Baldur


Baldur - 30.10.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 30.10.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 Paul Eluard: Harmleikur grísku þjóðarinnar BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Eflið Sósíalista- flokkinn. Atburðir þeir, sem að und- anförnu hafa verið að gerast í íslenzkum stjórnmálum, hafa sannað íslenzku þjóðinni, að Sósíalistaflokknum einum er treystandi til að gæta hags- muna hennar bæði inn á við og út á við. Það var Sósíalistaflokkur- inn, sem fyrstur hóf máls á því, að innstæður þjóðarinnar, sem safnast höfðu á stríðsár- unum, yrðu allar notaðar til kaupa á nýjum framleiðslu- tækjum og lögðu þannig grundvöll þeirrar nýsköpunar, sem núverandi ríkisstjórn tók á stefnuskrá sína að fram- kvæma. Því miður var ekki orðið við þessari kröfu Sósíal- istaflokksins að öllu lcyti. — Samkvæmt „skilyrðum“, sem Alþýðuflokkurinn setti fyrir þátttöku sinni í rikisstjórn- inni, var ákveðið að eklci nema nokkrum hluta af þessum inn- stæðum yrði varið til nýsköp- unarinnar. Afleiðingin hefur orðið sú, að nokkuð af þessu fé hefur verið sóað í algerðan óþarfa, sem hvergi sér staði. þá er það alkunna, að sam- starfsflokkar Sósíalistaflokks- ins í ríkisstjórninni hafa á all- an hátt reynt að hindra fram- kvæmd nýsköpunarinnar og aðallega beitt Landsbankanum fyrir sig í því þokkalega verki, enda er málum svo fyrir ltom- ið, að þessi peningastofnun, sem að réttu lagi ætti að vinna í þjónustu þjóðarinnar, vinn- ur raunverulega gegn henni. Sósíalistaflokkurinn einn hef- ur barist ákveðið gegn þessari bankapólitík afturhaldsins. — Hinir flokkarnir allir hafa annaðhvort varið þessa pólitík eða beygt sig í auðmýkt fyrir því peningavaldi, er hún þjón- ar. En skýrast hefur það þó komið í ljós í viðskiptum Is- lands og Bandaríkjanna hvers virði Sósíalistaflokkurinn er íslenzku þjóðinni. 1 þeim við- skiptum barðist hann einn allra flokka heill og óskiptur fyrir rétti Islendinga. Hinir flokkarnir allir voru tvískipt- ir í þeirri afstöðu, og þing- menn Sjálfstæðisflokksins stóðu sem einn maður með kröfum Bandaríkjanna. Meira að segja, þegar krafa Banda- ríkjanna um herstöðvar til 99 ára kom fyrst fram, vildu á- hrifamenn innan þessara 1 Grikklandi ríkir nú algerlega fasistisk einrœðis og ógnarstjórn, sem studd er í orði og verki af verkamannastjórninni brezku. — Þessi stjórn fótum treður allt lýð- ræði og öll mannleg réttindi. Flokk- ar þeir, sem áður stóðu fremstir i fylkingu í baráttunni gegn þýzka innrásarhernum og nú berjast fyrir fullkomnu frelsi og lýðræði Grikk- lands og grísku þjóðarinnar, sæta nú hinum grimmustu ofsóknum, verða að hafast við á fjöllum uppi og verjast þaðan innlenduin fas- istaherjum og herjum hins „vest- ræna lýðræðis", vopnuðum lög- reglusveitum hrezka heimsveldis- ins. Grein sú, sem hér fer á eftir, gef- ur nokkra hugmynd um ástandið eins og það er. Höfundur hennar er franskt skáld, sem dvaldi í Grikk- laiidi s. 1. sumar. Greinin er lauslega þýdd úr blaði danska Kommúnistaflokksins, Land og Folk. ÉG hef verið í Grikklandi. Húgur minn var gagntekinn af harmleik grísku þjóðarinnar, og allt, sem ég sá, varð líka til þess að ég gat ekki um annað hugsað. 1 allra augum las ég sömu brennandi spurninguna: Hver verða örlög okkar? — Hvaða framtíð bíður okkar? Ég kom ekki til Grikklands sem ferðamaður, heldur fór ég þangað til jiess að votta grísku þjóðinni jmkklæti fyrirþá þýð-. flokka verða við þeirri krofu og hefðu orðið það, ef þeir hefðu þorað. Éyrir kosningarnar í sumar benti Sósialistaflokkurinn jijóðinni á, að öruggasta leið- in til þess að hindra landráða- fyrirætlanir og svik hinna flokkanna, væri að hún fylkti sér um frambjóðendur hans og að flokkurinn yrði sterk- ari en áður eftir kosningarn- ar. Þessari aðvörun flokksins var ekki nægilega hlýtt, og af- leiðingarnar eru jiegar komn- ar í Ijós. Landráðalýðnum hef- ur tekist að framkvæma fj'r- irætlanir sínar. Þessi dýrkeypta reynsla ætti að færa hverjum einasta Is- lendingi heim sanninn um það, að nú ríður á að efla Sósíal- istaflokkinn sem mest. Ekki aðcins á jiann hátt að greiða honum atkvæði við kosningar, heldur með því að ganga í hann og gerast virkur félagi innan véhanda hans. Takmarkið hlýtur að vera, að Sósíalistaflokkurinn verði fjölmennur og sterkur flokkur, og jjví hlutverki vaxinn að taka að sér forystuna í baráttu íslenzkrar alþýðu bæði inn á við og út á við. Hér með er því skorað á alla j)á, sem fylgja Sósíalista- flokknum að málum, að ganga nú þegar í hann og hjálpa á þann hátt til þess að hann verði þessu hlutverki vaxinn. ingu, sem barátta hennar gegn innrásarhernum hafði fyrir frönsku mótspyrnulireyfing- una. Órétturinn, sem gríska þ j óðin hefur orðið að þola, hef- ur vakið samhyggð allra frj áls- lyndra manna um hehn ailan, og þá samhyggð fær afturhald- ið aldrei sigrað. Ég liafði það mikilsverða lilutverk að vera fulltrúi Érakldands, móðurlands frels- isins. Hins frjálsa Frakklands, sem, þrátt fyrir allar breyting- ar, á það sameiginlegt með Grikklandi og öllum öðrum Jöndum, að eiga aðeins einn ó- vin, — óvin mannúðarinnar og trúarinnar á manninn. Hugsið yður að vér hlytum sömu örlög og gríska, þjóðin. Frelsishetj urnar í fangelsum. Föðurlandssvikararnir og sam- særismennirnir í æðstu valda- stöðum. Grimmasta fasistakúg- un ræður lögum og lofum í nafni frelsisins. — Ef griskur bóndi krefst lýðræðisstj órnar- fars, fella konungssinnar olivu- tré lians og rífa. víhvið hans upp með rótum. Það líður eng- inn dagur svo, að fjöldi manna í mótspyrnuhreyfingunni verði ekki fyrir ofsóknum og mis- þyrmingum konungssinna og vopnaðra lögreglusveita, og margir.eru myrtir. Vér höfum séð þetta sama gerast á Italíu, i Þýzkalandi og á Spáni. Og á sama tíma, sem föðurlands- svikararnir, er áður klæddust þýzkum einkennisbúningum, sitja sem fulltrúar á þingi, þjást þúsundir löðurlandsvina í fangelsum. Ég bað um leyfi til að heim- sækja fangelsin. Beiðni min kom fyrir forsætisráðherrann, en henni var neitað. Aftur á móti var mér fylgt af vopnuð- um bifreiðum í hvert sinn, sem ég heimsótti einhvern stað, sem var helgaður minningunni um atburði úr frelsisbaráttunni, eins og t. d. múrinn, þar sem gislarnir voru teknir af lífi, og staðiinn, þar sem þrír átján ára unglingar vörðust hundrað manna þýzkum her heilan dag. — Ekki veit ég hvort þessar vopnuðu bifreiðar hafa fylgt mér, mér til varnar, eða þær hafa átt að ráðast á mig, ef stjórnarvöldin teldu fram- komu mína grunsamlega. ÞAÐ er_ talað um borgara- styrjöld í Grikklandi. En þar er ekki borgarastyrjöld. I borg- arastyrjöld skiptist þjóðin í tvo flokka, sem berast á bana- spjót og reyna að tortíma hvor öðrum. Ræður, serii Petmezas, fyrverandi kennslumálaráð- herra í ráðuneyti Sopholis, hef- ur flutt, sýna ljóslega að stefna allra flokka í mótspyrnuhreyf- ingunni, bæði vinstri flokk- anna og miðflokkanna, er al- gerð þjóðar eining. I mörgum grískum fjallaborgum vinna bændur úr hægri og vinstri flokkunum saman. Þeir vita, að eining grisku þjóðarinnar er það eina, sem getur bjargað Grikklandi. En á þinginu ráða spilltar klíkur lögum og lofum og kref j ast vægðarlausra dóma yfir foringja vinstri flokkanna. Og hvernig er svo þetta „þing“ skipað? Vegna þröngsýni og auðvaldsþjónustu Mr. Bevins utanríkismálaráðlierra brezku stjórnarinnar, á 70% grísku þjóðarinnar þar enga fulltrúa. Fulltrúarnir, sem þar eiga sæti, keppast við að samþykkja bráðabirgðalög, sem svifta meðborgara þeirra sjálfsögð- ustu mannlegum réttindum, t. d. friðhelgi heimilisins. Þeir skipa bráðabirgðanefndir, sem hlaupa eftir hverri órökstuddri kæru, handtaka án dóms og laga fjölda manna víðsvegar um landið og selja þá í hin illræmdustu fangelsi án undan- genginnar rannsóknar eða dóms. EFTIR nýafstaðna heims- styrjöld og þegar eftir fyrstu árásir fasismans og nazismans á lýðræðislöndin og anda lýð- ræðisins, er oss ljóst, að þar sem mannleg — og félagsleg — réttindi eru fótum troðin, er kjarna mannkynsins ógnað og öll mannleg verðmæti í hættu. Vér verðum að láta grísku þjóðina finna, að allir frjáls- liuga menn, hvar sem er í heiminum,' rísa einhuga gegn sérhverjum órétti, sérhverju ofbeldisverki, sem framið er, jafnvel þótt það sé aðeins ein- staklingur, sem fyrir því verð- ur. Það, sem ég sá í þessari allt of skömmu dvöl minni í land- inu, sannaði fullkomlega það, sem þegar var orðið ljóst í des- ember 1944. Ég kynntist hetju- þjóð. Þjóð, sem þráði ættland sitt. Lítilli en stórlátri þjóð, sem með réttu krefst frelsis, því að hún hefur réttinn og dýrkeyptan heiðurinn sin meg- in. „Hefjum Frakkland til vegs að nýju“, sagði Victor Hugo 1875. „Vegna hverns? Vegna Frakklands? Nei. Vegna heimsins. Kyndillinn er ekki tendraður vegna kyndilsins. hann ær tendraður fyrir þá, sem eru í myrkri...“ Gríska þjóðin hefur sgnt oss, að engu er til einskis eytt í baráttunni fyrir frelsinu. Það er ennþá tími til að koma í veg fyrir að þeir — og vér — tor- tímumst í myrkrinu. — Það er hlutverk vort að berjast gegn því illa, sem ógnar oss. Vér eigum miljónir sam- herja um allan heim. Vér verðum að hvetja þá til dáða. Þeir verða að skilja að gríska þjóðin fórnar heldur lífinu en frelsinu. -------0-------

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.