Baldur - 28.09.1946, Blaðsíða 1
u
UTGEFANDI: SÖSlALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR
XII. ÁRG.
ísafjörður, 28. sept. 1946
26. tölublað.
Forsætisráðherra leggur nyjan
herstöðvasamning fyrir Alþingi.
Ráðherrar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins, meirihl. þingmanna þessara flokka
og meirihluti miðstjórna þeirra mæla með
samningnum og vilja knýja hann i gegn
óbreyttan.
Samtök verkalýðsins og einhuga mótmæli
allrar þjóðarinnar tefja landráðafyrirætlanir
þeirra.
Undanfarna daga hafa ör-
lagaríkari tíðindi gerzt meðal
íslenzku þjóðarinnar en senni-
lega nokkru sinni áður í sögu
hennar.
Þegar það var kunnugt, að
Alþingi hefði verið hvatt sam-
an til framhaldsfundar 19. þ.
m., 10 dögum fyrr en ákveðið
hafði verið á aukaþinginu í
sumar, þótti öllum sýnt, að
mikilsvarðandi mál mundi
verá þar til úrlausnar. Ek'kert
var þó opinberað um hvaða
mál það væri, en allan al-
menning mun hafa grunað, að
hér væri um að ræða mikils-
varðandi utanríkismál. Það er
nú komið á daginn að svo var.
Samningstilboð Banda-
ríkjastjórnar lagt fyrir rík-
isstjórnina.
Sama daginn og Alþingi var
sett, var ríkisráðsfundur hald-
inn og þar lögð fyrir tilmæli
frá stjórn Bandaríkjanna um
að Bandaríkin og Island geri
með sér samning um rekstur
Keflavíkurflugvallanna. Báð-
herrar Sj álf stæðisflokksins, Ól-
afur Thors og Pétur Magnús-
son, mæltu þegar ákyeðið með
því að gengið yrði að þessu
samningstilboði. Báðherrar Al-
þýðuflokksins, Finnur Jónsson
og Emil Jónsson, kváðust
mundu beita sér fyrir því, að
miðstjórn Alþýðuflokksins
mælti með tilboðinu og lýstu
þar með fylgi sínu við það.
Báðherrar Sósíalistaflokksins
einir mótmæltu tilboðinu og
lýstu ákveðið andstöðu flokks
síns gegn því.
Forsætisráðherra flytur
tillögu til þingsályktunar
um að gengið sé að samn-
ingunum.
Eftir að setning Alþingis var
lokið, var þegar í stað haldinn
lokaður þingfundur i samein-
uðu þingi og lagði Ólafur
Thors forsætisráðherra þar
fram svohljóðandi tillögu til
þingsályktunar:
„Alþingi ályktar að heim-
ila ríkisstjórn Islands að
gera samning við ríkis-
stjórn Bandaríkja Ameríku
samhljóða samningsupp-
kasti því, sem prentað er
sem fylgiskjal með þessari
ályktun".
(Samningsuppkastið er birt á
öðrum stað í blaðinu.)
Forsætisráðherra talaði fyrir
tillögunni en alþingismennirn-
ir Brynjólfur Bjarnason
menntamálaráðherra og Her-
mann Jónasson töluðu gegn
henni. Lýsti Brynjólfur
Bjarnason yfir því í nafni
þingmanna Sósíalistaflokksins,
að hann teldi grundvöll núver-
andi stjórnarsamvinnu rofinn,
ef þingsályktunartillaga þessi
yrði samþykkt.
Miðstjórn Alþýðuflokksins
samþykkir með 16:10 atkv.
fylgi við samningana.
Föstudaginn 20. þ. m. var
fundur í miðstjórn Alþýðu-
flokksins, þar sem mál þetta
var til umræðu og ákveða
skyldi afstöðu miðstj órnarinn-
ar til þess. Eftir harðar og
langar deilur var þar sam-
þykkt með 16 atkv. gegn 10 að
mæla með þingsályktunartil-
lögu forsætisráðherra og þar
með samningstilboðinu. Kjart-
an Ólafsson bæj arfulltrúi í
Hafnarfirði hafði forustu fyrir
þeim, er börðust gegn tilboð-
inu, en Haraldur Guðmunds-
son, sem nú situr á Alþingi í
stað Gylfa Þ. Gíslasonar, var
fyrir þeim, sem vildu semja.
Um afstöðu þingmanna flokks-
ins á fundinum er það vitað
með vissu að báðir ráðherrar
flokksins, Finnur Jónsson og
Emil Jónsson, og Haraldur
Guðmundsson voru allir ákveð-
ið fylgjandi því, að gengið yrði
að samningstilboðinu, en
Hannibal Valdimarsson var á-
kveðið á móti. Aðrir þingmenn
flokksins voru meira og minna
óákveðnir og því ekki vitað um
afstöðu þeirra. Um afstöðu
annara einstaklinga innan
miðstj órnarinnar er Baldri
heldur ekki kunnugt, nema um
þá, sem hér hafa verið nefndir.
Meðan þessu fór fram innan
miðstj órnar Alþýðuf lokksins,
beittu f oringj ar S j álf stæðis-
flokksins öllum áhrifum sín-
um til að tryggja málinu fylgi
í sínum herbúðum. Vitað var
þegar í upphafi, að átján þing-
menn S j álf stæðisf lokksins
fylgdu foringjunum í þessu
máli, þeirra á meðal hinar
ungu og framgjörnu „sjálf-
stæðishetjur", — Sigurður
Bjamason frá Vigur og Gunn-
ar Thoroddsen, Aftur á móti
var talið að Gísli Sveinsson og
Pétur Ottesen mundu tregir til
að hlýða og var almennt álitið,
að Pétur mundi sitja heima og
ekki koma til þings.
Málinu vísað til annarar
umræðu með 28:10 atkvæð-
um.
Á þingfundi laugardaginn
21. þ: m. var þingsályktunar-
Framhald á 3. síðu.
Sjómannafélag ísfirðinga
mótmælip samningstilboði
Bandapíkjastjópnap og
krefst brottfarar setulids
Bandapíkjanna af
fslandi.
Á fundi í Sjómannafélagi Isfirðinga 23. þ. m. var í einu
hljóði samþykkt svohlj óðandi tillaga frá Haraldi Guð-
mundssyni skipstjóra:
Fundur haldinn í Sjómannafélagi Isfirðinga 23.
sept. 1946 skorar á Alþingi og ríkisstjórn að vísa
eindregið á bug framkomnum samningsumleitun-
um Bandaríkjastjórnar viðvíkjandi íslenzkum
landsréttindum. — Ennfremur skorar fundurinn á
ríkisstjórn og Alþingi að kref jast þess af Banaríkj-
unum að þau hverfi þegar í stað með allan herafla
sinn af landinu.
Með tillögunni töluðu auk flutningsmanns hennar,
Haralds Guðmundssonar, Jón H. Guðmundsson, formað-
ur Sjómannafélagsins og Valdimar Sigtryggsson, bryggju-
vörður. Mikill kurr var meðal fundarmanna út af fram-
komu Finns Jónssonar í þessu máli.