Baldur


Baldur - 24.06.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 24.06.1946, Blaðsíða 1
Ala u ÚTGEFANDI; SÓSÍALISTAFÉLAG ÍSAfJARÖAR XII. ÁRG. fsafjörður, 24. júní 1946 16. tölublað. Siálfstæöi Hogsæld Nenning Frambjóðandi • Sósíalistaf lokks- ins í Strandasýslu, Haukur Helgason, er Vestfirðingur, fædd- ur á ísafirði 29. nóv. 1911. For- eldrar hans eru Lára Tómas- dóttir og Helgi Ketilsson, ísa- firði. Haukur lauk stúdentsprófi árið 1933 og fór sama ár til Stokkhólms og las hagfræði og Þjóðfélagsvísindi á Háskólanum þar í borg. Árið 1935 var hann skipaður aðalbókari Útvegsbank- ans á ísafirði en tveim árum síðar hélt hann enn til Stokk- hólms til náms á Háskólanum þar. Sama árið og styrjöldin braust út kom hann heim til ís- lands og tók aftur við stöðu sinni á fsafirði. Árið 1942 var hann kosinn í bæjarstjórn ísafjarðar. Átti hann sæti meðal annars í skólanefnd og rafveitustjórn. Jafnframt var hann endurskoðandi Kaupfé- lags ísfirðinga og kenndi í Gagn- fræðaskólanum. Haukur tók mikinn þátt í félagsstarfsemi meðal annar er hann formaður Stúdentafélags ísafjarðar. í ársbyrjun 1945 tók hann sæti í Viðskiptaráði sem fulltrúi Sósíalistaflokksins og hef ur gegnt því starfi síðan. Hann tók sæti Áka Jakobssonar í Stjórnarskrár- nefnd þegar Áki varð ráðherra. Hinn fulltúi flokksins í þeirri nefnd er Einar Olgeirsson. Haukur Helgason er í stjórn | Sósíalistaflokksins. Haukur er mikill atorkumað- ur og ræðumaður ágætur eins og við Strandamenn höfum orðið varir við. í ræðuflutningi sam- einar hann það hvort tveggja að vera prúðmannlegur í fram- komu en þó harðfylginn sér. f kosningunum 1942 skoraði Sósíalistaflokkurinn á þjóðina að fylkja sér um flokkinn og gera sigur hans sem mestan. Hann lýsti því yfir, að kosningasigur Sósíalistaflokksins gæti einn afstýrt endurfæðingu þjóðstjórn- arinnar. Þjóðin svaraði þessari mála- leitan Sósíalistaflokksins með því að kjósa 10 af frambjóðendum hans á þing. Þessi sigur flokks- sins varð til þess að núverandi ríkisstjórn var mynduð. Sigur flokksins varð því grundvöllur að þeirri atvinnubyltingu, sem nú á sér stað til sjávar og sveita. Sigur flokksins olli því að at - vinnuleysi hefur ekki skollið á, heldur er nú atvinna til handa hverjum vinnufærum fslendingi. Sigur flokksins kom ekki aðeins íveg fyrir kauplækkanir, heldur Strandamenn ! Tryggið ykkur tvo fulltrúð á Alþingi! Kjösið Hðuk Helgason f sumarkosningunum 1942 fékk frambjóðandi Sósíalista- flokksins í Strandasýslu tæplega 7% af greiddum atkvæðum. í haustkosningunum sama ár fékk frambjóðandinn tæplega 11% af greiddum atkvæðum. Að öllum líkindum mun Haukur Helgason þurfa lítið yf- ir 20% til þess að verða upp- bótarþingmaður eða um það bil 170 til 190 atkvæði. Strandamenn! Tryggið ykkur tvo þingmenn með því að kjósa Hauk Helgason, hin skelegga frambjóðanda Sósalistaflokksins. X HAUKUR HELGASON. Myndi Haukur Helgason sóma sér vel sem fulltrúi Stranda- manna á Alþingi, og er vonandi að svo mætti verða. Jön Sæmundsson. Stefnuskrá Sameiningaiflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins fyrir Alþingiskosningarnar 1945. einnig gerði það mögulegt að hækka og jafna laun launþeg- anna og afurðaverð bændanna. Nú hefur Sósíalistaflokkurinn lagt fram stefnuskrá sína fyrir væntanlegar Alþingiskosningar 50. júní. Eru þar talin helztu verkefnin, sem flokkurinn mun berjast fyrir eftir kosningar. • Fyrsti kafli stefnuskrárinnar fjallar um sjálfstæðis - og utan- ríkismál. Segir þar m- a.: Sósíalistaflokkurinn álítur það takmarkið með utanríkispólitík lýðveldisins að tryggja sjálfstæði og lífsafkomu þjóðarinnar. Þetta vill flokkurinn, að gert sé með eftirfarandi: 1. Þjóðin leggi áherzlu á að halda vináttu við þjóðir Evrópu sem Ameriku og gæti þess í utanríkispólitík sinni að ljá engu stórveldi fangstaðar á landinu. Einmitt sökum þess, hve þýðing- armikið land vort er orðið vegna legu sinnar, þarf þjóðin að tryggja það, að þrátt fyrir vin- áttu við stórveldin, fái ekkert þeirra herstöðvar hér, því slíkt yrði eðlilega skoðað sem raun- veruleg uppgjöf sjálfstæðis af öðrum ríkjum og fjandsamlegt athæfi við þau. Sósíalistaflokkurinn og hver einasti frambjóðandi hans og þingmaður fylgir eindregið eft- irfarandi kröfum í sjálfstæðis- málinu: a. Allur erlendur her hverfi taf- arlaust brott af íslenzkri grund. b. Engu erlendu ríki eða ríkja- samböndum séu veittar her- stöðvar á fslandi, hvorki til langs né skamms tíma. c. Enginn samningur sé gerður við erlend ríki um að taka að sér að veita hervernd íslandi til handa, því slíkur samning- ur væri dulbúin sala á her- stoðvum. 2. Samningur við erlendar þjóðir um að tryggja íslending- um afnot fiskimiða og örugga markaði. — Framtíð vor byggist á hinum ríku fiskimiðum við land vort. Það þarf að fá alþjóð- Framhald á bls. 2. Sérhvert atkvæðisem Kristján Einarsson fær styrkir heildsðlðnn Björn Ólðfsson Allir vita um deilur þær, sem eru innan íhaldsflokksins og sem hafa lokið með fullkomn- um sigri heildsaláklíkunnar, samanber það, að sjálfur borgar- stjórinn í Reykjavík vék úr sæti fyrir heildsalanum Birni Ólafs- syni. Atkvæði þau, sem falla á hina vonlausu frambjóðendur íhalds- ins, eins og t. d. Kristján Ein- arsson, eru því greidd heildsala- klíkunni. Sérhvert atkvæði, sem Kristján Einarsson fær, verður til þess að styrkja þau öfl í þjóð- félaginu, sem vilja leigja eða selja landsréttindi, sem vilja viðhalda heildsalagróðanum, sem vilja nýsköpunina feiga. Strandamenn! Kjósið Hauk Helgason , frambjóðanda þess flokksins, sem er einn allra flokka gegn afsali eða leigu á landsréttindum, sem hefur einn allra flokka bennt á ákveðnar leiðir til að afnema eða stórlega draga úr heildsalagróðanum, sem einn allra flokka vill áfram- hald nýsköpunarinnar. Kjósið Hauk Helgason.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.