Baldur


Baldur - 11.10.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 11.10.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R Það verður stundum að tala svo, að íhaldið slcilji. Verkalýðsfélagið Baldur krefst 10°|0 launahækkunar. Bæjarstjórn samþykkir að verða við kröfum félagsins. Verkalýðsfélagið Baldur sagði upp kaupgjaldssamningi við atvinnurekendur 1. sept- ember s. 1. Á fundi félagsins 24. s. m. lágu fyrir til umræðu og at- kvæðagreiðslu tillögur stj órnar og trúnaðarráðs um lircytingar á samningum. Voru þær þess efnis, að allir kaupgjaldsliðir liækki um 10%, auk nokkurra annara lagfæringa á samningn- um, og er þar veigamest krafan um kaffistofur á vinnustöðv- um. Tillögur þessar voru sam- þykktar í einu hljóði og. á fundinum heyrðist engin rödd, er taldi að með þeim væri farið fram á óhóflegar kröfur, enda mun erfitt að halda fram að svo sé, þegar litið er á málið frá sjónarmiði verkamanna. — Það er þvi sýnilcgt að ísfirzkt verkafólk er einhuga um að fá kjör sín Ijætt og ætlar sér að standa. fast á rétti sínum, hvað sem í kann að skerast. Síðan samþykkt þessi var gerð hefur eftirfarandi gerzt í þessu máli. Stjórn Baldurs hefur sent atvinnurekendum breytingatillögur félagsíns, en svar við þeim hefur fekki hor- ist enn þá nema frá bæjar- stjórn lsafjarðar, sem á fundi sínum 2. þ. m. samþykkti með atkvæðum allra hæjarfulltrúa eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að greiða frá 1. okt. s. 1. vinnulaun samkvæmt kaup- kröfu verkalýðsfélagsins „Baldur“ þar til er samning- ar hafa verið undirritaðir; en frá þeim tíma greiðast vinnulaun samkvæmt vænt- anlegum samningum“. Haraldur Guðmundsson. Sigurður Halldórsson. Með þessari samþykkt tekur hæjarstjórn Isafjarðar í í'yrsta skipti afstöðu með kröfum verkamanna um leið og þær kröfur koma fram. Er verka- riiönnum að því mikill styrkur, og getur þessi einróma afstaða hæjarstjórnar orðið til þess að draga úr þeirri hættu, að til verulegra átaka dragi með þeim og atvinnurekendum, þar sem einn stærsti atvinnurek- andi bæjarins, sjálft hæjárfé- lagið, hefur gengið undan- Itragðalaust að kröfum verka- fólks og bæjarfulltrúar allra flokka I ýs.t afdráttarlaust stuðningi sínum við þær. Sigur- vonir verkamanna virðast því mj ög glæsilegar og ekki ástæða til að ræða frekar um þá hlið málsins að sinni. En það er annað atriði i þessu máli, sem ástæða er til að taka til atlnigunar og það er undirbúningur og meðferð þess af hálfu stjórnar verka- lýðsfélagsins. I samningnum er uppsagnar- frestur ákveðinn einn mánuð- ur og á vitanlega að nota þann tíma til samningaumleitana og annaðhvort að vera búið að semja að þeim tíma liðnum eða, hafi það ekki tekizt, að grípa til róttækari ráðstafana. Að þessu sinni var samningi sagt upp á réttum tíma, cn svo liðu rúmar þrjár vikur al’ upp- sagnarfrestinum, án þess að nokkrar samningsumleitanir færi fram, og það er ekki fyrr en tæp vika er eftir af þeim thna, að málið er lagt fyrir félagsfund, þá fyrst fá félags- menn að vita um málið og segja álit sitt á því, nema ef til vill þeir, sem sæti ciga í trúnaðarráði. Eins og fyrr er sagt sam- þykkti félagsfundur einróma hreytingar á samningnum og hefði því mátt húast við, úr því tími var naumur til stefnu, að viðræður við atvinnurekendur hæfust ])egar í stað. En það hefur ekki orðið. Það eina, sem gerzt hefur er það, að atviunu- rekendum hafa verið sendar tillögur félagsins, en samn- ingsumleitanir hafa enn ekki farið fram, og mun ástæðan vera sú að hvorki formaður né. varaform. voru í bænum, en engum verið falið að hafa for- göngu í málinu í þeirra stað. Einhverjir munu segja að ]>etta sleifarlag á undirbúningi og meðferð málsins skipti ekki miklu, en svo er alls ekki. Verkafólki er brýn nauðsyn að samningsákvæðin séu i hvi- vetna haldin bæði af þess hálfu og annara, en það hefur ekki verið gert með ])essu háttalagi. Þar að auki er mjög óvíst að verkafólk fái greitt eft- ir nýja samningnum frá því sá eldri var raunverulega úr gildi fallinn 1. okt. ef sanmingur verður ekki undirritaður fyrr en löngu seinna. Af öllu þessu sézt að full- komin ástæða er til að víta þetta sleifarlag, ekki sízt þegar slík afglöp endurtaka sig hvað eftir annað, eins og reynslan hefur sýnt að undanförnu. En verkafólk má á engan hátt láta þessi mistök stjórnar- innar spilla samheldni sinni, enda ekki ástæða til að óttast slíkt. Hinsvegar væri ástæða fyrir það að athuga livort ekki Vesturland liefur fyllst mik- illi vandlætingu yfir því, að Rcykvíkingar l'jölmenntu- á fund íhaldsmanna í Reykjavík 22. sept. s. 1., fer blaðið mörg- um oi’ðiun um þetta alhæfi, tel- ur að ofbeldi, kúgun og ofstæki hafi verið haft í frammi í sambandi við þessa fjölniennu lieimsókn og kennir kommún- istum (þ. e. sósíalistum) um. Sérstaklega er blaðið hneyksl- að yfir þvi, að háskólastúdent- ar, tilvonandi emhættismenn þjóðarinnar, skyldu fella á fjölmennum stúdentafundi til- lögu um að yíta þessa heim- sókn Reykvíkinga á íhalds- mannafundinn, og yl'ir því, að stúdentar skyldu vera þátttak- endur í þeirri heimsókn. Hér verður ekki lýst því, sem frain fór á þessum sögulega fúndi. En til þess að geta dæmt um þennan atburð er nauðsyn- legt að þekkja og skilja orsak- ir hans. Eins og öllum er kunnugt höfðu Reykvíkingar haldið fjölmennan útifund til að mót- mæla að Island gerði við Bandaríkin samning, sem aðal- l'oringi íhaldsmanna, Ólafur Thors, forsætisráðherra, hafði þá fyrir nokkru lagt fyrir Al- þingi og hótað að segja af sér, ef liann ekki yrði samþykkt- nr óbreyttur. — Þennan samn- ing hafði ráðherrann gert upp á eindæini, án þess að kveðja sér til samstarfs þá að- ila, sem samkvæmt íslenzkum lögum áttu að vera með honum við slíka samningsgcrð. Hvorki utanrikismálanefnd né ein- stakir ráðherrar höfðu hug- mynd um þennan sanming fyrr en hann var lagður fyrir Alþingi. Auk þcssa var réttur Islands svo greinilega fyrir horð horinn í þessum samn- ingi, að helzt leit út fyrir, að liann væri samin af Banda- ríkjastjórn, en forsætisráð- herra hefði gerzt flutnings- maður hans. Er þegar búið að ræða og rita svo miltið um það efni, að ástæðulaust er að endurtaka það hér. En engu máli hefur þjóðin mótmælt jafn einhuga og ákveðin en einmitt þessum samningi. En liver var þá tilgangúrinn með heimsókn Reykvíkinga á íhaldsmannafundinn ? Hann var enginn annar en væri eins affærasælt, að það sjálft hefði forustu í sínum inálum en fæli hana ekki mönnum úr öðrum atvinnu- stéttum, sem svo e'ru störfum hlaðnir á öðrum stöðum, að þeir liafa ekki tíina til að sínna málum verkalýðsins, þegar mest á ríður, og verða þar af leiðandi að láta þau sitja á hakanum. sá að láta forsætisráðherra og íhaldsmenn vita á þann hátt, sem líkindi voru til að þeii' gætu . skilið, að yfirgnæfandi meirihluti Reykvikinga og yf- irgnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar væri á móti þess- um samningi. Og sé hægt að stimpla þessa framkomu Rcykvíkinga sem ofbeldi, þá er þar vissu- lega um að ræða ofheldi gegn því ol'beldi forsætisráðherra og nánustu fylgifiska hans, að ætla sér með lögbrotum og ein- ræði að knýja Alþingi til að samþykkja óhæfan og hættu- legan sanming við erlent stór- veldi. Þjóðin hafði áður látið þessa herra vita álit sitt, með því að samþykkja og senda fjölda inótmæla, og enginn gat talað um ofheldi í sambandi við þau. En þessum mótmæl- um var ekki sinnt og því þurfti að grípa til áhril'amciri að- ferða, en það er ekki von að frómar íhaldssálir, sem trjúa á óskeikulleik Ólafs Thors, skilji slíkt. Að lokum skal svó piinnt á þált stúdenta í þessu máli. - Hann hefur orðið þeim og há- skólanum til sóma. Islenzkir menntamenn hafa í þessu máli sýnt, að þeir eru nú, eins og ætíð áður, reiðubúnir til bar- áttu með íslenzkri alþýðu, þeg- ar um sjálfstæði Islands er að tefla. Islenzka þjóðin kann stúd- entum og prófessorum Háskól- ans þökk fyrir þátttöku þeirra í þessari baráttu og vonar að makindi embættisáranna vcrði aldrei til þess að deyfa l'relsis- og sjálfstæðiseldinn í hrjóstum þeirra. * O------- Hraðinn — Launungin. Ég vil biðja ykkur að taka eftir þeim aðferðum, sem not- aðar voru til þess að knýja herstöðvasamninginn í gegn — hraðanum — og leyndinni, sem reynt var að hafa á! Þingmenn voru kallaðir sam- hn svo að segja fyrirvaralaust eða með svo stuttum l'yrirvara að sumir þeirra höfðu ekki tíma til þess að mæta á þingi á rélt- um tíma. Og þessi hraði er hafður á, þegar á að afhenda einu af stórveldum heimsins sérréttindi til lands vors veita þegnum þess réttindi, sem eng- um íslenzkum ríkishoi'gara væri látin i té, þ. e. réttinn til þess að vera hérlendis en óháð- ir íslenzkum lögum, sem sagt rétt til ])ess að vera upphafðir yfir íslenzk lög ,og rétl. Og svo leyndin. Mér finnst hún segja til hversu Ijótt hér er á ferðum. Þetta sanmings- uppkast þoldi ekki langa birtu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.