Baldur


Baldur - 30.10.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 30.10.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R Y V I i Skammtað tir skrínunni. formann Alþýðuflokksins, að við fengjum að flytja fimm til tíu mínútna yfirlýsingu um af- stöðu okkar til samningsmáls- ins í tíma Alþýðuflokksins í út- varpsumræðunum. Þegar þessu var synjað, fóru þessir sömu þingmenn fram á það, að for- maður Atþýðuflokksins flytti fyrir okkar hönd fimm mín- útna afstöðuyfirlýsirigu í tíma flokksins. Én þessu var líka synjað. (Leturbreyting Hanni- bals). Hér þarf ekki frekari vitna við, enda er þessi þáttur máls- ins alþjóð kunnur. Þá er að snúa sér að því, sem gerst hefur og er að gerast hér á Isafirði. 1 útvarpsfrétt í haust, þegar samningsmálið var til umræðu á Alþingi, var frá því skýrt, að trúnaðarráð Alþýðuflokksins hér á ísafirði hefði samþykkt, með nokkurra atkvæða meiri- hluta, áskorun um að sam- þykkja samninginn. Til þessa fundar var boðað á þann hátt af hálfu amerikuagentanna, að allir þeir, sem grunaðir voru um að vera andstæðir samn- ingnum, voru sniðgengnir við fundarboðunina og annað hvort vissu ekkert um fundinn eða fengu vitneskju um hann á skotspónum. Þannig voru vinnubrögðin. En harðast hafa deilurnar hér á Isafirði orðið í sambandi við kosningu Alþýðuflokksfé- lagsins, Isafirði, á fulltrúum á þing Alþýðuflokksins. I þeim átökum, sem orðið hafa og nú standa sem hæst, í sambandi við þessa kosningu, sézt greini- lega að ekki er eingöngu deilt út af samningsmálinu ill- ræmda, heldur er um að ræða baráttu um framtíðarstefnu flokksins, baráttu um það, hvorir skulu hafa meirihluta á flokksþingi, þeir, sem halda fram róttækri stefnu flokksins éða hinir, sem vilja að hann verði áfram á þeirri aftur- haldsbraut, sem hann er nú á. Fyrir rúmri viku kaus Al- þýðuflokksfélagið hér fulltrúa á flokksþingið. Þessi fundur varð mjög sögulegur, og lenti þar í hörðum deilum. Crslit urðu þau, eins og áður hefur verið sagt frá, að ameríku- agentarnir urðu í algerðum minnihluta og fengu engan fulltrúa kosinn. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hannibal var ekki fyrr kominn suður á þing, en að fyrirskipun kom um það frá foringjaklíku flokksins í Reykjavík, að ógilda bæui þessa kosningu. Þessari fyrir- skipun hlýddu ameríkuagent- arnir hér auðvitað viðstöðu- laust og með glöðu geði. S. 1. laugardag var auglýst á götum bæjarins og í útvarpi, að Félag Alþýðuflokksins héldi fund n. k. mánudag, og það með, að kosið yrði á flokksþing, vegna þess að seinasti fundur hafi ekki verið löglcga boðaður samkvæmt 18. grein flokkslag- anna. Þessi auglýsing vakti að vonum mikla athygli í bænum. Nú var það greinilegt hvað aft- urhaldsseggirnir ætluðust fyr- ir. Hvert mannsbarn i bænum veit, að kosningin á fyrri fund- inum var gerð ólögleg vegna þess eins, og einskis annars, að þeir urðu þar í minnihluta. Þetta sést líka bezt, þegar það er athugað, að á fyrri fundinum heyrðist engin rödd er taldi að hann væri ólögleg- ur, og það er ekki fyrr en eft- ir nokkra daga að sömu menn- irnir, sem boðuðu þann fund, gera sig að þeim fíflum að hlýða utanað komandi skipun- um og dæma sín eigin verk ó- lögleg, sumir af fúsum vilja, en aðrir vegna þess að þeir voru neyddir til þess. Annars eru slíkar’ aðferðir elcki nýtt fyrirbrigði í sögu kratabrodd- anna. Það er alkunnugt, að í hvert sinn sem þeir verða í minnihluta, svífast þeir alls einskis, jafn vel ekki að gera, sjálfa sig að a-thlægi. Hér verður að nema staðar í að skýra frá bardagaaðferð- unum í þessum heimilisófriði Alþýðuflokksins, og ér þó mörgu sleppt. Seinni fundur- inn í Félagi Alþýðuflokksins var, eins og áuglýst hafði ver- ið haldinn í fyrrákvöld. Hvorir tveggja aðilar höfðu mikinn viðbúnað fyrir fundinn, gengu í húsin og söfnuðu liði eins og í hörðum almennum kosning- um. En þrátt fyrir allt brölt ameríkuagentanna urðu leiks- lok þau, að fulltrúarnir, sem kosnir voru á fyrri fundinum, voru allir cndurkosnir, og unnu vinstri mennirnir þann- ig glæsilegan sigur. Er nú eftir að vita hvaða fyrirskipun kemur að sunnan næst, hvort Finnur og Stefán Jóliann láta minnihlutann reka meirihlutann úr félaginu, en dæmi eru til þess, að það-hafi verið gert innan Alþýðu- flokksins. -------O------ Sovétrikin og Svíþjóð gera með sér verzL unarsamning. Fyrir nokkru síðan var gerð- ur verzlunarsamningur milli Sovétríkjanna og Svíjijóðar. Samkvæmt þeim samningi veita Svíar Sovétríkjunum vörulán að upphæð einn millj- arð sænskra króna, og eiga vörurnar að afhendast á næstu fimm árum. Ennfremur er samið um vöruskipti milli landanna til fimm ára, og eiga þau að nema 100 mijj. króna á ári. Vörulánið nota Sovétríkin til endurreisnar og aukningar atvinnulífsins. Eru vörurnar, sem þeir fá, aðallega miðaðar Sanwizka Alþýðuflokksins óróleg. Fyrir nokkrum árum birti Al- þýðublaðið viðtal við „prófessor“ Guðmund Gíslason Hagalín, þar sem bann skýrir frá því meðal annars, að Alþýðuflokkurinn hér á Isafirði eigi sér samvizku og gegni Stefán skósmiður blutverki hennar. Undanfarna daga hefur samvizka Alþýðuflokksins verið órólegri en oft áður; væri þó synd að segja, að hún hafi alltaf verið róleg, og þess er ekki langt að minnast að henni Þótti breytni flokksins keyra svo um þvert bak, að hún yfirgaf liann og skildi hann eftir alveg sam- vizkulausan Orsakir óróleikans. En hverjar eru svo orsakir þessa óróleika Samvizkunnar? Innan Alþýðuflokksins rísa nú, eins og kunnugt er, harðar deilur bæði út af afstöðunni til santnings- ins við Bandaríkin og fleiri stór- mála, sem efst eru á baugi í ís- lenzkum stjórnmálum. Meira að segja liér á Isafirði, þar sem reynt befur verið að halda öllu sléttu og feldu á yfirborðinu eru deilurnar orðnar það liarðar, að þeim verð- ur ekki lialdið leyndum lengur. En það eru ekki eingöngu þessar deilur innan Alþýðuflokksins, meira að segja ekki átökin hér á Isafirði og allt rifrildið og brigsl- yrðin, er þeim liafa fylgt, sem þyngst leggjast á samvizku flokks- ins, heldur eru leikslokin, sem þar hafa orðið, liöfuðorsök óróleika hen nar. Nú er af sem áSur var. ' Samvizkan má líka muna fífil sinn fegurri. Nokkrum vikum áður liafði á fundi í Verkalýðsfélaginu Baldur komið fram tillaga um að mótmæla eða minnsta kosti krefj- ast þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn við Bandaríkin. En Samvizkan Iét lil,sín heyra ú þeim fundi, og talaði gegn þessari til- lögu. Rödd hennar var þá hlýtt við- stöðulaust, málið tekið út af dag- skrá — og beinlínis bannað að ræða það. Rödd samvizkunnar ekki hlýtt. 1 Félagi Alþýðuflokksins mun Samvizkan einnig liafa látið heyra rödd sína, en það bar engan ár- angur, henni var ekki lilýtt. Það er því ekki nema von að Samvizkan sé óróleg. Hún vildi við þaríir á því sviði, en þær eru vélar til janiskonar fram- leiðslu og samgöngubóta, tog- arar o. fl. Lánið er veitt til 15 ára og vextir eru 2%%. Greiðsla fari fram bæði í vör- um og gj aldeyri. Samkvæmt vöruskipta-samn- ingnum selja Sviar Sovétríkj- unum beztu teg. af stáli, ýms verkfæri, efni i kúlulegur, sjóntæki og mælitæki. Auk þess landbúnaðarvörur, kyn- bótagripi og hesta, og sjávar- afurðir, síld, fisk o. fl. Sovétríkin selja Svíum aftur á móti ýmsar iðnaðarvörur og hráefni, þar á meðal steinolíu, bómull, hör og efni í tilbúinn áburð. Þcgar samningur þessi var í undirbúningi, lét Bandaríkja- stjórn í ljós, að hún væri þeim mótfallin. Þessu sinnti sænska stjórnin ekki, og utanríkis- málaráðherra Svíþ j óðar, — ekki aðeins ganga að Bandaríkja- samningnuin eins og liann var í upphafi, lieldur vildi lnin ákaft verða við kröfum Bandaríkjanna um herstöðvar liér ú landi í heila öld. Allt þetta taldi lhin nauðsynlegt og sjálfsagt að gera fyrir Banda- ríkin, vegna þess meðal annars, að Rússar höfðu einu sinni setulið í Iran. Fer Samvizkan úr flokknum. Hvort þessi óróleiki Samvizkunn- ar verður til þess að liún yfirgefi flokkinn eins og hér um árið, er ekki hægt að segja að svo komnu máli. Aftur á móti er vitað að flokksmenn skiptast nú í tvo and- stæða liópa, þá sem -vilja hlýða rödd fyrnefndrar Samvizku, og þá sem fara eftir eigin sannfæringu. Og það liefur sýnt sig að síðari hópurinn er fjölmennari. Meíri- hluti Alþýðuflokksins er hættur að hlýða Samvizku flokksins svo óvíst er hvað urn hana verður, það ves- lings hró. Ein lilil saga. Tveir Alþýðuflokksmenn stóðu saman á götu hér í bænum og ræddust við um ræðu forsætisráð- herra, er hann flutti við afhend- ingu Keflavíkurflugvallarins. Kom þá til þeirra lítill og snaggaralegur maður, sem sjálfur heldur að hann sé einn af leiðtogum Alþýðuflokks- ins og liafi vald til að segja ó- breyttum flokksmönnum livað þeir mega tala. Er bann heyrði livað mennirnir töluðu um, sneri hann sér að þeim, teygði úr sér, þandi út brjóstið* og sagði af. miklum myndugleik; — Petta mál er af dagskrá. Ég banna ykkur að ræða það liér. Mennirnir brostu og spurðu hverju það sætti, að þeir mættu ekki spjalla saman á götu um ræðu, sem sjálfur forsætisráðherra hefði nýskeð flutt fyrir alþjóð. Litli maðurinn færðist þá allur í aukana og endurtók með miklum þunga: —Málið er af dagskrá. Það er ekki lpyfilegt að ræða það. — En þessir tveir Alþýðuflokks- menn létu sér ekki segjast og virt- ust livorki ætla að blýða þessum skipunum né skilja þann boðskap, er þessi foringi þeirra flutti. Gekk hann þá frá þeim, hneikslaður yfir þvermóðsku þeirra og skilnings- leysi, sem von var. östen Undén, hefur látið svo ummælt, að samningurinn væri bezta trygging Svíþjóðar gegn kreppu og atvinnuleýgi. ------0------ NYTT kvennablað 7. árgangur 6. tölublað 19-16, er nýkomið út. Af efni blaðsins má meðal annars nefna: Minningargrein um Maríu J. Knudsen, eftir frú Guða-unu Stefánsdóttur. Haustið (Or stílabók ungrar stúlku úm sjálfvalið efni), eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautar- holti. 17. júní, eftir Sigurlaugu Árnadóttur. Ferðaminning, eftir Vilborgu Jóhannesdóttur, Geirshlíð. Kristín ljósa, eftir Jónínu Hermannsdóttur, Flat- ey. Þá er í blaðinu kvæði, Una á Eyri, eftir Ingveldi Einars- dóttur, grein um Nínu Tryggvadóttur listmálara og margt fleira.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.