Baldur


Baldur - 21.06.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 21.06.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R St j órnar samstarf. Framh. af 1. síðu. ar svo snemma, en byggingar- nefndin ætlar, að þær verði til- búnar upp úr miðjum júlí. Þó er það af ýmsum kunnugum talið of mikil bjartsýni. Und- anfarin ár hafa rikisverk- smiðjurnar byrjað að taka á móti síld 8. júlí, en að þessu sinni er i ráði, að sildarmót- taka hefjist 29.—30. þ. m. Verð á síld er nú ákveðið 31 kr. málið fyrir þá, sem selja föstu verði, en eins og að und- anförnu er öllum heimilt að leggj a síld inn til vinnslu og fá menn greidd út á síldina 85% af hinu áætlaða verði og síð- an endanlegt uppgjör, þegar verksmiðj urnar hafa gert upp reikninga sína. Síldarverðið í fyrra var kr. 18,50, og er því liér um geysilega hækkun að ræða. Stjórn síldarverksmiðj a rik- isins tók þessar ákvarðanir 6. þ. m. og samþykkti að skrifa atvinnumálaráðherra og leita heimildar hans um að kaupa síldina ofangreindu verði. Sú heimild hefur nú tafarlaust fengist. ------0------- Sjómannakór ísafjarðar fór í söngför til Súðavíkur og Bolungavíkur á annan í hvitasunnu og rann ágóðinn af för kórsins til þeirra er urðu fyrir tjóni í eldsvoðanum 3. þ. m. Farið var með mb. Richard og voru nokkrir farþegar með auk kórsins. Fararstjóri var Kristján H. Jónsson. Veður var kalt en fremur gott að öðru leyti. Viðtökur voru ágætar á báðum stöðunum. I Bolungavík talaði söng- stjóri Karlakórs Bolungavíkur nokkur örð og þakkaði gestun- um komuna, en kórinn söng nokkur lög. Að því loknu söng Sjómannakór Isafjarðar eitt lag, og var svo haldið heim. Ferðin var hin ánægjuleg- asta. Fjársöfnunin til handa fólki því, er varð fyrir tjóni vegna brunana 3. júní, verður haldið opinni til n. k. laugardagskvölds. Þeir, sem enn kynnu að vilja láta eitthvað af hendi rakna til söfnunarinnar, eru vinsamlega beðnir að gera það fyrir þann tíma. Fj ársöf nunarnef ndin. Tilkynning til pafvirkja. Þar sem rafveitustjórn Rafveitu Isafjarðar og Eyrar- hrepps hefir ákveðið að löggilda rafvirkja til rafmagnslagna á orkuveitusvæði rafveitunnar, tilkynnist hér með þeim, sem hafa hugsað sér að sækja um löggildingu til stjómar rafveit- unnar, að gera það sem fyrst. Löggildingarskilyrði fyrir rafvirkja fást á skrifstofu raf- veitunnar — fyrir þá, sem telja sig hafa rétt til löggildingar. Eftir 15. júlí 1946 fá ekki aðrir en þeir, sem hlotið hafa löggildingu rafveitustjórnar, að taka að sér rafmagnslagnir innan orkuveitusvæðis Rafveitu Isafjarðar og Eyrarhrepps. Rafveita Isafjarðar og Eyrarhrepps. BÓKHLAÐAN A ÍSAFIRÐI. Annar bókalisti ársins 1946: Islenzk skáldrit: ób. ib. alsk. Til móð.ur minnar, ljóð ýmissa höfunda 40,00 Ljóð, Guðmundur Kamban ............... 100,00 2 sögur, Theódór Friðriksson ......... 10,00 Jón skósmiður, Theódór Friðriksson .... 35,00 Jörðin græn, Jón Magnússon ........... 12,50 Islenzk úrvalsljóð II., Bjarni Thorarensen 25,00 Heiman ég fór, Snorri Hjartar o. fl. völdu 55,00 75,00 Raddir úr hópnum, Stefán Jónsson...... 18,00 25,00 Á bernskustöðvum, Guðjón Jónsson .... 30,00 Á valdi hafsins, Jóhann Kúld ......... 20,00 Sjálfsagðir hlutir, H. K. Laxness......... 40,00 55,00 Aðrar innlendar bækur: Frá yztu nesjum III., Gils Guðmundsson 15,00 Þingeyingasaga, Björn Sigfússon .......... 20,00 Þjóðsögur Sigf. Sigfússonar, 6. hefti .... 20,00 Þjóðsögur Sigf. Sigfússonar, 7. hefti .... 12,00 Islenzkir sagnaþættir VI., Guðni Jónsson 15J)0 Gríma XXI............................... 8,00 Heimsstyrjöldin 1939—’45 ................. 35,00 45,00 Læknar á Islandi, 2. prentun ......... Stærðfr. Stýrimannask., Jónas Sigurðsson 60,00 Fingrarím ................................ 25,00 Ensk orð og orðtæki, Sig. L. Pálsson .... 20,00 Blaðamannabókin ...................... 55,00 Heimskringla II., útgáfa Fornritafélagsins 40,00 90,00 Réttarsaga Alþingis, Einar Arnórsson .. 50,00 Manneldisfræði, Kristín ólafsdóttir .... 22,50 Glens og gaman ........................... 12,50 Nýjar leiðir II., rit Náttúrul.fél. Islands 22,50 Hannyrðabókin............................ 17,00 72 Krosssaumsbekkir ....................... 4,00 Island og Borgundarhólmur, Jónas Jónss. 2,50 Lýðveldishugvekj a um íslenzkt mál .... 50,00 Nótnahefti: 15 karlakórslög, Skarphéðinn Þorkelsson 25,00 Syngjandi æska, Hallgrímur Helgason .. 16,00 ób. ib. 20 íslenzk þjóðlög, Hallgrímur Helgason 18,00 Átta karlakórslög, Hallgrhnur Helgason 17,00 Barna- og unglingabækur: Skræpuskikkja og aðrar sögur, Fr. Hallgr. 14,00 Beverley Grey í 3. bekk 20,00 Tarsan og sjóræningjarnir 6,50 Hrokkinskeggi II 30,00 Sörli sonur Toppu ... 25,00 36,00 Benni í leyniþjónustu 20,00 Sally litlalotta ; 16,00 Gestir á Hamri, Sig. Helgason 12,50 Jakob Ærlegur 22,00 30,00 Einu sinni var III 20,00 Þýddar bækur: Frú Parkington, L. Bromfield 40,00 Auðlegð og konur, L. Bromfield 40,00 54,00 Sjafnarmál, bókin um konuna og ástina 26,00 Undralæknirinn Parish, M. Barbarell . . 10,00 18,00 Kvendáðir, Etta Shiber 38,80 Kabloona, Contran de Poncins 48,00 62,00 Vor um alla veröld, Nordahl Grieg .... 30,00 42,00 Stóri Niels, Albert Viksten 25,00 36,00 Reimleikinn á herragarðinum, S. Lagerlöf 15,00 Einn gegn öllum, Ernest Hemmingway .. 18,00 Viktoría Grandolet, Bellamen 20,00 I vopnagný II 13,00 Nafnlausi samsærisforinginn 16,00 Smyglararnir frá Singapore 10,00 Lystin að kyssa 4,00 Leyndarmál hertogans 23,00 Örlög ráða 26,00 Basil fursti 5,00 Hefnd stýrimannsins 12,00 Ég er af konunga kyni 20,00 Sakamálafréttaritai’inn 16,00 Stjórnai’bylting í S.-Ameríku 10,00 Af og til koma útlendar bækur, blöð og tímarit. Isafirði, 12. júní 1946. Jónas Tómasson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.