Baldur


Baldur - 19.09.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 19.09.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsía: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Úthlutun byggingalóða Nokkur ágreiningur virðist vera um það innan bæjar- stj órnarinnar eftir hvaða regl- um skuli farið við afhendingu lóða hér í bænum. Kom þetta meðal annars fram á bæjarstjórnarfundi 28. ágúst síðast liðinn í sambandi við þá tillögu, er þar lá fyrir um að bærinn hæfist handa um byggingu þriggja hæða húss með tólf íbúðum, og yrði þeirri byggingu valinn staður við Fjarðarstræti, þar sem Kaup- félag Isfirðinga hefur undan- farið haft timburgeymslu. Á fundinum upplýstist, að Bygg- ingarfélag verkamanna hafði beðið um þessa lóð ásamt lóð- ir á tveimur stöðum öðrum: Við Fjarðarstræti, þar sem Vél- smiðjan Þór stendur nú, og við Hlíðarveg. Nokkrar deilur urðu um málið á fundinum, en síðan var afgreiðslu þess frest- að. I þessum deilum héldu al- þýðuflokksmenn því fram, að hver sá, sem fyrstur bæði um lóð, hefði rétt til að fá hana, sama hvort bærinn sjálfur teldi sig þurfa á henni að halda eða ekki. Vitanlega nær þessi skoðun engri átt. Það virðist liggja í hlutarins eðli að bærinn láti ekki til annara þær lóðir, sem líkindi eru til að hann þurfi sjálfur að nota, en í þessu efni hafa bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins verið sjálfum sér sundur- þykkir. Skulu hér nefnd tvö dæmi þvi til sönnunar. Seinnipartinn í vetur eða í vor sótti Kaupfélag Isfirðinga um byggingarlóð á horninu við Hafnarstræti og Túngötu. Hér- aðslæknir benti á að vel gæti svo farið að bærinn þyrfti á þessari lóð að halda i sam- bandi við sjúkrahúsið og var beiðninni hafnað með atkvæð- um sjálfstæðismanna og full- trúa sósíalista. Alþýðuflokks- menn vildu ákaft að Kaupfé- lagið fengi lóðina og töldu neit- unina fjandskap við það. I júlímánuði í sumar kom ennfremur beiðni frá Oddfelló- um um byggingarlóð undir Oddfellóhöll, þar sem gamla Hæstakaupstaðarbúðin stendur nú. Alþýðuflokksmenn bentu þá á, að vel gæti verið að bær- inn þyrfti á þessari lóð að halda síðar meir, lögðu til að beiðninni yrði hafnað og var það samþykkt með atkvæðum þeirra og fulltrúa sósíalista, gegn atkvæðum sjálfstæðis- manna. Þessi dæmi ættu að nægja til að sýna hversu mikið ósam- ræmi hefur ríkt í afgreiðslu lóðabeiðna hér i bænum, og hver nauðsyn er á að um það séu settar ákveðnar reglur. — Eins og fyr er sagt, er sjálf- sagt, að sú regla sé upptekin, að hver sú lóð, sem líkindi eru til að bærinn sjálfur þurfi að nota, sé alls ekki afhent öðrum. Þá þarf að fylgjast vel með því, að þeir, sem lóðir fá, byggi á þeim eftir ákveðinn tíma, t. d. eitt ár, en geti ekki haldið þeim óbyggðum árum saman og ef til vill hindrað á þann hátt að aðrir byggi. Þá þarf að stefna að því að teknar verði fyrir ákveðnar götur að byggj a við á hverjum tíma, en mönn- um alls ekki leyft að byggja út um hvippinn og hvappinn, þeim, sem byggja og bæjar- félaginu til erfiðleika og tjóns. ------0------- Brimbrjóturinn í Bolungarvik stórskemmisi Núna um helgina gerði í Bol- ungarvík meiri brim en þar eru dæmi til í mörg ár. Urðu þá stórkostlegar skemmdir á brimbrjótnum þar. Brotnuðu steinkassarnir, sem settir voru niður í sumar, all mikið að of- an og grjót og brot úr þeim bárust upp í varirnar innan við brjótinn, einnig er líklegt að kerin hafi hreifst eitthvað úr stað, en gamli hrjóturinn mun ekki hafa skenmist. Hversu miklar skemmdir hafa orðið er ekki hægt að sjá fyrr en veður batnar og brimið gengur niður, en áreiðanlega hefur þarna orðið stórkostlegt tjón. Bærinn og nágrennið. T rygginganefnclir Norður- og Vestur-Isafjarð- ars}Tslu voru kosnar 11. og 13. þ. m. á sameiginlegum fundum allra hreppsnefndanna í sýsl- unum. Trygginganefnd Norður-Isa- fjarðarsýslu var kosin á fundi, er hreppsnefndir sýslunnar héldu á Isafirði 11. þ. m., og hlutu þessir kosningu: Aðalmenn: Kristján Ólafsson, Geirastöð- um. Ingimar Bjaiáiason, Hnífs- dal. Óli Ketilsson, Hvítanesi. Páll Pálsson, Þúfum. Hallgrímur Jónsson, Dynj- anda. Varamenn: Grímur Jónsson, Sþðavík. Þórður Hjaltason, Bolungav. Þórður Halldórsson, Lauga- landi. Jóhann Hjaltason, Tyrðil- mýri. Sölvi Betúelsson, Hesteyri. Formaður nefndarinnar var kosinn Páll Pálsson. I úfim. Trygginganefnd Vestur-ísa- fjarðarsýslu var kosin á sam- eiginlegum fundi allra hrepps- nefnda sýslunnar að Flateyri 13. þ. m. Kosnir voru aðalmenn: Ingi S. Jónsson, Þingeyri. Hjörtur Hjálmarsson, Flat- eyri. Sturla Jónsson, Suðureyri. Jón Ólafsson, Holti. Varamenn: Ragnar Guðmundss., Hrafna- björgum. Magnús Amalín, Þingeyri. Guðmundur Jónss., Flateyri. Guðmundur Gíslason, Höfða. Formaður nefndarinnar var kosinn Hjörtur Hjálmarsson, Flateyri. Kennarastöður við Gagn- fræðaskólann. Níu umsóknir bárust umjiær þrjár kennarastöður, sem aug- l}Tstar voru lausar hér við Gagnfræðaskólann. Á fundi sínum 14. þ. m. samþykkti skólanefnd að mæla með þess- um umsækjendum: Til kennslu í náttúrufræði: Ólafi Björnssyni, stud. med. Ingim. Stefánssyni, kennara. Til kennslu í íslenzku. Albert Sigurðssyni, cand. mag. Ólafi Guðmundss, cand. phil. Til kcnnslu i erlendum mál- um: Giiý’mundi Arnasyni stúdent Steinþ. Kristjánss. stud. phil.. Skólanefnd ber að mæla með tvéimur í hverja stöðu. Auk þeirra., sem hér eru tald- ir, sóttu þessir um stöðurnar: Eiríkur Jónsson stúdent frá Prestbakka, Jónas Jónasson cand phil og Friðjón Júlíusson búfræðicandidat. Flugbrautin í Suðurtanga. Fyrir nokkru er lokið bygg- ingu flugbrautarinnar i Suður- tanga. Þann 11. þ. m. komu flugmálastjóri og flugmálaráð- herra hingað og litu á verkið og þann 13. s. m. lenti fyrsta flugvélin á brautinni. Var það flugvél frá Flugfélagi Islands. Að þessari flugbraut er áreið- anlega mikil bót, en þó ekki nægileg fyr en búið er að byggja flugskjdi, og er vonandi að það verk verði liafið sem fyrst. Þá er nauðsynlegt að veg- urinn verði lagfærður niður i Suðurtangann svo að hann verði greiðfær bílum. HAPPDKÆTTI til ágóða fyrir starfsemi SUNNUKORSINS Vinningur er Blythner-píanó að verðgildi kr. 9594,00. Verð kr. 10,00. Dregið verður hjá bæjarfógetanum á Isafirði 10. júní 1947. Styðjið starfsemi Sunnukórsins, kaupið happdrættismiða hans og fáið yður ódýrt píanó! Miðarnir fást í báðum bókabúðunum og hjá öllum félögum Sunnukórsins.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.