Baldur


Baldur - 28.09.1946, Blaðsíða 6

Baldur - 28.09.1946, Blaðsíða 6
6 B A L D U R dagskrártillögu, sem fram væri komin í þessu máli. Eftir henni átti að vísa tillögu Hall- dórs frá, þar sem útvarpsum- ræður væru væntanlegar um þetta mál og.myndu menn þá betur geta myndað sér skoðun um það eftir að liafa hlýtt á þær umræður. Var till. svo til umræðu. Halldór Ölafsson tal- aði jjá örfá orð og bauðst til að sundurgreina sína tillögu þannig að til atkv. komi aðeins sá hluti, sem um þjóðarat- kvæðagreiðslu fjallaði. En Halldór var ekki seztur, þegar fundarstjóri var kominn með dagskrártill. í hendur og ætlaði að fara að bera hana undir atkv. Þá bað ég um orð- ið. Mér fannst ég verða að segja þarna örfá orð, þótt þau yrðu kanske með vanefnum gerð, þar sem ég er óvanur ræðumaður. Eftir a,ð hafa sannað rétt minn til að taka til máls, hóf ég mál mitt. En ég hafði ekki sagt nema örfá orð, þegar frammítökur byrjuðu. Strax og það heyrðist, að ég var sam- mála tillögu Halldórs, var mér gert ókleyft að taja. Meðan ég reyndi að skýra fundarmönnum skoðun mina, töluðu þrír og fjórir á móti mér, kölluðu og æptu. Þegar einn fundarmanna spurði hvort ég hefði orðið éða ekki var lionum svarað frá stjórn- arborðinu og sagt að „haida kj afti“. Ég gat því ekki sagt nema brot af þvx -sem ég ætlaði að segja, mér var vax-nað að tala af hinni kratísku kurteisi og vestrænu lýðræðisást, sem virt- ist ríkja þarna í ríkum mæli og lýsti sér ágætlega í þessai'i framkomu gagnvart mér. En það var ekki mín lítil- fjörlega persóna, sem þeir voru að æpa að þarna á fund- inum. Ég vildi tala þai’na máli sjálfstæðis þjóðai’innar, benda á, að það gæti orðið of seint fyx’ir Baldur að láta sitt álit í ljós eftir að hinar væntanlegu útvai'psumi’æður hefðu farið fram. Og mér fannst það ski’ít- ið að nokkur skyldi þurfa að hlusta á útvarpsumræður til að mynda sér skoðun um jafn ein- falt mál og það, hvort hann væri með eða móti afsali ís- lenzkx-a landsréttinda. Ég varð hissa á að heyra þetta í hæ Skúla Thoroddsen. Varla hefði hann þurft að lilusta mikið til að vita hvar hann ætti að standa. Þeir töluðu því á móti hans helgasta máli, á móti helgasta máli íslenzku þjóðar- innar. En mér var ekki nokkur leið að tala, þegar márgir töluðu samtímis. Ég skoraði á þessi stéttarsystkini mín, sem þarna voru samankomin, að fella dagskrártillöguna og sam- þykkja tillögu Halldórs. Dagskrórtillagan var sam- þykkt. Það þýddi, að Verka- lýðsfélagið Baldur léti sig engu skipta um það, hvernig hinn dulhúni herstöðvasamningur yrði afgreiddur á Alþingi Is- lendinga. Mér mun lengi verða þessi fundur minnisstæður, sérstak- lega fyrir það hvað ég fékk þarna góðar!! móttökur hjá vinum lýðræðisins og sjálf- stæðisins. 'Ég vil svo að endingu segja það hinum Siglfirzku krötum til hróss, að þeir virðast kunna betur en þeir ísfirzku að hlýða á mál manns, sem er á annari skoðun en þeir sjálfir. A. m. k. hef ég ekki verið vitni að slíkri framkomu hjá þeim gagnvart andstæðingum sínum, og þeirri, sem mér var sýnd hérna á Baldursfundi í gærkvöldi. En ég þakka nú fyrir móttök- urnar, þær sýndu mér betur en annað hverskonar menn það eru, sem vilja gapa við tál- beitu Bandaríkjanna; — og sundra hinni stéttarlegu ein- ingu, sem ríkt hefur innan Al- þýðusambands Islands nú um fjögurra ára skeið. Staddur á Isafirði, 25. sept. 1946. Einar M. Albertsson, fél. í vmf. Þrótti, Siglufirði. -O- AFMÆLISDAGAR. Guðmundur Jónsson frá Mosdal varð sextugur 24. þ. m. Bárður Guðmundsson, bók- bindari átti 75 ára afmæli þann 27. þ. m. Baldur árnar báðum þessum heiðursmönnum allra heilla á þessum merku tímamótum á æfi þeirra. Framlag til verkamannabú- staða. Bæjarstjórn hefur samþykkt að framlag bæjarins til bygg- ingarsjóðs verkamanna verði í hámarki, eða kr. 6,00 á íbúa hvern. LEIÐRÉTTING. I greininni „Sjálfstæði Is- lands er í hættu“ hefur orðið prentvilla i 4. málsgr. a. n. á 2. d. 3. s. — Málsgreinin á að vera svona: „Islenzka ríkið skortir sam- kvæmt þjóðarétti vald yfir sumum mönnum, sem í land- inu dvelja, t. d. þjóðhöfðingj- um annara ríkja, ef þeir dvelja hér á landi“, o. s. frv. MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Kristjánssyni, Sólgötu 2. Isafirði. Miðstöðvarketill 1V2 ni2 til sölu. Sigurður Hannesson, bílstjóri, Fjarðarstræti 17 — Sími 217. Samningstilboð Bandaríkjastjórnar. Hér birtast samningstilboð- það frá Bandaríkjastjórn, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. 1. Ríkisstjórn Bandaníkjanna og ríkisstjórn Islands fallast á að her- verndarsamningurinn, sem gerður var 1. júlí 1941, skuli niður falla, og falli hann úr gildi með gildistöku samnings þessa. 2. Flugvallarhverfið við Keflavík og flugvellirnir, sem hér eftir nefn- ast flugvöllurinn, ósamt öllum ó- hrejdanlegum mannvirkjuin, er Bandaríkin hafa reist þar og talin verða upp í sameiginlegri skrá, er bandarísk og íslenzk yfirvöld skulu gera samtímis afhendingu flugvall- arins, skulu afhent íslenzku stjórn- inni. Skal flugvöilurinn þá verða skýlaus eign íslenzka ríkisins, sam- kvæmt þeim skuldbindingum, er Bandaríkin hafa áður tekizt á hend- ur þar að lútandi. . 3. Umferðaréttindi og réttindi til lendingar og nauðsynlegrar við- dvalar skal veita flugförum, öðrum en liervélum, all.ra þjóða er fá slík réttindi hjá ríkisstjórn Islands. 4. Stjórn Bandaríkjanna mun svo fljótt sem auðið er flytja á brott það herlið og sjólið Bandaríkjanna, sem nú er í Reykjavík, og innan 180 daga frú gildistöku samnings þessa mun hún smátt og smátt flytja á brott allt annað herlið og sjólið Bandaríkjanna, sem nú er á Islandi. 5. Flugförum þeim, sem rekin eru af Bandaríkjastjórn eða á henn- ar vegum í sambandi við fram- kvæmd þeirrar skyldu, er Banda- ríkin hafa tekizt á hendur, að hafa á hendi herstjórn og eftirlit í Þýzkalandi, skulu áfram heimil af- not af Keflavíkurflugvellinum. I þessu skyni skal stjórn Bandaríkj- anna heimilt að halda uppi á eigin kostnað, beinlínis eða á sína á- byrgð, þeim tækjum og því starfs- liði, sem nauðsynlegt kann að vera til slíkra afnota. Taka skal sérstakt tillit til sérstöðu siíkra flugfara og áhafna þeirra, hvað snertir tolla, landvistarleyfi og önnur formsat- riði. Enginn lendingargjöld skal greiða af slíkum flugförum. 6. 1 samhaudi við rekstur flug- vallarins munu Bandaríkin, að svo miklu leýti sem kringumstæður leyfa, þjálfa íslenzka starfsmenn i tækni flugvallarrekstrar, svo að Island geti í vaxandi mæli tekið að sér rekstur flugvallarins að svo miklu leyti sem frekast er unnt. 7. Stjórnir Bandaríkjanna, og ís- lands skulu í samráði setja reglu- gerð um rekstur, öryggi og önnur mál, er varða afnot allra flugfara af flugvellinum. Slík ákvæði raska þó ekki úrslitayfirráðum ríkisstjórnar Islands, hvað umráð og rekstur flugvallarins snertir. 8. Stjórnir Bandaríkjanna og Is- lands koma sér saman um grund- völl, er báðar geti við unað, að sanngjarnri skiptingu sin á milli á kostnaði þeim, er af viðhaldi og rekstri flugvallarins stafar, þó þannig að hvorugri ríkisstjórninni skuli skylt að leggja í nokkurn þann kostnað af viðhaldi eða rekstri flugvallarins, sem hún telur sér ekki nauðsynlegan vegna eigin þarfa. 9. Eigi skal leggja neina tolla eða önnur gjöld á efni það, útbúnað nauðsynjar eða vörur, sem inn er flutt t'il afnota fyrir stjórn Banda- ríkjanna eða umboðsmenn hennar samkvæmt þessum samningi eða til afnota fyrir starfslið það, sem dvel- ur á Islandi vegna starfa, er leiðir af framkvæmd samnings þessa. Ut- flutningsgjalda skal heldur eigi krefjast af útflutningi téðra vara. 10. Eigi skal leggja tekjuskatt á þær tekjur þess starfsliðs Banda- ríkjanna, sem á Islandi dvelur við störf er leiðir af framkvæmd samn- ings þessa, er koma frá aðiljum ut- an Islands. 11. Þegar samningi þessuin.lýk- ur skal stjórn Bandaríkjanna heim- ilt að flytja af flugvellinum öll lireyfanleg mannvirki og útbúnað, sem þau eða umboðsmenn þeirra hafa látið gera eða lagt til eftir gildistöku samnings þessa, nema svo semjist að ríkisstjórn Islands kaupi mannvirki þessi eða úthún- að. 12. Samningur þessi skal gilda á meðan á stjórn Bandaríkjanna hvíl- ir sú skuldbinding að halda uppi lierstjórn og eftirliti í Þýzkalandi; þó má hvor stjórnin um sig livenær sem er, eftir að fimm ár eru liðin frá gildistöku samnings þessa, fara fram.á endurskoðun hans. Skulu þá stjórnirnar liefja viðræður svo fljótt sem auðið er. Leiði slíkar viðræður eigi til samkomulags inn- an sex mánaða frá því að fyrst kom fram beiðni um endurskoðun, er hvorri stjórninni um sig heimilt, hvenær sem er að þeim tíma liðn- um, að tilkynna skriflega þá fyrir- ætlun sína að segja upp samningn- um. Skal samningurinn þá falla úr gildi tólf mánuðum eftir dagsetn- ingu slíkrar uppsagnar. Þannig hljóðar samningstil- boðið, sem Bandaríkj astj órn hefur sent ríkisstjórn Islands og forsætisráðherra lagt fyrir Alþingi til samþykktar. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag og sunnudag kl. 9: I heimi tóna og tryllings. Amerísk stórrggnd frá Fox Film. Aðalhlutverk: LAIRD CREGAR LINDA DARNELL GEORG SANDERS Mánudag kl. 9: Bör Börson, jr. Engin sýning á sunnu- dag kl. 5. ♦!~t**t*4t~$Mw**i*4t**!~t*4?**t*4Í*>t*4t**t~t*4?4***4t~t~t**J*4t*4t*4t*4****~Cv*t*4t**i*4?*4i***~J**!~t**t*4!**!**t« Ý Y 1 t # ^ # Ý 3 tonna vörubíll með drifi á öllum hjólum er til sölu. 1*1 % Upplýsingar gefur Öskar Jensen prentari. v *:* ♦!♦♦!♦ **m!m***!***m** *♦*•***♦* *♦* *♦**•* *t* *!**♦* *t* *♦**♦* *♦* *t* *t* *t* *♦**•* *t* *C* *t* *t**tMt* *t* *♦* *t********** *t* *t* ************* *t* Okkur vantar ungling 14 —17 ára nú þegar, til innheimtu- og verzlunarstarfa. Verzlun J. S. Edwald.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.