Baldur


Baldur - 19.10.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 19.10.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÓS.IALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR xii. Arg. ísafjörður, 19. okt. 1946 28. tölublað. Samkomulagstilraunir í fisk- iðjuversmálinu. Haraldur Gfuðmundsson, bæjarfulltrúi Sósial- istaflokksins, beitir sér fyrir samkomulagi alira aöila í málinu. Bæjarstjórn kýs þriggja manna nefnd, er taki að sér að hafa forgöngu um að fiskiðjuverið verði komið hér upp með samvinnu allra útgerðarmanna í bænum, bæjar- félagsins og annara bæjarbúa. Fisldðjuversmálið er áreið- anlega eitt hið þýðingarmesta mál, sem á dagskrá hefur ver- ið hér í bænum á undanförn- um árum, þar sem þar cr um að ræða að hrynda í fram- kvæmd fyrirtæki, sem afkoma bæjarhúa, efnaleg og atvinnu- leg, kemur til með að byggjast á í framtíðinni. En því miður hafa í und-ir- búningi og því, sem hiiigað til liefur verið gert i þessu stór- máli, orðið svo stórkostleg mis- tök, að málið má heita komið í strand, ef allir þeir, sem hér eiga hlut að máli, koma sér ekki saman um að leysa það í sameiningu og á þann hátt, að útgerðarmenn, fiskimenn og aliir aðrir bæjarbúar megi sem hezt við una. Þetta viðurkenna, allir bæj- arbúar, og það er einmitt vegna þessarar brýnu nauð- synjar og í þeim tilgangi að allt sé gert, til þess að skapa einingu allra aðila í þessu máli, að fulltrúi Sósíalistaflokksins í bæjarstjórn, Haraldur Guð- mundsson, sneri sér til málsað- ila, stjórna Fiskiðjuversins h.f. og Fiskiðjusamlags Isfirðinga, forseta bæj arstj órnar Isafjarð- ar og bæjarstjóra og skrifaði þessum aðilum eftirfarandi bréf: Isafirði, 1. okt. 1946. Ég undirritaður lejfi mér hér með að benda á nauðsyn þess, að hafnar séu nú þegar umræður milli bæjarstjórnar, stjórna Fiskiðjuvei’sins h.f. og Fiskiðjusamlags Islirðinga, um sameiginlegar framkvæmdir í fiskiðjuversmálinu. Það má öllum aðilum vera ljóst, að með því ástandi, sem nú ríkir í því máli, er því að fullu og öllu siglt í strand um ófyrirsj áanlegan túna. Það er cinnig full vissa fyrir því, að meðan ísfirzkir útvegsaðilar og ráðamenn bæjarins standa sundraðir um framkvæmd þessa nauðsynlega fyrirtækis, er varla að vænta fjárhagslegs stuðnings frá ríkinu. Með tilliti til framanritaðs legg ég fram eftirfarandi tillög- ur, sem umræðugrundvöll, til sameiningar og samstarfs allra lilutaðeigandi aðila um þetta nauðsynjamál. 1. Öll útgerðarfélög bæjar- ins ásamt bæjarstjárn samein- ist nm stofnun félags um fisk- iðjiwerið, og verði það rekið á samvinnugrundvelli. Núver- andi félög, Fiskiðjuverið h.f. og Fiskiðjusamlag Isfirðinga verði lögð niður. 2. Stofnfé hins ngja fyrirtæk- is verði a. m. k. ein miljón og verði þess aflaö á félagssvæð- inu, hjá félagssamtökum, ein- staklingum og bæjarfélaginu. framlag bæjarsjóðs verði Vs hluti slofnfjárframlagsins. 3. Til þess að trgggja það að félagið verði jafnan starfrækt með hagsmuni ísfirzkra sjó- manna og útvegsmanna fyrir augum, legg ég til að ákveðið verði í stofnsamningi félagsins, að einn af fimm stjórnendum félagsins verði kosinn af bæj- arstjórn, en aðrir stjórnendur með hlutfallskosningu af öðr- um félagsmönnum. Ég vænti þess, að þér takið tillögur þessar til vinsamlegr- ar athugunar, og vænti skrif- legs svars yðar, um það hvort þér getið fallist á tillögur þess- ar sem umræðugrundvöll, fyr- ír 7. þ. m. (þ. e. n.k. mánudag). Virðingarfyllst, Haraldur Guðmundsson. Eins og hréf þetta ber með sér, er höfuðáherzlan lögð á að allir aðilar sameinist um lausn málsins, og tillögur þær, sem þar eru lagðar til grundvallar eru í höfuðatriðum þær sömu og samþykktar voru á fundi í Sósíalistafélagi Isafjarðar 22. júní s. 1. og birtar í Raldri 25. s. m. Þann 7. október barst Har- aldi Guðmundssyni eftirfar- andi bréf frá Fiskiðjusamlagi Isfirðinga: Fiskiðj usamlag Isfirðinga, Isafirði. Isafirði, 6. okt. 1946. Herra bæjarfulltrúi Haraldur Guðmundsson, Isafirði. Vér höfum móttekið heiðrað bréf yðar, dags, 1. þ. m. og rætt það á fundi vorum í dag. I hréfi yðar leggið þér til, að umræður um fiskiðj uversmál- ið verði liafnar milli bæjar- stjórnar, stjórnar Fiskiðjuvers- iiis h. f. og vor. Um þetta erum vér yður al- gjörlega sammála, og viljum i því sambandi benda yður á, að vér höfum í bréfi til meirihluta bæjarstjórnar, dags. 25. júní s. 1. tjáð oss fúsa til umræðna um málið, og óskað eftir að frá bæj arstj órnarmeirihlutan- um, eða útvegsmönnum þehn, sem standa að Fiskiðjuverinu h. f., kæmu upplýsingar um, hver atriði það eru í samþykkt- um félags vors, sem þessir að- ilar geta ekki fellt sig við, sem starfsgrundvöll fyrir slíkan íe- lagsskap, sem hér um ræðir. Við þessu hefir oss tjl þessa ekkert svar horist. Þá viljum vér ennfremur upplýsa yður um það, að í sam- tali, sem undirritaðir áttu við forseta bæjarstjórnar Isafjarð- ar, að ósk hans 9. sept s. 1. lét- um vér í Ijós, að hugsanleg væri sú lausn málsins, að Fisk- iðj usamlagið og Fiskiðjuverið h. f. yrðu bæði lögð niður, og nýtt félag stofnað, en tjáðum jafnframt, að ófrávíkjanlegt skilyrði frá vorri halfu fyrir þátttöku í stofnun hins nýja fé- lags væri, að það yrði stofnað og starfrækt í öllum aðalatrið- um'á þeim grundvelli sem ætl- að er um Fiskiðjusamlag Is- firðinga, þ. e. a. s. á samlags grundvelli. Það mun hafa verið ætlun forseta bæjarstjórnar, að skýra meirihluta bæj arstj órnarinnar og stjórn Fiskiðjuversins h. f. frá þessu samtali, en vér höf- um enn ekki fengið tilkynn- ingu um afstöðu þeirrp aðila til þessa sjónarmiðs. Þá leyfum vér oss, til frek- ari fróðleiks um þetla efni, að senda yður hérmeð afrit af bréfi voru, dags. 10. septemher s. 1. til Nýbyggingarráðs. Um önnur atriði hréfs yðar sjáum vér ekki ástæðu til að fjölyrða að svo stöddu, þar sem vér teljum, að áður en þau eru tekin til meðferðar, þurfi við- komandi aðilar að kom'a sér saman um og ákveða félags- slit í Fiskiðjusamlaginu og Fiskiðjuverinu h. f., og ná sain- komulagi sín á milli um stofn- un nýs félags, og á hvaða grundvelli það skuli starfa. Virðingarfyllst, Birgir Finnsson (sign.) Arngr. Fr. Bjarnason (sign.) Ketill Guðmundsson (sign.) I bréfi því til Nýbyggingar- ráð’s, sem bréfritarar vitna til, er cftirfarandi tekið fram: ,iVið viljum láta þess getið, að við erum reiðubúnir til sam- starfs um fiskiðj uversmálið við aðra útvegsmenn hér, á þeim grundvelli í aðalatriðum, sem fellst í stol'nsamningi og lögum félags okkar. Höfum við til- kynnt meirihluta bæjarstjórn- arinnar hér þessa afstöðu okk- ar, og með milligöngu hans líoðið félögum í Fiskiðjuver- inu h. f. til viðræðna um þau atriði í félagslögum okkar, sem þeir telja sérstaklega vera til fyrirstöðu samstarfi. Eftir að þær viðræður liafa farið fram með jákvæðum á- rangri væri hugsanleg stofnun nýs félags á samlagsgrund- velli.“ Stjórn Fiskiðj uversins h. f. liefur enn ekki svarað bréfi Haralds Guðmundssonar. Um afstöðu bæj arstj órnar til þessara mála er það að segja, að ekki er annað vitað en að allir bæj arfulltrúarnir séu á einu máli um það, að nauð- synlegt sé að allir aðilar sam- einist, til þess að leysa þetta mikla nauðsynjamál allra Is- firðinga. Á bæjarstjórnarfundi 16. þ. ni. var samþykkt einróma í sambandi við bréf Haralds Guðmundssonar og eftir tillögu frá honum, að kjósa þriggja manna nefnd til þess að vinna að samkomulagi í þessu máli. 1 nefndina voru kosnir: Haraldur Guðmundsson frá Sósíalistaflokknum. — Kjartan Ólafsson frá Sjálfstæðisflokkn- um. — Grímur Kristgeirsson frá Alþýðuflokknum. Varamenn í sömu röð eru þessir: Haraldur Steinþórsson, Sig- urður Halldórsson og Guð- mundur Guðmundsson skipstj. Hér skal engu spáð um árangurinn af starfi þessarár

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.