Baldur


Baldur - 30.08.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 30.08.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Mestur hluti gesta voru sjó- menn af síldveiðiskipunum. auk þeirra kom á heimilið mikill fjöldi aðkomufólks, sem vann í landi og hafði ekki aðr- ar vistarverur en misjafnlega vistlega vinnuskála. Margt er- lendra sjómanna kom einnig á heimilið, bæði Færeyingar, Norðmenn og Sviar, og voru Svíar þar sérstaklega tíðir gest- ir. Eins og að undanförnu naut lieimilið þessarar opinberu styrkja á árinu: Frá bæjarsjóði Siglufjarðar kr. 2000,00, Stórstúku íslands kr. 1500,00, Ríkissjóði kr. 5000,00, Kirkjuráði kr. 1500,00. Þar að. auki hárust gjafir frá fjölda sjómanna, útgerðar- manna, félaga og stofnana, bæði peningar, bækur og ýmsir munir. Stærsta gjöfin var frá erf- ingjum Ingvars Guðjónssonar, útgerðarmanns, kr. 10 000,00, er þeir gáfu til minningar um hann. Var ákveðið að fé þessu skyldi varið til nýhyggingar. Einnig verður kr. 10 000,00 sem Stórstúka Islands lét heimilið fá af ágóða happdrættis templ- ara, ráðstafað á sama hátt. Stúkan Framsókn nr. 187 á Siglufirði hefur eins og áður annast reksfur heimilisins, en stjórn þess skipa: Andrés Haf- liðason, Pétur Björnsson, kaupmaður og Óskar J. Þor- láksson, sóknarprestur. . -----o — Bygging hafnaruppfylling- arinnar. Framh. af 1. síðu. Halldórsson og Ásberg Sigurðs- son frá Sj álfstæðisflokknum, Jón H. Sigmundsson og Ingi- mundur Guðmundsson frá Al- þýðuflokknum og Steinar Steinsson frá Sósialistaflokkn- um. Á þessum bæjarstjórnar- fundi og þeim næsta á undan, urðu harðar umræður um- þetta mál. Alþýðuflokksmenn mæltu gegn því að tilboði Marzelíusar væri tekið, þrátt fyrir einróma samþykkt full- trúa sinna í hafnarnefnd, sem báðir liafa góða þekkingu á, þessum hlutum. Fóru fulltrúar Alþýðuflokksins með örgustu blekkingar í þessu sambandi. T. d. sagði Helgi Hannesson, að vinnulaun, sem Marzelíus kæmi til með að taka prósent- ur af mundu nema kr. 1400- 000,00, en verkfræðingur bæj- arins áætlar þau kr. 500 000,00. Geta menn svo gert upp við sig, hvort þeir trúa betur áætlun Helga eða bæjarverkfræðings- ins. Þá báru hæj arfulltrúar Al- þýðuflokksins fram tillögu í málinu, þar sem meðal annars var lagt til, að hafnarsjóður liafi sjálfur framkvæmd verks- ins með höndum, hæjarverk- fræðingi verði falin yfirum- sjón þess, en vanur verkstjóri fenginn til að stjórna því, einnig panti hafnarsjóður sjálfur allt efni í verkpalla. Þessi tillaga þeirra var felld með 5:4 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, sögðu fulltrúar Al- þj'ðilfl. já, en fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúi Sósi- alista nei. Samþykkt hennar hefði líka orðið til þess, að tefja verkið um ófyrirsj áanlegan tíma, vegna örðugleika þeirra, sem nú eru á efniskaupum. Siðan var tillaga hafnar- nefndar samþykkt að viðhöfðu nafnakalli. Já sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíal- ista. Nei sögðu fulltrúar Al- þýðuflokksins. Rúm blaðsins leyfir ekki, að nánar sé skýrt frá þessu máli nú. Hér skal það eitt sagt, að mikRs er um vert að nú slculi eiga að byrja á þessu nauð- synjaverki. Bæjai-búar hafa þá reynslu af framkvæmdasemi Alþýðu- flokksins á undanförnum ár- um, að undir þeirra stjórn hefði framkvæmd þessa verks tafist von úr viti, enda var til- gangur þeirra nú að svo yrði. -------0----- Síldveidin. Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lags Islands var síldaraflinn á öllu landinu kl. 12 á miðnætti 24. ágúst 1143014 hl. í bræðslu og 126492 tunnur í salt. Á sama tíma í fyrra var bræðslusildar- aflinn 454099 hl. og saltsíldin . 47303 tunnur. Eins og þessar tölur hera með sér, hefur veiði verið jafn hörmulega treg s. 1. viku og áður. Eru nokkur skip þegar hætt veiðum og hætta sennilega mörg um mánaða- mótin, ef ekkert lagast með veiði. Eins og áður er Dagný'frá Siglufirði aflahæsta skipið með 14307 mál, en all mörg skip hafa ekki fengið nema nokkur hundruð mál. Hér fer á eftir afli vestfirzku skipanna eins og hann var samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins 24. ágúst. Ásbjörn, Isafirði 3084 Auðbjörn, Isafirði 4503 Bangsi, Bolungarvík 2203 Ernir, Bolungarvik 1771 Finnbjörn, Isafirði 2211 Freydís, Isafirði 3049 Grótta, Isafirði 7142 Gunnhjörn, Isafirði 3908 Hafdís, Isafirði 3764 Huginn I., Isafirði 4911 Huginn II., Isafirði 4391 Huginn III., Isafirði 3604 Hugrún, Bolungarvík 3564 Isbjörn, Isafirði 6304 Richard, Isafirði 5419 Skíðhlaðnir, Þingeyri 5627 Suðri, Flateyri ca. 2550 Sæbjörn, Isafirði 3638 Sæhrímnir, Þingeyri 5340 Valbjörn, Isafirði 2931 Vébjörn, Isafirði 6099 Þór, Flateyri (gufuskip 5539 Freyja—Svanur, Suðúre. 1723 Andvari—Sæfari, Álftaf. 1201 Hiís til sölu. Húseignin Krókur 2, ísafirði, er til sölu, nú þegar, ef viðunandi tilboð fæst. Ágæt eignarlóð fylgir. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi tilboð sín merkt: Hús til sölu, inn á afgreiðslu blaðsins, fyrir 20. sept. n. k. Eigandi á- skilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Að öðru leyti verða upplýsingar gefnar í Króki 2. I. s. I. . I. B. 1. HANDKNATTLEIKSMÓTI VESTFJARÐA í I. fl. karla er frestað til 15. september n. k. Þátttaka tilkynn- ist fyrir 9. sept. K. S. F. Vestri. Tilkynning. Frá og með 1. sept. er skrifstofa vor flutt í Tangagötu 8. Sjúkrasamlag ísafjarðar. Trygginganmdæmi. Með bréfi 8. ágúst 1946 hefur félagsmálaráðuneytið ákveðið, samkv. tillögum tryggingaráðs, að skipting landsins í tryggingaumdæmi, samkv. 11. gr. laga nr. 50, 1946, um almannatryggingar, skuli vera sú, að hvert sýslufélag og hver kaupstaður verði sérstakt trygginga- umdæmi þar til annað kann að verða ákveðið. Samkvæmt þessu verða tryggingaumdæmi sem hér segir: Reykj avík, Hafnarfjörður, Gullbringusýsla, Kjósarsýsla, Akranes, Borgarf j arðarsýsla, Mýrasýsla, Snæf.- og Hnappadalssj'sla, Dalasýsla, A.-Barðastrandarsýsla, V.-Barðastrandarsýsla, . V.-lsaf j arðarsýsla, Isafjörður, Norður-lsaf j arðarsýsla, Strandasýsla, V.-Húnavatnssýsla, A.-Húnavatnssýsla, Skagaf j arðarsýsla, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Eyj af j arðarsýsla, Akureyri, Suður-Þingeyj arsýsla, Norður-Þingeyj arsýsla, Norður-Múlasýsla, Seyðisfjörður, Suður-Múlasýsla, Neskaupstaður, Austur-Skaftafellssýsla, Vesturskaftafellssj'sla, Rangárvallasýsla, Árnessýsla, Vestmannaeyj ar, Um skipun umboðsmanna og skrifstofur Trygginga- stofnunar ríkisins í umdæmunum verður siðar auglýst. Trvggingastofnun ríkisins. Nýkomið Snotrir og vandaðir kollstólar (taburetar). Fást ósamsettir ef óskað er í tæka tíð. Verðið lágt. Ennfremur erum við að taka upp glæsilegt verkfæra- og búsáhaldapartí. Iíomið og skoðið. Verzl. J. S. Edwald. Prentstofan Isrún h.f.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.