Baldur


Baldur - 24.06.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 24.06.1946, Blaðsíða 4
4 BALD U R andi kjósendur Framsóknar munu þakka þessa frammi- (Stöðu flokksins á verðugan hátt í kosningunum 30. júní. í öllum gömlu þjóðstj&rnar- Elokkunum vakir enn löngun- in til þess að taka aftur upp þráðinn frá 1942. Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa víða yfirlýsta andstæðinga nýsköpunarinnar í kjöri við þess- ar kosningar. Að greiða þessum stefnulausu flokkum atkvæði getur því eins þýtt það, að ver- ið sé að efla afturhalds- og stjórn- ar-andstöðuöflin til brautargeng- is og styðja að stöðvun og eyði- leggingu nýbyggingar atvinnu- veganna. Eini stjórnarflokkur- inn, sem frá upphafi hefir staðið heill og óskiftur að nýbygging- unni, og hefir lýst því skorinort yfir, að hann muni beita sér fyrir áframhaldandi stórstígum framförum á öllum sviðum þjóð- lífsins, er Sósíalistaflokkurinn. Það er því mikilsverðara nú en nokkru sinni fyrr, að efla Sósíal- istaflokkinn. Þetta á þó sérstak- lega við um verkalýðinn, en liann hefir dýrkeyptasta reynslu 'af samruna þjóðstjórnarflokk- anna gömlu. Hann mun því í þessum kosningum styrkja að- stöðu sína og samtaka sinna með því að færa flokki sínum, sam- einingarflokki alþýðunnar, glæsi- legan og verðugan kosningasig- ur. Guðm. Vigfússon. Blekkínga« lilraun íhaldsíns Áróðursmenn íhaldsins, t. d. Sigurður Árnason fylgismaður Kristjáns Einarssonar um sýsl- una, hafa borið það út, að leyni- legt samkomulag hefði verið gert á milli íhaldsins og sósíalista um að stuðla að kosningu Kristjáns. Þessi áróður er uppspuni frá rót- um og til þess eins fram borinn að blekkja kjósendur. Ekkert slíkt samkomulag hefur verið gert enda algjörlega útilokað þar sem stefnumið flokkanna eru svo gjörólík. • Strandamenn! Látið ekki fa<ra- þvætting ihaldsins blekkja ykk- ur sýn. Kjósið Hauk Helgason og tryggið þar með að sýsla ykk- ar fái tvo fulltrúa á þing. Hermann á sök á. dýx'tídinni Sósíalísta- tlokkurínn er vaxandí ílokkur Jón Sigurðsson, frambjóðandi kratanna, gerði á framboðsfund- unum mikið úr því að fylgi sósí- alista væri hrörnandi. Hið sanna er að Sósíalista- flokkurinn á sívaxandi fylgi að fagna hjá þjóðinni. Þannig bætti flokkurinn við sig eitt þúsund atkvæðum í Reykjavík í bæjar- stjórnarkosningunum í vetur, varð stærsti flokkurinn á Akur- eyri, stærsti flokkurinn á Siglu- firði, fékk hreinan meirihluta í Neskaupstað svo dæmi séu nefnd. • Hins vegar er fylgi kratanna sem óðflugast að minka og er ástæðan sú, að forystumenn þeirra eru gersamlega búnir að bregðast hlutverki því, sem verkalýðurinn fól þeim á sínum tíma. Krataforingjarnir sölsuðu undir sig eignum verkalýðsfélag- anna í Reykjavík þegar þeir sáu fram á að þeir misstu meiri- hlutann í félögunum. Stefán Jóhann misnotaði aðstöðu sína sem opinber sendimaður í Sví- þjóð í fyrra og útvegaði heild- sölufyrirtæki sínu einkaaðstögu í viðskiptum við Svía. Þannig mætti lengi telja. • íslensk alþýða snýr baki við eiginhagsmunastjórnmálamönn- um krataflokksins og Stranda- menn munu ekki greiða Jóni Sigurðssyni nokkurt atkvæði 30. júní. Sá, sem það kynni að gera, kastar atkvæði sínu á glæ. • Strandamenn! Kjósið Hauk Helgason, frambjóðanda þess flokksins, sem einn allra flokka gætir hagsmuna íslenzkrar al- þýðu. X HAUKUR HELGASON. Hann lét fvö tækííærí tíl ad sporna við hcnní ganga sér úr greípum Aðaládeila Hermanns Jónas- sonar á núverandi ríkisstjórn er að stjórnin hafi ekkert gert í dýrtíðarmálinu. Þetta eru stað- lausir stafir. Heildsalamálin svo- kölluðu voru t. d. fyrst afhent sakadómara eftir að fulltrúi Sósí- alistaflokksins í Viðskiptaráði, Haukur Helgason, tók sæti í ráð- inu.Margt fleira mætti tilnefna. • En hvað gerði Hermann sjálf- ur þegar hann hafði tvö gull- væg tækifæri til að hindra dýr- tíðina eða draga stórlega úr henni? Hann gerði ekkert. • Fyrsta tækifærið gafst þegar styrjöldin brauzt út í sept. 1939. Þá var Hermann forsætisráð- herra í þjóðstjórninni. Þjóð- stjórnarflokkarnir þrír, kratar, íhald og framsókn, gerðu ekkert til að hindra dýrtíðina. Þvert á móti ýttu þeir henni af stað með því að samþykkja — gegn atkvæð- um sósalista — þá breytingu á tollalöggjöfinni (í nóv. 1939), að tollur skyldi reiknaður af farm- gjöldum og vátryggingum auk innkaupsverðsins. • Síðara tækifærið gafst í des- ember 1942 þegar Sósíalista- flokkurinn skrifaði Framsókn bréf og bauð samvinnu um að flytja sameiginlega frumvörp um skipulagningu utanrikisverzlun- arinnar, hindrun húsabrasks og bindingu striðsgróðans. • Öruggur þingmeirihluti var fyrir þessum málum ef Her- mann hefði tekið við útréttri hönd sósía.\ist3..Hermann svaraði ekki tilboði sósialista. Þar með gekk síðara tækifærið úr greip- um. Og nú kemur Hermann og talar með vandlætingu um að ekkert hafi verið gertl Kristján Einarsson hefur enn ekki myndað sér skoðun í her- stöðvarmálinu. • Tilgangurinn með atvinnu handa öllum er að skapa miklu betri kjör en áður fyrir allar vinnandi stéttir. Nýsköpun at- vinnulífsins er aðeins undir- staðan að þeirri nýsköpun þjóð- félagsins, sem fram þarf að fara á grundvelli hinnar fyrrnefndu. • „Af öllum verðmætum jarðar- innar er maðurinn sjálfur, með allri þeirri kunnáttu. sem hann hefur aflað sér um þúsundir ára, verðmætastur ‘ gggpi (Brynjólfur Bjarnason, menntamálaráðherra, i rœðu i Háskóla íslands 1. des. Í944). • Strandamenn! Eignist tvo fulltrúa á Alþingi! Gerið Hauk Helgason að upp- bótarþingmanni! • Undir forustu sósíalista — og þá einkum Áka Jakobssonar, atvinnumálaráðlierra — hafa af- kastamöguleikar síldarverksmiðj- anna nálega tvöfaldast á þessu sumri. • Sigur nýsköpunnarinnar verð- ur einungis tryggður með sigri Sósíalistaflokksins. Fyrir atbeina Sósíalistaflokks- ins tvöfaldast fiskiflotinn á þrem árum. Sérhvert atkvæði, sem greitt er Sósíalistaflokknum eða fram- bjóðendum hans, er krafa um: SJÁLFSTÆÐI, NÝSKÖPUN OG VELMEGUN. • 8. maí s. 1. sagði Alþýðublaðið: „Það er fíflska og fávizka að krefjast brottflutning hers Banda- ríkjanna frá íslandi“. • Sérhvert atkvæði, sem Kristján Einarsson fær, hjálpar heildsal- anum Birni Ólafssyni á þing. X HAUKUR HELGASON.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.