Baldur


Baldur - 30.08.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 30.08.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R ' X X I Skammtað úp skrínunni. I í fáum orðum H. Q. Wells, breski rithöf- undurinn heimsfrægi, lézt í London 13. þ. m. 79 ára að aldri. Hann var heimsfrægur íyrir bækur sínar um þjóðfé- lagsmál og framtíðartækni. Alls hefur hann skrifað um 100 bækur. Nokkrar bækur hans hafa verið gefnar út á íslenzku. Þrír forvígismenn Islendinga i Vesturheimi, þeir Einar Páls- son, ritstjóri Lögbergs. Stefán Einarsson, ritstjóri Heims- kringlu, og Grettir Á. Jóhanns- son ræðismaður Islands i Winnipeg, ei-u staddir hér á landi ásamt konum sínum, í boði íslenzku rikisstj órnarinn- ar. * Skipaútgerð ríldsins hefur fyrir nokkru samið um smíði þriggja strandferðaskipa. — Verður eitt þeirra byggt. í Ála,- borg, og á að hafa rúm fyrir fleiri farþega og meiri gang- hraða en Esja. Hin tvö verða byggð í Englandi. Þau eru hvort um sig 350 smálestir. Eru þau ætluð til strandferða, eink- um vöruflutninga, en hafa bæði nokkurt rúm fyrir far- þega. Slcip það, sem byggt er í Álaborg, verður væntanlega búið i haust, en hin í febrúar eða marz næsta ár. Eimskipafélag Islands hefur, eins og kunnugt er, samið um smíði fjögurra skipa hjá Bur- meister & Wain í Kaupmanna- höfn. — Nú nýlega var kjölur lagður að fyrsta þessara skipa. Verður það 2600 smálestir að stærð. Aflvélar skipsins verða 3700 hestöfl og ganghraði 14,5 sjómilur. Verðið er áætlað 6 milj. kr. Skipið er ætlað til vöruflutninga. Safn bréfa frá Karl Marx fannst fyrir nokkru síðan í listasafninu í Karlovy Vary (Karlsbad) i Tékko-Slovakiu. Bréf þessi voru 36 talsins og eru áður óþekkt. Hafði Marx skrifað þau, er hann dvaldi á heilsuhæli i Bæheimi, og eru flest þeirra til einkavinar hans og samherja Friederich Eng- els. Flest eru þetta einkabréf, en geyma jafnframt ýmiskonar fróðleik um lífið í austurríska keisaradæminu. Um svipað leyti og bréfin, fannst í gömlu húsi olíumál- verk af Karl Marx, með eigin- handarundirskrift hans. 1 París var mikið um hátiða- höld 24. þ. m., en þann dag voru liðin tvö ár síðan borgin losnaði úr höndum Þjóðverja. Friðun Faxafláa var tekin til umræðu á fundi alþjóðahaf- rannsólcnarráðsins, sem hald- inn var í Stokkhólmi um miðj - an þennan mánuð. Fulltrúi Is- lands á fundinum, Árni Frið- riksson, fiskifræðingur, hefur skjrrt frá því að ráðið hafi mælt með friðun flóans, og hef- ur rikisstjórn Islands verið beðin að kalla saman alþjóða- fund, til þess að ræða hina hag- nýtu hlið málsins. Ráðstefna þingmannasam- bands Norðurlanda var haldin í sölum norska stórþingsins i Osló 18.—19. þ. m. Ráðstefnuna sátu 18 fulltrú- ar frá Danmörku, 9 frá Finn- landi, 26 frá Noregi, 16 frá Svíþjóð og 4 frá Islandi. Full- trúar Islands á ráðstefnunni voru alþingismennirnir Bjarni Ásgeirsson, Gunnar Thorodd- sen, Sigfús Sigurhj artarson og Stefán Jóhann Stefánsson. — Einnig fór Jón Sigurðsson skrifstofustj óri Alþingis með þeim. Álcveðið var að næsti Tund- ur sambandsins verði í Reykja- vík sumarið 1947. Islenzku fulltrúarnir komu heim 26. þ. m. Dönsku fulltrúarnir í dansk- islenzku sanminganefndinni út af samhandsslitum Islands og Danmerkur komu til Reykja,- víkur 26. þ. m. Nefndin er þeg- ar tekin til starfa. Sjávarútvegssgning var opn- uð í Reykjavík 26. þ. m. Við opnun sýningarinnar flutti atvinnumálaráðherra, Áki Jakobsson ræðu. Ræddi hann aðallega um markaðs- horfur íslenzkra, sjávarafurða og, benti á nauðsyn þess að vinna markaði i sem flestum löndum í stað þess að binda viðskipti við fá lönd eins og gert hefur verið á-undanförn- um árum. Einnig talaði Hall- dór Jónsson, framkvæmda- stjóri Fiskimálanefndar, for- maður nefndar þeirrar, er und- irbjó sýninguna. Á sýningunni er fjöldi línu- rita, er sýnir þróun sjávarút- vegsins, likön og myndir af skipum af jhnisum gerðum, og frá jnnisum tímum, vélalíkön, veiðarfæri og fjölda margt fleira, er að sjávarútvegi lítur. Þetta er fyrsta sjávarútvegs- sýningin, sem höfð er hér á landi. Frá Súgandafirði hefir blaðið þær fréttir, að þar hafi verið talsverð vinna frá því í byrjun júní við liúsa- bygg-ingar, vegalagningar og hafnargerð. Unnið liefir verið við að leggja upphlaðinn og steinsteyptan bílveg fyrir Spill- irinn út í Staðardalinn. Þá er áformað að bæta tveimur eða þremur steinkerum framan við hafnargarðinn og hafa 12— 14 menn unnið að byggingu þeirra frá því í byrjaðan júní. Ibúðarhús eru þrjú í smíðum á Suðureyri og auk þess er H. f. Isver að láta byggja fullkomna Afmæli, sem gleymdust. Skutull, sem koin út s. 1. þriðju- dag, 27. ágúst, birtir grein í tilefni af því, að 18. ágúst voru liðin 160 ár síðan Isafjörður fékk kaupstaðar- réttindi. Jafnframt er sagt frá því, að Isa- fjörður hafi fengið bæjarréttindi 26. janúar 1866. 1 undirfyrirsögn greinarinnar er þess sérstaklega. getið, að þessa merkisafmælis liafi að engu verið minnst, og er það rétt. Þetta er svo áréttað í greininni sjálfri með svo felldum orðum: „Svo er að sjá, sem forráðamenn bæjarins hafi ekki haft hugmynd um þetta merk- is afmæli Isafjarðar. Að minnsta kosti var þess ekki minnzt hér að neinu. Ekki svo mikið að hér sæ- ist dreginn fáni að hún, hvað þá meira“. Þessi ummæli bera það greini- lega með sér að þau viðhefur mað- ur, sem getur frómt úr flokki talað og liefur að minnsta kosti vitað um þetta afmæli áður en afmælisdag- urinn rann upp!! En í tilefni af þessu væri þó ekki nema gaman að athuga, hvort þetta er í fyrsta skipti, sem þetta merkis afmæli Isafjarðar gleymist. Við þá athugun er þess fyrst að ininnast, að 26. janúar s. 1. voru liðin 80 ár síðan ísafjörður fékk bæjarréttindi. Þessi afmælisdagur var því engu ómerkari en 18. ágúst. En ekki inan ég eftir neinum sér- stökum hátíðahöldum þann dag. Ég held, að hann hafi alveg gleymst. Þá er rétt að líta til baka um tíu ár, til ársins 1936, en það ár var einmitt liðin hálf önnur öld síðan Isafjörður fékk kaupstaðar- réttindi. Þetta voru mjög merkileg tímamót í sögu bæjarins og for- ráðamenn bæjarins, sem þá voru, hljóta að hafa munað eftir því. Ég man þó ekki eftir að hafa heyrt getið um nein sérstök liátíðahöld í tilefni af þessum degi, og eitt er víst: 1 Skutli frá þessum tíma er þéssa afmælis hvergi minnst. Sama er að segja um 26. janúar þetta ár. Hans er heldur ekki minnst í Skutli, og ég man heldur ekki eftir, að hans væri minnst á einn eða annan hátt. Þessi atliugun gefur tilefni til að álykta, að ’ritstjóri Skutuls liafi heldur ekki munað eftir þessu af- mæli fyr en það .var liðið og er líklegt að hann hafi þá lesið um það í einhverju öðru blaði, t. d. Lesbók Morgunblaðsins, eða hann hafi hlustað á útvarp frá 160 ára afmæli Reykjavíkur, heyrt þess þar getið að 1786 fengu sex staðir á landinu kaupstaðarréttindi og sið- an komist að því að Isafjörður var einn þeirra. Þó er fyrri tilgátan sennilegri. Það er að minnsta kosti undarlegt að Skutull skyldi ekki beinaverksmiðju, sem ætlast er til að taki til starfa á næstu vertíð. Tveir bátar frá Suður- eyri ganga á síldveiðar í sumar og eru báðir um sömu nót. Auk þess hafa trillur gengið á fiskveiðar og er fiskurinn flatt- ur í salt. Komið hefir til mála að Súg- 1‘irðingar keyptu einn Svíþjóð- arbát, en ennþá er óvíst hvort af því verður. -------O------- Jón Hróbjartsson, kennari, andaðist á Sjúkra- húsi Isafjarðar í gær. minnast þéssa afmælis, þegar hann kom fyrst út eftir afmælisdaginn. Það lítur helzt út fyrir, að ritstjór- inn hafi ekki haft hugmynd um það þá. Annars er ástæðulaust að vera með meting í sambandi við þetta mál, Þar getur ekki einn öðrum láð, og það afsakar ekki gleymsku eða kæruleysi annara b'æjarbúa, þótt ritstjóri Skutuls sé undir sömu sök seldur, það er aðeins óviðkunnan- legt, að hann skuli reyna að láta skína í það, að liann einn sé sak- laus af þessari gleymsku. En hvernig stendur á að við gleymum jafn merkilegum tíma- mótum og þessum? Ástæðurnar hljóta að vera marg- ar og verður hér ekki reynt að svara þessari spurningu. En í tilefni af þessu væri ekki nema rétt að við færum að kynna okkur betur sögu bæjarins okkar, og leggja drög að því, að hún verði skráð, svo að gleymska, eins og þessi þurfi ekki að endurtaka sig oftar en orðið- er. Taki þeir sneiS, sem eiga. í 31. tbl. Skutuls, sem út kom 23. þ. m., segir svo um setulið Banda- ríkjanna á Islandi: „... Ýmsir gerast svo djarfir að halda því fram, að það (setuliðið) sé ekkert nema hugarburður. Því miður fara slíkir menn ekki með rétt mál. Fjöldi herbifreiða brunar ennþá eftir islenzkum vegum. Olli ein þeirra til dæmis umferðaslysi í námunda við Reykjavík, rétt áður en þing kom saman. Tugþúsunda' lesta skip heimsækja ennþá Reykja- víkurhöfn með birgðir til setuliðs- ins. Umsamið var, áður en þing kom saman, að flytja svo kallaðan Knox-kamp á Seltjarnarnesi upp í Hvalfjörð, til þess að endurreisa þar hinar stóru og vönduðu bygg- ingar, sem hér er um að ræða. Fjöldi herskipa lieimsótti Reykja- vík á þeim þremur vikuin, sem ég var í borginni að þessu sinni, án þess tilkynnt væri, að þau væru í kurteisisheimsókn. Og þegar ég lagði leið mína um Hvalfjörð hinn 6. ágúst, lágu þar þrjú herskip fyr- ir landfestum. Mega svo þeir, sem vilja, reyna að blekkja þjóðina með því, að hér sé ekkert setulið“. Isfirðingar muna áreiðanlega eft- ir því, áð Finnur Jónsson, dóms- málaráðherra hélt því mjög ákveð- ið fram á kjósendafundum fyrir kosningarnar í sumar, að hér á landi væri ekkert setulið og því vit- anlega ástæðulaust að tala um brott- för þess. Finnur Jónsson er því að dómi Skutuls, einn þeirra, „sem reyna að blekkja þjóðina með því að hér sé ekkert setutið, og hefur sennilega enginn gengið eins rösk- lega fram í því og hann. Þessi þingmaður getur því tekið til sín bróðurpartinn af þessari sneið Skutuls, ef hann á hana þá , ekki alla einn, og ritstjórinn bendli fleiri við þetta aðeins til þess eins að þurfa ekki að sneiða eins bert að þessum flokksbróður sínum. Kosningavísa. Þegar það fréttist, að, Eysteinn Jónsson væri fallinn í Suður-Múla- sýsl, Hilmar Stefánsson hefði tapað Vestur-Skaptafellssýslu úr höndum Framsóknar og fylgið hrunið af Hermanni í Strandasýslu, orti hag- yrðingur einn á Norðurlandi þessa vísu: „Furðu snjallar fréttir kallast, Framsókn varla réttir. við. Eysteinn fallinn, Hermann hallast, Hilmar skall á..........“

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.