Baldur


Baldur - 21.07.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 21.07.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R Mót ungtemplara í Tunguskógi. Fjölmennt mót ungtemplara á Vestfjörðum var hald- ið hér á ísafirði dagana 10.—12. ágúst. Þátttakendur voru barnastúkurnar á Patreksfirði, Sveinseyri, Suðureyri, Bolungarvík og ísafirði. Auk þess tók margt fullorðinna templara hér í bænum þátt í mótinu. •3» *XHX**XM*+******4XM’MH»**WiHX,**H»w*H»w*M***XHtM«M*M*MMHX',*X**X**X*4iMtM*H«MXH*M«*4*f*«*‘** T ^ I Skammtað úr skrínunni. I Fyrir forgöngu Umdæmis- stúkunnar nr. 6 var mót ung- templara á Vestfjörðum haldið hér á Isafirði 10.—12. ágúst s. 1. I mótinu tóku þátt barna- stúkurnar á • Patreksfirði, Sveinseyri i Tálknafirði, Bildu- dal, Suðureyri i Súgandafirði, Bolungarvik og Isafirði. Farar- stjóri harnanna frá Patreks- firði var frú Ingveldur Páls- dóttir, sem er gæzlumaður stúkunnar. Fararstjóri barn- anna frá Sveinseyri í Tálkna- firði var Guðmundur Sveins- son frá Eyrarhúsum, gæzlu- maður stúkunnar. Fararstjóri barnanna frá Bíldudal var séra Jón Kr. Isfeld, gæzlumaður stúkunnar. Fararstjóri barn- anna frá Suðureyri í Súganda- firði var Hennann Guðmunds- son, simstjóri, gæzlumaður stúkunnar. Fararstjóri barn- anna frá Bolungarvík voru Ingimundur Stefánsson, kenn- ari, gæzlumaður stúkunnar og umdæmisgæzlumaður ung- lingareglunnar, og Ágúst Vig- l'ússon kennari. Flokkarnir frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal komu með Esju 10. ágúst og fóru heim með henni aftur 14. s. m. nema börnin frá Tálknafirði, þau fóru heim landveg 13. þ. m. Gestirnir frá Súgandafirði og Bolungarvík fóru heim sam- dægurs. Mótið sóttu langt á annað hundrað ungtemplarar, en mótið í Tunguskógi sóttu einn- ig margir eldri templarar, svo að mótgestir voru alls á þriðja hundrað. Mótið fór fram í Tunguskógi og Templarahúsinu á Isafirði. Mótið í Tunguskógi hófst á sunnudaginn kl. 14. Þar flutti ávarp Ingimundur Stefánsson, gæzlumaður, Helgi Hannesson, umdæmisæðstitemplar, flutti erindi um bftidindisstarfið og áhrif áfengis og Guðmundur Sveinsson frá Eyrarhúsum hélt ræðu. Þá voru sungin ætt- jarðarljóð og templarasöngvar og farið í ýmsa leiki. Veður var gott og skemmtu menn sér hið bezta, en yfir skemmti- staðnum blöktu íslenzkir fánar og fáni Reglunnar. Klukkan 21 á sunnudaginn miðaðar við raunverulegar dánar- og örorkubætur og fjár- bætur vegna eignatjóns, sem íslenzkar tryggingarstofnanir liafa innt af höndum vegna mannskaða og eignatjóns af styrj aldarvöldum. hélt mótið áfram i Templara- húsinu. Þar fluttu ræður séra Jón Isfeld og Arngr. Fr. Bjarnason, frú Ingibjörg Páls- dóttir las kvæði, þrjár ísfirzk- ar stúlkur sungu og léku á gítar. Sungin voru templara- ljóð og sýnd kvikmynd. Þátt- takendur voru eins margir og húsrúm leyfði. Á mánudagskvöldið var skemmtun fyrir ungtemplara. Þar sungu og léku á gítara sex stúlkur frá Patreksfirði. Einn- ig var dansað um stund. Undirhúningsnefnd mótsins skipuðu Arngr. Fr. Bjarnason, frú Bergþóra Árnadóttir, Egg- ert Samúelsson, Ingimundur Stefánsson, frú Ingibjörg Ein- arsdóttir, Halldór Jónmunds- son og frú Unnur Guðmunds- dóttir. Umdæmisstúkan sá aðkomu- mönnum fyrir gistingu og mat. Gist var í barnaskólanum en matur framreiddur í Templ- arahúsinu. Gestirnir frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bildudal skoðuðu blómagarð bæ j arins, sundhöllina, gagn- fræðaskólann, húsmæðraskól- ann nýja og leikfimihúsið. Nokkrir þeirra heimsóttu Guð- mund myndskera frá Mosdal og höfðu mikla ánægju af. Mótið fór hið bezta fram. — Veður var hið fegursta meðan gestirnir dvöldu á Isafirði og léku þeir á alls oddi yfir för- inni og viðtökunum hér. Þetta er fyrsta fjórðungsmót unglingatemplara, sem háð er hér á landi og sýnir greinilega að slík mót eru nauðsynleg og sjálfsögð. Æskan þarf að hitt- ast og kynnast eigi síður en þeir fullorðnu og slik mót hafa mikla þýðingu fyrir aukið starf Reglunnar hvar sem þau eru háð, auka samstarfið og knýta vináttubönd milli þeirra, sem þátt taka í þeim. Til orða kom á mótinu, að barnastúkurnar beittu sér í framtíðinni fyrir fjölbreyttari verkefnum en þær hafa haft undanfarið, og er það von templara hér á Vestfjörðum að þetta mót verði til þess að þoka þeim ráðagerðum áleiðis. Vestfirzkir templarar, bæði þeir, sem undirbjuggu þetta mót og að því unnu, svo ög aðrir, sem þar lögðu hönd að, eiga þakkir skilið fyrir það starf, sem þeir hafa í það lagt, og fyrir starfsemi sína til þess að halda æskulýðmnn frá á- fengisnautn, en á því hefur aldrei verið meiri þörf en ein- mitt nú. Vesturland í vörn meö Alþýöublaöslygi aö vopni. Vesturland, sem út kom 9. þ. m. ver miklu af lesmáli sínu til þess að verja gerðir flokksmanna sinna og kratanna í herstöðvamálinu á nýafstöðnu aukaþingi. Þykir blað- inu auðsjáanlega mikils við þurfa og er það ekki nema von, þar sem um er að rœða málstað, sem illt er að verja og þar við bætist svo að annar ritstjóri blaðsins, sjálf- stæðishetjan, Sigurður Bjarnason, hefur í þessu máli brugðist þeim vonum, er menn gerðu sér um liann eftir ræðuna 1. desember, sem Vesturland birti og mikið var gumað af sem rödd hrópandans í eyðimörk SjálfstæðiSflokksins. En nú var þessi rödd þögnuð sam- kvæmt skipun húsbændanna, sá sem liana átti, gat ekki leyft sér að koma fram með sjálfstæða og lieil- brigða skoðun. Slikt er því að eins leyfilegt, að liúsbændurnir láti það afskiptalaust eða beiti að minnsta kosti ekki valdi til þess að þeirn sé blýtt. Hér verður ekki farið mörguin orðum um þessa vörn Vesturlands. Hún er eins og efni standa til ákaf- lega léleg, enda mun það vefjast fyrir fleirum en Vesturlandi að verja þá framkomu þinginanna að vilja ekki halda þing einum degi lengur, svo að slíkt stónnál sem herstöðvamálið fái afgreiðslu. En það, sem sérstaklega einkennir þessa vörn blaðsins, eru vopnin, sem það ber fyrir sig. Þau eru fengin að láni frá krötunum og valin af þeirri tegund, sem þeir ■eru vanastir að nota og birgastir af, en það eru.Iygagreinar úr Al- þýðublaðinu. Vesturland birtir orðrétta þriggja dálka fyrirsögn á einni slíkri grein, er liljóðar svo: Kveðið í Vatnadalshrauni Hafið er eins og heiðartjörnin, hiinininn draumablár, sólin bak við sjónhring felur sínar gullnu brár, fjöllin mæna föl og tigin fram í hafsins djúp, áin niðar, sveitin sefur sveipuð daggarhjúp. Á heimleið Ég reika norður reginfjöll og rökkrið er að breiða sig í brúnina að baki mér. Framundan er ávöl hæð með enni Ijóst. Hún minnir mig á mj úk og nakin meyj arhrj óst. Vanmáttarkennd Elsku mamma mín. Myrkrið hilur torg. Uti hríðin hrín, hugan grípur sorg. Lífs míns beztu blóm brugðið liafa lit. Eg fæ argan dóm, óvirðing og strit. Eg leita þín ;Eg leita þín í leiðslu dag og nótt um lönd og sæ, „Blað kommúnista stingur yfir- lýsingu Ólafs Thors um lierstöðva- málið undir stól. — Furðuleg framkoma og furðulegur fréttaburð- ur kommúnista í sambandi við af- greiðslu Alþingis á upptökubeiðni Islands í Bandalag liinna samein- uðu þjóða“ — og Vesturland end- urprentar ennfremur: „Kommún- istablaðið stingur yfirlýsingu Ólafs Thors forsætis- og utanríkismála- ráðherra varðandi lierstöðvamálið alveg undir stól í frétt sinni um upptökubeiðnina á Alþingi. — Nefnir þá yfirlýsingu yfirleitt ekki einu orði, til þess að lesendur blaðsins skuli ekki geta gert sér neina grein fyrir því, hve ástæöu- laus og ábyrgöarlaus sérstaða kommúnista var við afgreiðslu málsins“. Hvert einasta þessara orða,, sein Vesturland tekur upp, til þess að verja framkomu þeirra þinginanna, er greiddu atkvæði gegn tillögu um að krefjast brottfarar setuliðsins og hindruðu, að tillaga um slíkt stórmál fengi afgreiðslu, eru ó- sannindi, og hafa verið marg rek- in ofan í Alþýðublaðið. Þjóðviljinn birti einmitt þessa yfirlýsingu í grein um afgreiðslu Alþingis á upp- tökubeiðni Islands í Bandalag sam- einuðu þjóðanna og telur hana eitt af því athyglisverðasta, sem komið hafi fram í umræðunum um það mál. Auk þess liefur Þjóðviljinn oft síðan getið þessarar yfirlýsing- ar í greinum um málið. Það er því fullkomlega sannað mál, að Alþýðublaðið lýgur því frá rótum, að Þjóðviljinn liafi stungið þessari yfirlýsingu forsætisráð- herra undir stól og Vesturland end- urtekur þessa lygi með því að end- urprenta hana, og má þar um segja að það hafi valið sér vopn sem í- haldinu hæfir og kratabroddarnir eru birgastir af. í grænni hlíð við gróna stekkjartótt og gamlan bæ. Við torgið grátt í bænum bíð ég þín og brenn af þrá. Hvað tefur þig svo, elsku ástin mín, með augun blá. Har. Stígsson frá Horni -------0-------- Kaupendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þvi hve langt er um liðið frá því það köm síðast út. Ástæðan fyrir því er aðallega fjarvera ritstjóra þess úr bænum og auk þess ýmislegt annað. Ekki sér blaðið sér fært að lofa neinu um að bæta þetta upp og það verður því aðeins mögulegt, að innheimta á- skriftagjalda gangi vel og að þeir, sem vilja að það haldi áfram að koma sem oftast út, leggi því einhvern fjárhagsleg- an styrk eða útvegi skilvísa kaupendur. -------0-------- Hjúskapur Nýlega vorii gefin saman í hjónaband Jónína Iíristjáns- dóttir Hnífsdalsveg 3 og Jó- hann Pétursson bóksali, Reykj- avík. Vísup

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.