Baldur


Baldur - 21.07.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 21.07.1946, Blaðsíða 1
U UTGEFANDI: S ÓSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR xii. Arg. ísafjörður, 21. júlí 1946 22. tölublað. Alþing stígur óheilla spor Eins og lesendum blaðsins er kunnugt kom hið nýkjörna Alþingi saman til aukafunda 22. júlí s. 1. til þess að ræða og samþykkja að Island gengi i bandalag sameinuðu þ j óð- anna. Enginn ágreiningur var með- al þingmanna um að Island skyldi ganga i þetta bandalag, en þrátt fyrir það gerðust bæði söguleg og örlagarík tiðindi í sambandi við afgreiðslu þessa máls. I sambandi við inntöku- beiðni Islands í bandalagið flutti Hannibal Valdimarsson breytingatillögu og var síðari hluti hennar svohljóðandi: „Jafnframt felur Alþingi rík- isstjórninni að krefjast þess að herlið það, sem enn dvelur í landinu hverfi þegar á brott samkvæmt gerðum samning- um, svo að Island geti sem al- frjálst ríki gerzt aðili að bandalagi hinna sameinuðu þjóða". Um þessa tillögu H. V. urðu allharðar umræður i þinginu og þá ekki síður utanþings, sér- staklega á klíkufundum þing- manna Alþýðuflokksins. Af- neituðu flokksbræður Hanni- bals honum með öllu, kváðu tillöguna borna fram í and- stöðu við Alþýðuflokkinn og atkvæðagreiðslu um hana skera úr um það, hvort Hanni- bal væri í Alþýðuflokknum eða ekki. Hannibal hélt því hins- vegar fram að ekki væri hægt •að segja hvort tillagan væri í andstöðu við Alþýðuflokkinn, þar sem hún hefði ekki verið borin undir miðstjórn flokks- ins, og lét sig hvergi. Tillaga Hannibals var síðan felld með 26 atkv. gegn 22. — Gegn tillögunni greiddu at- kvæði allir þingmenn Alþýðu- flokksins nema Hannibal og Stefán Jóhann Stefánsson, er var fjarverandi og allir þing- menri S j álfstæðisf lokksins, nema Gísli Sveinsson, er sat hjá. En með henni greiddu at- kvæði allir þingmenn Sósíal- istaflokksins og allir Fram- sóknarmennirnir nema Björn Kristjánsson, er sat hjá og Jón- as Jónsson, sem var fjarver- andi. Þeir, sem atkvæði greiddu gegn tillögunni báru fyrir sig þá átyllu, að tillagan væri flutt í sambandi við upptöku- beiðni Islands í sameiruiðu þj óðirnar og gæti því spillt fyr- ir að Island fengi inngöngu. Einnig vitnuðu þeir til yfirlýs- ingar er forsætisráðherra gaf um að ríkisstjórnin muni svo fljótt sem auðið er hefja við- ræður við stjórn Bandaríkj- anna um fullnægingu og niður- fellingu á herverndarsáttmál- anum frá lQhl og gefa Alþingi skgrslu um málið, þegar það komi saman. Þegar fyrrnefndri tillögu Hannibals hafði verið lýst, birti Einar Olgeirsson fyr- ir Alþingi yfirlýsingu frá Sósíalistaflokknum, þar sem krafist er að sá her, sem hér er, t fari brott nú þegar. Verði þá Bandaríkin ekki við þeirri kröfu Islendinga, beri Islandi að nota þann rétt sinn sem það öðlast, sem meðlimur samein- uðu þjóðanna, til að kæra þrá- setu hersins fyrir öryggisráð- inu. Þegar svo búið var að fella tillögu Hannibals og sam- þykkja inntökubeiðni Islands í Sameinuðu þjóðirnar, báru allir þingmenn Sósíalista- f lokksins f ram svohl j óðandi tillögu: „Alþingi felur ríkisstjórn- ihni að kref jast þess að her- lið það, sem nú dvelur í landinu, hverfi nú þegar á brott eins og samningar standa til. Til þess, að tillaga þessi fengi afgreiðslu varð þingið að standa einum degi lengur. En 24 þingmenn Alþýðuflokksins og Sj álfstæðisflokksins, þár á meðal SigurðUr Bjarnason og Gunnar Thoroddsen, sem menn héldu að væru meira en gæsalappa-sjálfstæðismenn og eindregnir með kröfu um brottflutning hersins, felldu gegn atkvæðum allra þing- manna sósíalista og 9 fram- sóknarmanna að framlengj a þingið um einn dag og hindr- uðu þar með afgreiðslu tillög- unnar á þessu þingi. Þar með sýndu þessir þing- menn, að yfirlýsingar þeirra um, að þeir væru gegn tillögu Hannibals vegna þess að hún væri borin fram í sambandi við inntökubeiðni Islands í Sameinuðu þjóðirnar, var ekk- ert arinað en skálkaskjól. Það er enginn efi að Al- þingi hefur hér stigið mikið ó- heillaspor. Og manni verður á að spyrja: Hvaða öfl eru hér að verki? Það er vitað, að margir þingmenn, bæði í Sj álf- stæðisflokknum og Alþýðu- flokknum, eru andstæðir því, að erlendur her sitji i landinu. Þrátt fyrir það fella þeir til- lögu um að þess verði krafist að hann fari brott. Að visu má til sanns vegar færa að ó- heppilegt var að flytja þessa tillögu í sambandi við inntöku- beiðni Islands í Sameinuðu þjóðirnar, en þrátt fyrir það var of mikið í húfi fyrir sjálf- stæði og heiður þjóðarinnar að fella þá tillögu, og augtysa þar með fyrir heiminum, að Alþingi Islendinga væri dvöl erlends herliðs í landinu ekki viðkvæmara mál en það, að það felldi tillögu um að heimta hann brott. Og enn óafsakan- legra er þegar þessir sömu þingmenn hindra að krafa um brottför hersins komi til at- kvæða ef tir að búið er að sam- þykkj a inntökubeiðnina og hún er borin fram algerlega ó- háð því máli. Það er líka barnalegt, þegar þessir þingmenn eru að vitna í yfirlýsingu forsætisráðherra sem minnst er á hér að framan. jafnframt því sem þeir gefa honum það veganesti, er vel mátti túlka, þannig, að Alþingi kæri sig ekki um brottflutning hersins. Það er líka komið á daginn að herstjórn Bandaríkjanna hefur fylgst með þessari af- greiðslu málsins á Alþingi, því bæði hafa verið flutt inn ýms tæki til setuliðsins og einnig er í undirbúningi flutningur á f oringj astöðvum Bandaríkja- hersins úr Beykjavík upp í Hvalf j örð. Hér er hætta á ferðum. Is- lendingum ber þvíaðfylgjastaf gaumgæfni með þessu alvar- legasta máli þjóðarinnar og sjá til þess að þingmönnum líðist ekki slík framkoma sem þessi, þegar málið verður tekið upp á Alþingi í haust. Síldaraflinn. Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lagsins nam síldaraflinn á öllu landinu á miðnætti 17. þ. m. 1124 863 mál í bræðslu og 97 137 tunnur í salt.N Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 450 559 mál í bræðslu og 44 629 tunnur í salt. Afli skip er síldveiðar stunda héðan af Vestfjörðum, var samkvæmt þessari skýrslu Fiskifélagsins sem hér segir: Ásbjörn, Isafirði 2931 Auðbjörn, Isafirði 4328 Bangsi, Bolungarvík 1973 Ernir, Bolungarvík 1678 Finnbjörn, Isafirði 2038 Freydís, Isafirði 3005 Grótta, Isafirði 6982 Gunnbjörn, Isafirði 3864 Hafdís, Isafirði 3732 Huginn I., Isafirði 4762 Huginn II., Isafirði 4270 Huginn III., Isafirði 3447 Hugrún, Bolungarvík 3145 Isbjörn, Isafirði 5881 Bichard, Isafirði 5292 Skíðblaðnir, Þingeyri 5546 Suðri, Flateyri 2485 Sæbjörn, Isafirði 3504 Sæhrímnir, Þingeyri 5124 Valbjörn, Isafirði 2891 Vébjörn, Isafirði 5804 Þór, Flateyri (gufuskip) 5399 Freyj a — Svanur, Suðure. 1539 Andvari — Sæfari, Alftaf. 875 íslendingar kreíjast rúmlega 39 milj. kr. skaðabóta frá Þjóð- verjnm. Dómsmálaráðuneytið skip- aði 16. maí s. I. þriggja manna nefnd til þess að undirbúa skaðabótakröfur á hendur Þj óðver j um f yrir tj ón á mönn- 'um og öðrum verðmætum er íslenzku þjóðinni var bakað á stríðsárunum. Nefndin hefir fyrir nokkru lokið störfum, og eru niður- stöður hennar þessar: Islendingar misstu af styrj- aldarástæðum 19% af skipa- stóli sinum eins og hann var í upphafi styrj aldarinnar og tala drukknaðra manna og ör- kumla af styrj aldarástæðum nam \,%% af þjóðinni. A 20 skipum fórust 181 skipverji og 13 farþegar, en 22 menn slös- uðust á skipum og 1 i landi. Nefndinni telst svo til, að Is- lendingum beri að krefjast skaðabóta að upphæð 39 milj. og 388þús. króna. Eru dánar- og örorkubætur taldar rúmar 8 milj. króna, en bætur fyrir tjón á skipum, farmi og öðrum verðmætum á skipum rúmlega 31 miljón króna. Kröfur nefndarinnar eru

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.