Baldur


Baldur - 21.06.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 21.06.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R > Skammtað ú.v skrínunni. f undirbúningi málsins stóð var þessi: Fulltrúi þeirra i bæjarstjórn greiddi atkvæði með þvi að bærinn legði 200 þús. kr. að svo komnu og meira, ef þörf gerðist, í hlutafélag, sem öll út- gerðarfélög í bænum höfðu á- kveðið að stofna, til þess að koma hér upp fiskiðj uveri, enda höfðu allir aðilar komið sér saman um hlutafélagsform- ið. Tillaga um samlag' kom aldrei formlega fram. Aftur á móti greiddi bæjar- fulltrúi sósíalista atkvæði gegn tillögu alþýðuflokksfulltrú anna um að bærinn legði fram 400 þús. kr., en Samvinnufélag- ið og Njörður h. f. settu það að skilyrði fyrir þátttöku sinni í félaginu, eins og kunnugt er. Byggist sú afstaða fulltrúans á því, að hagur bæjarsjóðs er ekki það góður eftir 24 ára stj órn kratanna, að hann væri aflögufær um fram það sem á- kveðið var á fjárhagsáætlun. Urslitakostir Samvinnufé- lagsins og Njarðar, þar sem þessi félög ganga að nokkru frá fyrri skilyrðum, voru aldrei send bæj arstj órn, held- ur Björgvin Bjarnasyni. Sósíal- istar höfðu því enga aðstöðu til að taka afstöðu um þau, enda slcyldi þeim svarað samstund- is. Þegar svo búið var að stofna tvö félög og beiðni kom frá Fiskiðjusamlagi Isfirðinga um 200 þús. kr. framlag bæjar- sjóðs, fékk fulltrúi sósíalísta í bæjarstjórn samþykkta til- lögu um að fresta málinu, til þess að reynt yrði til hlýtar að sameina alla aðila um eitt iðj u- ver. Síðan hefur þetta gerst. Fyrir tilstilli sósialista sendi meirihluti bæj ai’stj órnar eftir- farandi tillögu til samkomu- lags: Undirritaðir bæjarfulltrúar meiri- hluta bæjarstjórnar lsafjarðar höf- um í tilefni af samþykkt bæjar- stjórnar 10. maí s. 1. ákveðið að snúa okkur til stjórna Fiskiðjuvers- ins h. f. og Fiskiðjusamlags ls- firðinga, og leggjum fram eftirfar- andi tillögur sem samkomulags- grundvöll í fiskiðjuversmálinu: 1. Bærinn ábyrgist hlutafé það, sem á vantar 1 millj. krónur í Fisk- iðjuverinu h. f., fáist innan bæjar fyrir 1. okt. n. k., enda leggi þá allir aðilar Fiskiðjusamlagsins fram áður lofuð framlög sín til þess félags í Fiskiðjuverið h. f. 2. Þátttaka verði heimil öllum félögum og einstaklingum, sem eru í Fiskiðjusamlagi Isfirðinga, svo og öðrum félögum og einstaklingnm í bænum. 3. Byrjunarhlutaféð verði ekki aukið fyrr en í októbern. k., þann- ig að félögum og einstáklingum á lsafirði gefist- kostur á að auka framlag sitt að afstaðinni síldar- vertíð. 4. Ákvæði 14. gr. félagslaga Fisk- iðjuversins h. f., um arðsúthlutun breytist þannig að í stað orðsins „hluthafa“ í setningunni „og því næst eftir verðmæti keyptra og seldra afurða lilutliafa í krónum“ o. s. frv., komi orðin „viðskipta- manna búsettra á lsafirði“. 5. Fjölgað verði í stjórn félags- ins, þannig að hana skipi 5 menn. Með tilliti til þess, að umsókn- ir um lán úr Stofnlánadeild Lands- banka Islands eiga að hafa borist Nýbyggingarráði til umsagnar fyr- ir 20. þ. m., er nauðsynlegt að svar yðar við samkomulagstillögum þessum hafi borist eigi síðar en 18. þ. m. Meirihluti bæjarstjórnar leggur kapp á að fullt samkomulag náist um byggingu fiskiðjuversins, og er reiðubúin til að hafa milligöngu um viðræður milli aðila eftir því sem þörf krefur. Isafirðii, 15. júní 1946. Virðingarfyllt (Undirskriftir.) I þessum tillögum er í höf- uðatriðum gengið að öllum þeim skilyrðum, er Samvinnu- félagið og Njörður h. f. settu í úrslitakostum þeim, er þeir sendu Björgvin Bjarnasyni, að því viðbættu, að hér er ákveð- ið að arði skuli úthlutað eftir viðskiptum til allra þeirra Is- firðinga, er skipta við félagið að undanteknum 5% til hlut- hafa og framlagi til sjóða fé- lagsins. Þegar þetta er ritað, hefur stjórn samlagsins ekki svarað, en búast má við svari hennar í dag. Hinsvegar lýsti Hannibal Valdimarsson því yfir á fundi, er Sjómannafélag ísfii’ðinga og verkalýðsfélagið Baldur héldu um fiskiðjuversmálið 18. þ. m., að það væri sitt persónulegt á- lit, að þessu yi’ði lxafnað og ennfremur kvaðst hann ekki sjá ástæðu til að leggja bæði félögin niður í þeirri von að sameining tækist um nýtt fé- lag. Þrátt fyrir þetta svar Hanni- bals skal hér engu um það spáð, hvert svar samlagsstj órn- ar verður. Á sjómanna- og vei’kalýðs- fundinum var samþykkt til- laga um að fisldðj uverið yrði starfrækt á samlagsgrundvelli og greiddu þeir sósíalistar, ér fundinn sóttu, henni atkvæði, og sýndu þar með að þeir. ei’U fylgj andi samlagi og vilj a sam- eina öll útgerðarfélög i bænurn á þeim gi’undvelli. Aftur á móti kom það fram í þessari tillögu að alþýðu- flokksmenn eru svo gjörsam- lega fallnir frá fyrri afstöðu um framlag bæjarins, að þeir telja jnögulegt að bæinn leggi ekkert fram og gera þar með ráð fyrir að endanlegt stofnfé verði 1 miljón kr. i stað iy2 miljón kr. eins og alla tíð hefur verið gert ráð fyrir, og áreiðanlega mun ekki reyn- ast of mikið. Af því, sem hér hefur verið sagt, geta allir séð, að sósíal- istar leggja áherslu á, að sam- komulag fáist í þessu mikla nauðsynjamáli allra Isfirðinga. Sósíalistaflokkurinn mun líka halda þessum sáttatilraunum áfram, ef samkomulag tekst ekki á grundvelli þeirra til- lagna, sem nú liggja fyrii’, og birtar eru í þessari grein, og beita til þess öllum þeim áhríf- Er ritfrelsi á Islandi? Þetta mun vafalaust þykja óþörf og heimskuleg spurning, og er það von. I stjórnarskránni er það bein- línis tekið ákveðið fram, að mál- frelsi og ritfrelsi megi aldrei skerða á Islandi. En þrátt fyrir þetta ágæta ákvæði í stjórnar- skránni er þessi spurning ekki á- stæðulaus, og skulu hér nefnd nokkur dæmi því til sönnunar. Þáttur Leikfélags Reykjavíkur. Eins og önnur blöð í Reykjavík, hefur Þjóðviljinn, aðalmálgagn Sósíalistaflokksins, birt dórha um leiksýningar, sem þar hafa verið. Til þess að skrifa þessa dóma, hef- ur blaðið jafnan valið hæfustu menn til þeirra hluta, sem álitu skyldu slíkrar gagnrýni að segja kosti og lesti á því, sem fram var borið og vera almenningi til leið- beiningar. Forustumenn Leikfélags Reykja- víkur virðast hins vegar hafa álitið, að hlutverk blaðagagnrýninnar væri aðeins að hrósa því, sem fé- lagið byði almenningi til sýnis. — Það gerðu gagnrýnendur Þjóðvilj- ans ekki, heldur settu út á það, sem þeim þótti aðfinnslu vert. Þetta líkaði forystumönnum leikfélags- ins ekki og óskuðu að þessu yrði breytt. En er það fékkst ekki gripu þeir til þess ráðs að neita að aug- lýsa leiksýningar félagsins í Þjóð- viljanum. Þeir vissu, að blaðið átti í vök að verjast fjárhagslega, og mátti illa við að missa af auglýs- ingatekjum, þótt litlar væru. Þess vegna var nú gripið til þessarar alræmdu hótunar liins sterka gegn þeim, sem veikari er: —■ Ef þú ekki liugsar og talar eins og ég vil, þá svelti ég þig. En sem betur fór, fyrir Leikfélag Reykjavíkur, en ekki fyrir Þjóð- viljann, því hann var jafn lifandi og dauður, livort sem hann fékk þessar auglýsingar eða ekki, þá hætti það við að framkvæma þessa hótun, og Þjóðviljinn hefur haldið áfram að birta sína ágætu gagn- rýni um leiksýningar þess, al- menningi og leikendum til lærdóms og gagns. Kvikmyhdaliúsin koma til sögunnar. 1 vetur tók Þjóðviljinn upp þá nýbreytni í íslenzkri blaða- nm, sem þeir hafa yfir að ráða. Og það er vegna þess, að sósíal- istar hafa ekki talið það væn- legt til sátta í málinu, að hefja um það blaðadeilur eins og Skutull hefur gert, að Baldur hefur leitt hjá sér að svara ó- sannindavaðli og rógi hans í sambandi við þetta mál, enda þótt fullkomin ástæða hafi ver- ið til þess, og hlutur alþýðu- flokksmanná sé ekki sem glæsilegastur ef ofan af þeim væri Hett, og má í því sam- er flett. ......0------- Afmælisdagar. Þrír ágætir borgarar hér í bæn- um áttu nýlega sextugsafmæli, en þeir eru: Elías J. Pálsson, kaup- maður, 11. þ. m. — M. Simson ljósmyndari á livítasunnudag og Sumarliði Yilhjálmsson bæjarpóst- ur 13. þ. m. Ennfremur átti Þóra J. Einarsson sjötugsafmæli 6. þ. m. og Árni J. Auðuns fertugsafmæli 19. þ. m. mennsku, að birta að staðaldri dóma um þær kvikmyndir, sem sýndar eru. Þetta var mjög vinsælt meðal almennings. I þessari gagnrýni blaðsins eru hispurslaust sagðir kostir og gall- ar þeirra kvikmynda, sem á boð- stólum eru, og lélegar myndir fá þar að verðleikum harða dóma. Þetta líkar kvikmynda húsaeig- endum ekki. Þeir sjá réttilega, að þetta getur orðið til þess, að al- menningur fer að gera hærri kröf- ur um val þeirra kvikmynda, sem honum eru sýndar, — af því leiðir að kvikmyndahúsin verða að sýna vandaðri og dýrari myndir og gróðamöguleikar þeirra minnka. Slíkt geta þessir gróðabrallsmenn ekki þolað, og þá er gripið til þess ráðs að hætta að auglýsa í Þjóð- viljanum og hætta að senda blað- inu aðgöngumiða á bíó. Með þessu á að þagga niður gagnrýni blaðs- ins. En bíóin í Reykjavík hafa áður stráffað Þjóðviljann á þennan liátt. Það var á Finnagaldurstímunum. Blaðið hélt áfram að koma út eftir sem áður, og svo verður einnig nú, einhver ráð mun það líka hafa til þess að ná í bíómiða, svo að þessi vinsæla gagnrýni þess getur haldið áfram eftir sem áður, þrátt fyrir þessi bolabrögð bíóeigenda. Þau verða þeim einum til ævarandi minnkunar. Hér er hætla á feröum. Þessi lierferð bíóeingenda gegn ritfrelsinu hefur óneitanlega sínar skoplegu hliðar, er gerir þá að við- undrum-í augum alþýðu. En hér er einnig alvara á ferðum. Nokkrir inenn, sem fengið hafa aðstöðu til að græða fé á kostnað almennings, ætlar sér, í krafti peningavaldsins að ráða livað sagt er og skrifað um það, sem þeir græða peninga á að selja almenningi, í þessu tilfelli kvikmyndir. Taumlausari fyrirlitn- ingu á rétti manna til að tjá liugs- anir sínar og skoðanir í ræðu og riti er ekki hægt að hugsa sér, og sú þjóð er sannarlega siðferðilega illa á vegi stödd, sem ekki fyllist viðbjóði gegn því að beitt sé refsi- aðgerðum í þeim tilgangi að tak- marka ritfrelsi á Islandi, og rís sem einn maður gegn því. Sfldarverðið hækkar. Síldarverð hækkar um 67,6 prósent frá í fyrra. Stj óm síldarverksmiðj a ríkisins samþykkti það á fundi sínum 6. þ. m., að síldarverðið í sumar skyldi verða 31 kr. á málið. Er hér um geysilega hækkun að ræða frá i fyrra, en þá var síldarverðið aðeins kr. 18,50 á málið. Dagana áður hafði stjórn síldarverksmiðj a ríkisins setið á fundum i Reykjavik til að ræða jnnsan undirbúning að rekstri verksmiðjanna i sum- ar. Gömlu ríkisverksmiðjurnar verða væntanlega tilbúnar að taka á móti síld í lok þessa mánaðar, en afköst þeirra bafa verið aukin um 4000 mál á sólarhring frá því í fyrra. Nýju verksmiðj urnar á Siglufirði og Skagaströnd verða ekki tilbún- Framhald á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.