Baldur


Baldur - 30.10.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 30.10.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÓSl ALIST AFÉI, AG ISAFJARÐAR xu. Arg. ísafjörður, 30. okt. 1946 29. tölublað. Verzlunarjöfnuðurinn óhag- stæður um 80 milj. króna. Nýútkomin Hagtíðindi sýna að það sem af er þessu ári nemur útflutningurinn 178 milj 134 þús. kr., en innflutn- ingurinn 258 milj. 942 þús. kr., og er verzlunarjöfnuðurinn því óhagstæður um 80 milj. 808 þús. kr. Þessar tölur sýna að til full- kominna vandræða horfir í gj aldeyrismálum þj óðarinnar, ef haldið verður áfram á.sömu braut, enda er nú svo komið, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, að allar er- f * lendu innstæðurnar mega heita eyddar, eða búið að ráðstafa þeim á einhvern hátt. Tvö síð- astliðin ár hafaþannig farið í hreinan eyðslueyri hundruð miljóna króna auk.andvirðis útflutningsins á þessum tíma. Sósíalistaflokkurinn hefur hvað eftir annað varað við þeirri hættu, sem af þessu staf- ar, og reynt eftir megni að hindra þessa óhóflegu eyðslu, en engu fengið áorkað vegna þess að Sj álfstæðisflokkurinn, með fjármáTaráðhérrá og heildsalanna í broddi fylking- ar, hefur gert allt, til þess að koma í veg fyrir allar raun- hæfar aðgerðir í þessum mál- um. En þjóðin sér, að við þetta. ástand verður ekki unað og hið óheilbrigða ástand inn- flutningsverzlunarinnar og gj aldeyrismálanna verður ekki læknað nema með róttækum aðgerðum. Heimilisófriðurinn í Alþýðuflokknum. Þing F. F. S. í. andstætt f i»ek- ari togarasölu iii» landinu. Tíunda þingi Farmanna- og fiskimannasambands Islands lauk í'Reykjavík 19. þ. m., og hafði þá staðið 10 daga. Þingið samþykkti ýmsar merkar tillögur og ályktanir. Meðal annars skoraði það á' Alþingi og ríkisstjórn að leyfa ekki frekari togarasölu úr landinu, en þegar er orðið. 1 greinargerð með þeirri áskor- un er sjTnt fram á, að 12 skip þurfi til að fylla skarð það, sem höggvið hefur verið í tog- araflotann í Reykjavík und- anfarið og verði því engin aukning á togaraflotanum þrátt fyrir þá viðbót, sem fyr- irhuguð er. Þá er einnig sýnt fram á, að sízt hafi verið of margir togarar i Reykjavík í stríðsbyrj un, og aukning sú, sem nú er fyrirhuguð, sé of lítil miðað við þann fólks- fjölda, sem nú en Auk þessa samþykkti þingið tillögur um að lögin um dán- arbætur sjómanna og eftirlit með skipum verði endurbætt, undanþágur frá lögum um at- vinnu við siglingar takmark- aðar, lög um skráningu skipa endurskoðuð, lög verði sett um lærdóm hafnsögumanna, þar sem hafnsaga er lögboðin, rannsóknir gerðar. í sambandi við síldveiðarnar, síldarleitar- flugvélum fjölgað og ýmsar fleiri. Þingið sátu 35 fulltrúar frá 14 f élögum viðsvegar um land- ið. Meðart á þinginu stóð hélt at- vinnumálaráðherrá þingfull- trúum og stjórn sambandsins veizlu sem þakklætisvott rík- isstjórnarinnar til þessara samtaka fyrir þjóðholt starf þeirra. — Veizluna sátu, auk þingfulltrúa og stjórnar F. F. S. 1., forseti Alþýðusambands Islands, vitamálastjóri, forseti Fiskifélagsins, fiskimálanefnd og framkvæmdastj óri hennar og stjórn Landssambands út- vegsmanna. —-------0----------- Allsherjarþing sameinuðu þjóðanna var sett í New York 23. þ. m. Trumann forseti setti þingið með hálftíma ræðu og lagði hann höfuðáherzlu á nauðsyn þess að friður megi haldast og eflast í heiminum, og lýsti yfir því, -að Bandaríkin vildu hvorki nú né nokkru sinni styrjöld gegn neinum aðila. Munu allar þjóðir taka undir þessi orð forsetans og vona að hann mæli þau af heilum huga. Fyrir þessu þingi liggur fjöldi mála til úrlausnar og allir þeir, sem friði unna, vona. að því takist að leysa þau á þann hátt að friður megi vara í heiminum. Það er ekki hægt að tala um einingu andans og band friðar- ins á kærleiksheimili Alþýðu- flokksins um þessar mundir, hvorki hér á Isafirði né ann- arsstaðar á landinu. Þvert á móti logar þar nú allt í inn- byrðisdeilum svo hatrömmum, að nær því dregur til fulls fjandskapar^. milli einstakra manna innan flokksins. Flokk- urinn skiptist í raun og veru í tvær andstæðar sveitir, og hvar sem þær koma saman, hvort heldur er á fundum eða í smærri hópum, lendir í hörku rifrildi með brigslyrð- um og skömmum, og reynir hvor fyrir sig að gera hinni alla þá bölvun, sem unt er. Því fer þó fjarri, að þessar deilur séu nýtt fyrirbrigði inn- an Alþýðuflokksins. Um margra ára skeið hefur þar verið háð innbyrðis barátta og flokkurinn verið skiptur í af- stöðu til svo að segja hvers einasta stórmáls, sem á dag- skrá hefur verið. Þannig mætti nefna lýðveldismálið, afstöð- una til núverandi ríkisstjórn- ar og mörg fleiri. 1 mörgum þessum málum hefur flokkur- inn, eða öllu heldur foringja- klíka hans, leikið tveim skjöld- um rheð fullu samkomulagi og í þeirri von að geta fiskað at- kvæði hvernig sem allt veltist. 1 allmörgum tilfellum hefur þó verið um ákveðinn skoðana- mun að ræða, en lang oftast hafa deilurnar stafað af klíku- baráttu um völdin í flokknum. Ástæðurnar fyrir því, að deilurnar innan flokksins eru víðtækari nú og rísa hærra en nokkru sinni áður, eru aðal- lega þær, að orsök þeirra er ákveðinn skoðanamunur í mik- ilsverðum málum. Má þar fyrst nefna afstöðuna til setu- liðsins, herverndarsamnings- ins og samningsins við Banda- ríkin. Deilum um þessi mál er ^engin leið að halda innan for- ingjaklíkunnar einnar, þau snerta hvern einasta flokks- mann, sem á annað borð hugs- ar nokkurn skapaðan hlut. En það er ekki einungis um þessi mál, sem deilt er nú, heldur um það, hvort Alþýðú- flokkurinn á að taka þátt i aft- urhaldsstjórn undir forustu f oringj aklíku íhaldsins, eins og nú er hjartans ósk meiri- hluta þingmanna hans og ann- ara foringja eða hann á að stuðla að myndun vinstri stjórnar, þar sem Sósíalista- flokkurinn og yfirgnæfandi meirihluti alþýðunnar hefði sterk ítök. Hér er því um að ræða bar áttu milli þeirrar foringja- klíku flokksins, sem vinnur að því markvisst að gera hann makráðan afturhaldsflokk, fj andsamlegan öllu því, sem nýtilegt er í stefnuskrá hans, og hinna, sem vilja að flokk- urinn vinni á róttækum og sósíalistiskum grundvelli, eða trúa því að minnsta kosti að hægt sé að leiða hann á þann grundvöll. Með því, sem hér hefur verið sagt, hefur í stuttu máli verið reynt að skýra pólitískt eðli þessara deilna innan Alþýðu- flokksins. En það er engu síð- ur lærdómsríkt að athuga hvernig þessar deilur eru háð- ar, hverskonar bardagaaðferð- ir eru viðhafðar, hvernig flátt- skapur, ofbeldi og kúgun ráða þar lögum og lofum, sér- staklega af hálfu afturhalds- klíkunnar. Rúmsins vegna er aðeins hægt að skýra frá þessum deiliim hér á Isafirði, og það aðeins í aðalatriðum. Þó verð- ur ekki hjá því kpmist að minnast á þau bolabrögð, sem meirihluti þingmanna Alþýðu- flokksins og formaður hans beittu þá Gylfa Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson vegna andstöðu þeirra gegn flugvall- arsamningnum. Hannibal Valdimarsson skýrir sjálfur frá því í Skutli 23. þ. m. að hvorki hann né Gylfi hafi fengið tækifæri eða leyfi til að birta skoðanir sín- ar í samningsmálinu í umræð- um um það á Alþingi og ekki einu sinni fengið prentaðar greinargerðir með þeim breyt- ingatillögum er þeir fluttu, hvað þá að mæla einu orði fyr- ir þeim eða skýra þær. „Þess vegna var það", segir Hanni- bal orðrétt, „að við Gylfi Þ. Gíslason fórum þess á leit við

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.