öli Ket- ilsson yfir hj ónnnum, Guðrúnu og Sigurvin, sem einnig voru bæði í einni kistu. I kirkjunni fluttu ræður biskupinn yfir Islandi, séra Sigurður Kristjánsson. Guð- mundur E. Geirdal flutti kvæði, er hann hafði ort i til- efni af þessum hræðilega elds- voða, Sunnukórinn annaðist um sönginn og Jón Hjörtur Finnbjörnsson söng einsöng. Samúðarkveðja barst frá ríkisstjórn Islands. Dómsmálaráðherra, bæjar- stjóri, bæjarfógeti og allir bæj- arfulltrúar voru viðstaddir. Athöfnin fór hátíðlega og virðulega fram. Kirkjan var þétt skipuð fólki bæði uppi og niðri og mikill fjöldi stóð utan kirkjudyra og hlýddi á at- höfnina gegnum gjallarhorn. Mun þetta vera ein sú fjöl- mennasta jarðarför, sem hér hefur farið fram á seinni ár- um. Fánar hlöktu í hálfa stöng um allan hæinn, verzlunarbúð- um og skrifstofum var lokað frá kl. 1—4 og vinnu víðast hvar hætt. ------0------- ísfirzk æska! Nú eru mörg stórmál á döf- inni, sem þjóð vor verður að standa einhuga í að berjast með eða móti. Eitt af þeim málum, sem við þurfum að berjast á móti, er beiðni Bandarikjanna um lönd til herstöðva hér á landi. Okkur hefur verið kennt frá barnæsku að elska og virða föðurland vort, okkur kennd saga þess og þá ekki sízt sagan um baráttu þjóðarinnar, bar- uttu, sem ótrauðir og einhuga menn stóðu að, menn sem börðust fyrir einingu þjóðar vorrar gegn yfirgangi erlendr- ar þjóðar. Getum við minnst þar á Fjölnismenn, Jón Sig- urðsson, Skúla Thoroddsen og marga fleiri. Árangur af bar- áttu þessara manna náði tak- marki sínu 17. júní 1944, þeg- ar stofnað var hér lýðveldi. Við minnumst öll hve einhuga þjóðin stóð i þeirri atkvæða'- greiðslu, að undanteknum ör- fáum tækifærissinnum, sem með andstöðu sinni hafa sett ó- afmáanlegan blett á nafn sitt. Já, sannarlega fögnuðum við stofnun lýðveldisins og það ekki að ástæðulausu. Við vor- um lausir við erlenda íhlutun i öllu, sem að landi og lands- málum stóð og vonuðum af heilum hug að það yrði til langframa. En nú stendur eitt stærsta stórveldi heimsins upp og fer fram á að fá hér lönd til her- stöðva. Gerum okkur grein fyrir hvaða áhrif þetta hefði á þjóð, land og landsmál, að hafa hér að staðaldri her manns, láta byggja hér her- stöðvar til varnar og sóknar. Ég veit, að enginn ykkar vill gera land vort að hernaðar- miðstöð fyrir eina eða aðra er- lenda þj óð, við vilj um og verð- um að halda okkur utan við togstreitu stórveldanna nú og í framtíðinni. Við skyldum ætla að þetta væri útklj áð mál í öllum atrið- um, en það einkennilega vill til, að svo er ekki. Þegar þessi beiðni var lögð fyrír rikis- stjórn vora, var hún mánuð að skila svari, og þá svo loðnu, að tveir þingflokkar töldu nauðsynlegt að lýsa yfir, að þetta bæri að skoðast sem neit- un. Hvernig stendur á þessum vangaveltum ríkisstj órnarinn- ar, og hver er afstaða þing- manná vorra í þessu máli? Stjórn Bandaríkj anna kvað hafa lagt þetta mál á hilluna í bili, eins og forsætisráðherra vor komst að orði. „Hættan er liðin hjá að minnsta kosti í bili“. Einasti flokkurinn, sem stað- ið hefur einhuga og gefið ein- dregið neitandi svar er Sósíal- istaflokkurinn, hinir flokkarn- ir hafa allir verið mjög loðnir, og um afstöðu þeirra vitum við ekki enn. Vegna þessa sendu stúdentar í Reykjavík fyrirspurn til allra þingmannanna um afstöðu þeirra í þessu máli. Aðeins 17 þingmenn svöruðu. Voru það 10 sósíalistar, 3 sjálfstæðis- menn, 1 alþýðuflokksmaður og 1 framsóknarmaður, sem svör- uðu neitandi og 2 framsóknar- menn, sem skiluðu svari sínu svo óskiljanlegu, að hvorki var hægt að skilja sem neitandi eða játanda. 35 þingmenn gengu fram hjá fyrirspurn stúdenta, sem þeim hafði ver- ið vorkunnarlaust að svara af eða á. Nú líður óðum að Al- þingiskosningum. Áður en við göngum að kjörborðinu, verð- um við að vera búin að fá ein- dregið svar frá hverju þing- mannsefni, hver afstaða hans sé í herstöðvamálinu, sérstak- lega þar sem heyrst hafa radd-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.