Baldur


Baldur - 13.07.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 13.07.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 I y í »** 4 «555 -uanal:^ t V v Vitið þið hvað Stachanoff-hreyfing er? BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júli. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ölafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Simi 80. — Pósthólf 124. Kosningaúrslitin. Þegar litið er á heildarúr- slit kosninganná, er auðséð, að það er stefna stj órnarflokk- anna, nýsköpunarstefnan, sem nýtur trausts og fylgis þjóðar- innar. Framsóknarflokkurinn hefur farið hinar herfilegustu hrakfarir í þessum kosningum. Flokkurinn missir tvö þingsæti í hendur stjórnarflokkanna, annað þeirra, þingsæti for- manns þingflokks síns og ötul- astá áróðursmanns, í hendur sósíalistans Lúðviks Jósefsson- ar. Alls hefur Framsóknar- flokkurinn tapað 797 atkvæð- um og hefur nú 22,5% atkvæða í stað 26,6% 1942. Munu þess fá dæmi, að stjórnar-andstæð- ingur hafi tapað svo í kosning- um. Auk þessa fer miðstjórn Framsóknarflokksins hinar herfilegustu hrakfarir í Suður- Þingeyjarsýslu, þar sem fram- bjóðandi hennar fellur við lit- inn orðstý gegn landsölumann- inum Hriflu-Jónasi, sem bauð sig þar fram með stuðningi Framsóknarmanna i héraðinu og nær kosningu fyrir aðstoð heildsalaliðsins í Reykj avík, sem lánar til þess 200 atkvæði. 1 þessari kosningu var forusta Framsóknarflokksins að berj- ast við höfund þeirrar aftur- haldsstefnu, sem hann hefur kappkostað að fylgja að und- anförnu. Endalok þeirra við- skipta urðu sem vænta mátti þau, að meistarinn varð læri- sveininum meiri og bar sigur af hólmi til ævarandi forsmán- ar fyrir þá Suðurþingeyinga, er studdu kosningu hans, komu honum að með aðstoð land- sölumanna í Sjálfstæðisflokkn- um og settu þannig smánar- blett á Alþingi Islendinga. Stjórnarflokkarnir hafa all- ir bætt við sig atkvæðum. Sósíalistaflokkurinn hefur aukið atkvæðamagn sitt um 2000 atkvæði. 1 Reykjavík náði flokkurinn því takmarki, sem hann setti sér í kosningunum, að koma Katrínu Thoroddsen, fyrsta kvenfulltrúanum á Al- þingi íslendinga síðan Guðrún Lárusdóttir dó, inn á Alþingi. A Siglufirði og í Suður-Múla- sýslu vann flokkurinn glæsileg- an kosningasigur, fékk fulltrúa sinn endurkosinn á Siglufirði með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og annan fulltrúann í Suður-Múlasýslu, þar sem flokkurinn bætti við sig 166 at- kvæðum frá októberkosning- unum 1942. Þá er það ekki síð- ur mikilsvert að flokkurinn á nú fulltrúa í svo að segja hreinu bændakjördæmi, þar sem er Ásmundur Sigurðsson, uppbótarþingmaður flokksins í Austur-Skaptafellssýslu, og að forseti Alþýðusambands Is- lands er nú meðal þingmanna flokksins. Allt eru þetta mikilsverðir sigrar, en því verður hinsveg- ar ekki neitað, að fylgi flokks- ins hefur alls ekki aukist í hlutfalli við það starf, sem hann liefur unnið í íslenzkum stjórnmálum s. 1. kjörtímabil, enda beittu allir aðrir flokkar öllum sínum áróðurstækj um til þess að draga úr þeirri miklu þýðingu, sem flokkurinn hafði í framkvæmd nýsköpun- arstefnunnar og baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði is- lenzku þjóðarinnar. I þremur kjördæmum hér á Vestfjörðum, Strandasýslu, — Norður-Isafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu, hefur at- kvæðamagn Sósíalistaflokksins aukist frá 50 til allt að 100% frá kosn. í okt. 1942. Aftur á móti tapaði flokkurinn allveru- lega fylgi hér á Isafirði. Orsak- ir fylgistaps flokksins hér á Isafirði eru einkanlega þær, að sumir þeirra, sem kosið hafa flokkinn að undanförnu, létu blekkjast af þeim taumlausa lygaáróðri, sem hér var rekinn fyrir kosningarnar, þar sem því meðal annars var hvíslað manna á meðal, að Sósíalistar ætluðu að lána frambjóðanda íhaldsins 50—60 atkvæði og Finnur Jónsson gæti þar með verið í hættu. Ihaldsmennirnir gerðu einnig sitt til þess að halda þessum rakalausu ó- sannindum á lofti og hjálpuðu krötunum þannig í þessari þokkalegu iðju. Af öllu þessu hafa ísfirzkir kjósendur látið blekkjast, og þá sérstaklega þeir, sem telja Finn Jónsson eitthvað skárri en íhaldið. Af- leiðingin varð, að Isfirðingar missa þingfulltrúa í þriðja stærsta stjórnmálaflokknum á Islandi og aðstaða þeirra til að koma málum sínum fram verð- mun verri én áður var. En ekki dugir að sakast um orðinn hlut. Þeir ísfirzkir kjós- endur, sem haldið hafa trúnað við Sósíalistaflokkinn í þessum kosningum, þrátt fyrir allan lygaáróður andstæðinganna, eru svo traustur grunnur, að á honum er hægt að byggja, svo framarlega sem þeir, hver fyr- ir sig, einbeita kröftum sínum til þess að efla flokkinn sem mest, bæði skipulagslega og pólitískt. -------O-------- Landsmót kvenna í handknattleik hófst á Akureyri 10. þ. m. Héðan fóru 10 stúlkur til mótsins. Fararstjóri var Aðalsteinn Hallsson íþróttakennari. 1 gœr- kvöldi stóðu leikar þannig: Haukar Hafnarf. 4 st. Ármann Rv. 0 st. Vestm.eyingar 2 st. Akureyingar 2 st., Isfirðingar 4 stig. Ég býst við að mörgum muni verða ógreitt um svar. Við er- um ekki ennþá komnir á það stig tækninnar, að við höfum hagnýtt okkur einföldustu að- ferðir til aukinna vinnuaf- kasta. Oft er rætt um það, að íslenzkur iðnaður sé svo dýr, að hann sé ekki samkeppnis- fær við iðnað annara þjóða. Ástæðan fyrir þessu er að mai’gra dómi sú, að vinnulaun séu há. Þessa niðurstöðu get ég ekki fallist á', lieldur hitt, að það sé í flestum tilfellum að kenna ófullkomnum og ónóg- um vinnutækjum, en þó sér- staklega lélegri hagnýtingu vinnuaflsins, og þá er ég kom- inn að því, sem ég vildi ræða um, Stachanoff-hreyfingunni. Maður er nefndur Alexi Stachanoff, hann er Rússnesk- ur námuverkamaður, sem vann við kolavinnslu með venjulegum tækjum og við venjuleg skilyrði. Vinnudagur- inn var 5y2 st. Þrír menn unnu saman og gerðu ýmist að losa kolin eða flytja þau burt. Með- alafköst þeirra voru 7y2 tonn á dag. Þá var það að hann fékk þá hugmynd, að gera tilraun til að beita vinnuaflinu á heppilegri hátt, með þessu móti voru vélborarnir ekki í gangi nema lítinn hluta dags- ins, en ef þeir voru í gangi all- an daginn, hlutu þeir að losa meira. Síðan gerði hann til- raun í þessa átt, með þeim ár- angri, að þessir söniu menn íosuðu og fluttu burt 10 tonn á dag. Þetta dæmi var úr rúss- neskri kolanámu. Nú vil ég taka annað, úr islenzkum byggingaiðnaði. Sömu menn- irnir vinna oft við allar grein- ar iðnaðarins, allt frá því að grafa grunninn og til þess að steypa veggi og loft, þar af leiðandi hafa þeir minni skil- yrði til að ná þjálfun, hver í sinni grein, og oft fer nokkur tími í tilfærslu verkfæra, og menn eru á hlaupum úr einu í annað, í stað þess að hver hafi sinn ákveðna hluta verksins að vinna, en allir mynda þeir eitt heildar vinnukerfi, -með sí- auknum afköstum. Þetta verður að duga í bili til að sýna í hverju Stachanoff- hreyfingin er fólgin í aðalatrið- um. Hún hefir nú verið hag- nýtt í öllum iðnaði og landbún- aði Sovétríkjanna, og hefir í för með sér afkastaaukningu, sem nemur 150—200%, og þar yfir. Þar eru einnig starfandi skólar, sem kenna hagnýtar vinnuaðferðir Stachanoff-kerf- isins. Að lokum nokkur orð til ísfirzkra verkamanna: Það er óþarfi að hræðast þetta, þó að það sé upprunnið í Sovétríkj- unum. Þetta á erindi til allra vinnandi manna. Það er okkur lifsnauðsyn að hafa sæmilega launaafkomu, fyrir því berjast samtök okkar. En við þurfum að hugsa um fleira. Við þurf- um að hugsa um að rækj a okk- ar hlutverk í þágu þjóðarinnar vel, með því að auka verk- lega þekkingu og félagslegan þroska. Við getum aukið af- köst okkar með nýrri vinnu- tækni, án þess að það hafi í för með sér aukið erfiði, og þá getum við óhilcað stefnt að næsta atriði Stachanoff-kerfis- ins, sem er launagreiðsla eftir afköstum, en það er tvímæla- laust réttasta launakerfi, sem völ er á. Kynnið ykkur Stacha- noff-hreyfinguna eftir því sem hægt er, og ég er réiðubúinn að gera henni hetri skil, ef tilefni og tækifæri býður. Ásgeir Ingvarss. -------0------- Tveir hásetar á Skalla- grími látast af slysförum. Það hörmulega slys varð á togaranum Skallagrími 7. þ. m. að fjórir hásetar, er voru að vinna á þilfari skipsins slösuð- ust og létust tveir þeirra, Brynjólfur Guðfinnsson, Eyr- arhakka, og Óskar Magnússon, Víðimel 31, Reykjavík. Orsakir slyssins voru þau, að varpan festist skyndilega í botni og rifu vírarnir upp síðu- pollana stjórnhorðsmegin, og urðu fjórir hásetar fyrir vírun- um. Skipið var út af Vestfjörð- um, er slysið varð. Var þegar í stað farið inn til Flateyrar, en er þangað kom, var Brynjólf- ur Guðfinnsson látinn, en Óskar Magnússon lézt skömmu síðar. F’lugvél flutti hina særðu menn til Reykjavíkur. Var þar gert að sárum þeirra á sjúki'a- húsi, en þeir síðan fluttir heim til sín. Mennirnir, sem létust voru um þrítugt, báðir kvæntir og áttu ung börri. Rey k j a ví kurf lug völlurinn afhentur íslenzkum stjórn- arvöldum. Þann 6. þ. m. var Reykjavík- urflugvöllurinn afhentur ls- lendingum með hátíðlegi'i at- höfn, sem var útvarpað. Ger- hajd Shepherd sendiherra Bi’eta afhenti flugvöllinn, en Ólafur Thórs forsætisráðheri’a tók við honum af hálfu Islend- inga.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.